Morgunblaðið - 11.07.2003, Page 36
MINNINGAR
36 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Karlotta Einars-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 3. októ-
ber 1925. Hún lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna í
Hafnarfirði 3. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Einar
Helgi Nikulásson, f.
4.5. 1896, d. 19.9.
1966, og Friðrika
Guðbjörg Eyjólfs-
dóttir, f. 27.9. 1900, d.
17.9. 1996. Auk Karl-
ottu eignuðust þau
Eyjólf, f. 3.8. 1927, Ingveldi, f.
15.11. 1930, og Nikulínu, f. 2.12.
1931.
Árið 1952 giftist Karlotta Guð-
jóni Halldórssyni skipstjóra frá
Ísafirði, f. 18.8. 1917, d. 2.10. 1991.
Foreldrar hans voru Halldór Frið-
geir Sigurðsson, f. 26.6. 1880, d.
17.11. 1960, og Svanfríður Al-
bertsdóttir, f. 26.10. 1895, d. 20.6.
1966. Þau Karlotta og Guðjón áttu
saman þrjú börn, þau Guðbjörgu,
f. 31.10. 1951, Helgu, f. 7.8. 1953,
og Halldór, f. 30.7. 1954. Guðbjörg
giftist Ólafi Inga Reynissyni, f.
26.1. 1952, þau skildu. Hún eign-
aðist með honum Ísak, f. 10.4.
1977, Ólaf Fannar, f. 23.6. 1981, og
Mörtu Sif, f. 13.11. 1986. Helga
giftist Birgi Jónssyni, f. 25.7. 1963
og átti með honum Söndru, f. 23.6.
1986. Einnig á Helga Brynjólf
Helga, f. 10.2. 1979.
Halldór eignaðist
með fyrri konu sinni,
Sigríði Baldursdótt-
ur, f. 4.7. 1955, Guð-
jón Má, f. 1.6. 1977,
Baldur Arnar, f.
6.11. 1985, og Karl-
ottu Laufeyju, f.
30.9. 1987, og með
seinni konu sinni
Sigríði Guðrúnu
Baldursdóttur, f. 6.3.
1966, Baldur Hrafn,
f. 6.11. 1990, og Gísla
Jóhann, f. 7.7. 1998.
Guðjón átti með fyrri konu
sinni, Maríu Rebekku Sigfúsdótt-
ur, þrjú börn, Svanfríði Maríu, f.
30.12. 1940, Gylfa, f. 2.5. 1944, og
Selmu, f. 2.10. 1945. Þeirra börn
og barnabörn eru nú orðin 27.
Þau Karlotta og Guðjón bjuggu
öll sín samvistarár í Hafnarfirði og
vann Guðjón við störf tengd sjó-
mennsku; var skipstjóri, útgerðar-
maður og síðan starfsmaður við
tilkynningaskyldu íslenskra skipa
hjá Slysavarnafélagi Íslands.
Karlotta vann nokkur ár við versl-
unarstörf, um tíma hjá Landssím-
anum og síðar við íþróttahúsið við
Strandgötu í Hafnarfirði, auk
heimilisstarfanna sem oft kröfðust
mikils af sjómannskonu.
Útför Karlottu verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Karlotta Einarsdóttir var einstök
kona á allan hátt. Hún ólst upp með
systkinum sínum í foreldrahúsum í
Hafnarfirði og ól allan sinn aldur í
Hafnarfirði. Þegar hún varð stjúp-
móðir mín á sínum tíma, mætti ég hjá
henni hlýju og skilningi, sem varði
alla okkar samveru fram að lokadegi.
Hún var föður mínum stoð og stytta
þegar hann réðst í að fara í útgerð
með kaupum á vélbátnum Kóp GK, 17
tonna bát sem gerður var út frá Hafn-
arfirði og var faðir minn skipstjóri á
honum. Karlotta var þá nokkurs kon-
ar útgerðarstjóri, sá um útborgun
launa til áhafnar og annað sem hún
komst yfir með sínu heimilishaldi og
barnauppeldi. Síðar festu þau kaup á
Víkingi RE-240, 36 tonna bát, sem
gerður var út frá Reykjavík. Hún var
ósérhlífin, afar nákvæm og traust við
allt bókhald útgerðarinnar og naut
sérstaks trausts og vináttu þeirra
manna sem skipuðu áhöfn föður míns
hverju sinni, ekki síst okkar þeirra
yngri. Hún starfaði um árabil hjá
Landssímanum og einnig mörg ár í
Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafn-
arfirði.
Karlotta var afar gestrisin kona,
enda geislaði ávallt frá henni velvild
og hlýju í allar áttir. Á heimili hennar
var oft mjög gestkvæmt, bæði vegna
útgerðarinnar og eins komu Vestfirð-
ingar, systkini og frændfólk föður
míns þar oft við og gisti þá gjarnan,
eða þá að komið var saman í sum-
arbústaðnum við Þingvallavatn, þar
sem hún átti margar ánægjustundir
með fjölskyldu og vinum. Karlotta var
sonum okkar hjóna og barnabörnum
sú besta amma sem hugsast getur,
enda fékk hún oft heimsóknir þeirra
síðustu ár sín, þar sem hún dvaldi á
Hrafnistu í Hafnarfirði við afar gott
atlæti. Við sendum Guðbjörgu,
Helgu, Halldóri, fjölskyldum þeirra
og öðrum aðstandendum Karlottu
Einarsdóttur samúðarkveðjur og
þökkum samfylgdina með henni.
Gylfi Guðjónsson og
fjölskylda, Mosfellsbæ.
Nú er látin ástvinur okkar,
Karlotta Einarsdóttir. Við fráfall ná-
inna ættingja hrannast upp minning-
ar um atburði og samverustundir sem
gera lífið eftirminnilegra og fegurra.
Við hjónin vorum svo lánsöm að fá
að vera með Köllu og Guðjóni á lífs-
leiðinni í langan tíma, bæði í daglegu
lífi, á ferðalögum og í sumarleyfum í
sumarbústöðunum fyrir vestan og
síðar við Þingvallavatn.
Þau Kalla og Guðjón voru ekki að-
eins raungóð, alúðleg og gestrisin
heldur einnig einstaklega trúir vinir.
Efst í huga okkar standa minningarn-
ar um veiðiferðir Guðjóns og Reynis á
Þingvallavatni og spilakvöldin þar
sem enginn gat skákað Köllu, sem
alltaf fann ráð í hverjum vanda.
Kalla var einstaklega minnug og
leituðum við öll til hennar t.d. ef þurfti
að finna nöfn og fæðingardaga og
dagsetningar ýmissa atriða innan
fjölskyldunnar. Allt sem Kalla kom
nærri var gert með nærgætni, tillits-
semi og kærleika sem alla snart, bæði
unga og aldna.
Við þökkum af alhug starfsfólki á
sjúkradeild 28 á Hrafnistu í Hafnar-
firði fyrir umönnun hennar og elsku-
lega framkomu við hana og ættingja
hennar og ástvini sem komu að heim-
sækja hana.
Við kveðjum mikinn öðling, elsku-
lega móður, ömmu, langömmu og
fóstru og erum innilega þakklát fyrir
að hafa átt hana og þökkum að leið-
arlokum alla ástúð og þann kærleika
sem hún veitti okkur öllum.
Svana og Reynir.
Ég fékk símtal fyrir viku um að
amma væri dáin. Blessunarlega gafst
mér færi á að kveðja hana þar sem ég
var á landinu seinnipartinn í júní.
Þrátt fyrir að amma væri orðin lúin
tveimur vikum fyrir andlát brosti hún
og sýndi þá hlýju sem hún hefur alltaf
sýnt okkur bræðrunum og fjölskyld-
um okkar í gegnum tíðina. Eftir sitja
margar góðar minningar um trausta
og umhyggjusama konu sem gerði
miklu meira af því að gefa en þiggja.
Minningarnar eru margar, allt frá
þeim fyrstu þar sem við bræðurnir
þvældumst í fótunum á ömmu í eld-
húsinu að leika í dótaskúfunni, yfir í
margar gistinætur síðar meir, þar
sem mikið var spjallað og spilað.
Amma og afi í Hafnarfirði munu
óneitanlega koma upp í hugann í
framtíðinni þegar spil eins og Manni
og Orusta verða spiluð. Mér verður
stundum hugsað um þá þolinmæði
sem hún amma hafði þegar ég er að
kenna dætrum mínum þau spil sem
amma kenndi mér. Því miður kom-
umst við fjölskyldan ekki til að fylgja
þér til hinstu hvílu, elsku amma, en
hugur okkar er stöðugt hjá þér. Við
kveðjum þig hér í hinsta sinn og þökk-
um þér allar hlýju og góðu stundirnar
sem þú hefur gefið okkur.
Þínir vinir,
Ólafur Gylfason og
fjölskylda í Hollandi.
Elsku besta Kalla amma. Nú þegar
við systkinin kveðjum þig, langar
okkur að þakka allar yndislegu sam-
verustundirnar í gegnum árin. Því
minningarnar um þig sem hrannast
nú upp í hugann á þessari stundu eru
yndislegar þar sem þú varst nú ein
blíðasta og besta kona sem við systk-
inin þekktum. Til ykkar afa var alltaf
svo gott að koma.
Í hugann koma kærar minningar
um samverustundir með þér og afa
Guðjóni í sumarbústaðnum Víkingi á
Ísafirði, gamlárskvöldin ógleyman-
legu á Lækjargötunni í Hafnarfirði,
sólarlandaferðin til Mallorca þegar
við vorum börn, ættarmótin, sum-
arbústaðurinn á Þingvöllum og
margt, margt fleira.
Elsku besta Kalla amma, far þú í
friði og Guð geymi þig.
Ásta María, Guðjón Karl
og fjölskyldur.
KARLOTTA
EINARSDÓTTIR
✝ Guðríður Svafars-dóttir fæddist á
Akranesi 19. septem-
ber 1915. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akraness
30. júní síðastliðinn.
Foreldrar Guðríð-
ar voru Guðrún
Finnsdóttir, f. á Sýru-
parti á Akranesi 30.
júlí 1885, en alin upp
á Geldingará í Leirár-
sveit í Borgarfirði, d.
25. apríl 1942, og
Svafar Þjóðbjörns-
son, f. í Deildartungu
í Reykholtsdal 14.
nóvember 1888, en alinn upp í for-
eldrahúsum á Neðra-Skarði í Leir-
ársveit í Borgarfirði, d. 1. maí
1958. Þau bjuggu allan sinn bú-
skap í Sandgerði á Akranesi. Syst-
ur Guðríðar eru: Guðfinna, f. 3.
apríl 1918, d. 6. september 1999,
Steinunn, f. 27. apríl 1920, d. 3. júlí
1957, Sesselja, f. 31. ágúst 1922, d.
4. janúar 2000, Kristín, f. 21. júní
1924, d. 11. júní 2003, Lilja, f. 30.
júní 1926, og Sigríður, f. 22. desem-
ber 1927, d. í maí 1928.
Eftirlifandi eiginmaður Guðríð-
ar er Ólafur Halldór Þórðarson, f.
á Selskerjum í Múla-
sveit í Barðastrand-
arsýslu 25. október
1920. Þau giftu sig
28. ágúst 1946. Börn
þeirra eru: 1) Svavar
Rúnar, f. 3. júní 1947,
kvæntur Árnýju
Ingibjörgu Filippus-
dóttur, þau eru bú-
sett í Hveragerði,
börn þeirra: Stefán
Herbert, f. 27. apríl
1963, d. 28. júlí 1990,
Guðríður, Ólafur og
Berglind. 2) Guðrún
Svava, f. 7.12. 1950,
gift Hirti Lárusi Harðarsyni, bú-
sett í Hafnarfirði, börn þeirra eru:
Steinunn Ólöf, Erla Björk og Hjör-
dís Lára. 3) Indriði Þórður, f. 16.
apríl 1953, kvæntur Lovísu Guð-
laugu Stefánsdóttur, þau eru bú-
sett í Noregi, börn þeirra eru: Lill
Terese og Alexandra.
Guðríður var klæðskeri að
mennt og handavinnukennari og
vann við kennslu bæði í Barna- og
Gagnfræðaskólanum á Akranesi.
Útför Guðríðar verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Stundum sækja á mann spurn-
ingar, og svörin virðast svo óra-
langt í burtu. Og stundum er eins
og svörin þurfi ekki að koma, því
það er eins og þau hafi alltaf ver-
ið til staðar. Þegar maður veltir
fyrir sér spurningum um lífið þá
verða svörin svo sjálfsögð. En
þegar spurningarnar snúast um
dauðann, er eins og svörin séu
ekki til. Samt er það svo ein-
kennilegt að maður getur verið
sáttur þótt svörin komi ekki.
Maður hefur óttast kveðjustund-
ina, svo kemur að henni, þá vakna
spurningar, svo líður tími, þá
birtast minningar sem eru svo
fallegar að þeim er ekki hægt að
glata.
Elsku amma mín, minningin
um þig er einstök, minningin um
þig og afa í hjólhýsinu, sem var
ykkar sælureitur, minningin um
ferðalögin okkar í húsbílnum er
svo falleg að ég geymi hana að ei-
lífu. Minningin um ykkur á jólum
heima hjá pabba og mömmu er
svo fögur að henni er ekki hægt
að gleyma.
Núna þegar komið er að
kveðjustundinni, finn ég fyrir
hlýjunni sem alltaf fylgdi þér, ég
veit að þú ert hjá mér í hjólhýs-
inu og ég veit að ég á eftir að
finna hlýju þína á jólum. Ég á
alltaf eftir að finna þessa hlýju,
því hún er mér dýrmætari en öll
heimsins auðæfi.
Hann Guð hann mun þess gæta
þú getir sofið rótt,
hann lætur ljóssins engla
lýsa þér um nótt.
Þegar myrkrið mætir
þú manst hann vel þín gætir,
hann öll þín verk í veröldinni sér.
Og þegar ljósið logar
og lífið í þig togar
þá fljúga himins englar yfir þér.
(Kristján Hreinsson.)
Elsku amma mín, ég þakka þér
fyrir allt sem þú gafst mér, alla
þá fegurð sem þú færðir inní líf
mitt, allar ferðirnar sem við fór-
um um landið, alla þá hlýju og
alla þá birtu sem þú leyfðir mér
að njóta með návist þinni.
Núna ert þú farin í ferð sem ég
skil kannski ekki, en samt veit ég
það í hjarta mínu, að hvert sem
ég ferðast og hvert sem ég fer,
mun ég finna fyrir þér.
Bless, elsku amma mín.
Guðríður Svavarsdóttir.
Elsku amma.
Þegar við skrifum þessar línur
förum við að rifja upp kærar
minningar, ferðalögin okkar um
landið, samveruna í kofanum og
einnig í Sandgerði, þetta voru
góðar stundir. Við erum heppnar
að hafa eignast ömmu eins og þig.
Þú varst einstök móðir og amma.
Þú og afi voruð vön að dekra við
okkur þegar við komum í heim-
sókn á Skagann. Þið afi kennduð
okkur svo margt um náttúruna,
fuglana, steinana og blómin,
kennduð okkur að skoða og bera
virðingu fyrir landinu. Sögðuð
okkur sögur frá ferðalögunum
ykkar um heiminn. Amma, þú
varst einstaklega sterk og góð
kona sem vildir allt fyrir okkur
gera. Síðustu dagarnir þínir hér á
jörð sýndu hve sterk þú raun-
verulega varst. Við vitum að við
hittumst á góðum stað og þá
munt þú taka á móti okkur eins
og ávallt.
Erla Björk, Hjördís Lára
og Steinunn Ólöf.
Guðríður Svafarsdóttir var ein-
stök kona, hæglát, nægjusöm,
viljasterk og þrautseig. Ég kall-
aði hana alltaf Gauju. Það var
gott og gaman að fara upp á
Skaga að hitta þau hjón Óla og
Gauju. Við spjölluðum mikið sam-
an, en oftast kom handavinna inn
í umræðuna sem henni var mjög
kær, enda kenndi hún handa-
vinnu á Akranesi. Ekkert fannst
henni eins skemmtilegt og að sjá
okkur Svövu sitja og sauma, þá
leið henni vel og sagði alltaf, mik-
ið væri nú gaman að gera svona.
Sjónin var orðin slæm en áhug-
ann vantaði ekki. Góðar stundir
áttum við í kofanum, þar sem Óli
gerði veislukaffi og var ekki lengi
að því. Þar leið þeim hjónum
mjög vel, úti í náttúrunni enda
þau hjón eins og farfuglarnir,
flugu að heiman um leið og skól-
anum lauk, ferðuðust mikið bæði
inn- og utanlands, komu jafnvel
ekki heim aftur fyrr en skólinn
hófst að hausti. Þú ert enn lögð
að stað í nýtt ferðalag og vil ég
hér þakka þér samfylgdina, ég
mun sakna þín.
Ég votta Óla, Svövu, Svavari,
Indriða og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Sigrún Guðjónsdóttir.
GUÐRÍÐUR
SVAFARSDÓTTIR
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
CARLS P. STEFÁNSSONAR,
Lækjasmára 2.
Guð blessi ykkur öll.
Ásta Guðrún Tómasdóttir,
Níels Carl Carlsson, Inger Anna Lena Þ. Ericson,
Stefán Carlsson, Rannveig Ásbjörnsdóttir,
Jón Carlsson,
afabörn og langafabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkar
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs
sonar míns, sambýlismanns, föður, fóstur-
föður, bróður og mágs,
HJÁLMARS STEINÞÓRS BJÖRNSSONAR,
Tangagötu 24,
Ísafirði.
Petólína Sigmundsdóttir,
Rán Höskuldsdóttir,
Hanna Rósa Hjálmarsdóttir, Björn J. Hjálmarsson,
Hermann Andrason, Guðbjörg J. Björnsdóttir,
Gróa Björnsdóttir, Erna S. Guðmundsdóttir,
Tryggvi Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir,
Björgvin Guðmundsson, Elín Rögnvaldsdóttir
og aðrir aðstandendur.