Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Umbylting almenningssamgangna á höfuðborgarsvæð-
inu er í undirbúningi. Hjálmar Jónsson ræddi við Ás-
geir Eiríksson, framkvæmdastjóra Strætó bs.
Innrás Hrókanna
Grænlandsmótið í skák var haldið í Qaqortoq á Suður-
Grænlandi í júnílok og var skáksamband Grænlands
stofnað um sama leyti. Ómar Óskarsson fylgdist með.
Sögur af snæuglunni
Snæuglan er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi. Guðmundur
Guðjónsson og Kjartan Þorbjörnsson leituðu uppi vís-
bendingar um varp uglunnar á Melrakkasléttu.
Á ferð með strætó
á sunnudaginn
BÆJARSTJÓRA SAGT UPP
Meirihluti bæjarstjórnar Vest-
mannaeyja tilkynnti í gær að Inga
Sigurðssyni bæjarstjóra yrði sagt
upp og Bergur Elías Ágústsson tæki
við af honum. Uppsögn Inga var
mótmælt í gærmorgun af um 300
manna hópi íbúa sem þeyttu
bílflautur sínar fyrir framan Ráðhús
Vestmannaeyja. Gert er ráð fyrir að
Bergur Elías taki við bæjarstjóra-
stöðunni 15. júlí nk.
Ný rannsóknamiðstöð
Fjölmenni var samankomið í Há-
skólanum á Akureyri í gær þegar
Tómas Ingi Olrich mennta-
málaráðherra tók fyrstu skóflu-
stungu að Rannsókna- og nýsköp-
urnarhúsi sem rísa mun á
háskólasvæðinu. Með húsinu verður
til fyrsta flokks aðstaða fyrir
kennslu og rannsóknir í raunvís-
indum með hagnýtingarmöguleika
fyrir hin ýmsu svið þjóðlífsins og þar
mun verða miðstöð rannsókna- og
þróunarstarfs á Norðurlandi.
Nær ekki til ákæruvalds
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra segir skýrt að vald utanrík-
isráðuneytisins nái ekki til ákæru-
valdsins frekar en vald
dómsmálaráðuneytisins. Þetta hafi
breyst með lagasetningu árið 1962
er ákæruvaldið var fært frá dóms-
málaráðherra og þar með einnig ut-
anríkisráðherra í þeim tilvikum sem
það á við.
Viðurkennir vanda í Írak
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, viðurkenndi í gær að við
öryggisvandamál væri að etja í Írak
en þá höfðu borizt fréttir um að tveir
bandarískir hermenn hefðu fallið í
árásum í landinu. Tommy Franks,
hershöfðingi í Bandaríkjaher, sem
leiddi innrás herja bandamanna í
Írak, tjáði hermálanefnd full-
trúadeildar Bandaríkjaþings í gær
að búast mætti við því að bandarísk-
ir hermenn yrðu enn í Írak eftir
fjögur ár.
Óttast hrinu hryðjuverka
Yfirvöld í Moskvu sögðu í gær að
búast mætti við hrinu hryðjuverka í
borginni eftir að tétsensk kona
reyndi að sprengja veitingahús í
miðborginni í loft upp, nokkrum
dögum eftir sprengjuárásir sem
kostuðu sextán manns lífið. Þótt
árás konunnar hefði mistekizt beið
sprengjusérfræðingur bana þegar
hann reyndi að gera sprengjuna
óvirka.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 28
Viðskipti 11/12 Viðhorf 32
Erlent 14/16 Minningar 32/39
Höfuðborgin 18 Bréf 40
Akureyri 18/20 Dagbók 42/43
Suðurnes 22 Sport 44/47
Austurland 33 Leikhús 48
Landið 24 Fólk 48/53
Listir 24/25 Bíó 50/53
Umræðan 26 Ljósvakamiðlar 54
Menntun 27 Veður 55
* * *
F Ö S T U D A G U R 1 1 . J Ú L Í 2 0 0 3 B L A Ð B
SKIPTIR LITUM EFTIR ÁRSTÍÐUM /2 LEITAÐ AÐ LJÓSHÆRÐUM
DRENG /3 ÉG VIL EKKI HORFA Í AUGUN Á FÓLKI /4 ÆVINTÝRI Á
GÖNGUFÖR /5 FJARSTADDIR FEÐUR /6 ÚR PRENTI Í 360°C FISKA /7
MARGT er þaðsem æskandundar sérvið og
gamlir leikir öðlast
nýtt líf með nýjum
kynslóðum. Ófáir
eiga minningar frá
harki upp við húsvegg
og enn í dag leika krakk-
ar sér að því að harka með
krónupeninga. En nú hafa
marglitir Drakkókarlar
(Dracco) rutt sér til
rúms í harkinu og þá
gilda sömu gömlu regl-
urnar – þótt tilbrigði þróist
vissulega innan ólíkra
hópa.
Leikendur
kasta hver sín-
um Drakkókarli
upp að vegg og
hann verður að
skella á veggnum
og velta til baka. Sá
sem á karlinn sem
nemur staðar næst
veggnum slær eign
sinni á alla karla í því
kasti. Þannig er hægt
að vinna Drakkókarla af
öðrum og safna þeim.
Þeir bekkjarbræður
og vinir, Alexander
Örn Júlíusson og
Sigurður Stefán
Flygenring, eiga
hvor um sig þónokkuð safn
af Drakkókörlum og Sig-
urður á auk þess
nokkra Jojo’s-karla
sem hann keypti
sér á ferðalagi í
Frakklandi í
fyrrasumar. Þeim
finnst gaman að
harka og segja að
einnig sé hægt að
spila með þessum
körlum á annan hátt.
„Þá er körlunum
kastað upp í loft og
maður fær mismun-
andi stig eftir því hvernig
þeir lenda. Erfiðast er
að fá þá til að lenda
standandi en ef það
tekst þá fær maður tíu
stig. Ef þeir lenda á
bakinu eða hliðinni þá
fær maður fimm stig
en ekkert stig ef þeir
lenda á maganum.“
Á Drakkókarlana eru
ennfremur letraðar
misháar tölur, sem
gerir þá misjafnlega
verðmæta og leikinn
þar með meira spennandi hjá
þeim sem taka þá breytu með
í reikninginn.
Þeir félagar voru ný-
komnir frá Vest-
mannaeyjum þar sem
þeir voru að keppa á
fótboltamóti drengja
og sögðust hafa nýtt
tímann á milli leikja til
að spila fótboltaspil
með skrúftöppum af
gosflöskum sem þeir
segja mjög vinsælt.
„Þessi leikur gengur út á
það að skora mark og vinna
þannig stig. Sá sem er
fyrstur til að vinna sér inn
fimm stig, hann vinnur.“
Þremur töppum á hvolfi er
stillt upp í röð og sá sem
spilar hverju sinni á að
skjóta miðjutappanum fram
með þumalfingri. Hinir,
einn eða fleiri, búa til mörk
með vísifingri og litlaputta
og leikmaðurinn á að skjóta
töppunum til skiptis í átt að
einhverju markinu og reyna
að skora. Á leið tappanna
að markinu má aðeins
skjóta tappa á milli hinna
tappanna tveggja, ekki má
skjóta aftur á bak og tapp-
arnir mega ekki snerta hver
annan, þannig að það getur
verið þónokkur kúnst að fá
stig.
Sigurður og Alexander
segjast spila þessa leiki
bæði úti og inni, ýmist tveir
eða fleiri. Þeir segja gott að
grípa til þeirra inni við til
þess að láta sér ekki leiðast
þegar sumarveðrið verður
of blautt til útiveru.
HARK fellur
seint úr gildi
Morgunblaðið/Arnaldur
Drakkókarl-
arnir eru
frekar
ólögulegir
og kúnst-
ugir á svip.
Alexander býr sig undir að skjóta tappa á milli tveggja
annarra og ætlunin er að hitta í markið sem Sigurður
hefur búið til með fingrunum.
Einbeiting Alexanders leynir sér
ekki þegar litríkum Drakkókarli er
kastað enda skiptir öllu máli að karl-
inn nái að snerta vegginn en fari þó
ekki langt til baka. Sigurður fylgist
grannt með karlinum fljúgandi og
bíður spenntur eftir úrslitum.
PÁLL Agnar Pálsson,
fyrrverandi yfirdýra-
læknir, andaðist á Land-
spítala í Fossvogi í gær.
Páll Agnar fæddist 9.
maí árið 1919 að Kletti í
Reykholtsdal. Foreldrar
hans voru Páll Zóph-
óníasson, skólastjóri,
búnaðarmálastjóri og al-
þingismaður í Reykjavík
og kona hans Guðrún
Hannesdóttir húsmóðir.
Páll varð stúdent frá
Menntaskólanum í
Reykjavík 1937 og lauk
prófi frá dýralæknahá-
skólanum í Kaupmannahöfn 1944.
Hann var við dýralæknastörf á Jót-
landi 1944–45 og lagði síðar stund á
framhaldsnám í sýkla- og meinafræði
húsdýra í Danmörku, Svíþjóð og á
Bretlandi. Fór hann einnig í náms-
ferðir til Bandaríkjanna, Bretlands,
Svíþjóðar og Danmerkur.
Páll Agnar var sérfræðingur við
Tilraunastöð Háskólans í meinafræði
að Keldum á árunum 1948–1956 og
1979–1998 og var forstöðumaður
þeirrar stofnunar á árunum 1959––
1967. Páll Agnar gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum og átti m.a. sæti í
stjórn Tilraunaráðs búfjárræktar
1960–65, í dýraverndarnefnd 1958–
78, í stjórn Vísinda-
sjóðs 1972–75 og var
formaður fisksjúk-
dómanefndar um ára-
bil. Þá sat hans ýmsa
fundi og ráðstefnur um
búfjársjúkdóma er-
lendis og flutti erindi
um það efni víða um
lönd.
Páll Agnar var kjör-
inn félagi í Vísindafélag
Íslendinga árið 1965.
Hann var sæmdur
heiðursdoktorsnafnbót
við Den kongelige Vet-
erinær- og Landbohøj-
skole í Kaupmannahöfn árið 1974, við
Norges Veterinærhöjskole 1985 og
við læknadeild Háskóla Íslands 1986.
Hlaut hann heiðursverðlaun úr sjóði
Ásu Wright árið 1976 og varð heið-
ursfélagi í Finlands Veterinærför-
bund árið 1992. Einnig varð hann
heiðursfélagi í Íslenska dýralækna-
félaginu árið 1994. Páll Agnar lagði
stund á ritstörf og ritaði fjölda rit-
gerða, einkum um búfjársjúkdóma,
sem birst hafa í innlendum og erlend-
um tímaritum.
Páll Agnar kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Kristen Henriksen dýra-
lækni, 22. júní árið 1946. Eignuðust
þau tvær dætur og fjögur barnabörn.
Andlát
PÁLL AGNAR
PÁLSSON
LJÓST er að ekki var farið að reglum
þegar maurasýra var sett í sama gám
og 15% klórlausn en gámurinn valt á
svæði Landflutninga við Skútuvog í
fyrrakvöld. Hvarfist þessi efni saman
myndast lífshættulegt og ætandi gas.
Anna Guðný Aradóttir, markaðs-
stjóri Samskipa, segir að vandlega
verði farið yfir hvað fór úrskeiðis og
gripið hafi verið til aðgerða hjá fyr-
irtækinu til að reyna að tryggja að
slíkt endurtaki sig ekki.
Víðir Kristjánsson, deildarstjóri
hjá Vinnueftirlitinu, segir að sam-
kvæmt reglum um flutning á hættu-
legum farmi sé bannað að flytja efni
sem geta hvarfast hættulega hvort
við annað. Því megi ekki flytja klór og
maurasýru saman en stundum geti
verið erfitt að átta sig á því hvaða efni
falli í þennan flokk. Til að fá réttindi
til að flytja hættulegan farm þurfa bíl-
stjórar að fara á námskeið. Víðir er sá
eini sem kennir á þessum námskeið-
um og segist hann alltaf minnast á að
bannað sé að flytja klór og maurasýru
saman. Bílstjórarnir sjá á hinn bóginn
ekki alltaf um að ferma bílana heldur
hlaðmenn sem þurfa engin réttindi til
þess. Í gámnum var ýmis efnavara,
m.a. terpentína og rafgeymasýra.
Í fréttatilkynningu frá Samskipum
kemur fram að bilun í svokölluðum
gámastól flutningabílsins varð til þess
að tengivagn með gámnum valt á hlið-
ina. Nokkuð af klórlausn hafi lekið út
úr gámnum þegar umbúðir skemmd-
ust en ekkert af maurasýrunni.
Vegna hárréttra viðbragða starfs-
manna Landflutninga, lögreglu og
slökkviliðs hafi skjótt tekist að ná tök-
um á aðstæðum.
Ekki farið að reglum um
flutning hættulegra efna
Morgunblaðið/Júlíus
Reglur voru brotnar er maurasýra og klórlausn voru sett saman í gám.
BROTIST var inn í fiskiðjuna
Fisco við Kalmarsvelli á Akra-
nesi í fyrrinótt og stolið tæp-
lega einu tonni af humri og
öðrum fiski. Þjófarnir brutu
sér leið inn um glugga. Að
sögn lögreglu hafa þeir opnað
stórar dyr og ekið þar inn með
flutningstæki og hlaðið humr-
inum í bílinn. Humarinn var
geymdur í kæliklefa. Svo virð-
ist sem mennirnir hafi brotist
gagngert inn í Fisco til að
stela humrinum því önnur
verðmæti á staðnum voru ekki
snert.
Mikil verðmæti
Vinna í fiskiðjunni lá niðri
vegna sumarfría. Eigendurnir
komu á staðinn um kl. tíu í
gærmorgun og uppgötvuðu þá
að brotist hafði verið inn.
Afurðirnar sem stolið var
voru að mestu fullunnar og er
um mikil verðmæti að ræða.
Engar eftirlitsmyndavélar
voru í fiskiðjunni.
Lögregla óskar eftir upp-
lýsingum um mannaferðir við
staðinn í fyrrinótt.
Stálu
tæpu
tonni af
humri
BAUGUR hefur keypt sportvöru-
verslunina Nanoq í Kringlunni af
Kaupþingi Búnaðarbanka. Fyrir átti
Baugur fyrirtækið Útilíf, sem rekur
samnefndar verslanir í Glæsibæ og
Smáralind. Jón Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Baugs Ísland, segir að
Útilíf sé sjálfstætt fyrirtæki í eigu
Baugs Ísland og það hafi nú yfirtekið
rekstur Nanoq. Hann segir að engar
breytingar séu áformaðar á rekstr-
arfyrirkomulagi fyrst um sinn að
minnsta kosti. Hlutirnir hafi gerst
hratt og nú eigi eftir að fara betur yf-
ir reksturinn.
Jón segir að Útilíf sé mun stærra
fyrirtæki en Nanoq-verslunin ein
hafi verið, en aðspurður sagðist hann
ekki vita nákvæmlega hver hlutdeild
Útilífs yrði á sportvörumarkaðnum
eftir yfirtöku Nanoq.
Jóhann Pétur Reyndal, sérfræð-
ingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaup-
þingi Búnaðarbanka, segir að Kaup-
þing hafi keypt Nanoq af
skiptastjóra í framhaldi af gjaldþroti
fyrirtækisins í fyrra. Kaupþing hafi
síðan gert töluverðar breytingar til
að straumlínulaga reksturinn, meðal
annars hafi húsnæðið verið minnkað
um helming og sé nú á einni hæð í
stað tveggja áður.
Jóhann Pétur segir að eftir að
reynsla hafi verið komin á rekstur-
inn eftir hagræðingu hafi skapast
tækifæri til að selja og að fljótlega
hafi náðst ágætis samningar við
Baug. Hann segist telja að báðir að-
ilar geti unað vel við þessi viðskipti,
en sagði aðspurður að kaupverðið
væri trúnaðarmál.
Verslunin Nanoq var stofnuð árið
1999 á tveimur hæðum í nýrri við-
byggingu Kringlunnar. Fyrirtækið
Íslensk útivist ehf. rak verslunina og
eigendur voru þrír, Hjálparsveit
skáta í Reykjavík, Eignarhaldsfélag-
ið Hof sf. og Einar Sigfússon. Um
mitt ár í fyrra eignaðist Fasteigna-
félagið Þyrping, sem var að meiri-
hluta í eigu Kaupþings, allt hlutafé í
Íslenskri útivist. Þyrping hafði átt
rúm 30% í fyrirtækinu, en nýtti sér
forkaupsrétt sinn til að eignast tæp-
lega 70% í viðbót þegar sá hlutur var
seldur. Í júlí var versluninni lokað og
beiðni lögð fram um gjaldþrota-
skipti. Í tengslum við gjaldþrotið
kom fram að verslunin hefði frá upp-
hafi verið rekin með tapi. Þá kom
fram að ýmislegt hefði verið reynt til
að bjarga fyrirtækinu, meðal annars
hefðu átt sér stað þreifingar við Int-
ersport um sameiningu og viðræður
við Baug um sameiningu við Útilíf.
Útilíf yfirtekur Nanoq