Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 16

Morgunblaðið - 02.07.2003, Síða 16
AKUREYRI 16 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ferðalag út úr bænum (þ.á.m. sundlaugarferð) í lok hvers námskeiðs. Ferðin er frá kl. 09.30 - 17.00. Kennarar eru m.a. Broddi Kristjánsson íþróttakennari, Írena Óskarsdóttir íþróttafræðingur, Jónas Huang badmintonþjálfari, Skúli Sigurðsson badmintonþjálfari, Árni Þór Hallgrímsson badmintonþjálfari o.fl. Innanhúss: Badmintonkennsla, borðtennis, minni tennis, körfubolti, bandý og leikir Úti (við TBR-hús og í Laugardalnum): Knattspyrna, sund, frjálsar íþróttir á Laugardalsvelli, t.d. spretthlaup, langstökk, spjótkast, kúluvarp og hástökk. Leikir, svo sem hafnabolti, ratleikur o.fl. Farið er í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal Upplýsingar og innritun í TBR húsinu Gnoðavogi 1 og í síma 581 22 66. Sumarskóli TBR 2003 Íþróttaskóli fyrir 6 - 13 ára börn í sumar Námskeiðin eru virka daga kl. 9-13 eða kl. 13-17. Fjölbreytt íþróttakennsla á dagskrá með áherslu á badminton. 7. júlí - 18. júlí 5. ágúst - 18. ágúst Námskeiðin eru 10 virka daga í senn sem hér segir: Verð er kr. 7400. Skipt er í hópa eftir aldri. Veittur er systkinaafsláttur. Einnig er veittur afsláttur ef farið er á fleiri en eitt námskeið. SJÖFN hf. á Akureyri keypti í gær öll hlutabréf Skeljungs hf. í Hans Petersen hf. Hlutafé Hans Petersen er 101 milljón króna og Sjöfn eignaðist öll bréf í fyrirtækinu utan hvað einn einstaklingur á enn 50.000 króna hlut í félaginu eftir viðskiptin í gær. Hans Petersen hf. er eitt af elstu fyrirtækjum landsins og hefur verið með umboð fyrir Kodak vörur á Íslandi í meira en áttatíu ár. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1907 með opnun verslunar í Bankastræti 4 í Reykjavík, þar sem það rekur enn þann dag í dag eina af verslunum sínum. Auk hennar rekur Hans Petersen sex aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu og er með samstarfssamning við tólf verslanir utan höfuðborgarsvæðisins undir merkjum Kodak Express. Auk ljósmyndavöru- þjónustu rekur Hans Petersen heildsölu með ljós- myndavörur, vörur fyrir heilbrigðisþjónustuna og prentiðnaðinn. Í stjórn Hans Petersen hf. verða Baldur Guðna- son, framkvæmdastjóri Sjafnar hf., stjórnarfor- maður, Steingrímur Pétursson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sjafnar hf., og Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. Karl H. Sigurðsson verður áfram framkvæmda- stjóri Hans Petersen hf. „Aðdragandi kaupanna er nokkrar vikur. Við fengum upplýsingar um að Skeljungur vildi selja, aðrir fjárfestar sýndu fyrirtækinu líka áhuga en mál þróuðust þannig að Skeljungur gekk til samn- inga við okkur, og gengið var formlega frá kaup- unum í dag,“ sagði Baldur Guðnason í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður sagði Baldur Sjöfn ekki hafa verið í starfsemi á tengdum vettvangi til þessa, „en það er í samræmi við stefnu Sjafnar að vera í fjárfest- ingum og breytingastjórnun; við höfum leitað eftir þátttöku í fyrirtækjum sem eru áhugaverðar fjár- festingar. Viljum fjárfesta í fyrirtækjum til að auka verðmæti þeirra og hámarka arðsemi.“ Baldur lagði áherslu á að nýir eigendur vildu efla enn frekar og styrkja rekstur Hans Petersen, „með hagræðingu og aukinni markaðssókn. Við byggjum á traustum grunni fyrirtækisins, sem er eitt af elstu fyrirtækjum landsins, og hyggjumst laga rekstur þess að þeim breytingum sem eru að verða í ytra umhverfi þess,“ segir Baldur. Þegar spurt er um breytingar í rekstrinum seg- ir Baldur: „Fyrsta verk okkar verður að halda starfs- mannafund [árdegis í dag] og fara yfir áherslur nýrra eigenda og ræða framhaldið. Nýjum eig- endum fylgja náttúrlega alltaf nýjar áherslur og einhverjar breytingar en hverjar þær verða kem- ur í ljós á næstu misserum. Á þessu ári er áætluð velta Hans Petersen hf. um einn milljarður króna en velta Skeljungs hf. á síðasta ári var tæpir 15 milljarðar króna. Salan á Hans Petersen hefur óveruleg áhrif á afkomu Skeljungs á þessu ári. Eiginfjárhlutfall Hans Pet- ersen er 63%. Starfsmenn Hans Petersen eru um 65 talsins. Nýir eigendur tóku við rekstri Hans Petersen við undirritun kaupsamnings. Sjöfn hf. á Akureyri hefur eignast Hans Petersen hf. Velta Hans Petersen er áætluð um einn millj- arður króna á þessu ári SÁ fáheyrði atburður gerðist fyrir stuttu að álft réðst á ungan vinnu- skólapilt, Hinrik Frey Hinriksson, og sló hann niður þegar hann var að raka saman gras við andapollinn á Akureyri. Hinrik, sem er 14 ára og nemandi í Brekkuskóla, sagði við Morgunblaðið að hann hefði verið að raka í rólegheitum þegar álftin kom aftan að honum og sló hann niður. „Sennilega hefur hún verið að verja ungana sína, en þeir voru í um fjögurra til fimm metra fjarlægð. Hún sló í fótinn á mér með vængn- um, að ég held, og eftir að ég datt þá reyndi hún að bíta mig, en ég náði að hlaupa í burtu,“ sagði Hinrik. Hinrik var einn dag frá vinnu, en fóturinn sem álftin sló í bólgnaði upp við atvikið og var hann allur blár og marinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hinrik Freyr við andapollinn í gær. Í baksýn gætir svanaparið unga sinna. Það var karlfuglinn, vinstra megin á myndinni, sem réðst á Hinrik og svanurinn lét vel í sér heyra á meðan Morgunblaðsmenn stöldruðu við. Álft réðst á vinnu- skólapilt RÚMLEGA tvítugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 110 þúsund krónur í sekt til rík- issjóðs, en hann var kærður fyrir fíkniefnalagabrot. Var maðurinn með í fórum sínum fjórar e-töflur og um 2 grömm af kókaíni í apríl í fyrra. Fyrir dómi játaði maðurinn sök sína, en vísaði til þess að kókaínið hefði verið verulega blandað með sykri. Við ákörðun refsingar var m.a. litið til þess að maðurinn hafði í sínum vörslum sterk og hættuleg efni, sem líkleg eru til að valda um- talsverðu og varanlegu heilsutjóni einstaklinga, þar á meðal minnis- tapi. Áður hefur maðurinn greitt sekt fyrir brot á ávana- og fíkni- efnalöggjöf og tvívegis vegna auðg- unarbrota. Efni þau sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins voru gerð upptæk. Þá var mann- inum gert að greiða sakarkostnað. Dæmdur til greiðslu 110 þúsund króna sektar Var með e-töflur og kókaín í fór- um sínum Miðvikudagur 2. júlí Opnunarsýningu Jóns Laxdals Halldórssonar á Listasumri 2003 „Tilraun um prentað mál“ lýkur í dag. Af því tilefni mun listamaður- inn vera með leiðsögn um sýninguna kl. 16.30 og er aðgangur ókeypis. Fimmtudagur 3. júlí Jazz – Deiglan. Heitur fimmtu- dagur kl. 21.30. Kvartett Ómars með latinsveiflu. Ómar Einarsson, gítar, Snorri Sigurðsson, trompet, Stefán Ingólfsson, rafbassi og Bene- dikt Brynleifsson, trommur. Að- gangseyrir kr. 800. Föstudagur 4. júlí Föstudagshádegi í Ketilhúsinu kl. 12.00. Þrjár systur ásamt Jóni Ólafssyni. Trompetsystur eru: Hjör- dís Elín, Þórunn og Ingibjörg Lár- usardætur. Aðgangur kr. 1000. Systurnar munu einnig spila og syngja í Laxárvirkjun laugardaginn 5. júlí kl. 15.00 í boði Landsvirkj- unar. Myndlist – Ketilhúsið kl. 14.00. 40 sýningar á 40 dögum. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Frumsýnd verður stuttmynd eftir Arnar Ómarsson, sem ber yfirskriftina „Við undirbún- ing 40 sýninga“ og er unnin í sam- vinnu við Aðalheiði. Allir velkomnir. Laugardagur 5. júlí Myndlist – Ketilhúsið kl. 14.00. Opnun á sýningu Magnúsar V. Guð- laugssonar „Vindheimar“, mynd- band, hljóðverk og ljósmyndir í að- alsal og Stefáns Jónssonar á svölum. Myndlist – Listagilið. 40 sýningar á 40 dögum. Aðalheiður S. Eysteins- dóttir opnar skúlptúrasýningu í Listagili. Minjasafnið kl. 15.00. Leiðsögn um sýninguna Akureyri – bærinn við Pollinn. Tónleikar – Deiglan kl. 22.00. Hljómsveitin Lífs. Meðlimir: Arnar Guðjónsson, söngur, gítar, Haukur Hallsson, bassi, Arnar Ólafsson, gít- ar, Nói Steinn Einarsson, trommur, Andri Ásgeirsson, hljómborð. Að- gangseyrir kr. 500. Sunnudagur 6. júlí Minjasafnið – söguganga kl. 14. Gengið um innbæinn og fjöruna. Lagt upp frá Laxdalshúsi. Nonnahús kl. 12.00–17.00. Líf og fjör í Nonnahúsi. Sumartónleikar í Akureyrar- kirkju kl. 17.00. Voces Thules. Söng- menn eru: Sverrir Guðjónsson, Sig- urður Halldórsson, Guðlaugur Viktorsson, Einar Jóhannesson, Ei- ríkur Hreinn Helgason og Eggert Pálsson. Björn Steinar Sólbergsson, orgel. KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmdur til að greiða 30 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna brots gegn valdstjórninni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í febrúarmánuði síðastliðnum veitt lögreglumanni högg í and- litið sem leiddu til áverka; mars og eymsla í kinnbeini. Játaði maðurinn brot sitt. Greiði mað- urinn ekki sektina skal hann sæta 4 daga fangelsi. Þá var honum gert að greiða sakar- kostnað. Veitti lög- regluþjóni áverka Útsala Útsala Útsala COS Undirfataverslun • Glæsibæ • S: 588 5575

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.