Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 20
20 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ VAR nístingskuldi ogsvartamyrkur er égskjögraði á eftir Sejer,fótvissum, gamalreynd-um veiðimanni, sem leið
lá út á nýísinn. Ísinn vaggaði
værðarlega undan fótum okkar og
sjórinn sullaðist upp yfir skóna.
Við vorum staddir úti fyrir „Stað
hinna stóru húsa“ eða Ittoqqort-
oormiit eins og það útleggst á
grænlensku. Flestir ættu að kann-
ast við staðinn úr veðurfréttum
Ríkisútvarpsins undir heitinu
Scoresbysund.
Erindi okkar út á ísinn var að
skyggnast um eftir sel sem hægt
er að skjóta í gegnum öndunarop á
meðan ísinn er ekki orðinn of
þykkur. Ferðalagið var í mínum
huga hin mesta feigðarför, en fyrir
fylgdarmann minn og aðra veiði-
menn hluti af hversdagslegri lífs-
björg. Hann kenndi mér hug-
hreystandi að lesa úr ísnum eins
og faðir hans hafði kennt honum
fyrir hartnær hálfri öld síðan.
„Gættu að því að stíga ekki á
dökka bletti ... haltu þig á hvítum
ís ... ekki standa þarna ... stökktu
hérna ...“ Byrjendabragurinn
leyndi sér ekki, „þú ber þig að eins
og dönsk piparmey,“ sagði hann og
skellihló. Ég mátti hafa mig allan
við að endasendast ekki niður um
ísinn og ofan í ískalt hafið.
Mér gekk illa að skilja hvernig
honum tókst að koma auga á önd-
unaropin, þessar agnarsmáu rifur í
ísnum. Selurinn krafsar með klón-
um í ísinn og mótar þannig holur
sem hann notar til að laumast
óséður í súrefni á yfirborðinu. Við
staðnæmdumst við örsmáa rifu
sem Sejer hafði komið auga á. Op-
ið eru oftast á toppi keilulagaðrar
ísþúfu, er myndast þegar selurinn
kemur upp og blæs frá sér loftinu
sem frussast ásamt vatninu upp úr
holunni. Til að ganga úr skugga
um það hvort holan væri fersk og í
notkun blés Sejer ofan í gatið, at-
hugaði hvort hægt væri að koma
auga á vatn ofan í holunni og steig
svo í kringum opið til að kanna
viðnámið í ísnum. „Selurinn,“ sagði
hann, „er skynsöm skepna og þess
vegna verðum við að leika á hann.“
Mér var skipað að leika á selinn
með því að ganga rösklega burt
frá öndunaropinu, en Sejer stóð
með riffilinn kláran, svo að sel-
urinn héldi að veiðimaðurinn væri
horfinn á braut. Ég brölti í burtu
en var ekki kominn langt þegar
selurinn rak upp hausinn inni í ís-
keilunni og var svarað með riff-
ilskoti. Við hjálpuðumst að við að
brjóta gat á ísinn og draga selinn
upp og að því loknu héldum við
heim með skepnuna í eftirdragi.
Gjöfular veiðislóðir
Í Ittoqqortoormiit búa u.þ.b. 500
manns er lifa á þjónustu fyrir hið
opinbera og veiðum á sjávarspen-
dýrum. Húsin eru, eins og í mörg-
um öðrum grænlenskum þorpum,
smágerð, fagurlega máluð timbur-
hús sem mörg hver eru án renn-
andi vatns og búa flestir afar
þröngt. Byggðin er án efa ein ein-
angraðasta byggð Grænlands en
næsta byggða ból er uppi á Ís-
landi. Hingað koma tvö flutninga-
skip á ári, ef ísalög leyfa, og einu
almenningssamgöngurnar eru flug
Flugfélags Íslands til flugvallarins
í Constable Pynt, en þaðan er
ferðast með þyrlu til bæjarins.
Ástæðan fyrir einkennilegri
staðsetningu byggðarinnar er sú
að Danir stóðu fyrir því árið 1925
að flytja u.þ.b. 80 manns frá Amm-
assalik hingað norður og hugðust
með því slá tvær flugur í einu
höggi: Tryggja yfirráð sín yfir
norðausturströnd Grænlands og
bæta lífskjör íbúa austurstrand-
arinnar. Staðurinn hefur um langt
skeið verið ein afkastamesta veiði-
mannabyggð Grænlands enda
byggðin vísvitandi staðsett við af-
burða veiðisvæði. Enda þótt margt
hafi breyst hér sem og í öðrum
veiðimannabyggðum Grænlands
gegna veiðarnar enn lykilhlutverki
í heimilisbúskapnum en síðast en
ekki síst fyrir sjálfsmynd og
menningu heimamanna. Ein helsta
forsendan fyrir byggð, svo langt
mót norðri, var og er sú að hérna
við minni Kangersuttuaqfjarðar,
stærsta fjarðar í veröldinni, mynd-
ast stóreflis vakir í ísnum sem
aldrei frjósa og þar safnast saman
aragrúi veiðidýra.
Ísinn, pendúll samfélagsins
„Landsins forni fjandi“ er hér
boðberi góðra tíðinda og fyrirheita
um aukna veiði en hjartsláttur
samfélagsins er nátengdur snjóa-
og ísalögum. Veiðivertíðin, og að
sumra mati andrúmsloftið í bæn-
um hvort tveggja hjá veiðimönnum
og launafólki, er samofið hringrás
náttúrunnar. Það er ekki svo að
skilja að heimamenn lifi undir
klafa náttúrulögmálanna heldur að
nálægðin og aðgengið að nátt-
úrunni gegni mikilvægu hlutverki í
sjálfsmynd og lífsgæðamati flestra
íbúa.
Umbreytingarnar í náttúrunni
eru tröllauknar en skipta má árinu
niður í ís og íslaus tímabil. Hafið
er að mestu íslaust frá enda júlí
fram undir miðjan október að frá-
töldum smærri ísjökum og tign-
arlegum borgarísjökum sem enn
lóna eins og hvítþvegnar freigátur
úti á haffletinum. Júlí og ágúst
gefa kærkomið tækifæri til að
ferðast á bátum um svæðið og til
að tína krækiber, leggja urriðanet
og síðast en ekki síst komast í færi
við sauðnaut. Sauðnautakjöt er
hefðbundinn hátíðarmatur heima-
manna og er eins konar sambland
af lamba- og nautakjöti. Septem-
ber, október og nóvember geta
verið atvinnuveiðimönnunum
þungir í skauti því veðrið er óstöð-
ugt og daginn tekur að stytta. Það
eru fáir sem hafa ráð á að eignast
og reka öfluga hraðbáta og er nú
svo komið að flestir hraðbátar eru
í eigu launamanna, með frístunda-
veiðikort. Það bætir ekki úr skák
að erfitt er að ná selnum upp á yf-
irborðið eftir að búið er að skjóta
hann því sumarfitulagið er þunnt
og oftar en ekki sekkur selurinn
samstundis til botns. Náhvalaveið-
ar eru kærkomin búbót fyrir allt
samfélagið en hvalirnir ganga í
vöðum inn á firðina og meðfram
ströndinni á haustin. Einstaka
sinnum ganga hvalirnir þétt við
bæinn og allir sem hendi geta veif-
að hlaupa frá vinnu til að reyna að
koma skoti á hvalina og öðlast með
því hlutdeild í veiðinni. Tennurnar
náhvalsins eru nýttar í minjagripi,
kjötið til heimabrúks en húðin,
sem er hið mesta lostæti, er fryst
og seld til vesturstrandarinnar.
Selurinn gefur litlar en stöðugar
tekjur. Þegar dagurinn er sem
stystur ná selveiðarnar árlegu lág-
marki, en sólin kveður bæinn í
nóvember og birtist ekki aftur fyrr
en um miðjan janúar. Sumir veiði-
menn bregða á það ráð að skrá sig
á atvinnuleysisskrá og bíða íssins
óþreyjufullir.
Vélsleðar bannaðir við veiðar
Fyrsti ísinn er venjulega kom-
Örar loftslagsbreytingar á
norðurslóðum hafa haft
mikil áhrif á veiðimanna-
samfélög á Austur-Græn-
landi. Jónas Gunnar
Allansson bjó síðastliðið ár
í Scoresbysundi og var þar
við vettvangsrannsóknir.
Ljósmynd/Jónas Gunnar
Vorið nálgast og vakir opnast, veiðimaður rær með ísröndinni þar sem oft er von um góðan feng. „Landsins forni
fjandi“ er á þessum slóðum boðberi góðra tíðinda og fyrirheita um aukna veiði.
Á þunnum ís
Veiðimaður skyggnist eftir náhval að vori, en þá koma vöður af þessari eftirsóttu bráð.
Veiðimaðurinn sem felldi ísbjörninn beið
eftir símhringingu, hvort einhver hefði
séð björninn á undan honum. Sá sem
fyrstur sér ísbjörn á rétt á húðinni.
Selir eru veiddir þegar þeir koma í
öndunarop sín í ísnum. Þessi veiði-
maður var búinn að ná sel.