Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 24
LANDIÐ
24 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
EKKI virðist öll von úti um vin-
sældir karlakvartetta ef marka má
mikla aðsókn að tónleikum Út í vorið í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar s.l.
þriðjudag, þar sem bæta þurfti við
mörgum aukasætum þrátt fyrir
áformaða endurtekningu. Kvart-
ettinn fagnar tíu ára starfsafmæli
þetta sumar og var þess getið í tón-
leikaskrá að frumraun hans hefði ein-
mitt átt sér stað á sama vettvangi.
Enn eimir eftir af þeim afdæla vist-
arbandskæk að hirða lítt um frum-
heiti erlendra laga (og stundum jafn-
vel höfunda þeirra [„lagið er
erlent“]), þegar fyrst er kominn inn-
lendur söngtexti. Eða hver þekkir
orðið vals Johanns Strauss „Eitt sinn
í æskutíð“ eingöngu af samnefndu
ljóði Emils Thoroddsen? Þetta blítt
sungna lag var fyrst á dagskrá og
næst á eftir fylgdu nokkrir fastir liðir
úr gamalgrónum handraða – hið ljúfa
„Enn syngur vornóttin“ (M. Schra-
der), „Persneskt ástarljóð“ (Anton
Rubinstein) og Parísarvalsinn „Hvar
er sú ást“ (Charles Tenet). Capríljóð-
ið ítalska var kannski í hægasta lagi
en rann samt ljúflega niður og sömu-
leiðis hinn gamli, sígræni smellur
Melles Weersma, „Litla Reykjavík-
urmær“ (já, hvað skyldi hann nú ann-
ars heita upphaflega, hvers lenzkur
er hann og frá hvaða ári?). Varfærinn
harmonikumeðleikur Daníels Þor-
steinssonar samhliða píanóleik
Bjarna virtist allur útskrifaður og
gæddi síðastgreindu þrjú lög
skemmtilegri gamaldags farmanna-
rómantík.
Næst kom Ég vildi að ég væri eftir
Jón Jónsson frá Hvanná, frekar dauft
lag sem á ugglaust ljóði Davíðs Stef-
ánssonar mikið að þakka. Úr Skila-
boðaskjóðu Jóhanns G. Jóhannssonar
við texta Þorvalds Þorsteinssonar –
eftir tónlistinni að dæma einn bezt
heppnaði barnasöngleikur okkar í
áraraðir – söng ÚÍV tvö lög í útsetn-
ingu höfundar, hinn kankvísa Söng
dverganna og Hugrenningar Rauð-
hettu, sem áttu hlýlegar undirtektir
sínar fyllilega skildar.
Þegar spurt er hvers vegna meist-
aralegir söngdansar Jóns Múla og
Jónasar Árnasona lágu lengi í þagn-
argildi á 9. og 10. áratug, kemur upp
sú hugsun að kannski hafi þeir nærri
því verið kyrjaðir í hel með syrpum 14
Fóstbræðra sem, með fullri virðingu
fyrir flytjendum og útsetjanda, voru
leiknar lon og don á öldum ríkisljós-
vakans. Og voru nánast einar um hit-
una, þar til djassliðum rann loks blóð-
ið til skyldunnar á allra síðustu árum.
En meðferð ÚÍV á Múlalögunum
fimm í útsetningu Bjarna Þ. Jónat-
anssonar – Gettu hver hún er, Elegía
Andrésar oftskorna, Hvað er að,
Undir Stórasteini og Í hjarta þér –
sýndi svo ekki varð um villzt að þess-
ar smáperlur eiga bráðvel við kar-
lakvartettsöng. Að vísu verða Hvað
er að og Elegían (sem lifir aðallega á
fyndni textans) varla taldar með stór-
smellum Múlans. Undir Stórasteini
hefði þurft á ofurlítillli sveiflu að
halda, sem er ekki aðalsmerki hins
settlega kreppuárastíls ÚÍV, og Í
hjarta þér hefði mátt vagga aðeins
meir af lostafengnum beguine.
Að aukalögum slepptum lauk dag-
skránni með ljúfsárri stríðsárabal-
löðu Sherwins A Nightingale Sang in
Berkeley Square, er Jónas Árnason
staðfærði lipurlega með Á leiðinni yf-
ir Arnarhól, og einkennislagi kvart-
ettsins, túlípanavalsinum Blómin frá
Amsterdam eftir Ralf Arnic.
Í heild voru miðsumartónleikar
hópsins skemmtilegir og furðufjöl-
breyttir miðað við ráðsettan aldur
mikins hluta verkefnavals, a.m.k. á
mælikvarða dægurlaga. Jafnvægi
milli radda var oftast til fyrirmyndar,
þó að söngur og undirleikur hefðu
stundum mátt vera tápmeiri, hraða-
val almennt líflegra og tónstaða
innradda aðeins hreinni en raun bar
vitni.
Ljúfsár kreppu-
árarómantík
TÓNLIST
Sigurjónssafn
Erlend og íslenzk lög eftir m.a. Jóhann G.
Jóhannsson og Jón Múla Árnason. Kar-
lakvartettinn Út í vorið (Einar Clausen &
Halldór Torfason T, Þorvaldur Friðriksson
& Ásgeir Böðvarsson B). Þjálfari, útsetj-
ari og píanóleikari: Bjarni Þór Jón-
atansson. Harmonika: Daníel Þor-
steinsson. Þriðjudaginn 8. júlí kl. 20:30.
KARLAKVARTETT
Ríkarður Ö. Pálsson
HANN er nýlega orðinn sextán ára
og lauk grunnskólaprófi í vor. Þrátt
fyrir það vann hann gull í karla-
flokki á svonefndu Lagarfoss rodeo
sem haldið var við Lagarfljóts-
virkjun um síðustu helgi.
Kristján Sveinsson, ungur og efni-
legur Hvergerðingur, gerði sér lítið
fyrir og vann bikarinn, langyngsti
keppandinn á mótinu. Félagar hans í
sportinu kalla hann „strákinn sinn“
vegna þess hversu mikill aldurs-
munur er á honum og öðrum sem
stunda kajaksiglingar. Elsti kepp-
andinn á mótinu var kominn hátt á
fertugsaldur. „Sá elsti er ekki mikið
yngri en mamma,“ segir Kristján og
glottir. En hvað kemur til að strákur
sem býr lengst inni í landi ákveður
að gerast siglingamaður? Kristján
keypti sinn fyrsta kajak fyrir ferm-
ingarpeningana sína eftir að Ragnar
Karl, frændi hans, og vinir þeirra
kynntu hann fyrir kajakróðri.
„Þetta er því þriðja sumarið mitt í
þessu,“ segir Kristján. „Við Mummi,
æfingafélagi minn, æfum okkur
mest í Þjórsá, þar er gott að æfa
„trixin“. Við höfum líka verið í
Varmánni og sl. haust fengum við að
vera í sundlauginni í Laugaskarði að
æfa okkur. Um helgar siglum við á
ám sem hafa flúðir.“
Þegar Kristján er spurður hvort
einhver námskeið séu í gangi, segist
hann lesa sér til á Netinu: „Svo fer
ég bara og æfi mig,“ segir hann og
lætur eins og þetta sé ekkert mál, en
þeir sem hafa séð kajakróður vita að
það er meira en að segja það að róa
á kajak og það er alveg á hreinu að
magavöðvarnir þurfa að vera í góðu
lagi. Kristján keppti líka í opnum
flokki, þar sem útlendingum var
leyft að keppa. Þar hafnaði hann í
þriðja sæti og fékk bronsið. Gull-
verðlaunahafinn í þeim flokki var
Nepalbúi sem er atvinnumaður í
greininni, býr hér á landi og vinnur
við fljótasiglingar í Skagafirði. Silf-
urverðlaunahafinn er enskur at-
vinnumaður sem fer um heiminn og
keppir. Ekki slæmt að vera næstur á
eftir þeim.
En hver ætli framtíðarplönin séu
hjá gullverðlaunahafanum? „Í sum-
ar vinn ég við smíðar, í haust fer ég í
Vélskólann, annað er ekki ákveðið.“
Þetta er dýrt sport, allur búnaður
er mjög dýr og sem dæmi um það
þurfti Kristján að fá sér eina ár fyrir
keppnina fyrir austan, hún kostaði
fjörutíu og fimm þúsund krónur. Í
framhaldi af samtali um hversu dýrt
þetta er segir Kristján að það væri
gaman að búa til myndband og
senda út og athuga hvort einhver
vilji styrkja hann. „Fyrirtæki gætu
til dæmis auglýst á kajaknum,“ skýt-
ur móðir Kristjáns, Helga Kristjáns-
dóttir, inn í. Það verður án efa gam-
an að fylgjast með Kristjáni í
framtíðinni og eftir því sem Helga
móðir hans segir hefur fólk mikinn
áhuga á þessu, því að þegar þeir eru
að æfa sig í Þjórsánni myndast oft
bílalestir, fólk stoppar bílana sína og
fylgist með þeim leika listir sínar á
ánni.
Keypti kajak fyrir
fermingarpeningana
Hveragerði
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Kristján Sveinsson, 16 ára gull-
verðlaunahafi, með bikarinn sinn.
ÞEIR áttu langa ferð fyrir höndum
feðgarnir Svavar Þorbergsson og
Gautur sonur hans sem komu norð-
ur á Strandir úr Suður-Múlasýslu
til að sækja heyþyrlu sem þeir
höfðu fest kaup á.
Svavar, sem er bóndi í Hamars-
seli í Djúpavogshreppi, var að
koma í fyrsta sinn á Strandir.
„Þetta er bara skemmtiferð í leið-
inni og gaman að sjá nýtt landslag
og við köllum þetta nú bara ása
sem þið kallið fjöll hérna,“ sagði
hann þegar hann leit í kringum sig
og miðaði þá við sína heimabyggð
þar sem mikið er um þverhnípt
klettabelti og skriðurunnar hlíðar
og ekki er mögulegt að smala á
hestum.
Svavar og kona hans, Guðný
Jónsdóttir, búa með sauðfé og
hesta í Hamarsseli. Þau höfðu 428
fjár á fóðrum síðastliðinn vetur og
Svavar segir mikla breytingu á af-
komunni í sauðfjárbúskapnum síð-
ustu ár. „Í kringum 1980 vorum við
með um 500 lömb í innlegg og höfð-
um það bara mjög gott án þess að
vinna úti frá, en í dag starfar konan
með búinu á Djúpavogi. Afurða-
verðið hefur lækkað svo mikið síð-
astliðin ár og mikil óvissa í sam-
bandi við útflutningsverð til
bænda.“
Svavar og Guðný hafa búið í
Hamarsseli frá árinu 1961 og eru
bæði Austfirðingar, hún úr Álfta-
firði en hann frá Fáskrúðsfirði. Þau
kynntust þó í Skagafirði þar sem
Svavar var íBændaskólanum á Hól-
um en hún í Húsmæðraskólanum á
Löngumýri.
Ekkert að gefast upp
Svavar segist ekkert vera að gef-
ast upp á búskapnum. „Það hlýtur
nú að sjást á útliti karlsins að hann
er ekki lengur til neinna stórræða.
Við höfum verið svo lánsöm að hafa
góða hjálp í heyskapnum og við
sauðburðinn frá börnunum okkar
en Gautur, sem er trésmiður og
vinnur í Reykjavík, kemur oft aust-
ur og hjálpar okkur mikið.“
Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir
Svavar Þorbergsson, bóndi í Hamarsseli við Hamarsfjörð, og sonur hans
Gautur leggja af stað þvert yfir landið með heyþyrluna og víluðu það ekki
fyrir sér enda nóttin björt á þessum árstíma.
Með heyþyrlu
þvert yfir landið
Strandir
Laugardagur
Kaffihúsið Græna kannan kl. 16:
Sumarkabarett. Söngdagskrá Söng-
sveitar Leikfélags Sólheima flytur
m.a. lög úr Grease, eftir Bítlana,
Abba o.fl.
Sunnudagur
Kaffihúsið Græna kannan kl. 16:
Skálholtskórinn syngur nokkur vel
valin lög undir stjórn Hilmars Arn-
ar.
Ingustofa er opin um helgina kl.
13–18: Sumarsýning Sólheima. Að
þessu sinni er það leirgerð Sólheima
sem sýnir afrakstur vinnu sinnar.
Legósýning Árna Alexanders.
Útimarkaður á aðaltorgi Sól-
heima er opinn um helgina kl. 13–
17: Þar eru í boði listmunir og líf-
rænt grænmeti. Þema helgarinnar
er: Tré og hljóðfærasmiðja Sól-
heima. Tré- og hljóðfærasmiðjan er
opin almenningi og þar er hægt að
fylgjast með listamönnum að störf-
um.
Græna kannan er opin kl. 13–18.
Verslun og listhús Vala er opin kl.
11–18.
Listasumar á Sólheimum
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Einn listamannanna að störfum.
FYRIR nokkru undirritaði Krist-
inn Jónasson, bæjarstjóri Snæ-
fellsbæjar, í umboði bæjarfélag-
anna fimm á Snæfellsnesi,
Snæfellsbæjar, Grund-
arfjarðarbæjar, Stykkishólms-
bæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps
og Helgafellssveitar, samning við
Staðardagskrá 21 um vottunar-
verkefni á Snæfellsnesi.
Með undirritun þessa samnings
er stigið enn eitt skref í átt að því
að Snæfellsnes fái fullnaðarvottun
sem umhverfisvænn áfangastaður
sem starfar með sjálfbæra þróun í
ferðaþjónustu að leiðarljósi.
Reiknað er með að fyrsti vinnu-
fundur innlendra og erlendra að-
ila, sem að verkefninu koma, verði
haldinn í ágúst, en sumarfrí hamla
því að hægt sé að halda hann fyrr.
Reiknað er með því að undir-
búnings- og úttektarferlið taki um
6–8 mánuði og því má gera ráð
fyrir að Snæfellsnes verði vottað
sem umhverfisvænn áfangastaður
á fyrri hluta næsta árs.
Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann
Reg Easy frá vottunardeild Stað-
ardagskrár 21 og Kristinn Jón-
asson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar,
eftir undirritun samningsins.
Staðar-
dagskrá
21 staðfest
Hellnar
ERLA Norðdahl opnar sýn-
ingu á klippimyndum (Collage)
í sýningarsal Íslenskrar grafík-
ur, Tryggvagötu 17, kl. 17 í dag,
föstudag.
Myndirnar hefur hún unnið
sl. 2 ár og eru þær að mestu
leyti unnar úr efni úr dagblöð-
um.
„Tilgangur þessarar sýning-
ar er að sýna að klippimynda-
tækni getur bæði verið undir-
staða og sjálfstæð tjáning í
myndsköpun. Myndefnið höfð-
ar til myndflæðis okkar tíma
eins og við sjáum hann sem
stöðugt brot af stærri heild fjöl-
miðla, svo sem blaða, tímarita
og sjónvarps,“ segir Erla um
sýningu sína.
Opið frá kl. 14–18 fimmtu-
daga til sunnudaga til 27. júlí.
Klippimyndir í
Íslenskri grafík