Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 10

Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÖGGMYNDIN Bylgjur var af- hjúpuð við hátíðlega athöfn á 73 ára afmæli Sólheima nýverið. Er hún eftir Guðmund Benediktsson myndhöggvara sem fæddur var árið 1920 og dó árið 2000. Verkið sem var unnið árið 1977 var gjöf frá Landsvirkjun og af- hjúpaði Örn Marinósson, skrif- stofustjóri Landsvirkjunar, verk- ið. Er það 12. höggmyndin í höggmyndagarði Sólheima þar sem verk eftir jafnmarga lista- menn mynda eins konar vísi að yf- irlitssýningu á íslenskri högg- myndalist frá 1900. Markmiðið með garðinum er að skapa fagurt og menningarlegt umhverfi í hjarta byggðarinnar, sem íbúar geta notið allt árið. Að heiðra minningu brautryðjenda íslenskrar höggmyndalistar og ekki síst laða að innlenda sem er- lenda ferðamenn. Guðmundur fæddist í Reykjavík árið 1920, en það var ekki fyrr en um þrítugt að hann tók að afla sér leiðsagnar í höggmyndalistinni. Hann gerðist þá nemandi Ás- mundar Sveinssonar í Myndlist- arskólanum. Áður hafði þó Guð- mundur traustann grunn til að byggja á. Hann var hinn leikni handverksmaður. Árum saman fékkst Guðmundur við smíðar ásamt föður sínum og bróður, Jóni Benediktssyni, og hannaði húsgögn. Guðmundur tók þátt í fjölmörg- um samsýningum heima og er- lendis, m.a. í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Menningardagskrá var tengd deginum og flutti Leikfélag Sól- heima sögulegan leikþátt um sögu stofnanda Sólheima, Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur í leik- gerð og undir stjórn Eddu Björg- vinsdóttur. Höggmynd- in Bylgjur afhjúpuð í Sólheimum Hjónin Ragnheiður Þorgeirsdóttir og Örn Marínósson, skrifstofustjóri Landsvirkjunar, Guðlaug Gísladóttir og Tómas Grétar Ólason, heið- ursborgari Sólheima, eftir afhjúpun myndverksins. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra segir skýrt að vald utanrík- isráðuneytisins nái ekki til ákæru- valdsins frekar en vald dómsmálaráðuneytisins. Þetta hafi breyst með lagasetningu árið 1962 er ákæruvaldið var fært frá dóms- málaráðherra og þar með einnig utanríkisráðherra í þeim tilvikum, sem það á við. James Irvin Gadsden, sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, óskaði eftir því að ræða stöðu varnarliðsmannsins sem ríkissak- sóknari hefur ákært fyrir tilraun til manndráps og situr í gæslu- varðhaldi við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Hann varð við þeirri beiðni og hitti hann 2. júlí og ræddi einnig við hann símleiðis nú í vikunni. „Ég hef skýrt fyrir hon- um, að dómsmálaráðherra hafi ekki frekar en aðrir ráðherrar skipunarvald gagnvart ríkissak- sóknara um það, hvernig hann hagar málatilbúnaði sínum,“ segir Björn. Hann segir ekkert við það að at- huga að bandarísk hervöld vilji fá manninn framseldan. „Hún er eðli- leg með hliðsjón af skyldum þeirra gagnvart sínum mönnum, þau eru ekki að biðja um framsal til að losa manninn undan refsingu fyrir brot, sem hann hefur játað. Samvinna íslenskra lögregluyfirvalda og lög- reglu varnarliðsins hefur verið góð vegna þessa máls eins og annarra og í því ljósi kemur hin diplómat- íska hlið málsins nokkuð á óvart.“ Ríkissaksóknari hefur ákvörðunarvald Aðspurður af hverju íslensk stjórnvöld taki ekki beiðni Banda- ríkjamanna til „vinsamlegrar at- hugunar“ eins og kveðið er á um í varnarsamningnum segist Björn ekki hafa orðið var við annað en að utanríkisráðuneytið hafi gert það. „Vald þess nær hins vegar ekki til ákæruvaldsins frekar en dóms- málaráðuneytisins. Ríkissaksókn- ari hefur ákvörðunarvald um lög- sögu í málinu og hann verður að sjálfsögðu að meta þjóðréttarlegar skuldbindingar ekki síður en önn- ur stjórnvöld landsins,“ segir Björn. David Mees, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins, sagði í Morgunblaðinu í gær að það væri skilningur Bandaríkjamanna að ut- anríkisráðuneytið sé æðsta yfir- vald í öllum lögreglu- og dóms- málum sem varða varnarsamning ríkjanna frá árinu 1951. Björn segir það gilda þegar um er að ræða atvik sem gerast á varnarsvæðum auk þess sem utan- ríkisráðuneytið komi fram fyrir hönd ríkisins gagnvart Banda- ríkjastjórn í málefnum, sem varða varnarsamninginn. „Á hinn bóginn breytir þetta valdsvið utanríkisráðuneytisins ekki því, að það verður að laga sig að valdmörkum íslenskra stjórn- valda, eins og þeirri staðreynd, að árið 1962 var ákæruvaldið fært frá dómsmálaráðherra, og þar með einnig utanríkisráðherra í tilvikum sem þessum, til ríkissaksóknara,“ segir Björn Bjarnason. Ráðherra fundaði með bandaríska sendiherranum Ríkissaksóknari fer með ákæruvaldið ÁRNI Páll Árnason, lögmaður og fyrrverandi fulltúi Íslands í fasta- nefnd Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir ekki deilt um að ís- lensk stjórnvöld hafi forrétt til lög- sögu í málefnum varnarliðsmanns- ins sem ákærður er af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Árni Páll telur hins vegar alveg ljóst að ákvörðun um hvort lögsagan er framseld til hervalda Bandaríkja- manna sé á valdsviði utanríkisráðu- neytisins en ekki ríkissaksóknara. „Það er ekki ríkissaksóknara að taka ákvörðun. Þetta er ákvörðun sem hefur víðtækar pólitískar afleið- ingar fyrir varnarsamstarfið og það er einfaldlega ekki hans að ákveða hvort það er varnarlið í landinu eða ekki,“ segir Árni Páll. Hann segir varnarsamninginn leggja þá skuldbindingu á herðar ís- lenskum stjórnvöldum að taka til vinsamlegrar athugunar beiðni bandalagsríkisins, ef það telur miklu skipta, að fá lögsögu í málum af þessu tagi. Þær reglur séu sambæri- legar við réttindi erlends herliðs í öðrum NATO-ríkjum. Ljóst sé að Bandaríkjamenn vilji ekki hafa her- lið hér á landi á öðrum forsendum en gildi annars staðar meðal banda- lagsþjóða NATO. Árni bendir á að í hegningarlög- unum segi að það beri að refsa á Ís- landi fyrir glæpi sem framdir eru hér á landi. Í 11. grein hegningar- laganna standi jafnframt að það vald takmarkist af reglum þjóðarréttar. Skuldbindingar Íslendinga gagnvart Bandaríkjamönnum eru því bundn- ar af þjóðarrétti. Það eigi að duga til að kveða upp úr með það, að þessi ákvörðun eigi að vera á höndum stjórnvaldsins, þ.e. utanríkisráðu- neytisins, en ekki ríkissaksóknara. „Þetta er vald utanríkisráðuneyt- isins enda fer ráðuneytið með fram- kvæmd varnarsamningsins sam- kvæmt stjórnarráðsreglugerð,“ segir Árni Páll. Árni Páll Árnason, lögmaður og fyrrverandi fulltrúi í fastanefnd NATO Utanríkisráðuneytið á að taka ákvörðun um framsal lögsögu VARNARMÁLASKRIFSTOFA ut- anríkisráðuneytisins synjaði árið 1988 beiðni bandarískra yfirvalda um að falla frá lögsögu Íslands í máli tveggja varnarliðsmanna. Annar mannanna var í kjölfarið ákærður fyrir brot gegn þágildandi 200. grein almennra hegningarlaga, sem fjallaði um kynferðismök við barn yngra en 14 ára, eða svokallað skír- lífisbrot. Hinn maðurinn var ekki ákærður. Hervöld Bandaríkjanna fóru fram á það, í júlí 1988, að af hálfu íslenkra stjórnvalda yrði horfið frá lögsögu í málinu. Ríkissaksóknari leitaði um- sagnar utanríkisráðuneytisins á þeirri beiðni, sem varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins synjaði. Í bréfi sem Þorsteinn Ingólfsson, þá- verandi skrifstofustjóri varnarmála- skrifstofunnar, sendi ríkissaksókn- ara 25. ágúst 1988 segir: „Varnarmálaskrifstofan telur, að eigi séu efni til þess að fallast á beiðnina, og getur því eigi mælt með að fallið verði frá lögsögu Íslands í þessum málum.“ Málið var dómtekið árið 1990, fyrst í Sakadómi Keflavíkurflugvall- ar og síðar í Hæstarétti. Maðurinn var dæmdur í fangelsi í tvo mánuði og skiluðu tveir dómarar sératkvæði, þar sem þeir töldu að það bæri að sýkna ákærða. Breytingar á skipan ákæruvalds Ný lög um meðferð opinberra mála tóku gildi árið 1992. Samkvæmt þeim er ríkissaksóknari æðsti hand- hafi ákæruvalds í landinu. Sú breyt- ing var gerð með lögunum að lög- reglustjórum var einnig falið ákæruvald í sínu umdæmi. Máls- höfðunarvald þeirra var í fyrstu tak- markað við mál út af minniháttar brotum, svo sem gegn umferðarlög- um og áfengislögum, en árið 1996 var þeim fengið ákæruvald í minni- háttar hegningarlagabrotum. Öll lögreglustjóraembætti á landinu heyra undir dómsmálaráðuneyti, nema embættið á Keflavíkurflugvelli sem heyrir undir utanríkisráðuneyt- ið. Framsali á lög- sögu var hafn- að árið 1988 „VIÐ könnumst ekki við þennan fjölda mála sem kemur fram í bréfi milli ráðuneytisstjóranna, nema um alger smámál sé að ræða, en ekki hegningarlagabrot. Við munum eft- ir málinu frá 1988 en við höfum ekki getað farið í gegnum eldri mál vegna þess að tölvutæknin nær ekki lengra aftur en 10–12 ár og við verðum að handvinna það,“ segir Bragi Steinarsson vararíkissak- sóknari. Í bréfi sem ríkissaksóknari sendi utanríkisráðuneytinu 30. júní síð- astliðinn vegna hnífstungumálsins segir að ríkissaksóknari hafi tekið beiðni varnarliðs Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli um lögsögu í máli varnarliðsmannsins til vinsam- legrar athugunar og í því sambandi kynnt sér lögreglurannsóknina og málavexti. Þá segir að ríkissaksókn- ari hafi hugað að eldri tilvikum þar sem varnarlið Bandaríkjamanna hafi óskað lögsögu í máli varnar- liðsmanns á grundvelli c-liðar 4. málsgreinar 2. greinar fylgiskjals með varnarsamningnum. Loks seg- ir að að lokinni athugun á mála- vöxtum og fordæmum telji ríkissak- sóknari að ekki séu efni til að verða við beiðni varnarliðsins um lögsögu í framangreindu máli. Heyrir undir utanríkisráðuneytið Bragi segist ekki kannast við neitt mál sem gerst hafi eftir árið 1988, en bendir á að lögreglustjórar hafi að vísu fengið ákæruvald í smærri málum árið 1992. „Lög- reglustjórar fóru með ákæruvaldið sjálfir í minniháttar málum næstu fimm árin og þar á meðal lögreglu- stjórinn á Keflavíkurflugvelli. Árið 1996 fengu þeir ákæruvald í flest- um hegningarlagabrotum, nema í alvarlegustu málunum eins og því sem hér er um að ræða. Mál sem lögreglustjórar fara með ákæruvald í koma ekki inn á borð til okkar nema í formi dóma,“ segir hann og bendir á að þá sé það ríkissaksókn- ara að ákveða hvort skuli áfrýja. „Í stærri málum hefur þetta aldrei verið öðruvísi en nú liggur fyrir og síðasta málið er frá 1988 og gekk í Hæstarétti 1990. Það hefur ekkert mál verið síðan. Þetta hljóta að vera umferðarlagabrot og önnur minniháttar mál sem þarna er um að ræða.“ Bragi bendir á að lögreglustjóra- embættið á Keflavíkurflugvelli hafi allt frá árinu 1953 fallið undir utan- ríkisráðuneytið. „Á meðan sýslu- mennirnir voru dómarar fengum við dómana frá öllum sýslumönn- unum, en dómarnir frá Keflavík- urflugvelli voru sendir til utanrík- isráðuneytisins til fullnustu. Þetta breyttist með tilkomu héraðsdóm- stólanna, svo nú fer allt í venjuleg- an farveg. Dómstóllinn á Keflavík- urflugvelli var lagður af árið 1992 þegar dómsvaldið var tekið af sýslumönnum,“ bætir hann við og undirstrikar að eingöngu hin allra minnstu mál hafi verið afhent Bandaríkjamönnum og þá fyrir brot framin innan varnarsvæðanna. Kannast ekki við þennan fjölda mála

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.