Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 22

Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 22
22 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERRA hluta vegnaer Grundarfjörður bestgeymda perla Íslands ávettvangi ferðaþjónustu,ferðamannaperla sem enn lúrir í skel sinni en blasir þó öllum við. Það er þó svo augljóst að ekki einu sinni brot af náttúruauðlind Grund- arfjarðar er nýtt. Ef till hefur það truflað að það er svo mikið af mörgu sem er upp á að bjóða. „Hún var kvenna fegurst og kurt- eisust“, var sagt um Guðrúnu Náttsól í Njálu og segir ekki frekar af henni. Þessi mannlýsing er einhver sú meitl- aðasta í Íslandssög- unni. Það hefði verið mikið gefandi fyrir að hitta þá konu. Menn mega ekki missa af Grundarfirði. Í nútím- anum eru ofurfyrir- sætur hátt skrifaðar, en með allri virðingu fyrir þeim, þá trúi ég að Guðrún Náttsól hefði slegið þeim öllum við í glæsileik, reisn og hugsun íslensku kon- unnar. Sama er að segja um Grundarfjörð með glæsilegri um- gjörð. Ef menn horfast í augu við möguleikana og þora þá er Grundarfjörður á borðinu til atvinnu- sköpunar og hamingjuauka í ferða- þjónustu, stóriðju af vænstu gerð. Það er sama hvort litast er um grund- ir, fjöll eða fjörð. Það býr ofurorka í þessu svæði sem segja má að sé eins og listrænn rammi Guðs kringum Kirkjufellið. Fjallafegurðin, fuglalífið, jarðfræðin, afbrigðin með álum í tjörnum, steingervingum blóma og skelja hátt í fjöllum, hafið með öllum sínum dásemdum og duttlungum, sagan með ótal fléttum allt frá Eyr- byggju, birtan, veðrabrigðin og fólkið sjálft sem er líka sjaldgæft sökum lífsgleði og hlýju, rósemdar og galsa í senn, góðs anda sem skiptir öllu máli þegar upp er staðið. Það er röð af sér- stæðum persónuleikum við Grundar- fjörð og í nærbyggðum og húmoristar af Guðs náð. Skipstjóri á bát, Gísli Móa, kallaði á einn skipverja sinn og bað hann að taka landstímið, því hann ætlaði að krækja sér í kríu eftir langa vöku.„Hvert á ég að sigla“, spurði há- setinn? „Þú sérð tangann þarna, taktu stefnuna á hann og beygðu svo í bak fyrir tangann. „Ég sé engan tanga,“ svaraði hásetinn og rýndi og rýndi.“ „Sérðu ekki tangann maður, víst sérðu hann, sjáðu þarna er líka æðarkolla sem ber í tangann, sérðu þetta ekki?“ „Jú, nú sé ég,“ sagði Viggó háseti og tók galvaskur við stýrinu. Innan skamms öslaði bátur- inn og skipstjórinn hvarf skjótt inn í heim drauma og hvíldar. Skyndilega var skipstjórinn vakinn með miklum bægslagangi . „Hver andskotinn er nú?“ spurði skipstjórinn. „Hvert á ég að sigla núna,“ sagði hásetinn þá í stórri spurn, „ æðarkollan er farin.“ Grundfirðingar segja alltaf allt gott Grundarfjörður hefur gegnt mikil- vægu hlutverki í verslunarsögu þjóð- arinnar vegna staðsetningar og þess hve fjörðurinn er í raun náttúruleg hafnaraðstaða þar sem segja má að unnt sé að komast í var úr öllum veðr- um nema sunnanáttum. Ef sunnanátt brast á var það viðtekin venja að menn hífðu upp segl og forðuðu sér. Í dag er glæsileg og traust höfn í Grundarfirði. Grundarfjörður nú- tímans er ekki nema liðlega sextugur, byrjaði að byggjast upp í kringum 1940 og tók verulegan fjörkipp með tilkomu togaranna í kringum 1970. Nú búa um 1.000 manns í Grundar- firði og þar segja menn alltaf allt gott. Ógleymanleg ævintýr Þannig er lífið í landinu og skiptast á skin og skúrir. Andstæðan við höggvind úr Helgrind- um er sólsetur við Breiðafjörð þegar Kirkjufell Grundarfjarð- ar faðmar að sér síðustu geisla dagsins og verður á augabragði eins og einn og óskiptur gull- moli. Eða þegar sólin kemur upp og hlýjar fólki og fjöllum og það er magnað að upplifa það þegar sólaruppkoma við Grundarfjörð er um klukkan 3 að nóttu og allt í einu verða Kirkju- fellin tvö, annað baðað morgunsólinni, hitt skugginn af Kirkjufell- inu í hlíðum Mýrarhyrnu sem verður þá stundina eins og sýningartjald al- mættisins á undraperlum sínum. Gestir og gangandi, Íslendingar og útlendingar, sem verða vitni að birtu- leik sólarinnar í Grundarfirði þegar flestir sofa, gleyma aldrei slíkum æv- intýrum eins og til að mynda þegar kvöldsólargeislarnir leika sér við úðaslæðuna og regnboginn skær og þéttur myndar órofa hvelfingu yfir djásni Guðs, Kirkjufellinu. Þá dettur engum í hug að rífa kjaft. Fuglaparadís Einn heimamaðurinn, Geiri Villa, hefur talið 54 fuglategundir á æsku- slóðinni. Daglegu fuglarnir eins og sagt er, eru fýllinn, hettumáfurinn, krían í varpi sem vex stöðugt ásmegin við Kvíabryggju, stelkur, tjaldur, ló- an, spói, sandlóa og óðinshani svo nokkuð sé nefnt og það setur mikinn svip á þegar margæsirnar staldra við vor og haust á Grænlandsleið sinni og rauðbrystingarnir roða allar fjörur í flákum sem telja þúsundir fugla. Jaðrakan er að sækja sig aftur í mýr- lendinu, fálkar, smyrlar, branduglur og hafernir sjást ósjaldan og Geiri Villa fylgdist um tíma með alhvítum grænlandsfálka í firðinum og sef- hæna var þar eitt haust og vetur. Vinalegur og hlýr bæjarbragur Grundarfjörður dregur dám af fólkinu sem býr þar, fallegur bær og vel byggður með traustum hafnar- mannvirkjum, enda miklir athafna- menn í bænum í fiskveiðum og vinnslu og þannig dælist vítamínið jafnt og þétt inn í samfélagið sem horfir nú til að mynda fram á spenn- andi kosti með uppbyggingu fjöl- brautaskóla. En oft eru það smáu at- riðin sem vekja ekki síður eftirtekt og kannski sérstaklega það persónulega. Gælunöfn eru góður siður í Grund- arfirði, Steini gun, „byssa“, Diddi Lóu Odds, en Lóa er systir hans. Nýtt gælunafn á Didda er hins vegar að ná yfirhöndinni, Doddsinn, sem er stytt- ing úr Diddi Odds. Sonur Óla storms gengur undir nafninu Lognið, Ninni sem heitir því virðulega nafni Guð- mundur Hinrik, Heisi vinur hans sem heitir Heiðar og er sonur Geira Villa, sem heitir Geirmundur Vilhjálmsson, en hans kona er Guðbjörg Finna og er gjarnan kölluð Dubby, Unnur Pálína frá Munaðarnesi á Ströndum er köll- uð Unnur Stranda til aðgreiningar frá annarri Unni í bænum. Athafna- mennirnir afkomendur Guðmundar Runólfssonar ganga undir gælunafn- inu Runkarar og einn þeirra Runólfur er kallaður Runni. Þá má nefna Gísla göngutúr og Gísla Móa, sem er frá Móabúð og heyrir því til Móbúðinga og svo eru það Vatnabúðarmenn sem eru auðvitað kallaðir Vatnsbúðingar. Og svo er það hann Tóti sem vinnur í frystihúsinu. Ef stelpurnar spyrja hann hvað klukkan sé svarar hann alltaf: „Gáðu frammi, mín er 10 mín- útum of sein.“ Auðvitað er hann kall- aður Tóti tímavörður. Allt ber þetta vott um vinalegan bæjarbrag þar sem menn taka sig ekki of hátíðlega. Bullandi lóðningar fyrir ferðamenn Sagan býr allt um kring í skjóli fjallanna en auk þess að vera mikil prýði bera þau fögur og tilkomumikil nöfn, Brimlárhöfði eða Stöðin sem er 283 metra hátt fjall skammt vestan við Grundarfjörð. Stöðin gæti orðið feiknavinsæll ferðamannastaður, því upp á Stöðina og um hana er þægileg 3 tíma gönguferð með útsýni sem er engu líkt. Stöðin eða Brimlárhöfði er öllum þæg til göngu og slétt að ofan þar sem menn geta rölt í rólegheitum og horft vítt um Breiðafjörð, norður á Látrabjarg og Barðaströnd, út í eyj- ar, vestur á Snæfellsjökul og Gufu- skála, Ólafsvík og allt um kring og austur á Kirkjufell sem er 463 metrar á hæð. Það er kjörið að bjóða daglega og byggja upp gönguferðir á Stöðina og ætti að vera auðvelt að markaðs- setja þann legg. 200 herbergja ráðstefnuhótel, togaraverð Það er föndur fyrir ferðamenn nán- ast í hverju fótmáli Grundarfjarðar og það er kristaltært að fáir staðir á Íslandi búa yfir öðru eins í nálægð sinni. Það þarf veiðarfæri til þess að afla verðmætanna í hafinu, það þarf vilja, skipulag og áræði til þess að nýta þörf og þrá ferðamanna, því þeir eru eins og fiskitorfan sem fer hjá. Uppbygging ferðaþjónustu í um- hverfi möguleikanna er eins og stór- útgerð sem Grundfirðingar eru vanir, bara annars eðlis. Ég hygg að enginn staður á Vesturlandi hafi aðra eins möguleika á að byggja 150–200 her- bergja hótel með því að markaðssetja birtu og brim í veðri og vindum, fjöll og fjöru, fugla, fisk og fagurgræn grös. Markaðssetja milt og gott hjartalag byggðarinnar, gamansemi, söng og leik, vinna úr þessu blússandi hráefni sem Grundarfjörður og nær- byggðir búa yfir og þróa þannig þessa möguleika inn í eðlilegan farveg þess sem fyrir er. Grundarfjörður er þann- ig kjörinn staður fyrir fjölþætta þjón- ustu við hinn einstaka ferðamann jafnt sem ráðstefnur af stærri gerð- inni. Sjálfala sérfræðingar kerfisins verða gjarna sjóveikir af því að hugsa út fyrir borgarþéttbýlið, hvað þá að þeir leggi sig fram um að brjóta möguleikana til mergjar. Það er víða verk að vinna í þessum efnum, berjast til sóknar og leikgleði, gefast aldrei upp á meðan sólin er tilbúin að banka á dyrnar hvern nýjan dag. Sagan lifir, lifir og lifir Sögustaðir þessa lands eru ómæld verðmæti ef þeir eru tengdir við nú- tímalegt líf og vægi sögunnar og spenna dregin fram eins og tilefni gefst til. Í Grundarfirði og nágrenni eru margir sögustaðir, örlagavaldar og spegill af lífi þess fólks sem Ísland hefur lifað. Vilhjálmur Pétursson á Kvíabryggju er einn af þeim sem mik- ið hafa velt fyrir sér fornum sögustöð- um, gildi þeirra og trúverðugleika. Honum finnst til að mynda einboðið að Öndverðareyri sé markverðasti sögustaður Grundarfjarðarsvæðisins. Þar er talið að hafi verið jörð land- námsmannsins Vestars Þórólfssonar blöðruskalla, síðan ættmenna hans og annarra um aldir. Þar hefur aldrei verið grafið eftir fornleifum, en stend- ur til og búið að friðlýsa svæðið. Önd- verðareyri tengist einnig Sturlunga- öldinni, því Þórður Sturluson eignaðist Öndverðareyri og sagnaþul- urinn Sturla Þórðarson fæddist þar, maðurinn sem svo margir kenna Njálu við, Njálu sem er líklega mesta helgirit íslenskrar þjóðar á vettvangi eigin sögu. Sturla fékk Öndverðar- eyri í arf. Að bera fagurt vitni fegurðarskyni Guðs Margir velta því fyrir sér hvers vegna Brimlárhöfði, sem Lárós og Lárdalur eru kennd við sé í daglegu tali kallaður Stöðin. Vilhjálmur telur að rannsaka þurfi margt úr fléttum sögunnar, ekki síst í útsveitum Grundarfjarðar fyrir vestan Grund- ará og að Búlandshöfða sem er talið landsvæði landnámsmannsins Herj- ólfs sonar Sigurðar svínhöfða, en Landnáma segir hann hafa numið land milli Búlandshöfða og Kirkju- fjarðar. Margir hafa getið þess til að Kirkjufjörður sé sá fjörður sem nú heitir Grundarfjörður og enn aðrir að Kirkjufjörður hafi verið það svæði sem nú heitir Hálsvaðall vestan Kirkjufells. Samkvæmt kenningu Vil- hjálms á Kvíabryggju hefur Salt- eyrarós þá verið við Kirkjufjörð síns tíma. Annars er það merkilegt að ekki er vitað til þess að kirkja hafi nokkru sinni verið á bæjum í nánd við Kirkju- fell. Það er þó líklegast að Kirkjufellið hafi fengið nafn af sjálfu sér, þeim ljóma, tign og reisn sem það ber, arki- tektúr sem ber fagurt vitni fegurð- arskyni Guðs og er líka til marks um þau hlunnindi sem hann hefur viljað fólkinu við Grundarfjörð, gestum og gangandi. Talið er að Herjólfur land- námsmaður hafi búið í Lág eða Fornu-Lág við Lárós, en engin sann- indamerki eru vís um það. Vilhjálmur á Kvíabryggju telur að skipgengt hafi verið inn í Krossnesvatn austan við Stöðina eða Brimlárhöfða fyrr á tíð og að Sandvíkurfjaran hafi ekki verið til þá. Á þeim grunni telur Vilhjálmur að Stöðvar nafnið eigi sér stoð. Lítið haft lands skilur nú að Krossnesvatnið og Atlantshafið, en Vilhjálmur hefur bent á rústir vestan Krossnesvatns- ins, rústir sem hafa ekki verið rann- sakaðar frekar en svo margar rústir á þessu svæði. Snæfellsnes, burðarfjöl í vöggu Íslands Ingi Hans Jónsson, alfræðingur í Grundarfirði, býr yfir margs konar vitneskju um land og lýð. Þegar ég var að velta fyrir mér hvort Ingi Hans hefði titil datt mér fyrst í hug alfræð- ingur og nota það því ég veit ekki til að þessi titill hafi verið til fyrr. Þetta er gert bæði í gamni og alvöru eins og persóna Inga Hans býður upp á, þessi skemmtilegi og fróði sögumaður. Tal- ið er að Setberg sé næst miðjunni í þessu forna fjalli, en Setberg er nán- ast ruðningshóll. Jarðfræði þessa svæðis er slungin, en líklega er Rauðakúla í Helgrindum yngsti hluti svæðsins, um 2000–3000 ára gömul. Ingi Hans sagði stoltur að Skarðið milli Mýrarhyrnu og Kirkjufells væri glæsilegt minnismerki um tíma og tök jökulrofsins þar sem lesa mætti aldur berglaga stall af stalli og berg- lögin í Kirkjufelli og Mýrarhyrnu stæðust á. Hallandi stallarnir í Mýr- arhyrnu eru frá tertier-tímabili, eða eldri en 6 milljóna ára, en hinir eru yngri, eða frá kvartier-tímabilinu.“ Grundarfjarðarsvæðið er hunang jarðvísindamanna og hvergi á Íslandi er eins fjölbreytt flóra af bergtegund- um,“ sagði Ingi Hans,“ eldgos hafa verið rausnarleg við þetta svæði og ís- aldarjökullinn sérstaklega flinkur að tálga svæðið til.“ Á Grundarfjarðarsvæðinu eru ótrúlega margir staðir sem bjóða upp á skemmtilegar gönguleiðir, hvort sem rölt er upp með giljum, að Grundarfossi og Nónfossi, með Kirkjufellsánni og upp í Þröskuldar- dal. Þá eru blússfínar gönguleiðir um fjörurnar í kringum Kirkjufellið, Stöðina, Sandvíkurfjöruna sem er eins og úr öðrum heimi, með Kross- nesbjarginu þar sem eru sker kögruð af stuðlum. Þá eru ekki síður skemmtilegar gönguleiðir á Kirkju- fellið sjálft, Kistufell og Mýrarhyrnu, en þar er frekar á brattann að sækja. Hrafnkelsstaðabotn innst í Kolgraf- arfirði er sérlega hlýr staður, enda mjög skýlt þar. Mislæg gatnamót fyrir huldufólkið En það eru ekki bara 1.000 íbúar í Grundafirði sem hafa skyldur og rétt- indi með sköttum og öllu tilheyrandi. Þar eru líka í flokkum álfar, huldufólk Grundarfjörður – best geymda ferðamanna- perla Íslands Morgunblaðið/Golli Í Grundarfirði segja menn alltaf allt gott. Ljósmynd/Árni Johnsen Vilhjálmur á Kvíabryggju í miðjum 30 metra skála gömlu bæjarrústanna á Öndverðareyri sem eru vel sýnilegar og með þeim burðarmestu sem þekkjast á Íslandi. Þar fæddist og bjó Sturla Þórðarson sagnaþulur. Þar er skylt að byggja upp. Mikilvægt er að girða nú þegar af fornminjasvæðið því minjarnar liggja undir skemmdum af ágangi hrossa sem er beitt ótæpilega á lyngmóana. Árni Johnsen Það býr ofurorka í þessu svæði, skrifar Árni Johnsen. Fjallafegurðin, fuglalífið, jarðfræðin, afbrigðin með ál- um í tjörnum, steingervingum blóma og skelja hátt í fjöllum. Hafið með öllum sínum dásemdum og duttl- ungum, sagan, birtan, veðrabrigðin og fólkið sjálft.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.