Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 32
MINNINGAR
32 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
E
instæðar mæður
eru baggi á þjóð-
félaginu. Þær eru
blóðsugur sem
mergsjúga kerfið.
Þær eru líka margar hverjar í
sambúð án þess að vera skráðar
sem slíkar, í þeim eina tilgangi
að fá meiri peninga. Samt fá þær
meðlag, hærri húsaleigubætur,
hærri námslán, meiri barnabæt-
ur og heimta sennilega árskort í
strætó innan skamms. Þær
þiggja félagslega aðstoð frekar
en nokkur annar hópur, væla í
mæðrastyrksnefnd þar sem
flestar þeirra ná aldrei „endum
saman“ um mánaðamót. Þær eru
líka mun meira „þurfandi“ en
aðrar konur, í víðasta skilningi
þess orðs og „stinga undan“ öðr-
um konum fái þær tækifæri til.
Það sem
hér að ofan
stendur er
engan veginn
mitt eigið við-
horf til ein-
stæðra
mæðra. Ég
tilheyri nefnilega sjálf þessum
hópi og hef gert um nokkurt
skeið. Þetta er þó álit sem ég hef
sjálf heyrt, annaðhvort frá fólki í
kringum mig eða í fjölmiðlum.
Fordóma gagnvart einstæðrum
mæðrum er víða að finna því
eins og aðrir minnihlutahópar
(þó að einstæðar mæður séu í
raun enginn minnihlutahópur
lengur) er auðvelt að finna á
þeim höggstað. Þær eru jú einar
með börn sín, standa á eigin fót-
um og geta ekki skýlt sér á bak
við vísitölufjölskylduna.
Ég man ekki eftir mörgum (ef
nokkurri) jákvæðum fréttum um
einstæðar mæður í fjölmiðlum.
Auk þessarar dæmigerðu tuggu
um að þær séu flestar upp á
„kerfið“ komnar þá virðist það
líka viðloðandi að þær séu illa
menntaðar, í láglaunastörfum,
búi í leiguíbúðum eða félags-
legum íbúðum og hafa eignast
börn á unglingsaldri.
Þegar ég fletti ár aftur í tím-
ann upp á leitarorðunum „ein-
stæðar mæður“ í gagnasafni
Morgunblaðsins er m.a. að finna
eftirfarandi atriði: „Einhleypar
konur og einstæðar mæður eru
helmingur þeirra sem fá fjár-
hagsaðstoð“, „það [er] algjörlega
vonlaust fyrir einstæðar mæður
með börn að lifa af bótum frá
Félagsþjónustunni eða af at-
vinnuleysisbótum ef þær þurfa
að borga leigu, leikskóla eða
lengda viðveru í skóla fyrir
börnin“, „hér er um að ræða 90
fjölskyldur. Þetta eru fyrst og
fremst einstæðar mæður, sem
hafa litla sem enga menntun og
hafa eignast börn mjög ungar.
Sumar þeirra vinna utan heim-
ilis en hafa lágar tekjur en aðrar
eru atvinnulausar“.
Þessar fréttir hafa vafalaust
allar átt rétt á sér. En hafa já-
kvæðar fréttir af einstæðum
mæðrum ekki rétt á sér? Þær
einstæðu mæður sem ég þekki
eru stoltar konur, ábyrgðar-
fullar, hagsýnar og útsjónar-
samar. Þær búa einar með börn-
um sínum og eru ekki að
„svindla“ á kerfinu, hafa flestar
aldrei sótt um neinar bætur um-
fram það sem þær eiga rétt á,
eru margar hverjar vel mennt-
aðar í góðum stöðum eða eiga
sér drauma um nám í framtíð-
inni. Engin einstæð móðir vill
þurfa að bera sig eftir aðstoð.
Ég gæti meira að segja trúað að
einstæðum mæðrum væri flest-
um umhugað um að sýna að þær
gætu það sem þær ætluðu sér,
væru engum háðar og ætluðu
einmitt EKKI að þiggja aðstoð
annarra. Það felst nefnilega
sjálfstæðisyfirlýsing í því að
kjósa að vera einstæð móðir.
Kjósa segi ég, því flestar þeirra
kvenna sem ég þekki og eru í
þessari stöðu hafa sjálfar átt
frumkvæði að því að slíta sam-
búð eða sambandi, auðvitað í
þeirri von að öðlast betra og
hamingjusamara líf.
Ég þekki nokkrar mæður sem
ekki eru einstæðar en eru öðrum
fjárhagslega háðar. Ekki endi-
lega einhverjum stofnunum eða
líknarfélögum, heldur ætt-
ingjum og vinum. Það eru nefni-
lega fleiri en einstæðar mæður
sem „ná ekki endum saman“.
Eitt eiga flestar ef ekki allar
einstæðar mæður sem ég þekki
sameiginlegt og það er það þær
hafa oft á tíðum mikið samvisku-
bit gagnvart börnum sínum.
Sennilega af því að við erum
flestar í lykilhlutverki í lífi
barna okkar og kannski ekki síð-
ur af því að viðhorf annarra til
okkar eru oft á neikvæðum nót-
um eins og að framan er rakið.
Einstæðar mæður finna því
hugsanlega fyrir meiri pressu en
hinar sem eru það ekki á að
standa sig og hugsa sérstaklega
vel um börnin sín. Ein vinkona
mín sem var í háskólanámi
sagði: „Þegar ég var að læra var
ég með samviskubit yfir því að
þurfa pössun og þegar ég var
heima með barnið var ég með
samviskubit yfir því að vera ekki
að læra.“
Það er enginn barnaleikur að
vera einn með barn, þó að sam-
kvæmt stöðluðum hugmyndum
séu börn okkar einstæðu mæðr-
anna ávöxtur ábyrgðarlauss
kynlífs á unglingsaldri. Er það
ekki einmitt ábyrgðarhlutur að
eignast barn og axla þá miklu
ábyrgð sem því fylgir?
Ég keypti mér íbúð fyrir ári.
Mína fyrstu íbúð sem er ekkert
óeðlilegt miðað við aldur. Ég hef
samt fundið fyrir því að mörgum
finnist alveg hreint ótrúlegt af-
rek að einstæð móðir geti þetta
þó að sumir hnýti svo aftan við:
„Og þú fékkst náttúrlega 90%
lán?“ „Jú,“ svara ég, „eins og
90% af öllum sem eru að kaupa
sína fyrstu íbúð, einstæðir eða
ekki.“
Þó að við séum víst „ein-
stæðar“ mæður á pappírum er-
um við það flestar sem betur fer
ekki í raunveruleikanum. Ég á
t.d. yndislega fjölskyldu sem
hefur í gegnum tíðina aðstoðað
mig þegar á hefur þurft að
halda. Þannig er því farið sem
betur fer með flestar mæður,
jafnt einstæðar sem aðrar.
Einstæð móðir er því algjört
rangnefni, sjálfstæð móðir er
mun betra og meira lýsandi orð
sem við margar kjósum að nota.
Hafið þið heyrt um einstæða at-
vinnurekendur? Hvað um sjálf-
stæða atvinnurekendur?
Sjálfstæð-
ar mæður
Einstæðar mæður eru líka mun meira
„þurfandi“ en aðrar konur, í víðasta
skilningi þess orðs og „stinga undan“
öðrum konum fái þær tækifæri til.
VIÐHORF
Eftir
Sunnu Ósk
Logadóttur
sunna@mbl.is
✝ Ingibjörg Finns-dóttir fæddist á
Ísafirði hinn 19.
október 1921. Hún
lést á heimili sínu að
Gullsmára 7 í Kópa-
vogi hinn 30. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Auður
Sigurgeirsdóttir,
fædd á Hallgilsstöð-
um í Fnjóskadal 2.
apríl 1888, d. 30. júní
1935 og Finnur Jóns-
son, alþingismaður
og ráðherra, fæddur
að Harðbaki á Mel-
rakkasléttu, 28. september 1894,
d. 30. desember 1951. Auður og
Finnur bjuggu fyrst á Akureyri en
síðar á Ísafirði þar sem Finnur
starfaði sem póstmeistari og síðar
alþingismaður. Systkini Ingibjarg-
ar voru Þuríður, f. 27. júlí 1915, d.
25. september 1993, Birgir Þor-
geir, f. 19. maí 1917, Ásta, f. 10.
september 1919, Finnur, f. 29. jan-
úar 1923, d. 23. október 2000, og
Jón, f. 7. febrúar 1926.
Hinn 7. febrúar 1942 giftist Ingi-
björg Hrafni G. Hagalín, sem
fæddur var á Seyðisfirði, 16. ágúst
1921, d. 7. apríl 1957. Þau slitu
samvistir. Börn Ingibjargar og
Hrafns eru þrjú: 1) Auður, símrit-
ari, f. 23. nóvember 1938, gift
Snorra Hermannssyni húsasmíða-
Jóhann, Egil Rúnar, Hjört og
Helga Pétur. Fyrri kona Guð-
mundar er Sigrún Bára Friðfinns-
dóttir og eiga þau fjögur börn, a)
Stefán Hrafn, sambýliskona er
Arndís Kristjánsdóttir og eiga þau
einn son. Fyrir á Stefán tvo syni. b)
Friðfinnur Örn sem á eina dóttur.
c) Guðmundur Már, sambýliskona
er Berglind Óskarsdóttir, þau eiga
einn son. d) Halldóra Anna, sam-
býlismaður er Hörður Jónsson. 4)
Ingibjörg, þroskaþjálfi, f. 18. sept-
ember 1963. Faðir hennar var Jón
H. Guðmundsson skólastjóri, f. 3.
desember 1913 d. 20. júní 1991.
Eiginmaður Ingibjargar er Árni
Ármann Árnason lögfræðingur, f.
23. apríl 1963 og þeirra börn eru a)
Árni Þórólfur, b) Marta María, c)
Haukur Húni og d) Birta Sóley.
Ingibjörg ólst upp á Ísafirði og
stundaði þar hefðbundið nám. Um
tíma voru hún og fjölskylda henn-
ar búsett í Reykjavík en árið 1952
flutti hún aftur til Ísafjarðar ásamt
börnum sínum. Hún hóf þá störf
hjá Kaupfélagi Ísfirðinga og starf-
aði þar óslitið alla sína starfsævi.
Ingibjörg var mikill baráttu- og
jafnaðarmaður og tók virkan þátt í
störfum Alþýðuflokksins. Hún
starfaði lengi í Kvenfélagi Alþýðu-
flokksins og hin síðari ár tók hún
þátt í félagsstarfi Kvenfélags Ísa-
fjarðarkirkju eða allt þar til hún
fluttist suður í Kópavog í nóvem-
ber árið 2000.
Minningarathöfn um Ingibjörgu
fór fram í Fossvogskapellu hinn 3.
júlí. Úför hennar verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
meistara. Þeirra börn
eru a) Hrafn, eigin-
kona Rannveig
Björnsdóttir og eiga
þau einn son. b) Ingi-
björg, eiginmaður Há-
varður G. Bernharðs-
son. Fyrri maður
Ingibjargar er Guð-
björn Salmar Jó-
hannsson og eiga þau
þrjú börn. c) Snorri
Már, eiginkona Krist-
rún Helga Björnsdótt-
ir og eiga þau tvö
börn. d) Heimir, eigin-
kona Ólína Fjóla Þor-
kelsdóttir og eiga þau eina dóttur.
e) Hermann Þór, eiginkona Helga
Harðardóttir og eiga þau tvö börn.
2) Hrefna Kristín, bókari, f. 21.
maí 1942, gift Sigurði Oddssyni
tæknifræðingi. Þeirra börn eru a)
Oddur, sambýliskona Guðbjörg
Brá Gísladóttir. Fyrri kona Odds
er Áslaug Nanna Ingvadóttir og
eiga þau þrjú börn. b) Kristín, sam-
býlismaður Einar Garðar Hjalta-
son og eiga þau tvö börn. c) Arna
Sigrún, sambýlismaður Fjalar Sig-
urðarson og eiga þau tvö börn.
Fyrir á Arna eina dóttur. 3) Guð-
mundur, fjármálastjóri, f. 25. októ-
ber 1949, kvæntur Jóhönnu B. Jó-
hannsdóttur skrifstofumanni, f.
13.10. 1950 og eiga þau einn son,
Grétar. Fyrir á Jóhanna fjóra syni,
Móðir mín er látin, hún varð
bráðkvödd aðfaranótt mánudagsins
30. júní. Daginn áður fylgdist hún
stolt með því er eitt barnabarna
hennar, Hermann Þór, lét skíra sitt
annað barn. Hress og glöð sat hún
í skírnarveislunni og sagði meðal
annars frá því að hún ætti nú 17
barnabörn og 22 barnabarnabörn.
Hún fylgdist stolt með afkomend-
um sínum og beið spennt þegar
fjölgunar var von í fjölskyldunni.
Mamma var alin upp á Ísafirði á
umsvifamiklu og mannmörgu heim-
ili. Hún var aðeins þrettán ára þeg-
ar móðir hennar lést og markaði
það djúp spor í uppvöxtinn.
Sautján ára eignaðist hún sitt
fyrsta barn, Auði, og Hrefna fædd-
ist svo fjórum árum síðar. Mamma,
pabbi og stelpurnar fluttust til
Reykjavíkur og þar fæddist ég,
þriðja barnið þeirra. Nokkru síðar
skildu þau og mamma flutti með
hópinn sinn vestur. Áður var þó
Auður flutt þangað til Ástu móð-
ursystur sem hún bjó hjá í nokkur
ár. Mamma fór að vinna í kaup-
félaginu, fyrst í mjólkurbúðinni við
Austurveg en tók nokkru síðar við
búðinni í Silfurgötu 9 og fengum
við íbúð á hæðinni þar fyrir ofan.
Að vera alinn upp í kaupfélaginu,
„Imbubúð“, var ekki amalegt.
Mamma alltaf nálæg og stutt í
skólann. Snemma fór maður að
hjálpa til við að afgreiða í búðinni,
leysti fyrst af í hádeginu svo
mamma gæti skroppið upp og eld-
að. Þó hún væri einstæð móðir með
þrjú börn þá minnist ég þess ekki
að hafa liðið fyrir það. Stóru syst-
urnar áttu eðlilega stóran þátt í
uppeldinu á mér og þurftu að gæta
stráksins þegar mamma var að
vinna. Á þessum árum var það
sjálfsagt að unglingar færu að
vinna strax um fermingu og gerð-
um við það öll. Mamma studdi okk-
ur og hvatti áfram til náms. Auður
systir fór til Þýskalands um tíma,
Hrefna til Noregs og ég í lýðhá-
skóla í Danmörku. Ef eitthvað
bjátaði á þá var skrifað til mömmu
og einhvern veginn tókst henni að
greiða úr hlutunum.
Mamma var fæddur krati. Hún
tók mig með sér strax á barnsaldri
til að sendast með upplýsingar frá
kjörstað og yfir í Alþýðuhúsið og
seinna hlotnaðist mér sá heiður að
merkja við á kjörstað og senda svo
upplýsingarnar yfir. Mér skilst að
þannig hafi þetta einnig verið hjá
systrum mínum. Mamma stóð í
ströngu í kökubakstri, kaffiveiting-
um og ekki síst atkvæðaveiðum
fyrir sinn flokk. Afarnir mínir báð-
ir voru á kafi í pólitíkinni á Ísafirði,
Finnur meira í landsmálunum en
afi Hagalín í bæjarpólitíkinni.
Mamma var ekki mjög hrifin af
gengi Alþýðuflokksins síðari árin
og leist „hreint ekkert á þessar
sameiningarvitleysur“. En í vor var
þó loks eins og hún fengi aftur kra-
tatrúna er hún sá að „Samfylk-
ingin“ var loks að verða eitthvað. Á
seinni árum þegar flokksins naut
ekki eins við og henni líkaði fyrir
vestan, sneri hún sér að kvenfélagi
kirkjunnar og hafði mikla ánægju
af starfinu þar.
Ástin velur sér ekki alltaf auð-
veldan farveg. Mamma varð barn-
ung móðir en samband hennar og
pabba náði ekki að þroskast á far-
sælan hátt. Hún var því ein með
börnin sín að baslast. Það fór ekki
hjá því að bæjarlífið titraði vestra
og varð það aldrei samt í augum
mömmu eftir að hún eignaðist dótt-
ur með Jóni H. En mamma var
föst fyrir, beit á jaxlinn og hélt
sínu striki. En þessi yngsta systir
okkar, Ingibjörg, varð mömmu og
okkur systkinunum dýrmætur
augasteinn og seinna börnin henn-
ar nánustu ömmubörnin. Mamma
naut alla tíð styrks og aðstoðar
Auðar og Snorra, sem alltaf hafa
búið á Ísafirði og eiga þau miklar
þakkir skilið.
Mamma tók sig upp árið 2000 og
fluttist suður. Hún var orðin slæm
í fótum og það háði henni mjög.
Hún hafði yndi af að vera á ferð-
inni, fara í leikhús, á tónleika eða
sýningar ýmis konar með börnum
sínum eða barnabörnum.
Elsku mamma mín, þú fórst frá
okkur alveg óskaplega snögglega.
Við sem eftir stöndum trúum þessu
vart og eigum erfitt með að sætta
okkur við orðinn hlut. Eflaust er
þetta þó sú leið sem þú helst vildir.
Þú ert komin á nýjar lendur og
vona ég og trúi að þar ríki eilíft
vor.
Hafðu þökk fyrir allt.
Guðmundur H. Hagalín.
Lífið er fljótt að breytast.
Sunnudagurinn 29. júní var mikill
gleðidagur hjá stórfjölskyldunni.
Þá átti amma gleðilegar stundir við
skírn nýjasta langömmubarnsins
en þau eru komin á þriðja tuginn.
En lífið er skrýtið. Hálfum sólar-
hring síðar kvaddi hún þennan
heim. Vissulega var líkaminn orð-
inn lúinn en hennar tími var ekki
kominn. Amma var ávallt skýr og
ræðin, jafningi okkar í hugarfari og
vel með á nótunum. Einmitt þess
vegna var svo gaman að hitta hana.
Hún fylgdist vel með afkomendum
sínum og var annt um afdrif hvers
og eins. Ef til vill þess vegna
reyndi hún frá upphafi að hafa
áhrif á stjórnmálaskoðanir niðja
sinna. Fyrir margt löngu var hún
spurð af kornungu ömmubarni sínu
hvað kommúnisti væri. Brúnaþung
svaraði hún um hæl: „Það er vond-
ur maður!“ Hún var ákaflega gagn-
rýnin á allt og alla, víðfræg fyrir að
liggja aldrei á skoðunum sínum og
viðraði þær gjarnan óumbeðin.
Hún var gríðarlega pólitísk, reifst
og skammaðist við útvarpið og
sjónvarpið. Hún var sjálfri sér
samkvæm – var ein þessara dæmi-
gerðu hvunndagshetja sem byggt
hafa landið. Hún vildi veg jafn-
aðarstefnunnar sem mestan enda
uppalin á krataheimili. Hún studdi
málstað flokksins af einurð en
barðist þó aldrei fyrir sæti. Hennar
verður lengi minnst fyrir atkvæða-
veiðar og kökubakstur í kosninga-
baráttunni. Í henni sló kratahjarta.
Minningabrotin hafa streymt
fram undanfarna daga og af mörgu
er að taka. Kjúklingaréttirnir í
Túngötunni á öðrum degi jóla eru í
fersku minni. Þetta var eini tími
ársins sem við krakkarnir fengum
kjúkling. Hann var eins og í besta
veisluhúsi. Sú meginregla gilti að
ekki mætti drekka með matnum.
Smáfólki reyndist biðin oft á tíðum
erfið.
Amma var nú heldur ekki sú
fljótasta að hafa sig til. Það var
alltaf sami spenningurinn í Silfur-
götunni fyrir klukkan sex á að-
fangadag, hvort okkur tækist að
koma ömmu í hús í tæka tíð og
hringja saman inn jólin. Einhvern
veginn lukkaðist þetta. Alltaf komu
jólin.
Amma var ekki mjög kirkjuræk-
in fyrr en í seinni tíð. Þrátt fyrir
það var hún mjög trúuð alla sína
ævi og kunni margar bænir sem
við svo lærðum af henni. Hún hafði
áhyggjur af því að hafa aldrei
fermst og ef til vill þess vegna var
henni annt um að flytja sem flestar
bænir, þ. á m. eftir Sigurð Jónsson
frá Prestshólum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Og alltaf var endað á Faðir vor-
inu. Amma var nefnilega töluvert
fyrir regluverkið. Til dæmis mátti
ekki tala þegar búið var að fara
með bænirnar og ef einhver sagði
INGIBJÖRG
FINNSDÓTTIR