Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 21

Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 21
Reyndur veiðimaður segir unglingum til um rétt handbrögð við veiðar. Ittoqqortoormitt hefur um langt skeið verið ein afkastamesta veiði- mannabyggð Grænlands. Veiðarnar gegna þar lykilhlutverki í heimilis- búskap íbúa þótt margt hafi breyst líkt og í öðrum veiðimannabyggðum. inn í námunda við bæinn um miðj- an október en talað er um að hann sé kominn þegar hægt er að ganga út á ísinn og skyggnast um eftir öndunaropum. Ef frostið helst um nokkurra vikna skeið undir -15°C og ísinn er á lítilli hreyfingu fer að verða óhætt að keyra á vélsleðum og hundasleðum út á ísinn og út til smáþorpanna Uunarteq og Ittaaj- immiit. Notkun vélsleða við veiðar er eftir sem áður stranglega bönn- uð. Ein helsta ástæðan fyrir bann- inu er sú að heimamenn telja há- vaðann af vélsleðunum fæla í burtu veiðidýr og leita flestir veiðimenn út fyrir hefðbundnar vélsleðaslóðir til að leggja net í ís- inn eða reyna fyrir sér við önd- unarholuveiðar. Selanet eru lögð undir ísinn um svipað leyti og hægt er að aka út á ísinn á hunda- sleða því þá er ísinn orðinn stöð- ugri. Vetrarveiðar á sauðnautum hefj- ast í nóvember og þeim lýkur í byrjun desember. Veiðimennirnir hópa sig saman og keyra á hunda- sleðum með vistir til vikudvalar. Sauðnautaveiðar að vetrarlagi eru, ásamt hvítabjarnarveiðunum, með erfiðustu veiðunum sökum myrk- urs og kulda en engin trygging er fyrir því að fyrirhöfnin og tilkostn- aðurinn skili árangri. Hvort tveggja frístundaveiðimenn og at- vinnuveiðimenn hafa leyfi til að stunda sauðnautaveiðar, en ís- bjarnaveiðar eru aðeins stundaðar af þeim síðarnefndu. Hvítabjarnaveiðar gegna mikil- vægu hlutverki fyrir sjálfsmynd veiðimanna og stöðu þeirra innan samfélagsins. Bjarnarskinnið er verðmætasta afurð veiðimannanna og fást rúmar 120 þúsund krónur fyrir óverkað skinn. Fengsælasti veiðimaðurinn á staðnum hefur veitt 174 hvítabirni á tæpum 20 ár- um en það er haft fyrir satt að hann lumi á dýrasegli eða öðrum álíka hjálparmeðulum þar eð hann stendur framar öðrum í öllum veiðiskap. Veiðimennirnir sitja þó ekki einir að hvítabjarnaveiðunum þar sem hefðin kveður á um að sá er fyrst kemur auga á björninn öðlist sjálfkrafa eignarhald yfir skinninu burtséð frá því hver á í hlut. Í febrúar- og marsmánuði glaðn- ar yfir veiðunum er sólargangur- inn lengist og veiðimennirnir halda lengra út frá bænum og dvelja við ískantinn, við vakirnar sem eru opnar allt árið. Þegar vorar heldur sólin sig á himninum megnið af deginum og úti við ískantinn myndast lítil samfélög veiðimanna og sleðahundarnir sleikja sólskinið á meðan veiðimennirnir bíða bráð- arinnar og spjalla, sofa og hella upp á dísætt te, spila og segja sög- ur. Flestir tala um ískantinn sem eitthvað annað og meira en veiði- stað, þar eru menn jafnir og þurfa að reiða sig hver á annan. „Þegar við getum komist á hundasleðann og ekið út á ísinn er eins og allt opnist, fólk breytist líka og verður glaðara og opnara hvert fyrir öðru, þarna út við ískantinn eru allir á sama sleða.“ Allt er í heiminum hverfult Ferðalag okkar út á ísinn var fyrir hann, gamalreyndan veiði- mann og þúsundþjalasmið, mikil nýbreytni því ísinn sem við stóðum á í desembermyrkrinu var rúmum tveim mánuðum á eftir áætlun. Við vorum með þeim fyrstu er hættu sér út á ísinn þetta árið og daginn eftir var ísinn horfinn á braut og lét ekki sjá sig í nokkra daga. Síð- astliðin þrjú ár hefur ískoman dregist lengra og lengra fram á vetur og í ár hættu fyrstu veiði- mennirnir sér út á ísinn á hunda- sleðum í janúar en áður fyrr var ekki óalgengt að slíkt ætti sér stað í lok október. Gömlu karlarnir á elliheimilinu, er horfðu vondaufir út um gluggann á íslaust hafið, voru sumir hættir að tala um hve- nær hann léti sjá sig og spurðu heldur hvort hann kæmi yfirleitt. Þeir bentu á að ef stórísinn kæmi ekki inn á fjörðinn væri ósennilegt að hafið næði að leggja þar sem of mikið rek yrði á nýísnum. Miklar veðurfarsbreytingar Samkvæmt heimildum frá dönsku veðurstofunni hefur ískom- an aldrei látið bíða svo lengi eftir sér frá því að mælingar hófust 1898 og gömul mannvirki hafa bókstaflega horfið út í veður og vind þar sem þau njóta ekki leng- ur skjóls af ísnum og standa óvar- inn fyrir sjávargangi vetrarins. Talið er líklegt að tengsl séu á milli hækkandi hitastigs og seink- unar á hafís en því er jafnframt spáð að meðalárshiti á svæðinu geti hugsanlega hækkað um allt að níu gráður. Mikið hefur verið rætt um loftslagsbreytingar og hugs- anleg áhrif þeirra á lífríki og mannvist, þetta málefni hefur ver- ið í deiglunni í rannsóknum og stefnumótun á norðurslóðum m.a. hjá Norðurheimskautsráðinu, sem Íslendingar veita forystu um þess- ar mundir. Mannlega víddin er ekki síður mikilvæg en óhlutbund- inn veruleiki loftslagslíkana, því í henni endurspeglast skynjun og viðbrögð við staðbundnum breyt- ingum. Veiðimennirnir hérna ræða mikið um breytingarnar og hvað þær geti þýtt fyrir veiðarnar en hér eru það fyrst og fremst reynslurökin er gilda. Það er því réttara að tala um reynsluvísindi er snúast ekki um hitatölur, seltu- magn, gróðurhúsaáhrif eða ís- kjarna heldur veiðiveðurfræði með útgangspunkt í hundasleðanum og veiðunum. Hækkandi meðalárshiti og minnkandi ís kemur sumum dýra- tegundum vel en öðrum illa, lík- lega mun selum, rostungum, sauð- nautum og ýmsum fuglategundum fjölga á meðan hvítabjörnum er halda sig í rekísnum á eftir að fækka. Ef við staðsetjum okkur með veiðimanninum á hundasleð- anum lítur framtíðin ekki vel út. Ef ísinn minnkar eða kemur seinna á árinu takmarkar það at- hafnasvæði veiðimannanna sem þurfa annaðhvort að fjárfesta í öfl- ugum hraðbátum eða fara sein- farna og torsótta landleið á hunda- sleða. Ef vetrarhitinn hækkar verður einnig erfiðara að ferðast á sleða því snjórinn nær ekki að þétta sig og frjósa saman sem þýð- ir að hundarnir þurfa að ösla í gegnum djúpan snjóinn – sem er erfitt og seinlegt. Þetta kom ber- lega í ljós á sauðnautaveiðunum nú í vetur og síðastliðinn vetur en þá skorti ís og til að bæta gráu ofan á svart var snjórinn mjúkur svo landleiðin varð afar seinfarin. Núna er að koma í ljós jökulís, íshellar og snjóalaus svæði sem enginn núlifandi maður hefur bar- ið augum áður. Hvort sem upp- lifun og hugmyndir fólks um breytingarnar er í samræmi við strangvísindaleg loftslagslíkön skiptir kannski ekki öllu máli því fólk bregst við aðstæðunum út frá eigin reynslu og ályktunum. Breytingar hafa bæði í för með sér takmarkanir en einnig nýja mögu- leika. Óstöðugra árferði bitnar mest á þeim heimilum er lifa ein- göngu á veiðum en heimili með aðra tekjumöguleika eiga auðveld- ara með að aðlaga sig breyttum aðstæðum s.s. með því að fjárfesta í hraðbátum og fóðra hundateymi með tilbúnu fóðri þegar enga veiði er að fá. Smávægilegar breytingar í loftslagssögunni eða út frá frá sjónarhorni loftslagslíkana geta orðið stórvægilegar fyrir hvers- dagslegt heimilisbókhald veiði- mannsins þar sem nú þegar er erf- itt að ná endum saman. Erlend mótmæli við selveiðum og hrun á mörkuðum fyrir selskinn ásamt vaxandi innlendri gagnrýni á fjár- útlát til jaðarbyggða eru ekki síð- ur mikilvægir samfélagslegir áhrifaþættir er taka þarf með í reikninginn þegar rætt eru um áhrif loftslagsbreytinga á tilveru veiðimannasamfélagsins. Græn- lensk stjórnvöld og bæjaryfirvöld hafa þó sýnt mikla framsýni með því að laga regluveldið að breyt- ingum í náttúrunni. Það er kannski lykilatriðið í við- brögðum við hraðfara umhverfis- breytingum að samfélagið þoli að breyta út af settum reglum og skipulagi svo mæta megi breyttum aðstæðum. Einn liður í þessu var að styðja fjárhagslega við bakið á veiðimönnunum og færa veiðitíma- bilið til svo hægt væri að ná til- skildum kvóta. Það er hins vegar langt frá því að heimamenn harmi hlutinn sinn því hérna er kraftur og æðruleysi heimamanna eina auðlindin sem aldrei þverr. Stytta af stofnanda bæjarins, Ejnari Mikkelsen, horfir yfir Ittoqqortoormiit. Byggðin er án efa ein einangraðasta byggð Grænlands, en næsta byggða ból er Ísland. Staðurinn er ein afkastamesta veiðimannabyggð Grænlands. Höfundur stundar doktorsnám í mannfræði við Aberdeen-háskóla í Skotlandi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.