Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ GALLERÍ Písl hefur verið opnað í nýju kaffihúsi í Hveragerði. Það er Helga Björnsdóttir, eigandi Blóma- borgar í Hveragerði, sem rekur gall- eríið og kaffihúsið að Breiðörk 12. Helga hyggst gefa listamönnum tækifæri til að vera með sölusýning- ar í Galleríi Písl ásamt öðrum við- burðum. Nú stendur yfir yfirlitssýning á ol- íuverkum Birgis Þórðarsonar. Á sýningunni verða landslagsmyndir sem Birgir hefur málað, m.a. myndir af Fuji-fjalli í Japan, af Rangárvöll- um og Snæfellsnesi. Birgir stundaði nám í Kanada m.a. í listsögu sem hliðargrein við nám í umhverfiskipulagsfræðum. Gallerí Písl og kaffihúsið er opið alla daga frá 9.30–23. Gallerí Písl opnað í Hveragerði Í BÆJAR- og héraðsbókasafni Ár- nessýslu stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum Svövu Sigríðar Gestsdóttur. Myndirnar eru allar unnar út frá íslenskri náttúru. Svava er einn af stofnendum Myndlistarfélags Árnessýslu. Hún hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýning- um frá því hún lauk námi frá Mynd- listarskólanum við Freyjugötu og síðar stundaði hún einnig nám í Kaupmannahöfn. Sýningin stendur til 10. ágúst. Eitt verka Svönu Sigríðar. Vatnslita- myndir í Árnessýslu L ÖGMÁL velgengninnar heimtar stöðugt meiri umsvif eins og allir athafnamenn vita. Um leið og áhugi vex og markaðurinn tekur við sér, eins og sagt er, eykst kraf- an um viðameira framboð af hinni eftirsóttu vöru og þjónustu. Grósku fylgja óumflýjanlega væntingar um gæði og stöðugleika, en hvort tveggja er talið til marks um traust og festu sem ríkja verður á hverju sviði. Allir virðast skilja þessar sjálfsögðu kröfur þegar iðnaður og viðskipti eru annars vegar. Engin þjóð getur umgengist framleiðslu sína og þjónustu með svo mikilli léttúð að hrun blasi við viðskiptalífi hennar og hagstjórn. Átök í íslenskum stjórn- málum snúast fyrst og síðast um væntingar tengdar trausti og stöðugleika. Fyrir fáeinum áratugum urðu nokkrum frönskum vínframleiðendum á þau herfilegu mistök að spilla vínframleiðslu sinni í fíkn eftir stundlegum gróða. Þegar upp komst um sví- virðuna hættu menn ekki einungis að kaupa vín af tegundinni Beaujolais, þar sem glundrið var upp runnið, heldur guldu allir franskir vín- framleiðendur þessa ómerkilega hrekkja- bragðs kollega sinna. Vínmarkaðurinn í Frakk- landi hrundi eins og hann lagði sig og það eru áhöld um hvort hann hafi nokkurn tíma náð sér eftir þessa hverfulu og einskæru skammsýni fáeinna spilltra framleiðenda. Þegar dómur féll var hann þungur því tekið var tillit til þess að glæpamennirnir höfðu skaðað alla starfsfélaga sína og eyðilagt þá virðingu sem þeir og for- verar höfðu áunnið sér með miklu erfiði. Mikil- væg starfsgrein í einu landi hafði beðið hnekki. Nú má spyrja hvers vegna heimsins bestu vínsmakkarar létu þessa framleiðslu komast á markað óátalið, en það er önnur saga og rétt- lætir í engu hlut óþokkanna. Eftir stendur að glæpur var framinn sem franskur efnahagur galt dýru verði með tilheyrandi samdrætti og atvinnuleysi. Má ætla að framleiðendurnir óprúttnu hafi drýgt framleiðslu sína með ódýr- ari miði af ást á faginu? Það er ólíklegt. Miklu nær er að halda að taumlaus gróðavon hafi ráð- ið gerðum þeirra. Þótt málverkafalsanir undan- farinn áratug, og gott betur, geti vart talist eins afdrifaríkar fyrir íslenskt athafnalíf og vín- svindlið fyrir hið franska er engin ástæða til að taka þeim með kæruleysislegri léttúð. Glæp- urinn er hinn sami þegar öllu er á botninn hvolft. Nú þegar hafa málverkafalsanirnar skaðað ímynd íslenskrar myndlistar, og víst er að ís- lenski listheimurinn hefur beðið álitshnekki víðar en hér heima. Grein franska blaðamanns- ins Sylvie Briet, sem birtist í dagblaðinu Lib- ération, 10. júní, tekur af allan vafa um það. Það er ekki laust við að henni finnist svolítið skond- ið þegar reykvískur skartgripasali segir henni frá spenningi sínum yfir þrem fölsuðum verk- um, afmælisgjöfinni það árið. „Þetta var eins og fyrir þig sem Frakka að komast yfir Picasso,“ hélt hinn svikni skartgripasali fram, bersýni- lega án þess að gera sér grein fyrir því að ís- lensku frumherjarnir, þótt ófalsaðir væru, geta með engu móti talist í flokki með þeim ágæta Spánverja. Það er töluvert langur vegur frá lítt þekktum, þjóðlegum meisturum á borð við frumherjana okkar, hversu góðir sem þeir eru, til alþjóðlegrar, heimsfrægrar stórstjörnu á borð við Picasso. Hér er eflaust komin ein af fjölmörgum ástæðum fyrir varnarleysi íslenskra listkaup- enda gagnvart lævísum fölsurum. Þeir mikla svo fyrir sér stöðu okkar ágætu meistara að þeir ímynda sér að þar fari listmálarar á heims- mælikvarða. Í því sambandi minnist ég sýning- ar á vatnslitamyndum í einu af virðulegri lista- söfnum okkar. Ég var varla kominn í salinn þegar þekktur framámaður og ágætur frí- stundamálari vék sér að mér og sagði stund- arhátt, frá sér numinn, að sýningin sannaði ótvírætt að viðkomandi málari væri mesti vatnslitamálari sem heimurinn hefði alið. Þegar hann sá tortryggnina í svip mínum virkaði það á hann sem leiðinlegar úrtölur og ekki bætti úr skák að ég dró fullyrðingar hans stórlega í efa. Hann bað mig um að segja sér hverja ég teldi geta skákað hinum íslenska meistara og þegar ég hafði talið upp nokkur nöfn kvaddi hann mig dapur í bragði. „Alltaf er- uð þið við sama heygarðshornið,“ tautaði hann um leið og hann hvarf á braut. Hann átti aug- ljóslega við listfræðingastéttina eins og hún leggur sig. Mér þótti mjög fyrir því að valda honum vonbrigðum enda er fátt eins ömurlegt og það hlutskipti að þurfa að tosa menn niður á jörðina þegar þeir svífa í hæstu hæðum. En sýnu verra er þó að taka undir glamrið. Af öllu þessu má ráða að fyrrnefnt varnar- leysi gagnvart blekkingum óprúttinna falsara stafar – að minnsta kosti sumpart – af frá sér numdum huga ölvuðum af tilhugsuninni um að næla megi sér í ómetanlegt meistaraverk við vægu verði og þannig detta í lukkupottinn með lítilli fyrirhöfn. Ég hef það enda fyrir víst að uppboðin á árum áður – sem gjarnan fóru fram á virðulegum veitingahúsum – hafi einna helst líkst bandóðu bingókvöldi. Slíkur framgangs- máti skýrir betur en nokkuð annað hvers vegna væntanlegir kaupendur listaverka leita sér sjaldnast álits sérfræðinga. Sé bingóstemningin sannleikanum sam- kvæm þýðir það að spilavítistöfrarnir ráða fremur kaupum manna en ómenguð ást þeirra á myndlist. Það er synd þegar þess er gætt að Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Kjarval og fleiri fórnarlömb falsara sneru baki við fjálglegri ofurrómantík 19. aldarinnar og tömdu sér yfirvegað og lát- laust viðhorf módernismans eins og hann þró- aðist á öldinni sem leið. Það er því beinlínis ómaklegt að nálgast verk þeirra með eintómri loftkenndri stundarástríðu. Þessir ágætu lista- menn sýndu að þeir vildu fremur höfða til með- vitandi hófstillingar áhorfandans en blindra til- finninga hans. Stóra spurningin er því þessi: Má vænta aukins þroska og yfirvegunar í við- skiptum með listaverk eftir fölsunaráfallið eða munu listkaupendur halda áfram að taka svikið glundur fyrir höfugt gæðavín? Vandi fylgir vegsemd hverri Eftir Halldór Björn Runólfsson Morgunblaðið/Halldór Björn Runólfsson „Kona og fuglar“, var sögð vera eftir dada- meistarann fræga Francis Picabia og ársett 1929–30. Safnarinn og listaverkasalinn Alain Tarica kom í veg fyrir tilraun til að smygla myndinni á markað. Í kjölfarið létu William Camfield, listfræðiprófessor frá Texas, og Maria Borràs, meðlimur Miró-stofnunarinnar í Barcelona, sig hverfa hljóðlaust úr hinni virtu Picabianefnd, sem Olga Picabia, ekkja listamannsins, veitir forstöðu. Ekkert lát hef- ur verið á fölsunum á Picabia og ógnar það stöðu verka hans á listmarkaðnum. ÞESSI myndarlegi 42. árgangur Ársritsins gefur forverum sínum síst eftir. Sögufélagsrit er það svo sann- arlega því að allar ritgerðirnar, níu talsins, eru sögulegs efnis. Ritstjór- inn, Jón Þ. Þór, ríður á vaðið með frásögn um upphaf vélbátaútgerðar þar vestra, sem jafnframt er upphaf slíkra veiða á Íslandi. Hann er þar á heimavelli og leiðréttir áður gerðar villur. Ólafur Halldórsson, handrita- fræðingur, birtir hér gamla grein séra Björns í Sauðlauksdal um Jón bónda Íslending. Auk greinar sr. Björns eru miklar skýringar Ólafs og missagnir leiðréttar. Til að mynda hafði klerkurinn kunni slengt saman tveimur Jónum Jónssonum. En það er víst ekki í fyrsta skipti, sem slíkt hefur gerst með Jónana okkar íslensku. Þetta er mikil og lærð syrpa, en kannski ekki alls kostar við alþýðuskap. Þá segir hér af fyrsta Færeyjaflugi Íslendinga og Færeyjaflugi ísfirzkra íþróttamanna 1949. Skemmtileg frásögn rituð af Jóni Páli Halldórssyni. Óhappafleyið Skarpheðinn er stutt frásögn eftir Heimi G. Hansson. Skarpheðnarnir voru raunar tveir, báðir jafnmikil óhappafley. Tvö ástabréf frá því snemma á 19. öld eru hér birt og sitt hvað til skýringar þeim, sem Erla Hulda Halldórsdóttir og Erna Sverrisdóttir hafa búið til prentunar. Þá er hér um hálfrar aldar gömul ferðasaga Þorbjarnar læknis Þórð- arsonar. Frá hreppsverslun í Bol- ungarvík 1917–19 segir Geir Guð- mundsson. Einar Jónsson á hér langa og athyglisverða grein um tvo forna garða við Núp í Dýrafirði. Maður hefði haldið að ekki væri unnt að bæta við hina yfrið nákvæmu og ítarlegu bók Kjartans Ólafssonar, Firði og fólk, en það tekst þó Einari Jónssyni. Lýður Björnsson segir vel frá upphafi verslunar í Flatey á Breiðafirði. Það er vönduð og mikil ritgerð. Hún hefði sómt sér vel í Ár- bók Barðastrandarsýslu. En kannski hefur ekki verið ljóst orðið hvort eða hvenær Árbókin sú myndi vakna af Þyrnirósarsvefni sínum, þegar greinin var send til birtingar. Nú er hún glaðvöknuð og við bestu heilsu. Kristján Bersi Ólafsson rekur þessa löngu ritgerðalest með mikilli grein um kennararáðningar á Ísafirði 1920–24. Þar verður maður margs vísari og er ekki allt fallegt. Þetta ársrit er því mikil og góð fróðleikssyrpa og vel frá því gengið á alla lund. Mannlíf og saga fyrir vestan Hið litla og snotra hefti, Mannlíf og saga fyrir vestan, lætur ekki mik- ið yfir sér, en lumar þó á ýmsu bæði fróðlegu og skemmtilegu. Þau fylla nú orðið tylftina heftin að vestan og hafa flutt margt bitastætt á liðnum sjö árum. Margt mætti vissulega nefna, en tvennt finnst mér bera hæst. Annað er mikill fjöldi gamalla mynda, sem ritstjórinn hef- ur bersýnilega lagt mikla rækt við að safna og halda til haga. Í þessu hefti eru t.a.m. margar myndir teknar af Dýrfirðingnum Davíð Davíðssyni, auk margra annarra. Ljósmyndir segja oft mikla sögu og eru vissulega trúverðug sagnfræði. Hitt er sagna- bálkur Ingivalds Nikulássonar (1877–1951), Sagnir frá Bíldudal. Hér birtist 4. kaflinn og sá síðasti, er fjallar um fyrri hluta tuttugustu ald- ar. Er það aðallega tímabil Thor- steinssonar og hinna miklu umsvifa hans. Í 10. og 11. heftinu voru kaflar um 19. öldina, en í 9. heftinu hófst þessi sagnabálkur og þar var enn- fremur kynning á þessum merka, sjálfmenntaða alþýðumanni. Ingi- valdur naut engrar skólagöngu, en með fádæma áhuga og elju varð hann vel að sér í ýmsum raunvísind- um og tungumálum, fræðasjór var hann mikill og ágætlega ritfær eins og þessir þættir sýna. Hann var áreiðanlega mjög fágætur maður. Í þessu hefti er og að finna minn- ingabrot Helga Pálssonar frá Haukadal í Dýrafirði. Þá er þáttur úr sögu vegagerðar á Vestfjörðum. Er það viðtal við Gunnar Friðfinnsson fyrsta ýtustjórann í Dýrafirði. Þá er hér margt smápistla og gamansagna að vestan, eins og jafnan er í þessari ritröð. Skaftfellingur Skaftfellingur kom fyrst út árið 1978 eða fyrir 24 árum. Mun ætlunin hafa verið, að ritið kæmi út annað hvert ár og hefur því verið vel við það staðið, enda hefur það komið út ár- lega undanfarin ár. Brot er nú orðið mun stærra en var framan af og ritið allt nýtískulegra eins og vera ber. Vart leikur á tveimur tungum, að Austur-Skaftfellingar eru mikið menningarfólk. Löngum hafa þeir átt haga menn til orðs og handa. Þeir eiga nú kappsama eldhuga til að leiða för og samhugur fólks virðist vera mikill. Sagnaþulum gömlum, sem settu svip á líf og list, fækkar, sem vonlegt er, en þó örlar hér enn á ágætu framlagi þeirra. Þetta rit ber þessu fagurt vitni. Það er að hluta til helgað glæsilegu framtaki með byggingu stórhýsisins Nýheimar, sem hýsir nú margs konar menning- arstarfsemi allt frá skólahaldi til vís- indarannsókna. Um það eru þrjár greinar. Grein er um Þórbergssetur á Hala í Suðursveit, um Jöklasetur á Höfn og Vatnajökulsþjóðgarð. Frá- sögn er af fornleifarannsókn og sagt er frá endurbyggingu gamallar vatnsaflsrafstöðvar. Allt þetta efni, sem nær yfir rífan þriðjung bókar, tekur til nútíðar og framtíðar og sama má í raun segja um langa og einkar áhugaverða ársskýrslu Menningarmiðstöðvarinnar (2001). Þar hefur svo sannarlega verið tekið til hendi. Smágreinar koma hér einn- ig sögulegs efnis og tvær merkar og ítarlegar ritgerðir eru um brúargerð á Skeiðará og tengingu hringvegar. Þar er fróðleg byggingarsaga rakin, sem vissulega er þörf á að geyma. Sitthvað fleira er hér fróðlegt og áhugavert og lýkur ritinu á stuttum eftirmælum um látna á árinu 2001, ,,vestan Fljóta“ og ,,austan Fljóta“, eins og þar segir. Þess skal og getið, að á allnokkr- um stöðum er skotið inn órímuðum smákvæðum eftir skólabörn. Margt er þar fallega sagt, en ekki allt mikill skáldskapur, sem varla er von, en skemmtileg tilbreytni og virðingar- vert er að taka yngstu kynslóðina með. Þá vekur athygli hversu framar- lega konur standa í þeirri merku starfsemi, sem fram fer þar eystra. Þær eiga líka einar níu ritsmíðar í þessum árgangi. Skaftfellingur er prýðilega frá- genginn hið ytra sem hið innra og hið eigulegasta og skemmtilegasta rit. Ævinlega tek ég þessum heftum fagnandi og verð ekki fyrir vonbrigð- um. Þá skaðar ekki að geta þess, að frágangur er góður og útlit einkar smekklegt. Ísfirðingar, Skaftfellingar og mannlíf vestra Sigurjón Björnsson BÆKUR Héraðsrit Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2002, 42. ár. Ritstj.: Jón Þ. Þór og Veturliði Ósk- arsson. Ísafirði, Sögufélag Ísfirðinga, 2002, 266 bls. SÖGUFÉLAG ÍSFIRÐINGA Mannlíf og saga fyrir vestan. Vestfirskur fróðleikur gamall og nýr, 12. hefti. Ritstj.: Hallgrímur Sveinsson. Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 2003, 80 bls. MANNLÍF OG SAGA FYRIR VESTAN Skaftfellingur, 2002, 15.árg. Ritstj. og ábm.: Zophonías Torfason. Útg.: Menn- ingarmiðstöð Hornafjarðar. Höfn, 2002, 175 bls. SKAFTFELLINGUR ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.