Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 45
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 45
Stórleikur í Víkinni!
Víkingur-Keflavík
í kvöld kl. 20:00
ALLIR Á VÖLLINN!
„ÞAÐ kom sér vel í kvöld að vera
gamall markvörður,“ sagði Krist-
inn Lárusson, leikmaður Vals,
kampakátur að leik loknum í gær.
Kristinn bjargaði meistaralega á
línu skoti frá Birni Viðari Ásbjörns-
syni, sóknarmanni Fylkis, í síðari
hálfleik og tryggði þar með Vals-
mönnum stigin þrjú. Kristinn hefur
verið frá knattspyrnuiðkun frá því í
ágúst 2001 vegna náms og meiðsla.
„Það er alveg frábært að koma inn í
þennan slag aftur. Þjálfarinn [Þor-
lákur Árnason] setti mig í stöðu
vinstri bakvarðar að þessu sinni og
þá stöðu hef ég aldrei leikið en ég
er ánægður svo lengi sem ég fæ að
spila. Þetta var góður sigur og ég
tel að munurinn á liðunum í kvöld
hafi verið sá að okkur langaði
meira í sigur en Fylkismönnum,“
sagði sigurreifur vinstri bakvörður
Valsmanna.
Fengum færin
Haukur Ingi Guðnason, sókn-
armaður Fylkis, gekk heldur hníp-
inn af velli á Hlíðarenda í gær þeg-
ar Morgunblaðið tók hann tali.
„Það er alveg hræðilegt hvað okkur
gengur illa á útivelli. Í kvöld vorum
við staðráðnir í að snúa við blaðinu
og ná toppsætinu en því miður
hafðist það ekki. Við fengum nóg af
færum í leiknum til þess að gera út
um hann en okkur voru mislagðir
fætur fyrir framan markið og
meira að segja stundum fyrir fram-
an opið markið. Nú mætum við
Fram í næsta leik og það er ekkert
annað að gera en að hysja upp um
sig buxurnar og vinna þann leik og
kveða þar með niður þessa útivalla-
grýlu,“ sagði Haukur Ingi Guðna-
son.
„Kom sér vel að vera
gamall markvörður“
Valur 1:0 Fylkir
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin,
9. umferð
Hlíðarendi
Fimmtudaginn 10. júlí 2003.
Aðstæður:
Austan kaldi, skýjað og 11
stiga hiti. Völlurinn ágætur.
Áhorfendur: Um 1.100.
Dómari:
Eyjólfur Ólafsson, Víkingur
R., 3
Aðstoðardómarar:
Guðmundur H. Jónsson, Er-
lendur Eiríksson.
Skot á mark: 13(6) - 7(4)
Hornspyrnur: 7 - 8
Rangstöður: 2 - 8
Leikskipulag: 4-3-3
Ólafur Þór Gunnarsson M
Sigurður S. Þorsteinsson M
Ármann Smári Björnsson M
Guðni Rúnar Helgason M
Kristinn Ingi Lárusson M
(Hjalti Þór Vignisson 81.)
Matthías Guðmundsson M
Sigurbjörn Hreiðarsson M
Jóhann H. Hreiðarsson
(Stefán Helgi Jónsson 73.)
Birkir Már Sævarsson
(Jóhann Georg Möller 65.)
Bjarni Ólafur Eiríksson
Hálfdán Gíslason M
Kjartan Sturluson M
Kristján Valdimarsson
(Gunnar Þór Pétursson 74.)
Valur Fannar Gíslason
(Kjartan Antonsson 17.)
Hrafnkell Helgason M
Þórhallur Dan Jóhannsson M
Finnur Kolbeinsson
Helgi Valur Daníelsson
Ólafur Ingi Skúlason
Björn Viðar Ásbjörnsson
Jón B. Hermannsson
(Ólafur Páll Snorrason 59.)
Haukur Ingi Guðnason
1:0 (67.) Jóhann Hreiðarsson átti stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna á
Hálfdán Gíslason sem vippaði boltanum með laglegum hætti yfir Kjart-
an Sturluson markvörð Fylkis og í netið.
Gul spjöld: Matthías Guðmundsson, Valur (6.) fyrir brot. Haukur Ingi Guðnason, Fylkir
(17.) fyrir brot. Ólafur Ingi Skúlason, Fylkir (60.) fyrir brot. Ármann Smári
Björnsson, Valur (82.) fyrir mótmæli. Haukur Ingi Guðnason, Fylkir (89.) fyr-
ir brot. Rauð spjöld: Engin.
KA 1:2 Grindavík
Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeildin,
9. umferð
Akureyrarvöllur.
Fimmtudaginn 10. júlí 2003.
Aðstæður:
Norðan þræsingur og hrá-
slagalegt eftir því, 6 stiga hiti
og blautur völlur.
Áhorfendur: 420.
Dómari:
Egill Már Markússon, Gróttu,
4.
Aðstoðardómarar:
Kristján T. Sigurðsson, Einar
Sigurðsson.
Skot á mark: 8(3) – 20(3)
Hornspyrnur: 7 – 4
Rangstöður: 0 – 4
Leikskipulag: 4-5-1
Sören Byskov
Steinn V. Gunnarsson
Ronnie Hartvig M
Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
(Hreinn Hringsson 53.)
Jón Örvar Eiríksson
Óli Þór Birgisson M
(Slobodan Milisic 87.)
Pálmi Rafn Pálmason
(Elmar Dan Sigþórsson 87.)
Dean Martin M
Steinar Tenden
Ólafur Gottskálksson M
Óðinn Árnason
Sinisa Kekic M
Ólafur Örn Bjarnason M
Gestur Gylfason
Ray Anthony Jónsson
Guðmundur A. Bjarnason M
Eysteinn Húni Hauksson
Eyþór Atli Einarsson
Paul McShane M
Óli Stefán Flóventsson
1:0 (68.) Dean Martin gerði laglega hluti á vinstri væng og sendi að því búnu
boltann fyrir á Steinar Tenden sen nýtti hæð sína vel og skallaði í net-
ið.
1:1 (75.) Eftir hornspynu að marki KA-manna barst knötturinn til Óla Stefáns
Flóventssonar sem var óvaldaður á fjærstöng og átti ekki í teljandi erf-
iðleikum með að skora.
1:2 (81.) Ray Anthony Jónsson var staddur á vinstri væng er hann fékk þá hug-
dettu að leika sjálfur inn í teig, sem hann gerði með ágætum og skaut
síðan með föstu skoti að marki, Sören Byskov tókst ekki að verja.
Gul spjöld: Steinn V. Gunnarsson, KA (16.) fyrir brot. Gestur Gylfason, Grindavík (18.)
fyrir brot. Óðinn Árnason, Grindavík (25.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin.
„LEIKURINN spilaðist vænlega fyrir okkur. Við bökkuðum dálítið
fyrst en fengum ágætar skyndisóknir. Eftir markið fórum við að pressa
en KA-menn að bakka og við skoruðum tvö mjög góð mörk. Þetta var
sanngjarn sigur því þeir fengu engin færi önnur en þetta eina. Það er
stígandi í þessu hjá okkur og góð barátta. Þetta er sama liðið og átti erf-
itt uppdráttar í byrjun mótsins en sjálfstraustið er komið og allir stað-
ráðnir í því að berjast og þess vegna er staða liðsins önnur í dag,“ sagði
Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindvíkinga, og var afar sáttur með að
liðið skyldi vera komið upp í 3. sæti deildarinnar.
Sanngjarn sigur
Það var snemma ljóst að Vals-menn ætluðu sér stóra hluti.
Þeir tóku hressilega á móti Fylk-
ismönnum og gáfu
þeim engin grið úti
á vellinum. Þorlákur
Árnason þjálfari
Valsmanna ákvað að
stilla Kristni Lárussyni upp í byrj-
unarliðið og þessi reyndi og sterki
leikmaður, sem nýstiginn er upp úr
erfiðum meiðslum, fór í stöðu
vinstri bakvarðar og gegndi þeirri
stöðu með miklum sóma og auðsýnt
var að innkoma hans virkaði vel á
samherja hans. Aðalsteinn Víg-
lundsson gerði eina breytingu á liði
sínu frá sigurleiknum á móti KA
um síðustu helgi. Theodór Óskars-
son gat ekki leikið vegna meiðsla
og Haukur Ingi Guðnason tók
stöðu hans. Fylkismenn urðu fyrir
áfalli á 17. mínútu þegar Valur
Fannar haltraði meiddur af velli og
Kjartan Antonsson leysti hann af
hólmi í vörninni. Eftir að Björn
Viðar Ásbjörnsson fékk fyrsta fær-
ið eftir stundarfjórðung, þegar
hann skaut lausu skoti beint á Ólaf
markvörð Vals, náðu Valsmenn
betri tökum á leiknum. Á meðan
Fylkismenn beittu kýlingum fram
völlinn sem skiluðu litlu létu Vals-
menn knöttinn ganga vel á milli sín
en oftar en ekki bilaði síðasta send-
ingin hjá þeim þegar þeir virtust
vera að skapa sér góð færi. Besta
færi hálfleiksins fékk þó hinn ungi
Birkir Már Sævarsson á 34. mínútu
en eftir glæsilega útfærða sókn
skallaði hann framhjá Fylkismark-
inu úr opnu færi eftir fyrirgjöf
Bjarna Ó. Eiríkssonar. Jón B. Her-
mannsson fór illa að ráði sínu á 42.
mínútu. Hann fékk boltann á silf-
urfati frá Ólafi markverði Vals en
skot hans úr mjög góðu færi var
misheppnað.
Í síðari hálfleik hertu Hlíðar-
endapiltar tökin á Árbæingum.
Valsmenn réðu lögum og lofum á
miðsvæðinu og það virtist bara
spurning hvenær Valsmark liti
dagsins ljós. Kjartan Sturluson
sýndi frábæra markvörslu þegar
hann varði þrumuskot Matthíasar
af stuttu færi en réttlætinu var
fullnægt á 67. mínútu þegar hinn
feikiduglegi Hálfdán Gíslason af-
greiddi snyrtilega stungusendingu
frá Jóhann Hreiðarssyni. Við mark-
ið var eins og Fylkismenn vöknuðu
við vondan draum og síðustu 20
mínúturnar sóttu þeir á köflum
mjög stíft að marki Valsmanna.
Stuðningsmenn Fylkis voru sumir
hverjir byrjaðir að fagna marki
þegar Björn Viðar fékk sannkallað
dauðafæri mínútu eftir mark Vals-
manna en Kristinn Lárusson bjarg-
aði skoti hans með tilþrifum á lín-
unni og færið sem Ólafur Ingi
Skúlason fékk tíu mínútum fyrir
leikslok var ekki síðra. Ólafur Þór
átti þá misheppnað úthlaup, boltinn
féll fyrir fætur Ólafs en á óskiljan-
legan hátt tókst honum að moka
honum yfir markið með viðkomu í
þverslánni. Eftir það ógnuðu Fylk-
ismenn ekki marki Valsmanna og
þeir rauðklæddu léku lokamínút-
urnar af skynsemi og uppskáru
sætan og sanngjarnan sigur.
Valsmenn voru vel að sigrinum
komnir. Þeir börðust eins og ljón,
léku á köflum mjög góða knatt-
spyrnu og sýndu bikarmeisturum
Fylkis litla virðingu. Aftasta varn-
arlínan var mjög traust, með Ár-
mann og Guðna eins og kletta og
sterkur leikur hjá Þorláki að tefla
Kristni fram í bakvarðarstöðunni.
Sigurbjörn og Matthías áttu góða
spretti og unnu vel fram og til baka
og Hálfdán vann geysilega vel, hef-
ur greinilega öðlast sjálfstraust.
Fylkisliðið var langt frá því að
vera sannfærandi og áhyggjuefni
Árbæjarliðsins hlýtur að vera
hversu mikill munur er á leik liðs-
ins heima og úti. Megnið af leikn-
um beittu Fylkismenn löngum
sendingum fram völlinn upp á von
á óvon og fyrir vikið voru miðju-
mennirnir sterku, Helgi Valur,
Finnur og Ólafur Ingi, lítið inni í
leiknum. Hrafnkell Helgason og
Kjartan Sturluson stóðu einna
helst upp úr í fremur döpru og
andlausu Fylkisliði.
Verðskuldaður
sigur Valsmanna
HÁLFDÁN Gíslason tryggði Valsmönnum verðskuldaðan sigur á bik-
armeisturum Fylkis að Hlíðarenda í gærkvöld. Hálfdán skoraði eina
mark leiksins um miðjan síðari hálfleik og Fylkismenn urðu að játa
sig sigraða en Árbæjarliðið hefur ekki riðið feitum hesti frá útivelli í
sumar. Liðið hefur enn ekki unnið útileik en tapað þremur og gert
eitt jafntefli. Fylkismenn eru því tveimur stigum á eftir Þrótti í öðru
sæti deildarinnar en Valsmenn eru í sjötta sæti.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Morgunblaðið/RAX