Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 17
halda hefðinni við og hafa margir
núlifandi Íslendingar átt góð skipti
við þau. Geirlaug sauð mikið sjálf og
var Erlingi mjög til aðstoðar, og hún
var svo fróð um flóru Íslands að hún
var fyrst til að finna jurtina burkna-
jafna hérlendis, rétt við Ormsstaði á
Breiðdal. Um þann fund ritaði Ey-
þór Einarsson grasafræðingur í
Náttúrufræðinginn 1968.
Gestanauð af grasaöli
Ekki var þó aðeins soðið í lækn-
ingaskyni. Þórunn mun oft hafa átt
grasaöl á kútum sem einhver alkó-
hólprósenta var í. Eftir að hún flutti
til Reykjavíkur komin á gamals ald-
ur lagði hún það af og sagðist svo frá
að mikil þráseta gesta hefði skapast
af þessum veitingum hennar. Upp-
skriftin var þó til hjá ýmsum í ætt-
inni, en hefur aldrei farið hátt eða
víða. Varðveist hefur bréf frá Er-
lingi Filippussyni til Soffíu dóttur
sinnar um gerð grasaöls, sem hér er
í fyrsta sinn birt brot úr. Ritháttur
Erlings er látinn halda sér.
Reykjavík 13 ágúst 1936
Kæra Soffía mín sæl og blessuð.
Eg þakka þér fyrir brefið síðast.
Þú baðst mig að segja þér hvernig
eg byggi til grasaöl. Það má nærri
einu gilda hvaða grös maður notar.
Þó er dálítið misjafn keimur af þeim
í ölinu eftir því hver þau eru. Best er
Hrútaberjaling, Mjaðarurt, Aðalblá-
berjaling o.s.frv. en yfirleitt má
brúka hvaða jurtir sem eru svo sem
Muru, Hvönn, Ljónslappa, Blóð-
björg o.s.frv. Eg sýð nokkuð sterkt
seyði af grösunum yfirleitt og best
er að setja 1 pund í pottinn af strá-
sikri er það hrært upp í ílátinu svo
það setjist ekki í hellu á botninn.
Best er svo að hafa þetta fyrst í opnu
íláti og binda dúk yfir meðan það er
að gerast og þarf það þá að standa á
hlýjum stað.
Vilji maður fá fljótt geringu í það
er best að setja í það bakarager svo
sem ¾ pund í 30–40 potta. Gerið
hrærist vel út í dálítilli lögg af volgu
seyðinu svo það sé ekki í köglum og
hella því síðan í löginn, sem á að ger-
ast. Þegar fullgert er, veiðist skán
sem ofan á kemur af og ausið í ílátin
sem geymt er í. Varast skal að setja
tappa mjög stíft í ílát með þessu öli
því þá geta þau sprungið. Eg
gleymdi því að Rabarbari og allar
súrur eru ágætustu jurtir í öl.
Nidja.net
Eitthvað hefðu þau sagt, gömlu
hjónin, ef einhver í þá daga hefði
reynt að lýsa því að 135 árum eftir
að þau hófu búskap að Kálfafellskoti
væri stofnuð vefsíðan nidja.net til að
safna fróðleik um þau hjón og af-
komendur þeirra og vera miðpunkt-
ur upplýsingamiðlunar milli niðj-
anna. Þar geta þeir sem ætla að
sækja niðjamótið sótt sér allar upp-
lýsingar og skráð sig, auk þess sem
síðan nýtist til að safna saman ljós-
myndum og æviágripum fyrir niðja-
talið. Stefnt er að
því að halda henni
opinni um langa
framtíð, en þang-
að má sækja upp-
lýsingar um dag-
skrá niðjamótsins.
inn er gengið muni hún eiga aft-
urkvæmt úr álfheimum. Er hún þá
leidd í hólinn og tekur þar á móti
barni. Allt gekk vel, og að skilnaði
er henni sagt að verklaun hennar
verði að hún muni alltaf aðstoðar
njóta úr álfheimum þegar að því
komi að hún leggi fyrir sig ljósmóð-
urstörf. Vaknar svo Þórunn og seg-
ir af ferðum sínum.
Ekki er lagður trúnaður á orð
hennar fyrr en gengið er að hóln-
um og tíndur upp skórinn sem þar
liggur fyrir utan.“
nnar
Höfundur er einn niðjanna og
jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 17
Á BRYGGJUPLANI á lóð Sements-
verksmiðjunnar við Sævarhöfða í
Reykjavík hefur Örn Þorsteinsson
myndhöggvari vinnuaðstöðu. Bryggj-
an má muna fífil sinn fegri og á lóð-
inni er töluvert um aflóga drasl sem
þarna hefur dagað uppi. Í einu horni
plansins getur hinsvegar að líta
fjöldann allan af stórum hnullungum,
að lágmarki grettistak sumir og
flestir margfalt það. Þeir eru úr grá-
grýti og skera sig úr. Ekki aðeins fyrir
þá sök að þeir eru bersýnilega að-
skotahlutir í umhverfinu, heldur fyrst
og fremst vegna þess að þeir eru
greinilega á mismunandi stigi í sköp-
unarferli listaverks.
Ný höggmynd til minningar um
Þórunni Gísladóttur og Filippus Stef-
ánsson sem niðjar þeirra ætla að
gefa sveitarfélaginu og reisa á staðn-
um á fyrir höndum núna eftir tvo,
þrjá daga að vera flutt austur að
Kálfafellskoti í Fljótshverfi. Þar verð-
ur hún afhjúpuð innan um mannsöfn-
uð á niðjamóti og fulltrúa Skaft-
árhrepps og augum barin í fyrsta
sinn opinberlega.
Steinninn mun vega ríflega 1,1 tonn
og er um það bil 60x60x150 cm.
Hann rís ekki upp í loftið eins og súla
eða hið sígilda reðurtákn, heldur lítur
hann út eins og þokkalegasti stein-
bekkur. Ofan á honum rísa og hníga
ásar og dalir. Svo er að sjá sem um
hliðar hans hlykkist ýmiss konar jarð-
argróður eða kannski eru það ár og
lækir. Gott ef sólin sjálf hefur ekki
sest í steininn. Spurt er um innblást-
urinn eða fyrirmyndina, vonandi
spekingslega eins og sæmir frammi
fyrir höfundi verksins.
Fossinn hans Kjarvals
„Innblásturinn, spyrðu,“ segir Örn
og dustar steinryk úr rákinni sem
hann var rétt í þennan mund að
dýpka með léttu dúppi hamars á
meitil. „Manstu ekki eftir myndinni
sem hann Erlingur grasalæknir afi
minn átti og hékk uppi á Grettisgöt-
unni? Sem Kjarval hafði gefið hon-
um? Af fossinum í hlíðinni innan við
Kálfafellskot. Þeir voru nú frændur
og það var ekki sjaldan sem Kjarval
átti leið þarna um, og einhverju gauk-
aði Erlingur að honum af grasa-
meðölum. Kannski þetta hafi verið
borgun, hver veit? En þegar hug-
urinn leitar í Grettisgötuna eða Kálfa-
fellskot, þá sé ég alltaf þessa mynd
fyrir mér, og einhvern veginn fór
þetta sisona að blandast saman inn í
steininn.“
En af hverju svona útafliggjandi?
Af hverju ekki súluna, hinn eilífa
bautastein?
„Ég vildi að það yrði gott að setj-
ast á hann. Að ásar og dalir á yf-
irborðinu féllu nokkuð mjúklega að
bakhlutanum á fólki. Ég sé fyrir mér
að fólk sæti á honum í rólegheitum
og leyfði sér bara að hugsa og spjalla
og horfa til allra átta. Enda er svo
mikið víðsýni þarna á Kálfafellskoti.“
Snöggu leiftri bregður fyrir í augum
Arnar. Hverskonar listamenn eru það
sem vilja að frekar sé horft af lista-
verkum þeirra en á?
Höggmynd
til að
horfa af