Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 25 ÞORGEIR Þorgeirson hefur víða komið við. Hann er m.a. rithöf- undur, kvikmyndagerðarmaður, þýðandi og lifði sín bernskuár milli fagurra fjalla Siglufjarðar og bjó í „afahúsi“, eins og Þorgeir kallar það sjálfur. Í Gránu, bræðsluhúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði verður á morgun, laugardag, þriggja þátta dagskrá helguð ævi hans og störfum. Fjölmargir lista- og fræðimenn koma fram í dagskrá sem fléttuð er saman í tali, tónum og kvikum myndum. Meðal þeirra Anna Sigríður Einarsdóttir, Ari Halldórsson, Dagný Kristjáns- dóttir, Eggert Þorleifsson, Hákon Már Oddsson, Gunnsteinn Ólafsson, Tómas Gunnarsson, Viðar Eggerts- son,Vilborg Dagbjartsdóttir, Þor- steinn Jónsson og Örlygur Krist- finnsson. Fyrsti hluti dagskrárinnar hefst kl. 13 þar sem sýnd verður í fyrsta sinn í Gránu kvikmynd Þorgeirs Maður og verksmiðja. Myndin hef- ur hlotið margvísleg alþjóðleg verðlaun og Þorgeir hlaut heiðurs- verðlaun Eddunnar árið 2000 fyrir framlag sitt til íslenskrar kvik- myndagerðar og -menningar. „Myndin var tekin í síldarverk- smiðju Raufarhafnar árið 1966 og er heimildarmynd um manninn í verksmiðjunni en ekki um vinnu- ferlið. Þarna sjáum við manninn á móti hinum ógnvekjandi vélum í hávaða og hitamollu. Hvað hann að- hefst mitt í vinnunni, hvernig hann þreyir hinar löngu og hávaðasömu vaktir,“ segir Örlygur Kristfinns- son safnstjóri. „Þegar ég sá þessa mynd fyrir margt löngu hitti hún mig í hjartastað enda er ég gamall bræðslumaður. Hún segir það sem satt var um okkur og þarna gæist Þorgeir inn í hugarfylgsni okkar. Þó er myndin óræð og áhorfandinn upplifir hana á sinn hátt, með því sýnir myndin að hún er sannkallað listaverk. Henni verður varpað á stórt tjald á 10 mínútna fresti með tilheyrandi hávaða og gæðir safnið sínu rétta lífi.“ Fyrsti hluti dagskrárinnar fjallar um Siglufjörð og mótunarár Þor- geirs. Í öðrum hlutanum verður sjónum einkum beint að þýðand- anum, rithöfundinum og leikhús- manninum og í þeim þriðja verður kvikmyndagarðarmaðurinn í brennidepli. Fluttir verða kaflar úr verkum Þorgeirs, bæði prósar og ljóð og flutt tónlist auk þess sem sýndar verða kvikmyndir Þorgeirs og annarra og Hvíta tjaldið vígt. „Hvíta tjaldið er táknrænt fyrir rithöfundinn og kvikmyndagerðar- manninn,“ segir Viðar Eggertsson dagskrárstjóri. „Það er hinn hvíti flötur sem listaverkið er búið til fyrir, hvort sem við ræðum um kvikmyndir eða ritlist og þess vegna verður þetta tjald kallað Hvíta tjaldið og fer vígslan fram á sýningu kvikmyndarinnar Maður og verksmiðja. Einnig verður frum- sýnd stuttmynd Þorgeirs og Guð- bergs Bergssonar, Feigðarsurg. Hún fjallar um Málfríði Einars- dóttur sem Guðbergur leigði her- bergi hjá á sínum yngri árum. Guð- bergur tók myndina upp á 8 mm filmu og síðan settu þeir Þorgeir hana saman, klipptu til og bjuggu til stuttmynd. Guðbergur samdi síð- an texta sem hann flytur í orðastað Málfríðar.“ Á síðari hluta dagskrárinnar verður m.a. sýnd heimildarmynd Ara Halldórssonar og Hákons Más Oddssonar, Samræða um kvik- myndir og kvikmynd Þorgeirs Grænlandsflug. Restina rekur síðan Heimildarmynd um Ísland frá árinu 1938 eftir danska kvikmyndagerð- armanninn Kaptein Dam. „Sá var sjóliðsforingi og kvikmyndagerð- armaður og ferðaðist um landið og tók heimildamyndir um Ísland, m.a. kom hann til Siglufjarðar. Myndin er gerð á uppvaxtarárum Þorgeirs. Hún er alveg einstaklega fallega gerð og lýsir vel mannlífinu, alþýð- unni, lífsháttum þess og vinnu- brögðum. Við byrjum dagskrána á frásögn Þorgeirs þar sem hann seg- ir frá þeirri æskuminningu er mað- ur kom til Siglufjarðar og varpaði Chaplinmynd á snjóskafl og má segja að þar hafi verið fyrsta hvíta tjaldið. Dagskránni lýkur í raun eins og hún hófst, með minningu,“ segir Viðar. Síldarsöltun verður á Síldar- minjasafninu kl. 15 og mun dansinn duna við undirleik harmonikku- leiks. Á sunnudag verða kvikmynd- irnar Maður og verksmiðja og Sam- ræða um kvikmynd sýndar til skiptis á Hvíta tjaldinu kl. 10–18. Dagskrá um Þorgeir Þorgeirson á Síldarminjasafninu Hittir í hjartastað Morgunblaðið/Einar Falur Þorgeir Þorgeirson kvikmyndagerðarmaður með meiru. EGGERT Pétursson og Stein- grímur Eyfjörð eru tilnefndir til myndlistarverðlauna Carnegie Art fyrir árið 2004 og eru meðal tuttugu og fjögurra listamanna sem dómnefndin hefur tilnefnt til sýningar Carnegie Art-verð- launanna nú í haust. Allir eiga þeir möguleika á að hljóta myndlistar- verðlaunin en upprunalega gáfu 122 norrænir listamenn kost á sér til sýningarinnar. Í ár hefur verðlaunaféð verið tvöfaldað; fyrstu verðlaun eru 1 millj. skr., önnur verðlaun 600 þús. skr. og þriðju verðlaunin 400 þús. skr. Myndlistarstyrkur að upphæð 100 þús. skr. fellur í skaut listamanna af yngri kynslóð. Í ágúst verður tilkynnt hverjir hljóta verðlaunin og þann 14. október nk. verða verðlaunin af- hent við opnun sýningarinnar í Konstakademien í Stokkhólmi. Sýningin færist síðan milli höfuð- borga Norðurlanda og einnig til Lundúna, frá og með haustinu 2003 og fram á vor ársins 2005. Á Íslandi verður sýningin uppihang- andi í Listasafni Kópavogs frá 6. desember til 22. febrúar 2004. Þátttakendurnir eru eftirfar- andi, að Íslendingunum undan- skildum: Kaspar Bonnén, Stig Brøgger, Claus Egemose, Anette H. Flensburg, Christian Schmidt Rasmussen, Heine Skjerning og Vibeke Tøjner frá Danmörku. Ell- ina Brotherus, Robert Lucander, Paul Osipow, Jorma Puranen, Silja Rantanen og Nina Roos frá Finnlandi. Olav Christopher Jenssen, AK Dolven, Andreas Heuch og Kira Wager frá Noregi. Max Book, Jens Fäge, Jarl Ingv- arsson, Ulrik Samuelson og Dan Wolgers frá Svíþjóð. Í dómnefnd fyrir Íslands hönd situr Halldór Björn Runólfsson, lektor við Listaháskóla Íslands. Carnegie Art-verðlaunin Eggert og Stein- grímur tilnefndir FJÓRÐU orgeltónleikar sumarsins í Reykholtskirkju verða kl. 20.30 ann- að kvöld, laugardagskvöld. Það er Sigrún Magnea Þórsteinsdóttir, organisti Breið- holtskirkju, sem sækir staðinn heim og leikur verk eftir Louis Marchand, Jo- hann Sebastian Bach og Felix Mendelssohn. Sigrún hóf nám í orgelleik hjá Birni Steinari Sól- bergssyni á Akureyri. Árið 1997 fluttist hún svo til Reykjavíkur þar sem hún stundaði nám við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Kennarar hennar voru Hörður Áskelsson og Kári Þor- mar. Sigrún útskrifaðist með kantors- próf árið 2000 en stundar nú nám til einleikaraprófs á orgel. Til styrktar orgeli Reykholtskirkju Þetta er annað sumarið í röð sem félagar í Félagi íslenskra organleik- ara leggja fram krafta sína til styrkt- ar nýuppsettu orgeli í Reykholts- kirkju. Orgelverk eftir Bach og Mendelssohn Sigrún Magnea Þórsteinsdóttir STOFNFUNDUR Snjáfjallaseturs á Snæfjallaströnd verður haldinn í Dalbæ kl. 16 á morgun, laugardag. Snjáfjallasetri er ætlað að safna saman og varðveita muni, myndir og önnur gögn sem tengjast sögu byggðar í Snæfjalla- og Grunnavík- urhreppum í þeim tilgangi að kynna fyrir almenningi, m.a. með virkri vef- síðu, útgáfu og skipulagningu ýmissa viðburða á Snæfjallaströnd yfir sum- artímann. Snjáfjallasetur mun skrá, varð- veita og miðla sögu byggðar í Snæ- fjalla- og Grunnavíkurhreppum, at- vinnulífssögu, sagnir um drauga, huldufólk, tröll, álagabletti o.þ.h. Jarðsögu svæðisins og þar með Drangajökuls, kveðskap, leikrit, bókmenntir og tónlist frá Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppum. Setrið mun jafnframt setja upp og reka sýningar á fyrrgreindu efni. Skráningin mun fara fram í fjar- vinnslu og mun starfsemin væntan- lega einkum verða á Tálknafirði á vegum Ingólfs Kjartanssonar, en at- hugað verður með samstarf við fleiri aðila í fjarvinnslu gagna á Vestfjörð- um. Ferðaþjónustan Dalbæ sér um rekstur sýninga Lagt er upp með það að heimilda- söfnun, hönnun og útgáfa verði eink- um á vegum Sögumiðlunarinnar og að Ferðaþjónustan Dalbæ muni sjá um rekstur sýninga Snjáfjallaseturs. Þessir aðilar stóðu að þeirri byggða- sögusýningu sem nú er í Dalbæ, Horfin býli og huldar vættir í Snæ- fjalla- og Grunnavíkurhreppum hin- um fornu og rímnahátíð sem haldin var sl. sumar. Á stofnfundinum munu Snorri Grímsson og Gísli Hjartarson flytja erindi um gönguleiðir um Snæfjalla- strönd, Grunnavík og Drangajökul og Ólafur J. Engilbertsson og Ing- ólfur Kjartansson kynna áform Snjáfjallaseturs. Stofnfundur um Snjá- fjallasetur Nýr sjóbirtingur og villtur lax Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1, sími 587 5070 —Góða grillhelgi— GÍTARVEISLA verður á sjöttu tón- leikum sumartónleikaraðar veitinga- hússins Jómfrúrinnar við Lækjar- götu á morgun, laugardag, kl. 16. Þar koma fram gítarleikararnir Ásgeir J. Ás- geirsson og Henk Sprenger, auk bassaleikarans Róberts Þórhalls- sonar. Allir hafa þeir komið við í Hollandi. Henk Sprenger er meðal fremstu gítar- leikara Hollands og hefur verið kennari við Konservatoríið í Amst- erdam um langt árabil. Ásgeir stundaði nám undir hans handleiðslu og Róbert er nýlega útskrifaður með hæstu einkunn úr djassnámi þar í landi. Leikið verður utandyra á Jóm- frúrtorginu ef veður leyfir, en ann- ars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Gítarveisla á Jómfrúnni Róbert Þórhallsson Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu hjá Kristjáni Steingrími Jónssyni á Seltjarnarnesi. Opnun sýningarinnar er liður í verkefninu „40 sýningar á 40 dögum“. Tríó Cantabile heldur stutta hádeg- istónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.15. Í tríóinu eru Birna Helgadótt- ir á píanó, Emilía Rós Sigfúsdóttir á flautu og Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir sem syngur. Þær starfa sem skapandi sumarhópur hjá Hinu hús- inu. Tríóið leikur allt frá drama- tískum verkum yfir í létt dægurlög. Aðgangur er ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.