Morgunblaðið - 11.07.2003, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
LANDSVIRKJUN undirritaði í gær
samning um stærsta bankalán sem tekið
hefur verið af íslenskum aðila til þessa.
Lánsupphæðin nemur 400 milljónum
bandaríkjadollara eða um 31 milljarði ís-
lenskra króna. Lánið er til fimm ára og
er fjölmynta veltilán. Með samningnum
hefur Landsvirkjun tryggt sér aðgang að
lausafjármagni sem að mati fyrirtækisins
er mikilvægt vegna fyrirhugaðra virkj-
anaframkvæmda.
Lánið er stærsta sambankalán sem
tekið hefur verið af íslenskum aðila á al-
þjóðlegum bankamarkaði. Íslandsbanki,
Kaupþing Búnaðarbanki og Landsbank-
inn ásamt bönkum víðsvegar að frá Evr-
ópu, Bandaríkjunum og Japan tóku þátt í
lánveitingunni, segir í fréttatilkynningu
Landsvirkjunar. Eftirspurn banka eftir
þátttöku var um fimmtungi meiri en
lánsfjárþörfin og telur Landsvirkjun það
bera vott um hið mikla traust sem fyr-
irtækið nýtur á alþjóðlegum fjármála-
markaði.
Umsjón með láninu hafa Barclays,
SEBMerchant Banking, Socété Générale
og Sumitomo Mitsui Banking Europe.
Fær 31
milljarð
að láni
ÆVINTÝRAÞRÁ dró indíánann, márann
og Indverjann Roshan Jacob til Íslands
fyrir sjö árum. Hann nemur vélaverk-
fræði við Háskóla Íslands en vinnur þess
á milli við að hlaða hús
og veggi að fornum ís-
lenskum sið, ýmist úr
torfi eða grjóti. Hann
hefur ævinlega
heillast af aðferðum
þeirra sem á undan
eru gengnir.
„Mér finnst áhuga-
vert að kynnast því
hvernig fólk fór að fyrir tíma þeirra tóla
og tækja sem stuðst er við í dag. Og ég
dáist að því hvernig Íslendingum tókst að
tóra hér í einangruninni. Þeir hafa verið
lunknir við að nýta það sem náttúran gaf,
bæði til bygginga og matar,“ segir Rosh-
an. Í viðtali við Daglegt líf segir hann
m.a. frá bernskubrekum og hvernig hann
varð litföróttur á Íslandi.
Kann vel við
kuldann
Daglegt líf/2
ÞORSTEINN Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri BM Vallár, segir að íslenska
sementið dragi úr hættunni á alkalívirkni
og auki þéttleika og veðrunarþol steyp-
unnar. Hann segir að íslenska sementið
hafi komið mjög vel út í frostprófunum og
það henti einnig mjög vel í sprautusteypur,
sem skýri hvers vegna það sé ákjósanlegt
til jarðgangagerðar.
Þorsteinn segir að gæði fylliefna, þ.e.
malar og sands, séu víða lakari úti um land
heldur en á höfuðborgarsvæðinu og við
þær aðstæður komi eiginleikar sementsins
sérstaklega vel fram. Á Austurlandi sé til
að mynda líparítskotið gjóskuberg og
reynslan sýni að íslenska sementið henti
betur með slíku fylliefni.
Íslenskt sem-
ent eykur
veðrunarþol
Lítil verðmæti/12
MEIRIHLUTI bæjarstjórnar í
Vestmannaeyjum, en hann skipa
þrír fulltrúar Vestmannaeyjalist-
ans og Andrés Sigmundsson,
Framsóknarflokki og óháðum,
samþykkti á aukafundi í gærkvöldi
að segja upp ráðningarsamningi
við Inga Sigurðsson bæjarstjóra
frá og með deginum í dag. Fól
meirihlutinn forseta bæjastjórnar
og formanni bæjarráðs að ganga til
samninga við Inga um starfslok
hans. Jafnframt samþykkti meiri-
hlutinn að ráða Berg Elías Ágústs-
son sem nýjan bæjarstjóra til loka
yfirstandandi kjörtímabils. Minni-
hluti bæjarstjórnar, en hann skipa
þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
lagðist gegn þessari samþykkt og
fullyrti m.a. að bæjarstjóraskiptin
myndu kosta bæjarsjóð a.m.k. 20 til
25 milljónir kr.
Um fjörutíu bæjarbúar fylgdust
með fundi bæjarstjórnar í gær, en
hann var haldinn í Þórsheimilinu í
Eyjum. Fundargestir létu í sér
heyra með kröftugu klappi og
flauti, sérstaklega þegar fulltrúar
minnihlutans í bæjarstjórn, sem
voru andsnúnir því að Inga yrði
sagt upp, tóku til máls. Þannig
sýndu gestir stuðning sinn við
Inga. Meðal gesta voru þó líka
stuðningsmenn meirihlutans og
létu þeir einnig í sér heyra með
sama hætti.
Bergur Elías sagði í samtali við
Morgunblaðið eftir fundinn í gær-
kvöldi að honum litist ljómandi vel
á að taka við bæjarstjórastarfinu.
Hann bætti því þó við aðspurður að
svo sannarlega gætu aðstæður ver-
ið betri. „En svona er þetta.“
Endurskoði hug sinn
Töluverðar umræður urðu um
bæjarstjóraskiptin á fundinum í
gærkvöldi. Lúðvík Bergvinsson,
oddviti V-listans, sagði m.a. að frá
því að nýr meirihluti hefði tekið við
í bæjarstjórn, í lok mars sl., hefði
samstarf núverandi bæjarstjóra og
meirihluta ekki verið viðunandi.
Hann sagðist þó ekki ætla að leita
að sökudólgi í þeim efnum. „Þar
sem þetta samstarf er ekki sem
skyldi er betra að skipta um skip-
stjóra í brúnni. Við teljum að það
þjóni betur hagsmunum Eyja-
manna […] vegna þeirra fjölmörgu
verkefna sem liggja fyrir og verður
að ráðast í næstu þrjú árin,“ sagði
hann. „Í því felst ekki nokkur ein-
asti dómur á Inga Sigurðsson.“
Fulltrúar minnihlutans lögðu á
hinn bóginn áherslu á að ekki væri
verið að þjóna hagsmunum Eyja-
manna með þessum ráðstöfunum.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarfulltrúi
sjálfstæðismanna, sagði m.a. að
það hefði verið mikill happafengur
fyrir bæinn að fá Inga sem bæj-
arstjóra og að Ingi hefði notið mik-
ils og vaxandi trausts í bænum.
Guðjón taldi ennfremur að þorri
íbúa bæjarins væri mótfallinn upp-
sögninni. Skoraði hann á meirihlut-
ann að endurskoða hug sinn í þessu
máli. Ingi tók einnig til máls á fund-
inum og sagðist sammála því, sem
fram hefði komið í umræðunni, að
traust og trúnaður yrðu að ríkja.
„En ég hef ekki fengið tækifæri til
að sýna það traust gagnvart nýjum
valdhöfum. Hver ástæðan er fyrir
því veit ég ekki.“
Áskilur sér allan rétt
Ingi tók einnig fram að hann
áskildi sér allan rétt til að sækja
mál sitt gagnvart bænum til að
verja sína hagsmuni. Hann vitnaði í
lögfræðiálit frá Ragnari Hall
hæstaréttarlögmanni, þar sem
Ragnar kemst að þeirri niðurstöðu
að segi Vestmannaeyjabær upp
ráðningarsamningi bæjarins við
Inga áður en ráðningartímabil
hans er á enda eigi Ingi rétt til bóta
sem nemi missi launatekna á ráð-
ingartímanum.
Meirihlutinn samþykkti bæjarstjóraskipti á aukafundi í Eyjum í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja samþykkir tillögu um að samningi við Inga Sigurðsson bæjarstjóra verði sagt upp. Minnihlutinn var mót-
fallinn þeirri samþykkt. Um fjörutíu bæjarbúar fylgdust með aukafundi bæjarstjórnar, sem haldinn var í Þórsheimilinu í Vestmannaeyjum.
Minnihlutinn segir skipt-
in kosta 20–25 milljónir
Bílflautur þeyttar/4
FRAMKVÆMDIR við gatnagerð á vestari ak-
rein Lækjargötu í Reykjavík hófust í fyrradag
og er gatan nú lokuð fyrir bílaumferð milli
Skólabrúar og Hverfisgötu. Að sögn Sigurðar
Skarphéðinssonar gatnamálastjóra er stefnt
að því að opna aðra akrein Lækjargötu á
sunnudagskvöld og að framkvæmdum ljúki í
öllum meginatriðum fyrir menningarnótt 18.
ágúst og verður þá öllum gatnaframkvæmdum
sem fyrirhugaðar eru í ár í miðbænum lokið. Í
framkvæmdunum verður bungan, sem verið
hefur við gatnamót Bankastrætis og Lækj-
argötu, lækkuð niður og vegurinn jafnaður.
Meðan á framkvæmdunum stendur verður
leitað eftir gamalli brú sem var eitt sinn yfir
læknum en áður en þær hófust var farið yfir
svæðið með jarðsjá og liggja ákveðnar vís-
bendingar fyrir um að brúin sé grafin undir
götunni. Ef hún finnst gæti framkvæmdum
seinkað eitthvað. Sigurður sagði að margir
kæmu að verkinu enda afar ströng tímamörk á
því og allt gert til að ljúka því á eins stuttum
tíma og hægt er.
Framkvæmdir í Lækjargötu hafnar
Morgunblaðið/Júlíus
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦