Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 19
Hann segir að endurnýjun flugflot- ans hafi verið lífsnauðsynleg en félag- ið keypti fyrstu vélarnar á mjög hag- stæðum samningum og bjó við gott lánstraust þrátt fyrir að eigið fé væri neikvætt. Eftir að hafa átt þær í nokkur ár voru nokkrar seldar sem gaf félaginu góðan hagnað og tölu- veðan sveigjanleika. Þrettán 757-þot- ur eru nú í rekstri félagsins og eru sjö leigðar en félagið á sex. Þá leigir fé- lagið eina 737 þotu til fraktflugs og ein B767 var nýlega tekin á leigu til leiguflugsverkefna fyrir Loftleiðir Icelandic. Áætlunarflug Flugleiða hefur í gegnum árin snúist um farþegaflug milli Bandaríkjanna og borga í Evr- ópu um Keflavíkurflugvöll. Flogið hefur verið síðdegis til nokkurra borga vestra og vélarnar verið komn- ar til baka til Keflavíkur að morgni næsta dags. Stuttu síðar halda þær og fleiri vélar til allmargra borga á Norðurlöndum og öðrum Evrópu- löndum. Þær eru síðan komnar til Keflavíkur á ný síðdegis og nokkrar fara þá aftur til Vesturheims en hinar síðdegis- eða kvöldferðir til nokkurra Evrópuborga. Þetta kerfi hefur síðan verið útfært og aðlagað ýmsum breytingum. Síðustu árin hefur áherslan í flutningunum færst frá því að flytja farþega milli Evrópu og Bandaríkjanna um Ísland í það að farþegar sækja til Íslands frá báðum heimsálfum. Ameríkuflugið og Evr- ópuflugið voru þannig nokkuð jafn- umfangsmikil í leiðakerfinu en í dag fara um 30% farþeganna yfir hafið en um 70% koma til Íslands. Mikil breyting frá fyrstu árunum Mikil breyting hefur orðið á Flug- leiðum hf. frá fyrstu árunum. Eftir að félagið var skilgreint sem ferðaþjón- ustufyrirtæki hefur það lagt aukna áherslu á aðra þætti en flugstarfsem- ina. „Allt frá stofnun og vel fram yfir 1990 hefur félagið verið skilgreint sem flugfélag. Samt sem áður hefur félagið haft á sinni könnu ýmsa ferða- þjónustu og tekið þátt í uppbyggingu í íslenskri ferðaþjónustu. Þannig hafa Flugleiðir verið eins konar kjarni í ferðaþjónustunni og næstum haldið ákveðnum þáttum hennar gangandi. Flugrekstur er hins vegar mjög áhættusamur og sveiflur geta verið þar mjög miklar. Þess vegna var tek- in upp sú stefna að færa starfsemi í einstökum greinum í dótturfyrirtæki og voru innanlandsflugið, hótelin og bílaleigan þau fyrstu. Síðan hafa fleiri siglt í kjölfarið og nú er Flugleiðir hf. móðurfyrirtæki samsteypu ellefu dótturfyrirtækja.“ Sigurður segir að með því að gera hverja rekstrareiningu sjálfstæða hafi þeim verið skipuð framkvæmda- stjórn og krafist sé arðs af hverju og einu fyrirtæki í móðurfélaginu. „Það verður allt annað viðhorf og allt ann- að sjónarmið í rekstrinum þegar fyr- irtækin eru þannig orðin sjálfstæð. Áður voru þau deildir hjá Flugleiðum og þá má segja að ýmsar ákvarðanir hafi verið teknar út frá sjónarmiðum flugreksturs Flugleiða en ekki þörf- um einstakra deilda. Við teljum að betri árangur náist með því að félögin eru þannig rekin uppá eigin spýtur og á ábyrgð framkvæmdastjóra hvers félags. Þeir geta stýrt daglegu starfi betur, gripið strax inní ef nauðsyn krefur og allar ákvarðanir eru teknar á réttum stöðum. Saman renna þau mörgum og styrkum stoðum undir móðurfélagið, Flugleiðir hf., og mynda grunn að arði hluthafa.“ Með breyttu skipulagi hefur hlut- deild millilandaflugstarfseminnar hjá Flugleiðum farið minnkandi en hún var fyrir nokkrum árum kringum 90% af veltunni. Eftir skiptingu fé- lagsins í dótturfyrirtækin er hún nú kringum 55–60%. Keppa á eigin forsendum Dótturfyrirtækin verða að sögn Sigurðar að markaðssetja sig og keppa á ferðamarkaðnum á eigin for- sendum. Þannig verði Flugleiðahót- elin að sækja viðskiptamenn sína til Flugleiða jafnt og innlendra sem er- lendra ferðaskrifstofa og ferðaheild- sala. Þau geti ekki búist við því að Icelandair veiti þeim betri kjör en öðrum hótelum og séu heldur ekki háð þeim erlendu ferðamönnum sem koma til landsins með flugi Iceland- air. Það sama gildi um Flugþjón- ustuna í Keflavík, fyrirtækið sem sér um afgreiðslu vélanna. Það geri til- boð í afgreiðslu á vélum Icelandair, svo og frakt- og leigufélaganna, og sinni jafnframt öðrum flugfélögum ef svo ber undir en Icelandair og önnur dótturfélög Flugleiða í flugrekstri gætu allt eins viljað semja við aðra. Sigurður segir það fljótt hafa kom- ið í ljós að það hafi verið rétt ákvörð- un að skipta fyrirtækinu upp. Einn megintilgangurinn hafi verið að gera sem mest af föstum kostnaði breyti- legan, þ.e. að hann breytist eftir um- fangi starfs fyrirtækjanna hverju sinni. Gott dæmi um þetta sé tölvu- fyrirtækið Skyggnir sem Flugleiðir eiga í félagi við tvö önnur fyrirtæki. Það annist öll upplýsingatækni- og tölvumál, leigi fyrirtækjunum tölvur og sjái um viðhald tölva og tölvu- kerfa. Mun hagkvæmara sé að skipta við sérhæft fyrirtæki á þessu sviði fremur en að hafa eigin tölvudeild. Framtíðarstefnu Flugleiða segir forstjórinn því verða þá að samsteyp- an sinni flug-, ferða- og flutninga- þjónustu. „Dótturfélögin vinna eftir ákveðnum markmiðum og áætlunum sem þau setja sér og við setjum þeim líka ramma um fjármögnun og arð- semi. Þannig stillum við saman kraft- ana á þessum sviðum og við gerum ráð fyrir áframhaldandi aukningu í flug- og ferðaþjónustu á Íslandi. Hót- elherbergjum hefur fjölgað á höfuð- borgarsvæðinu sem gerir þetta með- al annars mögulegt og við bíðum óþreyjufull eftir hinu nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsi í Reykjavík og erum óánægð með hversu langan tíma það hefur tekið að koma því af stað.“ Sigurður er spurður hvort aldrei hafi hvarflað að honum á erfiðleika- árum að best væri að hverfa frá þessu starfi og snúa sér að öðru. „Nei, ég kann ekkert annað. Ég starfaði hjá öðru fyrirtæki, Hagvangi, fyrsta árið eftir að ég útskrifaðist úr háskóla en hef verið hjá Flugleiðum síðan, byrj- aði þar 1974.“ En einhvern tímann kemur að leikslokum í þessu starfi og hvað hyggst hann fyrir þá? „Þá býst ég við að leggjast í ferðalög,“ segir hann og heldur áfram þegar hann sér spurn- arsvipinn: „Ég hef komið í allar heimsálfur nema Ástralíu en ferðalög mín hafa langmest tengst starfinu. Þetta hafa verið stuttar ferðir og tíð- ar og ég farið milli flugvalla, mið- borga og hótela og leiðin síðan legið heim aftur eins fljótt og kostur er. Því hef ég lítið getað ferðast eins og venjulegur ferðamaður og fæ því von- andi tækifæri til þess.“ raðari ákvarðanataka Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Sigurður Helgason hefur starfað hjá Flugleiðum frá árinu 1974 og sem forstjóri frá 1985. joto@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 19 SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða, á lengstan starfsaldur sem for- stjóri flugfélags meðal starfsbræðra sinna í Evrópu. Sigurður lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1971 og stundaði síðan framhaldsnám í rekstrarhagfræði í Bandaríkjunum og tók MBA próf 1973. Hann starfaði síðan hjá Hagvangi en var ráðinn til Flugleiða 1974. Var hann fyrst forstöðumaður fjárreiðudeildar, síðan hagdeildar og fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs árin 1980 til 1983. Þá tók hann við stöðu fram- kvæmdastjóra Flugleiða í Bandaríkjunum sem hann gegndi til ársins 1985 er hann var ráðinn forstjóri. Með lengstan starfsaldur flugfélagaforstjóra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.