Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 22
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Unnið er að viðhaldi Þorsteinsskýlis og Stefán Hjaltalín Kristinsson og Jón Guðmundur Marteinsson eru þessa dagana í óða önn að mála það. Í SANDGERÐI er varðveitt eitt elsta björgunarskýli landsins, Þor- steinsskýli, ásamt björgunarbátnum Þorsteini, sem er orðinn yfir 100 ára gamall. Í sumar hefur verið unnið að lagfæringum á umhverfi skýlis- ins ásamt því að verið er að mála húsið sjálft. Húsið og báturinn eru eign björgunarsveitarinnar Sigur- vonar sem er 75 ára í ár. Guðmundur Ólafsson, formaður Sigurvonar, segir Sigurvon hafa verið fyrstu björgunarsveit Slysa- varnafélagsins og var hún stofnuð tuttugasta og áttunda júní 1928 í kjölfar mikilla sjóslysa sem urðu ár- ið á undan. „Ári seinna kom Þor- steinn til Sandgerðis og var notaður í fjölda ára við slysavarnir, bæði í Reykjavík og Sandgerði. Í dag starfa um tuttugu manns innan björgunarsveitarinnar og við eigum björgunarskipið Hannes Þ. Haf- stein. Síðan eru um þrjátíu og fimm krakkar í unglingadeild björgunar- sveitarinnar, Von.“ Gamla björgunar- skýlið lagfært Sandgerði SUÐURNES 22 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR tuttugu og þriggja ung- menna starfar nú á svæðinu við Reykjanesvita í tengslum við átak gegn atvinnuleysi ungmenna í Reykjanesbæ. Unga fólkið, sem er á aldrinum sautján til nítján ára, vinnur að fegrun og lagfæringum á umhverfi vitans. Meðal annars felst sú vinna í því að laga vörður og göngustíga og setja upp skilti og merkingar á staði þar sem ferða- menn eiga leið um. Verkefnisstjóri atvinnuátaksins er Jóhann D. Jónsson og segir hann hópinn standa sig með prýði. „Það er verið að vinna að mörgum verk- efnum sem lúta að umhverfismál- um. Um er að ræða alls konar snyrtingu og lagfæringar á fjöl- mennum ferðamannastöðum. Mein- ingin er að reyna að verja náttúr- una eins og hægt er með því að merkja gönguleiðir, leggja göngu- stíga og laga til að fólk hlífi aðal- gróðrinum. Við Reykjanesvita er ótrúlega fallegt landslag og gott að vera þegar veðrið er eins og það er. Svo horfir maður á Atlantshafið sverfa smám saman af landinu.“ Umhverfis- og öryggismál Einnig verða unnin verkefni sem koma að öryggismálum á ýmsum stöðum, sem felast meðal annars í því að merkja og jafnvel girða af hættulega staði, til dæmis eins og Valahnúk, þar sem mikil hraphætta er. „Við lögum göngustíginn sem liggur upp Valahnúkinn og setjum upp girðingu meðfram brúninni því hún er varasöm. Við komum einnig til með að setja hættuskilti við brúnina á nokkrum stöðum. Vala- hnúkur býr yfir mjög sérstakri feg- urð og er svæðið allt mjög mynd- rænt og vænt til ljósmyndatöku. Hættan er þó engu að síður til stað- ar. Þetta eru leifar af eldfjöllum sem hafið er að sverfa af og mola úr berginu. Móbergið lætur mjög und- an, og sennilega hafa tíu metrar horfið af Valahnúk síðustu tíu til tólf árin. Sem dæmi má nefna að stæðið þar sem fyrst ljósvitinn á Ís- landi var reistur uppi á Valahnúk, árið 1878, er nú löngu horfið og var hann samt einhverja 20 metra inn á klettinum þegar hann var byggð- ur.“ Hefur jákvæð áhrif á hugarfar og umhverfisvitund Jóhann telur verkefnið hafa mjög góð áhrif á unga fólkið og hugarfar þess. „Síðustu tveir dagar hafa ver- ið mjög góðir og veðrið hefur verið frábært. Krakkarnir hafa verið í mikilli útivinnu og eru að átta sig á umhverfi og umhverfismálum og þeirri þýðingu sem fallegt umhverfi hefur fyrir íbúa svæðisins hvað varðar útivist og vellíðan. Ég held að þau séu mjög ánægð með að vera komin með eitthvað að gera, þetta er líka mikill fjöldi, svo það vinnst vel undan þeim.“ Eftir að hópurinn lýkur vinnu sinni við Valahnúk verður farið að Gunnuhver og að brúnni milli heimsálfa og haldið áfram með fegr- un og viðhald umhverfisins. Umhverfisátak gegn atvinnuleysi ungmenna í Reykjanesbæ Unnið að fegrun um- hverfis Reykjanesvita Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Umhverfisátakshópurinn á svæðinu við Reykjanesvita. Valahnúkur er í baksýn með gargandi fuglavarp. Reykjanesbær KIRKJUR Suðurnesja munu standa opnar næsta sunnudag, 13. júlí frá ellefu til þrjú og er ferðafólk hvatt til þess að gera sér ferð um Reykjanesið og skoða þær. Margar merkilegar kirkjur er að finna á Reykjanesi og hefur nú verið gefinn út bækl- ingur þar sem fjallað er um allar kirkjurnar. Útgáfa bæklingsins er liður í því að efla menn- ingartengda ferðaþjónustu á svæðinu. Mark- miðið kirkjudagsins og útgáfu bæklingsins er að vekja athygli fólks á kirkjum á Suð- urnesjum, sem margar eiga sér langa og merkilega sögu. Upphafið að góðu samstarfi Kristján Pálsson, formaður ferðamála- samtaka Suðurnesja, segir að trúlega séu ekki eins margar vel varðveittar kirkjur frá nítjándu öld að finna á einsu takmörkuðu svæði eins og á Suðurnesjum.„Fimm af átta kirkjum á svæðinu sem enn eru í notkun voru byggðar á árunum 1860 til 1890. Þar af eru tvær kirkj- urnar hlaðnar af sama hleðslumeistara og hlóð Alþingishús Íslendinga, það eru kirkjan í Innri- Njarðvík og í Hvalsnesi. Í kirkjunum eru einn- ig altaristöflur eftir þekkta málara, meðal ann- ars fjórar eftir Sigurð Guðmundsson, eina eftir Ásgrím Jónsson,og eina sem máluð var af Magnúsi Árnasyni, sem var fæddur og uppal- inn Njarðvíkingur. Það er full ástæða til þess að hvetja fólk til að nota þetta tækifæri, hér er um að ræða upphaf á góðu samstarfi ferða- málasamtaka Suðurnesja og kirkjunnar á Suð- urnesjum. Meiningin er sú að í haust verði síð- an menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum sem verður kynntur síðar, en þar á að draga fram söguna í söng, list og leik.“ Saga og menning hvers staðar Í bæklingnum um kirkjurnar er athyglinni beint að byggingunum sjálfum en ekki trúar- legu hlutverki þeirra í samfélaginu. Kirkjur voru lengi veglegustu byggingarnar á hverjum stað og geyma því sögu byggingarlistarinnar á sinn hátt. Eins tengdust kirkjurnar öllum stærstu stundunum í lífi mannfólksins og söfn- uðust því oft þangað merkir gripir og skemmti- legar sögur. Ekki var hægt setja í bæklinginn nema örfá orð um hverja kirkju en fólki er bent á að í flestum kirkjunum er að finna nán- ari upplýsingar um viðkomandi stað. Bækling- inn er hægt að nálgast í öllum kirkjunum og einnig á upplýsingamiðstöðvum ferðamanna í Hveragerði, Hafnarfirði, Hafnarstræti í Reykjavík og Reykjanesbæ. Kirkjuskoðun á Reykjanesi Morgunblaðið/Ómar Grindavíkurkirkja er ein þeirra kirkna sem verða opnar almenningi næsta sunnudag. Suðurnes TENGLAR ..................................................... http://www.kjalarpr.is/?soknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.