Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINS og fólk hefur orðið vart við á undanförnum dögum hefur verið tekin ákvörðun um það í rík- isstjórn að fresta framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng til ársins 2006. Ákvörðun þessi hef- ur vakið sterk við- brögð á Eyjafjarð- arsvæðinu, sérstaklega á Siglu- firði og í Ólafsfirði og þykir fólki það illa svikið miðað við þær yf- irlýsingar sem stjórnmálamenn gáfu stuttu fyrir kosningar. Eðli- legt er að þessi ákvörðun veki eins sterk viðbrögð og raun ber vitni þar sem hver stjórnarþingmað- urinn á fætur öðrum fullyrti hér á Siglufirði að búið væri að taka ákvörðun um framkvæmdir við göngin og fólk þyrfti í raun ekki að ræða það frekar, tímaáætlanir stæðust og búið væri að bjóða verkið út. Svo sannfærandi voru stjórnarþingmenn að þeir urðu nær því pirraðir þegar þeir voru spurðir út í málið, þetta átti allt að vera á hreinu og kjósendur þyrftu ekki sífellt að vera spyrja út í göngin. Skiptar skoðanir hafa verið um umrædda framkvæmd þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á arðsemi hennar og mikilvægi fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið en fram- kvæmdin hefur m.a. verið talin for- senda aukinnar samvinnu og sam- einingar sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð. Það er hins vegar ekki framkvæmdin sem hér er til umræðu heldur málflutn- ingur og smekkleysa ráðherra rík- isstjórnarinnar. Ákvörðun um frestun fram- kvæmda kom eins og köld vatns- gusa framan í íbúa þessa svæðis enda búið að margítreka það í kosningabaráttunni að málið væri í höfn, a.m.k. ef stjórnarflokkarnir héldu völdum. Samgönguráðherra kemur fram með þau rök að framkvæmdum sé frestað vegna fyrirsjáanlegrar þenslu á næstu árum. Þessi rök eru afar slök því allar upplýsingar lágu fyrir löngu fyrir kosningar og lítið hefur breyst í efnahagslífi þjóðarinnar á undanförnum tveim- ur mánuðum. Þegar svo búið er að benda ráðherranum á þessa rök- leysu þá kýs hann að grípa í enn fáranlegri rök með því að segja að slíkar ákvarðanir þurfi að endur- skoða frá mánuði til mánaðar! Slík- ur málflutningur er móðgun við kjósendur og ef ráðherra hefur ætlast til þess að einhver myndi trúa slíku er hann hreinlega að sýna fólkinu í landinu lítilsvirð- ingu. Fjármálaráðherra gengur þó enn lengra í vitleysunni og er mál- flutningurinn algerlega fráleitur frá varaformanni stærsta stjórn- málaflokks landsins og vænt- anlegum formanni þess flokks. Ráðherrann var minntur á fullyrð- ingar sínar á fundi á Siglufirði stuttu fyrir kosningar þess efnis að ekkert gæti komið í veg fyrir fram- kvæmdirnar nema ef Sjálfstæð- isflokkurinn héldi ekki völdum. Hans fyrstu viðbrögð voru að segja að ef Samfylkingin hefði komist til valda þá hefðu framkvæmdir við Héðinsfjarðargöng nær örugglega verið alveg slegnar af! Viðbrögðin dæma sig sjálf og skynsamur mað- ur sem ráðherrann er sá það auð- vitað strax að það væri ófært fyrir hann að afgreiða málið með þess- um hætti. Það næsta sem fjár- málaráðherra landsins dettur þá í hug að gera er aumkunarvert og honum til vansa á allan hátt. Fjár- málaráðherra, Geir H. Haarde, kýs nefnilega að gera Siglfirðinga tor- tryggilega með því að fullyrða að hann hafi aldrei lofað göngum árið 2004 á fundinum á Siglufirði. Allir þeir sem staddir voru á fundinum, andstæðingar og samherjar ráð- herrans í stjórnmálum, geta vitnað um og margir hafa þegar gert það, að umræðurnar um göngin á fund- inum voru allar á þann veg að framkvæmdir hæfust árið 2004 og ekkert annað kom þar fram. Að einn af æðstu mönnum þjóðarinnar svíki kosningaloforð í svo mik- ilvægu máli er grafalvarlegt mál en að sparka svo í liggjandi mann með því að gera Siglfirðinga tor- tryggilega með þeim hætti sem maðurinn gerir er hreint út sagt ólíðandi og er ráðherranum vor- kunn að telja sig knúinn til að leggjast svo lágt í stað þess að greina frá staðreyndum málsins. Viðbrögð fjármálaráðherra og samgönguráðherra við gagnrýni á ákvörðun um frestun eru þau aumkunarverðustu og ótrúverð- ugustu sem undirritaður hefur orð- ið vitni að hjá ráðamönnum þjóð- arinnar í langan tíma og er þó af nokkru að taka í gegnum tíðina. Er ekki hægt að ætlast til annars en að ráðherrarnir svari fyrir mál sitt á skynsamlegri nótum og gefi Sigl- firðingum og öðrum þeim sem bundu vonir við að kosningaloforð stæðu skýringar á þessum viðsnún- ingi á aðeins tveimur mánuðum. Skárri kostur væri þó að umræddir ráðherrar sæju sóma sinn í því að segja af sér vegna hreinna ósann- inda í garð kjósenda og fólksins í landinu. Málið snýst einfaldlega um það að stjórnmálamenn kusu að fara með blekkingar og ósann- indi fyrir kosningar til þess að ná í atkvæði og er það alvarlegt mál. Stjórnmálamenn sem haga sér með þessum hætti eru algerlega rúnir öllu trausti og er til marks um al- varleika málsins fyrir þá að uppi eru hugmyndir um að leggja niður jafnt Framsóknarfélögin og Sjálf- stæðisfélögin á Siglufirði. Halda menn virkilega að svo væri komið ef félagsmenn viðkomandi félaga væru ekki sannfærðir um svik og ósannindi í sinn garð? Það er alveg sama hvað forsætis- ráðherra segir svo nú um að fram- kvæmdir hefjist á kjörtímabilinu, það trúir honum engin. Ömurleiki ráðherra Eftir Þóri Hákonarson Höfundur er skrifstofustjóri og íbúi á Siglufirði. LANDSPÍTALINN er enn og aftur að tapa á því að lækna og líkna fólki. Yfirskrift greinar í Morgunblaðinu 28. júní síðast liðinn var: ,,Rekstrarstaða Landspítala – háskólasjúkrahúss fer versnandi, 381 milljón umfram heimildir á fyrstu 5 mánuðum ársins. Verið er að útskýra vanda spítalans í þeirri von að ríkisvaldið heyri. Þó vitum við öll að tölur eru ekki fólk og segja einungis hluta sögunnar. Ég velti því fyrir mér hvort og þá hverjir hafa áhuga á taprekstri Landspítalans. Þar sem sumarfríin standa yfir má gera ráð fyrir að þeir sem eru í fríi lesi frekar eitt- hvað jákvætt í sól og sumaryl. Aðeins þeir sem veikj- ast eða slasast í fríinu gætu haft smá áhuga. Gera má ráð fyrir að greinin hafi vakið áhuga starfsfólks spítalans og þeirra sem njóta þjónustu hans. Þá er það hópurinn sem er á bótum þ.e. getur ekki unnið eða er hættur störfum. Þeir þurfa líklega á þjón- ustu spítalans að halda seinna, í dag eða á morgun. Að lokum er unga og hrausta fólkið, það hefur örugglega engan sérstakan áhuga á heilbrigðismálum yfirleitt. Líklega vill það að spítalinn verði op- inn ef svo ólíklega vildi til að það lenti í slysum eða veikindum ein- hvern tíma. Að því slepptu telja e.t.v. margir að nú þegar sé of miklu fjármagni varið til Landspítalans. Aldrei hef ég séð fyrirsögnina ,, X manns útskrifast af Landspít- alanum fyrstu 5 mánuði ársins. Þetta fólk hefur notið þjónustu s.s. aðgerða, rannsókna, lyfja og endurhæfingar. Þessir fyrrum sjúk- lingar eru komnir út í þjóðfélagið og er áætlaður hagnaður vegna þátttöku þeirra í samfélaginu X milljónir. Líf og heilsa fólksins í landinu skiptir stjórnmálamenn helst máli rétt fyrir kosningar. Eldra fólk fær endurtekið að heyra hve þjónustan sem það nýtur kosti samfélagið mikið og tæplega sé réttlætanlegt að halda henni uppi. Á spítalanum liggur það alltaf á rangri deild því að sjálfsögðu á það að liggja heima hjá sér. Skyldi engan undra kvíða og depurð eldri borgara vegna veikinda sem upp kunna að koma og fylgja ell- inni. Aftur á móti er gott fyrir ríkisvaldið að vita að margar eldri hetjur hjúkra mökum sínum heima án þess að hafa í raun og veru heilsu til. Sparast þar miklir fjármunir. Fárveikir sjúklingar eru út- skrifaðir og endurinnlagnir eru því oft nauðsynlegar. Auðvitað er veikasti aðilinn, þ.e. sjúklingurinn, látinn líða fyrir niðurskurð og því miður skerta þjónustu. Ef þörf er fyrir þjónustu aðra en bráðaþjónustu spítalans kemur hinn frægi biðlisti að góðum notum. Því á sumrin er nærri eingöngu veitt bráðaþjónusta. Í áður nefndri grein er sagt að eftir sumarleyfi taki gildi sparnaðaraðgerðir. Gæti verið að sumarlokanir deilda verði látnar gilda a.m.k. til áramóta? Í umræðunni er jafnvel talað um uppsagnir á því starfsfólki sem hleypur lafmótt um ganga spít- alans. Vitanlega ættu það fyrir löngu að vera komið á línuskauta. Hvenær verður umræðunni breytt? Hvað þarf að gera til að ráða- menn sjái gróða Landspítalans sem er betri og bætt heilsa fólksins í landinu? Er spítalinn ekki með því að greiða sínum hluthöfum arð? Nauðsynlegt er að snúa umræðunni um Landspítalann úr neikvæðri umræðu yfir í jákvæða. Ekki er hægt að biðja fólk um að sleppa því að veikjast eða slasast, því þurfum við Landspítalann. Höfum spít- alann opinn áfram! Hverjir hafa áhuga á taprekstri Landspítalans? Eftir Elísabetu Haraldsdóttur Höfundur er hjúkrunarfræðingur. ÞAÐ hefur vakið athygli und- anfarið, að Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra hefur í fjöl- miðlum sprottið fram á völlinn til þess að vara bænd- ur við háu kvóta- verði á mjólk. Ráð- herrann talar í umvöndunar- og aðvörunartóni, án þess að setja fram nokkra fram- tíðarsýn eða stefnu ríkisstjórn- arinnar í landbúnaðarmálum. Framsóknarflokkurinn hefur stýrt landbúnaðarmálunum í átta ár. Allan þennan tíma hefur átt sér stað stefnulaus markaðs- væðing með hörmulegum afleið- ingum fyrir greinina alla. Ber þar ef til vill hæst umrótið sem varð í afurðastöðvamálum, sérstaklega varðandi sauðfjárslátrun, en einn- ig í mjólkuriðnaðinum. Við end- urskipulagningu í rekstri margra kaupfélaga landsins voru af- urðastöðvar landbúnaðarins not- aðar sem skiptimynt og settar í púkk til þess að verja annars kon- ar rekstur félaganna, þá sér- staklega verslunarrekstur. Þessi gjörningur var rangur, vegna þess að afurðastöðvar landbúnaðarins voru í raun og veru sameign bænda og neytenda, þar sem bændur fjármögnuðu þennan rekstur og einnig neytendur í formi framlaga ríkisins til stöðv- anna. Það gefur því augaleið að þróun undanfarinna ára er aðför að kjörum bænda og neytenda. Andvaraleysi stjórnvalda varð- andi þróun samkeppni við hefð- bundinn landbúnað er líka með ólíkindum ef litið er til undanfar- inna ára. Ríkisbankarnir lánuðu til alifugla- og svínaræktar svo nemur milljörðum króna beint og óbeint. Engir tilburðir hafa verið af hálfu stjórnvalda í þá átt að setja reglur um hversu lengi bankarnir mega vera með afskipti af taprekstri og gjaldþrotum þessara greina og afleiðingin er verðfall. Þeir sem standa sig í ali- fugla- og svínarækt blæða fyrir óráðsíuna og vita ekki sitt rjúk- andi ráð og neytendur standa uppi með óhóflega vexti af sínum lánum til þess að borga brúsann. Það liggur alveg ljóst fyrir að venjulegur kúabóndi, sauð- fjárbóndi, svína- eða alifuglabóndi á ekki möguleika á því að ganga inn í bankastofnun og semja um niðurfellingu lána og greiðslu skulda sem nemur tugum pró- senta af því sem til var stofnað. Þetta er því í hæsta máta ójafn leikur, enda sýnir staða grein- arinnar það áþreifanlega. En hver er stefna landbún- aðarráðherra? Hann varar bænd- ur við óhóflega háu kvótaverði á mjólk, án þess að koma með nokkra framtíðarsýn um hvert skuli stefna, slær úr og í með yf- irborðskenndum yfirlýsingum. Allir ættu að átta sig á að land- búnaður er í eðli sínu þannig at- vinnugrein að ekki er tjaldað til einnar nætur. Þeir sem vinna í greininni verða að vita um sína stöðu til margra ára fram í tím- ann til þess að hafa atgervi, þor og nennu til þess að búa í haginn fyrir framtíðina að hætti bóndans. Hvers vegna er látið viðgangast að það sé slegist um hvern lítra sem losnar í mjólkurkvóta á Ís- landi og frumskógarlögmálið látið ráða, meðan aðrar þjóðir eins og Danmörk hafa uppboð á mjólk- urkvóta í einu púkki tvisvar á ári? Það virðist sem landbúnaðarráðu- neytið fylgist ekki með hverjar stjórnunaraðferðir landbún- aðarmála í Evrópu eru og fljóti þar af leiðandi að feigðarósi með allan málafokkinn í stefnuleysi og vitleysisgangi eins og einkennt hefur stjórnunaraðferðirnar und- anfarin ár. En svo lýsir landbún- aðarráðherrann því yfir að við þurfum að taka mið af þróun landbúnaðarmála í Evrópu og að- laga okkur þeim veruleika og reyndar frjálsum og opnum mark- aði um heim allan. Gott og vel, en sú aðlögun krefst þess að menn séu á verði heima fyrir og gæti sinna hagsmuna, og þar eru öll lönd Evrópu á verði gagnvart sín- um landbúnaði nema Ísland, sem hefur valið sér vinnuaðferð und- anhalds og undirlægjuháttar. Búvörusamningur vegna mjólk- urframleiðslu rennur út árið 2005. Það er mjög mikilvægt fyrir land- búnaðinn að nú þegar verði gefinn sá tónn sem í þeim samningi á að vera. Ljóst er að stór hluti kvót- ans í mjólkurframleiðslu hefur verið seldur, enda hefur framleið- endum fækkað á fáum árum úr um 1.400 í um 950. Stór hluti mjólkurframleiðenda hefur þar af leiðandi fjárfest gífurlega og skuldbundið sig með kvótakaupum í mjólkurframleiðslu til margra ára. Það er talið að markaðsverð á lítra í dag sé allt að 280 kr. og það tekur bóndann sem kaupir fimm ár að afskrifa kaupin í sín- um rekstri. Hér er einnig um gríðarlegan fjármagnskostnað að ræða, sem lendir á greininni og að endingu á neytendum, sem síðan framkallar kröfuna um innflutning ódýrari afurða. Auðvitað er þetta minna mál fyrir gamalgróna bændur sem eru að bæta við sig kvóta, en fyrir frumherja í grein- inni sem eru að byggja sig upp, bæði hvað varðar kaup á kvóta og uppbyggingu á húsum og jarð- næði, þá er hér um gríðarlegt átak að ræða. Þetta fólk verður að fá skýr svör um stefnu stjórn- valda í landbúnaðarmálum. Verði ekki um skýr svör að ræða á allra næstu mánuðum mun framkallast óbætanlegt tjón fyrir landbún- aðinn og íslenskt samfélag. Landbúnaðurinn á Íslandi á ómæld tækifæri ef rétt er á mál- um haldið. Komið hefur fram í rannsóknum hve gæði mjólk- urinnar eru frábær að ekki sé tal- að um lambakjötið, og þá stað- reynd á dugmikill landbúnaðarráðherra að nýta sér, jafnvel með sóknarfærum á er- lendri grund. Landbúnaðarráðherrann má ekki stinga höfðinu í sandinn. Hann verður að berjast fyrir þeim málum sem augljóslega eru til framdráttar íslenskum landbún- aði. Fyrst og fremst ber að verja og rækta það sem fyrir er, sauð- fjárræktina, garðyrkjuna, naut- griparæktina, mjólkurframleiðsl- una, en einnig að efla nýsköpun þar sem eru miklir möguleikar. Lífræna ræktin, kornræktin, garðyrkjan, hnýðisræktin, land- ræktin, skógræktin. Allt þetta og margt fleira þarf að efla og brýnt að landbúnaðarráðherra taki al- mennilega til hendinni. Á hraða snigilsins í land- búnaðarmálum Eftir Árna Steinar Jóhannsson Höfundur er varaþingmaður VG í Norðvesturkjördæmi. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.