Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 33 aukatekið orð að þeim loknum, varð að byrja uppá nýtt á allri romsunni. Margar góðar sögur eigum við frá unglingsárum okkar. Að lokn- um vinnudegi á skrifstofu Kaup- félagsins, kom amma til okkar mömmu og pabba í Silfurgötuna til að fá kaffisopa og skiptast á fregn- um dagsins. Gjarnan sat hún með okkur langt fram á kvöld. Iðulega fékk hún eitthvert okkar systkina til að skutla sér heim í Túngötu. Þetta var veigamikið hlutverk sem fylgdi því óhjákvæmlega að ná bíl- prófsaldri. Snemma komst á sú hefð að sprella eitthvað í ömmu á leiðinni frá Silfurgötunni og upp í Túngötu – og að vetrarlagi þótti okkur skemmtilegast að taka óvæntar handbremsubeygjur. Þetta fannst ömmu ekki gaman. En okkur var mikið skemmt. Lífið var ömmu oft erfitt. Hún hefur lengst af verið einstæð móðir en kom þó börnum sínum vel á legg. Kannski var það út af mót- lætinu sem hún lagði kapp á að njóta lífsins þegar færi gafst. Hún var sælkeri, fagnaði gleðinni, og eins og ömmum sæmir þá hafði hún yndi af mannamótum í fjöl- skyldunni. Amma átti mömmu ung að aldri, eða einungis sautján ára. Stundum hefur verið hent gríni að því hve líkar þær eru. Þá hefur okkur þótt sem við ættum tvær mömmur. Það er ekki slæmt. Ingibjörg móður- systir okkar er á aldur við okkur krakkana og hún var því strax tek- in í systkinahópinn. Þetta hefur alla tíð verið náin fjölskylda og verður það án efa um ókomna tíð. Margir eiga um sárt að binda þessa dagana. Ekki síst er sorgin mikil hjá Ingibjörgu, Árna og börnum þeirra sem áttu svo náin tengsl við ömmu. Okkur öllum er huggun að minningunum, því þær eru margar og ómetanlegar. Það var sannkölluð hátíðarstund sem við áttum með ömmu á síðustu sporum lífsgöngu hennar. Við spjölluðum og hlógum. Amma vildi heyra sögur úr samtímanum og það sem flestar og helst kræsileg- ar. Takk fyrir allt, elsku amma. Þú skilaðir þínu hlutverki vel. Hvíl í friði. Hrafn, Ingibjörg, Snorri Már, Heimir og Hermann Þór. Elsku amma mín, nú ert þú kom- in yfir móðuna miklu. Og aðdrag- andinn kom okkur öllum að óvör- um. Eftir sitjum við öll og hugsum hversu góður dauðdagi það er að fá að yfirgefa heiminn á þann hátt sem þú gerðir. Það er erfitt að hugsa til þess að þú hafir bara ver- ið ein á þessum tíma og enginn hjá þér. Ég sakna þess að hafa ekki verið oftar með þér en minning- arnar sem ég á með þér eru góðar. Síðast þegar ég og börnin mín komum til þín í Gullsmárann þá varst þú mjög hissa á að sjá okkur, því þú hafðir ekki hugmynd um að við værum í höfuðborginni. En það var föst venja að fara alltaf til þín þegar við komum suður, þótt stoppað væri stutt. Þegar ég hringdi á dyrasímanum og kynnti mig þá varst þú svo hissa að þú gleymdir að opna þannig að ég hringdi aftur og við hlógum að þessari vitleysu. En þú varst alltaf svo glöð að sjá okkur sem og aðra vini og ættingja. Fyrsta minning mín um þig er þegar við systkinin komum vestur til Ísafjarðar í heimsókn að sum- arlagi og þú fannst leikfangakassa inni í herbergi með fullt af dóti sem gaman var að skoða. Þú prjón- aðir mikið en það sem mér finnst kærast eru dúkkubuxur á dúkkuna mína og dóttir mín fjögurra ára, Hrafnhildur Eva, leikur mikið með þær. Elsku amma, þegar ég sagði Hrafnhildi Evu frá andláti þínu og var að útskýra dauðann fyrir henni þá spurði hún mig: „Finnur hún þá til, þarf að sprauta hana?“ Ég neitaði því en bætti við: „Hún amma þín þarf enga sprautu núna.“ „Gott,“ sagði Hrafnhildur, „hún er komin til himna.“ Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman og ég þakka þér fyrir allt. Megi minning þín verða ljós í lífi okkar. Kristín Sigurðardóttir. Ég og Imba amma áttum ekki alltaf skap saman. Ég var (og er) sennilega aðeins of uppátækjasam- ur til að komast efst á vinsælda- lista fólk sem hefur prúðsemi og háttvísi í öndvegi. Imbu ömmu fannst ég sem sagt eyða fulldrjúg- um hluta æskuára minna í að nostra við að gera hlutina öðruvísi en er tilhlýðilegt fyrir drengstaula sem kominn er af stórmerkum Vestfirðingum í allar ættir. Ég var dálítið óþekkt barn. Og er enn. Auðvitað er það bara í bíómynd- unum sem iðrandi barnabörn setj- ast í andagt við fótskör ættmæðra sinna og biðjast innilegrar fyrir- gefningar á að hafa valdið þeim áhyggjum og pirrringi gegnum tíð- ina. Ég vildi samt óska þess að ég hefði haft vit á því. Nógu oft hefur maður nú séð þetta gert á hvíta tjaldinu ... Það er þó huggun harmi gegn að ég þykist viss um að sú gamla glottir á himnum þegar hún les þessar línur í Mogganum og fyr- irgefur mér allt, eins og venjulega. Imba amma fór nefnilega létt með að vera besta amma í heimi og skil- ur eftir sig tilkomumikla arfleifð og fjögur börn, sem öll hafa margoft slegið Íslandsmet í manngæðum. Án atrennu. Og svo var það mánuðurinn, sem ég eyddi hjá henni á Ísafirði, sum- arið eftir tólf ára afmælið. Sá stutti tími með Imbu ömmu geymir mörg hjartfólgnustu augnablik bernsku minnar. Rollur gengu til dæmis lausum hala um bæinn, jörmuðu án afláts í portinu við sjúkrahúsið og héldu fyrir mér vöku á nóttunni. Ég hafði aldrei upplifað annað eins; andvaka allar nætur í óvæginni miðnætursól Vestfjarðanna og hreinræktuðu landsbyggðarjarmi. Það var líka forláta plötuspilari á heimili ömmu og ein plata sem mér fannst óend- anlega mikið varið í: lögin úr kvik- myndinni Bugsy Malone. Ég lærði alla textana utan að og fæ ennþá hallærislegan kökk í hálsinn þegar raula fyrir munni mér „Tomor- row … Tomorrow never comes“. Bara þetta tvennt hefði dugað til að gera heimsóknina ógleyman- lega, en amma toppaði sig auðveld- lega með tvennu til viðbótar. Fyrir það fyrsta sendi hún mig í sakleysi sínu í skátaútilegu yfir helgi með Ingibjörgu, systur pabba, og tuttugu unglingsstelpum. Hvílík gósentíð! Ég náði að verða skotinn í sex þeirra strax fyrsta sólarhringinn og lenti aldrei aftur í öðru eins. Frumleg ráðstöfun til að dempa uppátækin í hálfbrjáluðum unglingsstrák að senda hann einan með stelpnahópi í útilegu. Eða bara góður húmor. En best man ég þó eftir Fisher Price-fallhlífarkörlunum tveimur sem við Imba amma hentum um það bil þúsund sinnum fram af svölunum á fjórðu hæð í blokkinni hennar einn daginn. Uppátækið vakti aðdáun og athygli krakkanna í hverfinu og það besta var að amma batt tvinnaspotta í karlana og dró þá jafnóðum upp og þeir lentu. Sú gamla var ánægð með þessa hugkvæmni sína og hló hátt þegar ég spurði í kjölfarið hvort það væri ekki rétt að allir stórkost- legustu uppfinningamenn sögunnar væru einfaldlega letingjar að spara sér sporin. Nú eru erkitöffararnir afar mínir og ömmur öll komin með vængi. Sem er mjög kúl fyrir þau, en ansi einmanalegt fyrir okkur hin, sem sitjum hér eftir á jörðinni í sjálfs- vorkunn og söknuði eftir þessu stórbrotna fólki sem allt gerðist englar um aldur fram. Stefán Hrafn Hagalín. ,,En amma var alltaf svo góð og nú er hún orðin engill.“ Þetta voru orð Birtu Sóleyjar, fjögurra ára dóttur minnar, þegar hún frétti fyrst af hinu óvænta andláti Ingi- bjargar ömmu sinnar og er hún sagði þessu fallegu orð mátti greina lítið tár í augnkrók. Andlát Imbu, eins og hún var ávallt kölluð, kom öllum á óvart enda kom það ekki í framhaldi af sjúkdómslegu, heldur bar það brátt að. Daginn áður hafði hún verið viðstödd skírn hjá dóttursyni sín- um og tekið virkan þátt í gleðinni. Hún var stolt og andlit hennar ljómaði af ánægju, þegar hún til- kynnti prestinum að skírnarbarnið væri tuttugasta og annað lang- ömmubarnið og barnabörnin væru sautján. Ég kynntist Imbu fyrst fyrir fimmtán árum er ég hóf sambúð með dóttur hennar og nöfnu. Á þessu æviskeiði hennar bjó hún á Ísafirði en þar átti hún reyndar heima mikinn meiri hluta ævi sinn- ar. Á Ísafirði bjó hún síðast í Tún- götunni, þar voru allir velkomnir og gátu alltaf bókað hlýlegar mót- tökur og góðan viðurgerning. Henni þótti mjög vænt um bæinn sinn og vildi hag hans sem mestan. Hún var kaupfélagskona og hrein- ræktaður Ísafjarðarkrati enda hafði faðir hennar gegnt ráðherra- embætti fyrir flokkinn. Á Ísafirði tók hún virkan þátt í félagsstarfi enda mikil félagsvera að eðlisfari, en umfram allt var það velferð fjöl- skyldunnar sem var ávallt efst í huga hennar. Hún hafði sínar skoð- anir hvernig best væri að halda á þeim málum og lá ekki á skoðunum sínum í þeim efnum. Samveru- stundir með fjölskyldunni voru hennar helsta gleðiefni og fylgdist hún grannt með öllum sínum af- komendum. Á meðan Imba bjó á Ísafirði var hún tíður gestur á heimili okkar hjóna. Samband hennar og konu minnar var ótrúlega sterkt og börn okkar voru henni mjög hugleikin. Hún sýndi þeim mikla væntum- þykju og studdi þau í einu og öllu. Börnin endurguldu ást hennar og var hún í miklu uppáhaldi hjá þeim. Aldamótaárið fluttist Imba frá Ísafirði og hingað suður. Hún stofnaði nýtt heimili í Kópavogi, þar sem hún bjó til dauðadags. Á þessum síðustu árum átti hún stöð- ugt erfiðara með gang en minnið var ótrúlega gott og hugsunin skýr. Þrátt fyrir háan aldur var það greinilegt að hún naut lífsins með fjölskyldu sinni fram á síðasta dag. Í hinni fornu speki Hávamála kemur fram að allt sé forgengilegt og dauðlegt en eitt lifi þó manninn en það er orðstírinn og hann sé ei- lífur. Menn eigi því að haga lífi sínu þannig að dómurinn um þá dána verði lofsamlegur og líf þeirra vert eftirbreytni. Er hægt að hugsa sér betri eft- irmæli en innstu tilfinningar lítils saklauss barns sem segir: ,,En amma var alltaf svo góð og nú er hún orðin engill“? Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka Imbu fyr- ir samfylgdina. Í huga okkar verða alla tíð greyptar minningar um yndislega manneskju sem lagði sig alla fram við að láta gott af sér leiða. Árni Ármann Árnason. Kæra Ingibjörg amma. Við átt- um okkur margar skemmtilegar stundir, sérstaklega á Ísafirði, sumrin þar eru mér ógleymanleg. Að skoppast upp úr lyftunni og yfir á smíðavöllinn. Þar voru stórfram- kvæmdir lítils snáða sem lamdi á putta, fékk meiddi, fór svo heim og fékk klapp á kinn og gott í maga. Þetta var það sem gaf þessum sumrum þennan töfraljóma. Eftir þessar sumardvalir kom ég alltaf glaður heim til foreldra minna. Mér er það minnisstætt að standa fyrir framan þig sem lítill snáði, horfandi og spyrja: „Amma, hvað ertu stór?“ Svipbrigði nær- staddra verðandi sem tungl í fyll- ingu hlýja mér um hjartarætur. En það sem situr eftir er svar þitt: „Nógu stór fyrir öll ömmubörnin.“ Ég minnist þín kært. Friðfinnur Örn Hagalín. Elsku amma. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Því miður höfðum við ekki mikið samband á síðustu árum og vildi ég að stundir okkar saman hefðu orðið fleiri. Mér hefur alltaf þótt afskaplega vænt um þig og mun ávallt þykja. Ég sakna þín. Hvíldu í friði, elsku amma, þú ert á góðum stað núna og vonandi hamingjusöm eins og þú átt svo sannarlega skilið. Í náðarnafni þínu nú vil ég klæðast, Jesús. Vík ég að verki mínu vertu hjá mér, Jesús. Hjarta, hug og sinni hef ég til þín, Jesús. Svali sálu minni sæta nafnið Jesús ég svo yfirvinni alla mæðu, Jesús, bæði úti og inni umfaðmi mig Jesús. Kveðja. Halldóra Anna Hagalín. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Elsku amma. Við söknum þín mikið. Það var alltaf svo gott að vera hjá þér. Þegar við vorum sam- an vorum við svo oft að spila eða teikna og spjalla, þá var nú gaman. Það var nú gott að við vorum nýbú- in að gista hjá þér og svo vorum við saman í skírninni á sunnudag- inn. Það er leiðinlegt að þú gast ekki verið í afmælinu hennar Mörtu í gær. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar, vonandi líður þér vel hjá Guði og englunum. Árni Þórólfur, Marta María, Haukur Húni og Birta Sóley. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL AGNAR PÁLSSON fyrrv. yfirdýralæknir, Sóleyjargötu 7, andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudag- inn 10. júlí. Kirsten Henriksen, Hlín Helga Pálsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Vigdís Pálsdóttir, Kristín Helga Þórarinsdóttir, Tómas Þorsteinsson, Páll Agnar Þórarinsson, Helga Lára Ólafsdóttir, Magnús Björn Ólafsson. Konan mín elskuleg, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, PETRÍNA SOFFÍA ÞÓRARINSDÓTTIR ELDJÁRN, Suðurbyggð 1, Akureyri, lést á heimili sínu miðvikudaginn 9. júlí. Stefán Árnason, Þórarinn Stefánsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Yngvar Bjørshol, Gunnhildur Stefánsdóttir, Árni Björn Stefánsson, Árni Stefánsson, Herdís Klausen, Páll Stefánsson, Gíslína Erlendsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Ágúst Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær, JENS INGVI ARASON, Mávabraut 3d, Keflavík, lést þriðjudaginn 8. júlí. Jarðarför auglýst síðar. Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÚLFHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Dysjum, Garðabæ, andaðist á hjúkrunardeild Hrafnistu, Hafnarfirði miðvikudaginn 9. júlí. Gunnar M. Guðmannsson, Ásta Ástvaldsdóttir, Ásdís R. Guðmannssdóttir, Þórarinn Jónsson, Inga G. Guðmannsdóttir, Elís R. Helgason, Magnús R. Guðmannsson, Þórunn Brynjólfsdóttir, Sigurjón M. Guðmannsson, Lilja Baldursdóttir, Guðrún Dóra Guðmannssdóttir, Magnús Björn Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.