Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 12
VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF
12 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VÍSITALA neysluverðs í júlí er
226,5 stig og lækkaði um 0,13% frá
fyrra mánuði. Kemur lækkunin
nokkuð á óvart en fjármálafyrir-
tækin höfðu spáð hækkun upp á
0,1–0,2%.
Helsta skýring lækkunarinnar
eru snemmbúnar sumarútsölur en
vegna þeirra lækkaði verð á fötum
og skóm um 6,8% (vísitöluáhrif
0,37%). Markaðsverð á húsnæði
hækkaði um 1,6% (0,18%), að því er
segir í frétt frá Hagstofu Íslands.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis
er 221,8 stig, 0,36% lægri en í júní.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi-
tala neysluverðs hækkað um 1,6%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis í
júlí 2003 er eins og hún var í júlí
2002. Undanfarna þrjá mánuði hef-
ur vísitala neysluverðs lækkað um
0,2% sem jafngildir 0,9% verðhjöðn-
un á ári.
Mesta mánaðarhækkun
húsnæðis í rúm 3 ár
Samkvæmt upplýsingum frá
Greiningu Íslandsbanka þá breytir
lækkunin nú ekki verðbólguhorfum
til lengri tíma þar sem lækkunin í
júlí stafar að stærstum hluta af til-
flutningi á útsöluáhrifum á milli
mánaða. „Meiru skiptir mjög mikil
hækkun á verði íbúðarhúsnæðis um
þessar mundir en það hækkaði nú
um 1,6% á milli mánaða í júlí og
hækkaði það vísitöluna um 0,18%.
Þetta er mesta mánaðarhækkun
sem orðið hefur á húsnæði í rúm-
lega þrjú ár. Hækkun húsnæðis-
verðs síðustu mánuði hefur átt hvað
mestan þátt í hækkun verðlags yfir
síðustu mánuði og virðast hækk-
anirnar fremur vera að færast í
aukana á þeim markaði enda hafa
viðskipti verið lífleg,“ að því er fram
kemur í Morgunpunktum Íslands-
banka.
Dregur úr þrýstingi
á vaxtahækkun
Greiningardeild Landsbankans
segir styrkingu krónunnar undan-
farna mánuði hafa skapað forsendur
fyrir tiltölulega hagstæðri verð-
bólguþróun auk þess sem töluverð-
ur slaki er enn í hagkerfinu og
heildareftirspurn mun minni en var
þegar uppsveiflan var í hámarki.
Árshækkun vísitölunnar, 1,6%, er
enn töluvert undir verðbólgumark-
miði Seðlabankans (2,5%). Þessu til
viðbótar hefur verðbólgan erlendis
farið lækkandi og víða eru farnar að
koma fram áhyggjur af verðhjöðnun
fremur en verðbólgu.
„Sterk staða krónunnar á síðustu
mánuðum og hagstæð verðbólgu-
þróun þar sem af er ári dregur úr
þrýstingi á Seðlabankann til að
hefja hækkunarferli stýrivaxta og
ýtir undir það sem Greiningardeild
hefur áður sagt um að vextir haldist
óbreyttir út árið. Greiningardeild
gerir hins vegar ráð fyrir því að frá
og með næstu áramótum hækki
Seðlabankinn stýrivexti í þrepum
og að vextirnir verði komnir í 7,3%
um áramótin 2004–05,“ að því er
segir í Markaðsyfirliti Landsbank-
ans.
Búast má við
aukinni verðbólgu
Verðbólguspá Greiningardeildar
Kaupþings Búnaðarbanka hljóðar
upp á 2,2% verðbólgu í ár og er þró-
un verðbólgunnar það sem af er ári
í samræmi við þá spá, en óvissan er
líklega frekar niður á við m.v. síð-
ustu tölur. „Greiningardeild hyggst
þó ekki endurskoða spána að sinni.
Gengi krónunnar hefur gefið eftir á
undanförnum vikum, bæði vegna
uppkaupa Seðlabankans á gjaldeyr-
ismarkaði og lakari þróun vöru-
skiptajafnaðar milli ára. Því má
gera ráð fyrir að vísitala neyslu-
verðs hækki nokkuð á síðari hluta
ársins vegna gengishreyfinganna.
Miðað við verðbólguspá Greining-
ardeildar fyrir þetta ár (2,2%) og
hið næsta (2,8%) verður ekki þörf á
vaxtahækkunum í bráð. Að mati
Greiningardeildar má í fyrsta lagi
gera ráð fyrir að Seðlabankinn
hækki stýrivexti á fyrsta ársfjórð-
ungi næsta árs,“ að því er segir í
hálf fimm fréttum Kaupþings Bún-
aðarbanka.
Sumarútsölur
skýra minni
verðbólgu
Lækkun vísitölunnar sl. þrjá
mánuði jafngildir 0,9%
verðhjöðnun á ársgrundvelli
!
"
#$"%& '
(
)
!"# $ $%
#$"
'(*"$& +*+ ,
"&'($$ % ()' *
,#*"
%"* -
!&
*
+ (, $, -
)."
"/(
-0("
(
)
#*
"&
1&
2" ,
!"#$#
%&' $(&)*
+,-
3 ,
./
./0
4
.1/20
3/0
4
5
.
.
0!
1-
4
4 5
5
Lífeyrissjóð-
ur Norður-
lands selur í
Kaldbaki
LÍFEYRISSJÓÐUR Norðurlands
seldi í gær rúmar 87 milljónir króna
að nafnverði hlutafjár í Kaldbaki hf.
Frá þessu var greint í tilkynningu
til Kauphallar Íslands í gær. Sölu-
verð var um 320 milljónir króna en
síðasta viðskiptaverð með hlutabréf
í Kaldabaki í Kauphöllini var 3,68.
Eftir söluna í gær er hlutur Líf-
eyrissjóðs Norðurlands í Kaldbaki
5,91% en fyrir átti sjóðurinn 10,89%
í félaginu.
Bjarni Hafþór Helgason, skrif-
stofustjóri Lífeyrissjóðs Norður-
lands, segist ekki vita hver eða
hverjir hafi keypt það hlutafé í
Kaldbaki sem sjóðurinn seldi í gær.
Salan hafi farið fram í gegnum
Kauphöll Íslands. Hann segir að
ástæðan fyrir sölunni sé sú að Líf-
eyrissjóður Norðurlands hafi átt
stóran eignarhlut í Kaldbaki, heldur
of stóran að mati stjórnenda sjóðs-
ins.
Með þessari sölu sé verið að
hreyfa eignir með hliðsjón af því.
Þetta sé því áhættustýring.
Englands-
banki
lækkar vexti
ENGLANDSBANKI lækkaði vexti
um 0,25% í gær. Vextir Englands-
banka, sem er seðlabanki Bretlands,
eru nú 3,5%, sem eru lægstu vextir
bankans í um fimm áratugi. Í fram-
haldi af vaxtalækkuninni lækkaði
pundið gagnvart Bandaríkjadal og
evru.
Seðlabanki Evrópu ákvað í gær að
halda vöxtum óbreyttum í 2%.
♦ ♦ ♦
SALA Sementsverksmiðjunnar til
Íslensks sements ehf. hefur verið í
brennidepli að undanförnu og
margir hafa gagnrýnt söluverð
verksmiðjunnar. Að mati Þorsteins
Víglundssonar, framkvæmdastjóra
BM Vallár ehf., hefur verið farið af-
ar frjálslega með tölur í þessari
umræðu. Hann segir að tölur úr
ársreikningi segi ekki alla söguna,
verðmæti í lóðum, birgðum og öðr-
um eignum verksmiðjunnar séu
umtalsvert minni en bókfært virði
þeirra. Að sögn Þorsteins er það af
og frá að Íslenskt sement sé með
samkomulaginu við framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu að fá „með-
gjöf“ við kaup á Sementsverksmiðj-
unni.
Uppgefið söluverð verksmiðjunn-
ar var 68 milljónir króna auk þess
sem samið var um að íslenska ríkið
yfirtæki tæpra 400 milljóna króna
lífeyrisskuldbindingar. Eigendur
Íslensks sements eru BM Vallá
ehf., Björgun ehf. og norski sem-
entsframleiðandinn Norcem AS.
Nafnvirði segir
ekkert um verðmæti
Nafnvirði hlutafjár Sementsverk-
smiðjunnar nemur 450 milljónum
króna. „Það er alveg ljóst að verð-
mæti hlutafjár ríkisins í verksmiðj-
unni er ekkert út frá öllum hefð-
bundnum verðmatsaðferðum.
Rekstur verksmiðjunnar hefur tek-
ið til sín umtalsvert fjármagn á síð-
ustu þremur árum og 68 milljónir
króna er hátt verð að greiða fyrir
slíkan rekstur. Við töldum það hins
vegar þess virði að
reyna að rétta hann
af með það að mark-
miði að tryggja hér
áfram samkeppni og
ekki síður að tryggja
áfram aðgengi ís-
lensks byggingariðn-
aðar að mjög góðu
sementi sem hefur
reynst afburðavel við
mjög erfið veðrunar-
skilyrði hér á landi.
Ódýrast hefði auð-
vitað verið fyrir okk-
ur að semja beint við
Norcem og kaupa
sement af þeim. Þeir
eru meira en viljugir til að semja
um það. En það hefði verið skamm-
tímalausn. Við teljum mikilvægt að
halda áfram framleiðslu sements í
landinu,“ segir Þorsteinn og bætir
við að kaupendur geri ráð fyrir að
um 120–150 milljónir tapist á þeim
tíma sem áætlað er að taki að snúa
rekstrinum við. „68 milljónir eru of
hátt verð ef eitthvað er,“ segir Þor-
steinn.
Birgðir veðsettar
á móti lánum
Bent hefur verið á að eignir verk-
smiðjunnar hafi um síðustu áramót
numið tæpum tveimur milljörðum
króna. Varanlegir rekstrarfjármun-
ir, eins og vélar og fasteignir, nema
tæpum milljarði króna og vöru-
brigðir um 400 milljónum. Þor-
steinn segir fyrsta verk nýrra eig-
enda verða að niðurfæra eignir á
efnahagsreikningi svo
hann endurspegli raun-
verulegt virði þeirra.
„Ætla má að raunvirði
nýtanlegra fastafjár-
muna og veltufjármuna
verksmiðjunnar sé 400–
450 milljónir króna.
Heildarskuldir verk-
smiðjunnar eftir fjár-
hagslega endurskipu-
lagningu hennar verða
svipuð tala. Allar birgð-
ir verksmiðjunnar eru
til að mynda veðsettar
á móti lánum og því
færu þær allar upp í
skuldir. Það eru engin
verðmæti í lóðunum sem verksmiðj-
an stendur á þar sem engin önnur
starfsemi gæti komið hér í staðinn.
Við gætum því aldrei selt þessar
lóðir. Ef okkur tekst ekki að reka
verksmiðjuna hafa eignirnar nei-
kvætt gildi. Það myndi kosta um
hálfan milljarð að rífa verksmiðj-
una niður.“
Að sögn Þorsteins er verksmiðj-
an í góðu ástandi þrátt fyrir að vera
nærri hálfrar aldar gömul. „Engu
að síður væri aldrei hægt að koma
þeim tækjabúnaði í verð ef rekstur
verksmiðjunnar gengur ekki upp
enda byggist verksmiðjan á gamalli
framleiðsluaðferð sem er óhag-
kvæmari en nútímasementsverk-
smiðjur notast við.“ Því segir hann
að í raun felist engin verðmæti í
þeim heldur nema ef tekst að halda
rekstrinum áfram eins og stefnt er
að. „Það byggir enginn svona verk-
smiðju í dag,“ segir Þorsteinn.
Sementsflutningaskipið Skeiðfaxi
er meðal eigna Sementsverksmiðj-
unnar og Þorsteinn segir það ekk-
ert launungamál að nýir eigendur
vilji reyna að koma skipinu í verð.
„Við gætum hugsanlega fengið um
10 milljónir fyrir skipið en bókfært
virði þess er um 45 milljónir króna
og kostnaður við rekstur skipsins í
fyrra nam um 16 milljónum króna,“
segir Þorsteinn.
Einingaverksmiðjan
verðmætasta eignin
Sá eignarhluti Sementsverk-
smiðjunnar sem er einna verðmæt-
astur er 50% hlutur í Einingaverk-
smiðjunni hf. sem fylgdi með í
kaupunum. Sá hlutur er bókfærður
á 211 milljónir króna, að því er
fram kemur í ársreikningi síðasta
árs. Inntur eftir því hvort ekki sé
óeðlilegt að kaupverðið sé lægra en
t.d. sá hlutur einn og sér, segir Þor-
steinn að fyrir það fyrsta séu hluta-
bréfin í Einingaverksmiðjunni veð-
sett á móti lánum sem
sementsverksmiðjan hafi tekið
vegna kaupa þeirra á síðasta ári.
„Það er heldur ekkert launungamál
að greitt var mjög hátt verð fyrir
þau bréf á sínum tíma þar sem talin
var hætta á að Einingaverksmiðjan
og Steypustöðin myndu ella hætta
viðskiptum við verksmiðjuna. Við
teljum bréfin því vera ofmetin í
bókum félagsins í dag,“ segir Þor-
steinn.
Á síðasta ári voru seld um 112
þúsund tonn af sementi í landinu.
Sementsverksmiðjan framleiddi um
84 þúsund tonn af sementi í fyrra
en framleiðslugeta verksmiðjunnar
er um 130 þúsund tonn. Í kjölfar
þess að Sementsverksmiðjan missti
Steypustöðina úr viðskiptum nem-
ur salan um 67 þúsund tonnum. Að
sögn Þorsteins er það ekki nægj-
anlegt magn til að halda verksmiðj-
unni gangandi, „sér í lagi þegar
haft er í huga að um 60% rekstr-
arkostnaðar er nánast föst stærð
þrátt fyrir minnkandi framleiðslu.“
Þorsteinn segir að markmið nýrra
eigenda sé að auka framleiðslu um
fjórðung. Jafnframt hyggst íslenskt
sement skera niður kostnað eins og
hægt er. Ekki hefur verið gefið upp
hversu mörgum starfsmönnum
verður sagt upp hjá Sementsverk-
smiðjunni en að sögn Þorsteins
skýrast þau mál þegar kaupsamn-
ingur hefur verið undirritaður. Áð-
ur hafði verið gefið út að ætlunin
væri að rita undir endanlegan
samning um söluna í kringum
næstu mánaðamót.
Kaupendur Sementsverksmiðjunnar fá enga „meðgjöf“
!
"#
$
%
& '
'
! "#$ %
&& (
##
(#
&& ) * %
$ + ,
"!
(-
#
#(
"!!#
"!!
'
#(
(
' "
#-
!"#$#%
( &
Lítil verðmæti fólgin í eign-
um Sementsverksmiðjunnar
Þorsteinn Víglundsson