Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Allir þátttakendur fá bol, verðlaunapening,
pastamáltíð, drykki, boðsmiða í sund o.fl.
Skráning og upplýsingar á
S
TOFNDAGUR Flugleiða
hf. er 20. júlí 1973 þegar
Flugfélag Íslands og
Loftleiðir sameinuðust í
hinu nýja fyrirtæki. Mán-
uði fyrr höfðu stjórnir
beggja fyrirtækjanna
samþykkt samkomulag frá 14. mars
það ár um sameiningu. Félagið tók
síðan til starfa 1. ágúst 1973 og hófst
þá eiginleg vinna við að sameina
skrifstofur, söluskrifstofur erlendis,
samræma flugáætlanir og fleira. Hef-
ur félagið tekið margháttuðum breyt-
ingum allar götur síðan eins og Sig-
urður Helgason forstjóri greinir frá
hér á eftir í samtali við Morgunblaðið.
„Sameining Flugfélags Íslands og
Loftleiða hafði verið rædd mánuðum
og árum saman og félögin voru í raun
nálægt þroti þegar úr sameiningunni
varð, ekki síst fyrir atbeina ríkis-
stjórnarinnar,“ segir Sigurður. Hann
tók við sem forstjóri félagsins sum-
arið 1985 en hafði starfað þar allt frá
árinu 1974, fyrst í fjármálum en tók
síðar við sem yfirmaður Flugleiða í
Bandaríkjunum.
„Þreifingar höfðu byrjað kringum
1970 en þá hafði Flugfélaginu til
dæmis verið veitt ríkisábyrgð vegna
lána til kaupa á þotu félagsins og
Loftleiðir voru með ríkisábyrgð
vegna yfirdráttarlána.“ Sigurður seg-
ir að í kjölfar blómaskeiðs Loftleiða á
sjöunda áratugnum hafi efnahags-
ástandi hérlendis hrakað í lok hans
þegar síldin hvarf og flugfélögin verið
í harðri samkeppni. Þetta hafi allt ýtt
undir viðræður um sameininguna svo
og tilburðir hóps innan Loftleiða um
kaup á hlutabréfum í Flugfélagi Ís-
lands.
Skrifstofurnar sameinaðar fyrst
Forstjórar Flugleiða voru í upphafi
tveir, þeir Alfreð Elíasson og Örn Ó.
Johnson. Skömmu síðar var ákveðið
að Sigurður Helgason (eldri) yrði
þriðji forstjórinn. En hvernig fór
sameiningin fram?
„Í fyrstunni voru skrifstofurnar
sameinaðar. Fyrsta skrefið var sam-
eining söluskrifstofa félaganna á
Norðurlöndum, í Glasgow og Lond-
on. Það var í ársbyrjun 1974. Um
sumarið voru skrifstofurnar hér
heima sameinaðar. Flugfélag Íslands
hafði aðalaðsetur í Bændahöllinni og
Loftleiðir í skrifstofuhluta Loftleiða-
hótelsins. Þar voru settar upp höfuð-
stöðvar Flugleiða en markaðsdeilin
var þó áfram í Bændahöllinni um
tíma. Hún var svo flutt hingað þegar
búið var að stækka skrifstofubygg-
inguna nokkru síðar. Það er svo ekki
fyrr en nokkrum árum síðar að flug-
rekstardeildirnar eru sameinaðar
þegar Flugleiðir taka formlega við
öllum flugrekstri beggja félaganna.“
Sigurður segir að fram að því hafi
flugrekstrardeildin í raun verið svip-
uð og félögin tvö störfuðu áður. Loft-
leiðaflugmenn sinntu einkum flugi
milli Bandaríkjanna og Lúxemborg-
ar á DC-8 þotum og flugfélagsmenn
sinntu einkum Evrópufluginu á
Boeing 727-þotunum svo og innan-
landsfluginu. Hann segir að samein-
ing flugfélaganna tveggja hafi verið
mjög merkileg og fyrsta sameining
íslensks fyrirtækis af þessari stærð-
argráðu. Hún hafi tekið langan tíma,
yfirbygging fyrirtækisins lengi verið
mikil og þung í vöfum. Árið 1976 er
fyrsti aðalfundur félagsins haldinn og
þá urðu nokkrar breytingar á stjórn
og sumarið 1979 eru gerðar ýmsar
breytingar á yfirstjórn félagsins og
Sigurður Helgason verður einn for-
stjóri í kjölfar þeirra.
Skin og skúrir skiptast á
„Við höfum stundum skipt þessari
30 ára sögu í nokkur tímabil,“ heldur
Sigurður áfram. „Fyrsta tímabilið
snýst um sameininguna og stendur
allt fram undir 1980. Þá urðu miklar
þrengingar í kjölfar olíukreppunnar
og frjálsræðis í flugi í Bandaríkjunum
og fleiri atriða sem krepptu mjög að
fluginu. Þá var um þriðjungi starfs-
manna sagt upp og mjög dregið úr
öllum rekstri. Næstu árin höldum við
sjó ef svo má segja en svo koma aftur
bjartari tímar og við hefjum nýja
sókn.
Á þessum árum er eigið fé félags-
ins orðið neikvætt og við stóðum
frammi fyrir tveimur kostum. Ann-
aðhvort að halda óbreyttri starfsemi
með tiltölulega litlu flugi milli Banda-
ríkjanna og Evrópu og miða áætlun-
arflugið einkum við þarfir Íslendinga.
Hinn kosturinn var að endurnýja all-
an búnað félagsins og auka starfsem-
ina. Við völdum þann kost.“
Stjórn félagsins og Sigurður, sem
þá var nýlega orðinn forstjóri, settu
fram framtíðarsýn og hófu í kjölfarið
uppbyggingu. Sigurður segir að
fyrsta verkið hafi verið að endurnýja
flugvélakostinn. DC-8-þoturnar og
B727-þoturnar hafi verið orðnar
óhagkvæmar, áhafnakostnaður mikill
og þær dýrar í rekstri og viðhaldi.
Ákveðið var að hefja endurnýjun flot-
ans með B737- og B757-þotum. Var
rekstrarkostnaður á hvert sæti um
40% lægri á 757-þotum en DC-8-þot-
unum. Fyrst komu B737-þotur og
hinar í kjölfarið og þannig var flotinn
endurnýjaður á örfáum árum. Jafn-
framt segir Sigurður að ráðist hafi
verið í endurnýjun á Hótel Esju og
Hótel Loftleiðum, bílaleigunni, flug-
eldhúsi, þjónustubyggingu og síðar
viðhaldsstöðinni á Keflavíkurflug-
velli. Í kjölfar nýrrar flugstöðvar hafi
svo verið unnt að bjóða nýja mögu-
leika í áætlunarfluginu. „Þá var orðið
hægt að bjóða fólki uppá að hafa við-
dvöl í stöðinni á leiðinni milli Evrópu
og Bandaríkjanna. Við endurskipu-
lögðum leiðakerfið út frá því, jukum
ferðatíðni á áfangastaði í Evrópu og
bættum við nýjum áfangastöðum í
Bandaríkjunum og gátum tengt þá
mörgum borgum í Evrópu í gegnum
leiðakerfið.“
Nýr grunnur lagður
Sigurður segir að með þessari sókn
hafi verið lagður nýr grunnur að
starfi félagsins og uppúr því hafi það
verið skilgreint sem ferðaþjónustu-
fyrirtæki en ekki aðeins flugfélag.
Skýrari markmið og h
Alfreð Elíasson (lengst til vinstri) og Örn Ó. Johnson voru fyrstu forstjórar
Flugleiða. Síðar var Sigurður Helgason (eldri) ráðinn þriðji forstjórinn.
Grunnur var lagður að endurskipulagningu og uppbyggingu hjá Flugleiðum með
endurnýjun flugflotans sem hófst fyrir áratug. Sigurður Helgason forstjóri
ávarpar gesti við athöfn í viðhaldsstöð fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli.
Margháttaðar breytingar
hafa orðið á starfi Flugleiða
á þeim þrjátíu árum sem
liðin eru frá stofnun félags-
ins. Sigurður Helgason for-
stjóri ræðir þessar breyt-
ingar í viðtali við Jóhannes
Tómasson, m.a. þá að skipta
félaginu í nokkur sjálfstæð
fyrirtæki á ýmsum sviðum
ferðaþjónustunnar. FLUGLEIÐUM hf. hefur verið
skipt í dótturfyrirtæki sem sam-
an mynda Flugleiðasamsteyp-
una. Fyrirtækin eru nú ellefu.
Icelandair, sem annast milli-
landaflugið og leigir öðrum dótt-
urfélögum flugvélar. Sigurður
Helgason er forstjóri þess jafn-
framt því að vera forstjóri Flug-
leiða.
Flugfélag Íslands sér um innan-
landsflugið. Framkvæmdastjóri
er Jón Karl Ólafsson. Hefur eigið
flugrekstrarleyfi og flugflota.
Loftleiðir Icelandic annast leigu-
flugsverkefni víða um heim og
leigir til þess vélar frá Icelandair.
Framkvæmdastjóri er Sigþór
Einarsson.
Flugleiðir frakt sér um fraktflug
og leigir einnig vélar af Ice-
landair. Framkvæmdastjóri er
Pétur J. Eiríksson.
Flugþjónustan Keflavíkur-
flugvelli sinnir þjónustu við flug-
vélar og afgreiðslu þeirra. Fram-
kvæmdastjóri er Gunnar Olsen.
Tækniþjónustan Keflavík sem
rekur viðhaldsstöðina og sér um
verkefni hennar. Fram-
kvæmdastjóri er Valdimar Sæ-
mundsson.
Kynnisferðir skipuleggja hóp-
ferðir og annast akstur flug-
farþega milli Keflavíkurflugvallar
og Reykjavíkur. Framkvæmda-
stjóri er Stefán Eyjólfsson.
Flugleiðahótel reka tvær hót-
elkeðjur, átta heilsárshótel undir
vörumerkinu Icelandair hotels og
fimmtán sumarhótel undir
merkjum Hótels Eddu. Fram-
kvæmdastjóri er Kári Kárason.
Ferðaskrifstofa Íslands skipu-
leggur og selur ferðir innanlands
og utan. Framkvæmdastjóri er
Hörður Gunnarsson.
Bílaleiga Flugleiða starfar undir
merkjum alþjóðlegu bílaleig-
unnar Hertz. Framkvæmdastjóri
er Hjálmar Pétursson.
Fjárvakur sem annast bókhald
og fjármálaþjónustu fyrir félögin.
Framkvæmdastjóri er Magnús
Kr. Ingason.
Ellefu
dótturfyrirtæki 14. mars 1973Samkomulag næst um samein-
ingu Flugfélags Íslands og Loft-
leiða.
28. júní 1973
Aðalfundir Loftleiða og Flug-
félags Íslands samþykkja sam-
komulagið um sameiningu.
20. júlí 1973
Stofndagur Flugleiða. Forstjórar
Alfreð Elíasson og Örn Ó. John-
son.
6. október 1973
Millilandaáætlun Flugfélags Ís-
lands og Loftleiða samræmd.
1. janúar 1974
Skrifstofur félaganna á Norð-
urlöndum, Glasgow og London
sameinaðar.
6. febrúar 1976
Matsnefnd leggur fram álitsgerð
um að Flugfélag Íslands eigi
45,9% hlut í Flugleiðum og Loft-
leiðir 54,1%.
1. október 1978
Flugleiðir taka formlega við öll-
um flugrekstri Flugfélags Íslands
og Loftleiða.
5. janúar 1979
DC-10 breiðþota Flugleiða lendir í
fyrsta sinn á Keflavíkurflugvelli.
1. apríl 1984
Flugleiðir taka upp skipt farrými í
Norður-Atlantshafsfluginu og er
fyrsta farrými nefnt Saga Class.
3. júní 1984
Samið við Boeing um kaup á
B737 og B757 þotum.
Febrúar 1993
Samið um samstarf við SAS og
ferðatíðni milli Kaupmannahafn-
ar og Íslands stóraukin.
26. mars 1995
Fyrsta evrópska flugfélagið með
eingöngu reyklaust flug.
Sögubrot
Loftleiðir ráku DC-8 þotur og Flugfélag Íslands Boeing 727 fyrir millilanda-
flugið þegar félögin sameinuðust.