Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 4

Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FORSTÖÐUMAÐUR hjá Skeljungi sagði í sam- tali við Morgunblaðið að loknu útboði Landhelgis- gæslunnar haustið 1996 að mjög hörð samkeppni ríkti á olíumarkaðinum og „slegist væri um sölu á hverjum einasta olíudropa“. Samkeppnisstofnun telur gögn sýna að í útboði Landhelgisgæslunnar hafi tilboð olíufélaganna þriggja verið í samræmi við það sem ákveðið hafði verið á sameiginlegum fundum þeirra. Í skýrslu Samkeppnisstofnunar kemur fram að eftir- grennslan stofnunarinnar hafi verið hætt á þess- um tíma vegna skýringa olíufélaganna, sem hún tók þá trúanlegar. Í skýrslu Samkeppnisstofnunarinnar segir að yfirmaðurinn hjá Skeljungi hafi reynt að dylja samvinnu félaganna með röngum yfirlýsingum í Morgunblaðinu. Fjölmiðlar blekktir með fullyrðingum Forsaga málsins var sú að Landhelgisgæslan hafnaði öllum tilboðum olíufélaganna sumarið 1996 með vísun til þess að lítill munur hefði verið á tilboðunum og vakti það athygli fjölmiðla. Morgunblaðið ræddi við Friðrik Þ. Stefánsson, forstöðumann markaðssviðs Skeljungs, vegna málsins 30. október 1996 og sagði hann lítinn verðmun í tilboðunum í raun bera vott um „hversu hörð samkeppni olíufélaganna“ væri. „Það er slegist um sölu á hverjum einasta olíu- dropa og við teygðum okkur eins langt og við gát- um í þessu útboði,“ sagði framkvæmdastjórinn. Umfjöllun fjölmiðla varð þó til þess að Sam- keppnisstofnun ákvað að óska eftir upplýsingum frá félögunum um tilboðin í útboðinu. Ekkert svar barst frá Skeljungi en í svörum ESSO og Olís kom fram að að tilboð þeirra hefði verið í sam- ræmi við magn og umfang viðskiptanna og var tekið fram í svari Olís að samkeppnin væri mjög hörð. „Samkeppnisstofnun tók þessar skýringar trúanlegar, og var málinu því talið lokið,“ segir í skýrslunni. Samkeppnisstofnun telur olíufélögin hafa gefið rangar upplýsingar 1996 „Það er slegist um sölu á hverjum einasta olíudropa“ STAÐFEST hefur verið að dínamítið sem fannst í vegræsi undir Bláfjallaafleggjara síðdegis í fyrradag kom úr geymslu á Hólmsheiði austan Rauðavatns sem brotist var inn í 4. júlí sl. „Þetta er nákvæmlega það sem var stolið,“ segir Karl Stein- ar Valsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykja- vík. „Við létum endurtelja út úr geymslunni í gærkvöldi [fyrra- kvöld] og niðurstaðan er sú að það stemmir miðað við það sem var tekið.“ Í vörslu fyrirtækisins á nýjan leik Efnið var í vörslu Landhelg- isgæslunnar í fyrrinótt að beiðni lögreglunnar en var afhent fyr- irtækinu sem brotist var inn í, Ólafi Gíslasyni & Co., í gær eftir að sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar og sérfræðingar lögreglunnar höfðu gengið úr skugga um að það væri óskemmt. Efnið er nú komið í geymslu fyrirtækisins á nýjan leik. Ekki er enn vitað hverjir voru að verki þegar brotist var inn í dínamítgeymsluna á Hólms- heiði 4. júlí sl. Jafnmikið af dínamíti og saknað hafði verið Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan kannar sprengiefnið. HIN árlega fréttaljósmyndasýning World Press Photo var opnuð í Kringlunni í Reykjavík á föstudag en hún er nú haldin í 46. skipti. Samhliða eru sýndar nokkrar sér- valdar myndir Ólafs K. Magn- ússonar ljósmyndara sem starfaði á Morgunblaðinu um áratugaskeið. Eru myndirnar frá fyrstu 20 ára- tugum starfs hans á blaðinu, 1947 til 1967. Fréttaljósmynd ársins er valin af alþjóðlegri dómnefnd og var sig- urmyndin í ár tekin af bandarísk- armenska ljósmyndaranum Eric Grigorian. Hún sýnir ungan íransk- an dreng halda á buxum föður síns eftir harðan jarðskjálfta í norðvest- urhluta Írans 23. júní í fyrra. Her- menn og þorpsbúar eru í óðaönn allt í kring að grafa lík fórnarlamba skjálftans og búa sig undir að koma líki föðurins fyrir í gröf sinni. Rúmlega 500 manns fórust í jarð- skjálftanum. Sýningin stendur næstu tvær vikur. Morgunblaðið/Sverrir Bestu fréttamyndirnar VORIÐ 2001 kom íslenska rækju- skipið Merike í Hafnarfjarð- arhöfn, en það stundaði veiðar á fjarlægum miðum, m.a. á Flæmska hattinum og hugðist taka olíu, og rataði þá starfs- maður Esso í nokkur vandræði, að því er fram kemur í skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna. Taldi hann annaðhvort Olís eða Skeljung hafa boðið skipinu elds- neyti samkvæmt nýju sam- komulagi sem félögin höfðu með sér um sölu á olíu til erlendra skipa en það samkomulag átti alls ekki að taka til íslenskra skipa. Orðinn ber að okri „Nú sit ég uppi með að vera hinn mesti okrari og veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér út úr þessu. Mér er skapi næst að hætta nú þegar þessu sk. samkomulagi fyrst byrjunin lof- ar ekki betra en þetta,“ segir í tölvupósti starfsmanns Esso til hinna í framkvæmdanefnd félag- anna sem sjá átti um fram- kvæmd samkomulagsins. Nýja samkomulagið, sem gert var skömmu áður en Merike kom til landsins, fól í sér að til- tekið álag var lagt ofan á verð eldsneytis á markaðinum í Rott- erdam vikuna á undan og var m.a. tilkomið vegna þess að sala á olíu á hafi úti gerði félögunum erfitt að halda föstu listaverði til erlendra skipa. Starfsmaður Esso taldi sam- komulagið hafa verið brotið og var óhress með að verið væri að veifa lægra olíuverði framan í Íslendinga: „Annar hvor ykkar hefur farið heldur illa með mig núna. Þið hafið gefið verð í Merike sem er í Hafnarfjarðarhöfn skv. sk. samkomulagi, en ég gaf þeim listaverðsafslátt, sem er nokkuð vel fyrir ofan hitt verðið. Þegar talað var um samkomulag var aldrei meiningin að þau verð væru látin til Íslendinga, sem eru ekkert með skipin hér í höfnum, nema í kringum ára- mótin áður en þau fara á fjarlæg mið. … Það er nóg að þurfa að búa við það að erlendir útgerð- armenn fari að leka í kollega sína hér þótt við séum ekki að veifa þessu framan í Íslend- inga,“ segir í tölvupósti starfs- manns Esso. Óþarfi að veifa lágu verði framan í Íslendinga SAMTÖK atvinnulífsins fyrir hönd Ístaks og Afl, starfsgreinafélag Aust- urlands, ásamt Verkalýðsfélagi Reyð- arfjarðar, hafa samið um nýjan sér- kjarasamning vegna vinnu við Fáskrúðsfjarðargöng. Í samkomulaginu er kveðið á um tólf tíma vaktir, tíu daga vinnulotur, ferðir til og frá vinnustað og úrbætur á öryggis- og tryggingamálum starfs- manna. Nýi samningurinn er viðauki við aðalkjarasamning og verður ekki borinn undir atkvæði starfsmanna. Hann gildir til næstu áramóta. Nú er unnið bæði Reyðarfjarðar- og Fáskrúðsfjarðarmegin í göngun- um og var fyrsta fyllan sprengd sunn- an megin í vikunni. Vinna við göngin þeim megin fer þó ekki á fullt fyrr en í byrjun ágúst því að enn á eftir að koma upp vinnubúðum með tilheyr- andi aðstöðu. Ístaksmenn eru komnir 200 metra inn í fjallið Reyðarfjarð- armegin og gengur vinnan vel með nýjum og öflugum þriggja bómu bor sem kom nýlega á svæðið. Samið á ný vegna Fáskrúðsfjarðarganga Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Albert Kemp Stórtækar vinnuvélar eru notaðar við gerð Fáskrúðsfjarðarganga. LÖGREGLAN á Selfossi stöðv- aði ökumann á bifhjóli á Hellis- heiði fyrir ofsaakstur um hálf- tíuleytið á föstudagskvöld. Hraði mannsins mældist 187 km/klst. Maðurinn var stöðvaður efst í Hveradalabrekku en hann var á leið austur. Ökumaður bifhjóls- ins var færður á lögreglustöðina á Selfossi þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráða- birgða. Töluvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í fyrradag og fyrrinótt. Í kring- um 20 ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þar af voru tveir grunaðir um ölvun. Á 187 km hraða á Hellisheiði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.