Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Auður Anna Jónsdóttir, af-
komandi í 5. lið. Búninginn
saumaði Guðrún Filippusdóttir og
er hann í eigu Þórunnar Ein-
arsdóttur, dóttur Guðrúnar.
Blóðtökubíldur Erlings grasalæknis
Filippussonar. Bíldurinn og baukurinn
eru í minjasafninu á Skógum.
Hrútinn skar út Stefán Filippusson, sem
var þekktur fyrir útskorin dýr. Hrútinn á Gunnar
Gissurarson Filippussonar.
EITT nýmóðins niðjamót verður
haldið um næstu helgi, 25.–27. júlí,
að Kálfafellskoti í Fljótshverfi í
Vestur-Skaftafellssýslu. Þang-
að munu nokkur hundruð niðj-
ar hjónanna Þórunnar Gísla-
dóttur grasakonu og ljósmóður
og Filippusar Stefánssonar
bónda og silfursmiðs flykkjast
af öllum landsins hornum til að
kynnast, fræðast og
skemmta sér saman og
ekki síst heiðra minn-
ingu þessara sameig-
inlegu forfeðra sem
byggðu Kálfafellskot
um þrjátíu ára skeið
á ofanverðri
nítjándu öld.
„Skipulegur und-
irbúningur að þessu
höfuðættarmóti
hefur staðið í um
það bil ár með til-
heyrandi hópa-
starfi og stífri
verkáætlun, en við
höfum reyndar
haldið nokkurs
konar upphitun-
arættarmót tvisv-
ar sinnum á síð-
ustu tveim árum,
fyrst í Rúgbrauðs-
gerðinni í Reykjavík
og í fyrrasumar á
Þingvöllum, þangað
sem mættu nálægt
300 manns eitt síð-
degið. Í vor kyntum
við svo enn betur
undir þesum katli
með Býjar-
skerjadegi,“ segja
þær Gróa Sigur-
björnsdóttir og
Ásta Gunnarsdótt-
ir, tvær af afl-
stöðvunum í fjöl-
mennum
undirbúningshópi
þar sem milli 20 og
30 manns hafa komið að
verki. Nafngiftin kemur til af því að
frá Býjarskerjum á Reykjanesi
reri Þórunn út sem ung
stúlka. Það þótti svo sann-
arlega þess virði að fræða
niðjana um þetta og er
ekki að undra að femín-
istar af báðum kynjum
og öllum ættliðum séu
stoltir af formóðurinni
sem rauf þrönga ramma
hefðbundinna
kynjahlutverka
í samfélagi þar
sem fátt gat
átt fyrir kon-
um að liggja
annað en að
vera bænda-
konur, hjú eða
það sem verst
var af öllu,
heimilislausar
förukonur.
Langaði að
stunda sjóinn
Þórunn og
Filippus
stofnuðu bú á
Kálfafellskoti,
föðurleifð Fil-
ippusar, árið
1868. Var Þór-
unn fædd 1846,
en Filippus
1839. Í Kálfa-
fellskoti eign-
uðust þau 14
börn og kom-
ust níu svo
vel til full-
orðinsára,
að flest
náðu þau ní-
ræðis- eða tí-
ræðisaldri.
Stefán, faðir
Filippusar, var
Eyjólfsson, Hannesson-
ar frá Núpsstað, en Þór-
unn var ættuð úr Skaft-
ártungum og Mýrdalnum, þar sem
móðir hennar og nafna, Sigurðar-
dóttir, var nafntoguð yfirsetukona.
„Þurfti aldrei læknis að vitja sem
hún var við,“ skrifaði Brynjólfur
Jónsson frá Minna-Núpi um hana,
svo sem vísað er til í Morgunblaðs-
grein 10. mars 1981. Þetta lán fylgdi
dóttur hennar, sem lærði til ljósmóð-
urstarfa hjá Oddi lækni Johnsen í
Odda þegar hún þurfti að sætta sig
við hjónaband á útræðislausri jörð,
að eigin sögn nokkuð gegn vilja sín-
um, en hún lýsti því háöldruð að
hugur hennar ungrar hefði reyndar
staðið til að gera sjósóknina að ævi-
starfi. Hún bætti í ljósmóðurstörfin
með grasalækningum, enda langtím-
um læknislaust í afskekktum hér-
uðum Vestur-Skaftafellssýslu, og
það hlaut að fara svo að ljósmóðirin,
iðulega eini fulltrúi heilbrigðisstétt-
anna á víðfeðmu svæði þyrfti að eiga
sitthvað í handraðanum til líknar
sjúkum. Filippus þótti hæglætis-
maður, sem lærðist að sætta sig við
að eiginkonan kom sér upp karríer
utan heimilis, sem auðvitað var þá
fátítt. Góður smiður var
hann, en hann lærði
silfursmíði og
smíðaði líka í
tré og aðra góð-
málma.
Þau níu af fjórtán börn-
um Þórunnar og Filippus-
ar sem komust á legg voru
Stefán f. 1870, Þórunn f. 1872
en hún dó aðeins 23 ára, Er-
lingur f. 1873, Geirlaug f.
1876, Regína f. 1877, Jón Sig-
urður f. 1882, Gissur f. 1883, Guðrún
f. 1884 og Jóhanna f. 1887. Eftir eitt
mesta harðindaskeið Íslandssögunn-
ar, þar sem mannfellir vegna misl-
ingafaraldurs lagðist ofan í skort
vegna heyleysis og vetrarhörku,
gerðu þau fræga ferð með allt sitt
hafurtask og fjárstofn norður fyrir
Vatnajökul og austur á land, þar
sem þau settust loks að í Brúnavík
1899. Gengu synir þeirra jafnan
undir samheitinu Brúnavíkurbræð-
urnir, en Stefán lýsti síðar þessari
ferð í bók sinni Yfir fjöll og firnindi.
Ættbogarnir frá systkinunum eru
mjög misstórir, en Erlingur grasa-
læknir Filippusson ber ábyrgð á um
helmingi niðja foreldra sinna.
Það voru einkum þau Erlingur og
Geirlaug systir hans sem lögðu sig
eftir grasasuðunni, en margir í ætt-
inni hafa soðið grös til heimabrúks
og gera enn. Ásta Erlingsdóttir og
börn hennar hafa verið
stórtækust í
að
„SAGA þeirra Þórunnar og Filipp-
usar og margra barna þeirra er
fyrst og fremst saga af fátæku
fólki sem þraukar á örreytiskoti í
nær þrjá áratugi og flýr síðan ör-
birgðina, aðeins til að lenda á öðru
örreytiskotinu austur á landi. Mun-
urinn var þó sá að þar var hægt að
komast á sjó. En fyrst og fremst
lýsir saga þeirra gríðarlegri hörku
og dugnaði, enda afskaplega seigt
í þessu fólki, sem flest var smá-
vaxið eins og margir Skaftfellingar,
aldrei gildvaxið og með afbrigðum
langlíft og langminnugt.“
Svona segist Franz Gíslasyni
sagnfræðingi frá, þegar hann er
beðinn að lýsa meginefni ritgerðar
sinnar um sögu þeirra Þórunnar
Gísladóttur og Filippusar Stefáns-
sonar. Þau bjuggu á Kálfafellskoti í
Fljótshverfi frá 1868 til 1897, en
fluttust þá austur á land þar sem
þau tveimur árum síðar keyptu
jörðina Brúnavík en víkin sú er
næst fyrir austan Borgarfjörð
eystri. Franz er barnabarn Giss-
urar Filippussonar og hefur unnið
að ritun niðjatals þeirra um
tveggja ára skeið, en það kemur út
á hausti komanda. Í því er dreginn
saman fróðleikur um lífshætti og
lífsskilyrði í Vestur-Skaftafells-
sýslu á tímum áa þeirra hjóna,
einkum eftir móðuharðindin og
rakin saga Grasaættarinnar sem
niðjarnir kalla svo. Meginefni
þessa hluta niðjatalsins er lýsing á
ævi þeirra hjóna og barnanna níu
sem komust til fullorðinsára. Þá er
birt niðjatal á áttunda hundrað af-
komenda með æviágripi allra sem
hafa stofnað fjölskyldu, eiga af-
komendur eða eru fæddir fyrir
1970.
„Enn sem komið er kalla ég
bókina Frá Býjarskerjum til Brúna-
víkur, en Þórunn sem fædd er að
Ytri-Ásum í Skaftártungu fluttist
að Býjarskerjum suður með sjó og
þar stundaði hún sjó frá unglings-
aldri og var formaður eina vor-
vertíð. Það er Þórunn Gísladóttir,
ættfræðingur og alnafna lang-
ömmu sinnar sem tók frumkvæðið
að þessu verki fyrir um sex árum
og hefur hún einnig lagt ómælda
vinnu í verkið.“
Espólín vikið til hliðar
Niðjatalið er einnig nýstárlegt
fyrir þá sök að annar afkomandi
Gissurar Filippussonar, Halldór
Árnason efna- og hagfræðingur,
hefur hannað nýja framsetningu á
upplýsingum um niðjana. Fram-
setning hans er í veigamiklum at-
riðum frábrugðin kerfi Espólíns
sem hefð er fyrir að styðjast við.
Hann lýsir því svo.
„Á fyrstu síðu er gerð grein fyr-
ir Þórunni og Filippusi með mynd
af þeim og hverju og einu barna
þeirra. Þeim fylgja tölulegar upp-
lýsingar um niðja þeirra, þannig að
strax á fyrstu síðu má með
skematískum hætti sjá í sjónhend-
ingu hvernig ættin hefur gengið
fram frá hverju og einu barna
þeirra hjóna. Á næstu síðum eru
birtar aftur myndir af hverju barna
þeirra ásamt mökum og þeirra
börnum. Þar er einnig með tölu-
legum upplýsingum sýnt hvernig
niðjar hvers og eins hafa gengið
fram. Þannig er haldið áfram koll
af kolli en frá þeim hjónum eru
komnir sex ættliðir. Þá eru sýnd
kort af þeim landshlutum sem
saga ættarinnar teygir sig til. Þar
eru merktir inn þeir bæir sem
koma við ættarsöguna og þar sem
helstu atburðir urðu. Með þessum
hætti geta þeir af Grasaætt sem
kynna vilja sér söguna lagt af stað
í ferð, lesið sér til um rætur sínar,
fundið þá staði þar sem áar þeirra
háðu lífsbaráttuna og tengst land-
inu sem ól þá,“ segir Halldór og
telur þessa framsetningu bæði
gagnsærri og ættartengslin að-
gengilegri en gildir alla jafna um
þá sem styðst við Espólín.
Frá Býjar-
skerjum til
Brúnavíkur
Niðjatal með
nýstárlegu sniði
UPPÚR miðri síðustu öld gerði
Árnastofnun gangskör að því að
hljóðrita viðtöl og ýmsar frásagnir,
þulur og vísur sem geymst höfðu í
minni þeirra sem þá voru orðnir
háaldraðir. Systkinin Erlingur, Geir-
laug og Guðrún Filippusbörn voru
meðal þeirra sem safnarar á veg-
um Árnastofnunar sóttu heim, en
þá voru þau komin hátt á níræð-
isaldur. Sigurður Rúnar Jónsson
tónlistarmaður, öðru nafni Diddi
fiðla, afkomandi Erlings í þriðja lið,
fékk góðfúslegt leyfi Árnastofnunar
til að fara yfir þessar hljóðritanir.
Þær eru geymdar á 17 segulbands-
spólum, alls tæpar 7 klukkustundir.
Úr þeim hefur Sigurður valið efni
og sett á geisladisk, sem verður
boðinn til sölu á niðjamótinu.
Tók á móti álfkonubarni átta ára
„Hver geisladiskur tekur nú ekki
nema 74 mínútur, þannig að aðeins
lítill hluti af þessu efni kemst á
diskinn,“ segir Sigurður, „en ég hef
reynt að velja það sem mér finnst
best og einkennandi fyrir þá ein-
staklinga sem þarna segja frá og
þann heim sem þau lýsa. Það er
óneitanlega áhrifamikið og sér-
kennilegt að hlusta á raddir fólks
sem fæddist fyrir allt að 130 árum
á geisladiski.“ Þær systur Guðrún
og Geirlaug segja báðar sögu af
Þórunni sem farið hefur víða og er
meðal annars skráð í Þjóðsögum
Sigfúsar Sigfússonar frá Eyvindará,
en hún er um upphaf þess að hún
lagði fyrir sig ljósmóðurstörf. Í sög-
unni kemur fram sígilt minni um
samskipti kvenna af ættum manna
og álfa, en fjölmargar sagnir munu
vera til um ljósmóðurstörf á mörk-
um þessara tveggja heima. Svona
er sagan í endursögn Didda fiðlu,
afkomanda Þórunnar í fjórða lið.
„Þegar Þórunn var á áttunda ári
koma til hennar álfabörn í svefni og
kveða hana eiga að aðstoða móður
þeirra í barnsnauð í hól einum rétt
hjá bænum. Þórunn biðst undan því
hún sé bara krakki, en málið er
stíft sótt. Þórunn lætur loks til leið-
ast, enda man hún eftir að skilji
hún skóinn sinn eftir áður en í hól-
Raddirnar komnar á geisladisk
Niðjamót grasaættari
Filippus Stefánsson, bóndi og silfursmiður, og Þórunn Gísladóttir, grasakona og
ljósmóðir.
Ljósmyndir/Hjörtur O. Aðalsteinsson
Grill í hverjum garði, troð-
fullir bekkir og grasblettir í
miðbæ Reykjavíkur á með-
an ekki rignir, bílalest á leið
út úr bænum með tjaldvagn
í eftirdragi eða skottið hlað-
ið fyrir sumarbústaðadvöl-
ina. Margir eru á leið á
niðjamót í fornu föðurtúni,
þar sem tjöldum er slegið
upp, húsvögnum lagt í
borgir og ferðaþjónusta
bænda héraðsins nýtt til
hins ýtrasta. Hildur Jóns-
dóttir veltir fyrir sér
umfangi þessa menningar-
fyrirbæris.
Filippus Stefánsson og Þórunn Gísladóttir.