Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 4

Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Vest- mannaeyja tilkynnti í gær að Inga Sigurðssyni bæjarstjóra yrði sagt upp störfum og Bergur Elías Ágústsson tæki við bæjarstjórastöð- unni. Þegar fréttist af yfirvofandi bæjarstjóraskiptum kom hópur fólks saman fyrir utan Ráðhús Vest- mannaeyja kl. 10 í gærmorgun á bíl- um sínum og þeytti bílflautur til að mótmæla uppsögn Inga Sigurðs- sonar. Talið er að um eða yfir 300 manns hafi mætt til að mótmæla uppsögn Inga Sigurðssonar. Ingi kom út úr Ráðhúsinu og veifaði til fólksins. Hann vildi ekki tjá sig um bæj- arstjóraskiptin í samtali við Morg- unblaðið í gærdag en sagðist vita af þeim stuðningi sem hann ætti meðal bæjarbúa. Forsvarsmenn bæjarstjórn- armeirihlutans boðuðu svo til frétta- mannafundar í Safnhúsinu í Vest- mannaeyjum kl. 11 fyrir hádegi. Á fréttamannafundinum var kynnt yfirlýsing um endur- skipulagningu á stjórnskipulagi bæjarins og greint var frá ástæðum þess að skipt verður um bæj- arstjóra. Ekki nauðsynlegur trúnaður Í yfirlýsingunni segir m.a.: „Frá því að nýr meirihluti tók við hefur ekki tekist að mynda þann nauðsyn- lega trúnað sem verður að ríkja milli bæjarstjóra og meirihlutans, en bæjarstjóri á hverjum tíma er helsti trúnaðarmaður meirihlutans. Í því ljósi er það mat bæjarfulltrúa meiri- hlutans og þeirra flokka sem að hon- um standa að það þjóni best hags- munum allra, ekki síst hagsmunum bæjarbúa, að nýr einstaklingur taki við starfi bæjarstjóra. Bæj- arstjóraskiptin munu ekki hafa í för með sér nein fyrirsjáanleg útgjöld fyrir bæjarsjóð umfram það sem ella hefði orðið,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu meirihlutans. „Meirihluti bæjarstjórnar er þeirrar skoðunar að þessi tími sé réttur til að spyrna við fótum og snúa af braut stöðnunar, hvar bæj- arfélagið hefur verið undanfarin þrettán ár undir forystu Sjálfstæð- isflokksins og reyna að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til stað- ar hér í Vestmannaeyjum,“ segir einnig í yfirlýsingu meirihlutans. Fram kemur að til að vinna að þessum markmiðum hafi meirihlut- inn fengið til liðs við sig Berg Ágústsson sem nýjan bæjarstjóra. Þá voru einnig á fundinum kynnt- ir fjórir nýir framkvæmdastjórar og nýtt skipurit fyrir Vestmanna- eyjabæ. Verður Viktor Stefán Pálsson lög- fræðingur framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, Hera Ósk Einarsdóttir félagsfræðingur verður framkvæmdastjóri félags- og fjölskyldusviðs, Andrés Sig- urvinsson kennari verður fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menning- arsviðs og Frosti Gíslason iðntæknifræðingur verður fram- kvæmdastjóri umhverfis- og fram- kvæmdasviðs. Gert er ráð fyrir að Bergur taki við bæjarstjórastarfinu 15. júlí. Bergur, sem er uppalinn í Vest- mannaeyjum, stundaði nám við há- skóla í Noregi. Frá því hann útskrif- aðist sem sjávarútvegsfræðingur hefur hann gegnt ýmsum stjórn- unarstöðum. Meirihlutinn í Eyjum segir upp Inga Sigurðssyni bæjarstjóra og ræður Berg E. Ágústsson Lúðvík Bergvinsson, leiðtogi V-listans, útskýrir bæjarstjóra- skiptin á blaðamannafundi í Vestmannaeyjum. Við hlið hans situr nýi bæjarstjórinn, Bergur Ágústsson. Morgunblaðið/Jóhann Ingi Árnason Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan ráðhúsið klukkan 10 í gærmorgun og mótmælti uppsögn Inga Sigurðssonar bæjarstjóra. Ingi Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri, kom út á tröppur ráðhússins og veifaði til fólksins sem safnast hafði saman til að mótmæla uppsögn hans. Bílflautur þeyttar á fjölmennri mótmælastöðu við ráðhúsið BJÖRGUNARÞYRLA frá Strand- gæslu Hjaltlandseyja bjargaði í gær rúmlega fimmtugum Íslendingi sem víðtæk leit hafði verið gerð að í Norðursjó. Maðurinn var einn um borð í 17 feta (5,2 metra) hraðbáti og amaði ekkert að honum eftir 15 klukkustunda dvöl í bátnum. Hann gaf strandgæslunni þær skýringar á ógöngunum að hann hafi ætlað að hitta seglskútuna Eldingu á til- teknum stað en þegar ekkert bólaði á skútunni hafi hann tekið stefnuna til Hjaltlands en vegna veðurs ekki komist á áfangastað. Þyrstur og svangur „Hann varð heldur betur ánægð- ur þegar hann sá hvað þeir voru með mörg súkkulaðistykki um borð í þyrlunni,“ sagði Charlie Smith hjá Strandgæslu Hjaltlandseyja þegar hann var spurður um hvernig manninum hafi liðið þegar björgun barst. Hann hafi verið þyrstur og svangur en annars hafi ekkert amað að honum. Hann var engu að síður fluttur á sjúkrahúsið í Leirvík en þaðan var hann útskrifaður eftir læknisskoðun. Anders Bang-Andersen, upplýs- ingafulltrúi Aðalbjörgunarmið- stöðvarinnar í Stavanger, sagði að samkvæmt þeirra upplýsingum hafi ætlunin verið að sigla hraðbátnum frá Bömlo til Hjaltlandseyja og það- an til Íslands í samfloti við seglskút- una Eldingu sem flutti vistir fyrir hraðbátinn. Að sögn Bang- Andersen skildi leiðir hraðbátsins og skútunnar um klukkan 19 á mið- vikudagskvöld þegar hraðbáturinn tók á sig krók norður fyrir Frigg- olíusvæðið. Ákveðið var að báturinn kæmi að skútunni á ákveðnum stað vestan við svæðið en ekkert sást til bátsins á tilsettum tíma. Um klukk- an 23 hafði Elding samband við olíu- borpall í nágrenninu sem lét björg- unarmiðstöðina í Stavanger vita sem ákvað að hefja víðtæka leit að bátnum. Um hádegisbil í gær fann bresk Nimrod-eftirlitsflugvél bátinn um 50 mílum norðvestur af olíu- svæðinu. Þá voru Oríon-leit- arflugvél, þyrla og birgðabátur frá olíuborpalli einnig við leit. Mann- inum var bjargað um borð í þyrluna en báturinn skilinn eftir. Bang-Andersen sagði að björg- unarmiðstöðin hefði vísbendingar um að siglingar- og fjarskiptabún- aður um borð í hraðbátnum væri ófullnægjandi. Þetta væri stórt haf- svæði og VHF-talstöð eða farsími væri ekki nægjanlegur fjar- skiptabúnaður fyrir siglingu yfir Norðursjó. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af manninum, Valdimar I. Sig- urjónssyni, í gær en Alec Wiley hjá Strandgæslunni tók af honum skýrslu. Maðurinn gaf þær skýr- ingar á ógöngum sínum að hann hafi siglt á þann stað þar sem ákveð- ið hafi verið að hann myndi hitta skútuna. Þangað hafi hann siglt og beðið eftir skútinni. Þegar ekkert bólaði á henni hafi hann ákveðið að sigla í áttina að Hjaltlandseyjum á „skynsamlegum“ hraða. Þegar leið á siglinguna sótti að honum þreyta og hafi hann því ákveðið að stöðva bátinn og leggjast til svefns. Þegar hann vaknaði hafði veðrið versnað og hann taldi ekki óhætt að ræsa bátinn á nýjan leik og hann ekki tal- ið annað fært en að bíða björgunar. Um borð var GPS-tæki sem var í lagi en eina fjarskiptatækið var far- sími. „Sem auðvitað virkar ekki út í miðjum Norðursjó því á þessu svæði eru engin farsímaloftnet,“ sagði Wiley. Sams konar báti siglt til Íslands Seglskútan Elding er með vissu víðförulasta skúta íslenska flotans. Hafsteinn Jóhannsson smíðaði hana og sigldi einsamall í kringum hnött- inn 1991, til Vínlands árið 2000 og hann er nú á heimleið úr löngum leiðangri á slóðum víkinga í aust- urvegi. Fyrir nokkrum árum sigldi hann sams konar báti og týndist á þriðjudag frá Noregi til Íslands. Á leiðinni milli Færeyja og Íslands hreppti hann vonskuveður og var um sólarhring til Hafnar í Horna- firði. Ljósmynd/Malcolm Younger Valdimar I. Sigurjónsson kominn til hafnar eftir sjóbjörgun strandgæsluliða. Týndist í Norðursjó á 17 feta löngum hraðbáti Stefndi til Hjaltlandseyja þegar ekkert bólaði á skútunni                 !   "#"                     !  FRIÐJÓN Arnar Guð- röðarson, fyrrverandi sýslumaður, lést í gær, fimmtudaginn 10. júlí. Friðjón fæddist 1. ágúst árið 1936 í Nes- kaupstað. Foreldrar hans voru Hildibrandur Guðröður Jónsson, kaupfélagsstjóri í Nes- kaupstað, og kona hans Halldóra Sigfinnsdóttir húsfreyja. Friðjón varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1956, lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands ár- ið 1963 og fékk héraðsdómslög- mannsréttindi árið 1964. Hann var lögfræðingur Samvinnutrygginga frá 1964–73, rak lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1966–73 og var lög- reglustjóri á Höfn í Hornafirði frá 1973 til 1976. Friðjón var sýslumaður í Austur- Skaftafellssýslu frá 1977 til 1985 þeg- ar hann tók við sýslumannsembætti í Rangárvallasýslu. Friðjón gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum og sat m.a. í stjórn Varðbergs, félags ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu 1965–1967. Hann var varaformað- ur fulltrúaráðs Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík 1972–74 og formaður bygginga- nefndar safnahúss í Skógum frá 1987. Einn- ig sat hann sem vara- formaður Dómara- félags Íslands 1986–1988. Friðjón gegndi formennsku í fjölda annarra nefnda og stjórna á vegum rík- is, sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka. Friðjón lagði einnig fyrir sig rit- störf og birtust eftir hann greinar í blöðum og tímaritum. Meðal annars var hann ritstjóri Skaftfellings, sem gefið var út af Austur-Skaftafells- sýslu og sat í ritstjórn Goðasteins, Héraðsrits Rangæinga, frá 1986. Friðjón kvæntist Sigríði Guð- mundsdóttur og eignuðust þau fjög- ur börn. Þau skildu. Seinni konu sinni Ingunni Jensdóttur, balletdansara, leikara og leikstjóra, kvæntist Frið- jón 1979. Þau eignuðust eina dóttur. Andlát FRIÐJÓN GUÐRÖÐARSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.