Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 27 HÓPUR bandarískra stúdenta var staddur hér á landi við íslensku- nám síðari hluta júnímánaðar. Með í för var dr. Kaaren Grimstad pró- fessor við Minnesota-háskóla, en hún er einn fárra prófessora í forn- íslensku í Bandaríkjunum. „Ég hef komið til Íslands með reglulegu millibili í tæpa þrjá áratugi, en þetta er í fyrsta sinn sem ég kem í tengslum við þetta námskeið,“ seg- ir Kaaren, sem sótti sjálf nám- skeiðið auk þess að hafa umsjón með nemendahópnum. „Á sínum tíma lærði ég forníslensku við há- skólann í Wisconsin en hef aldrei formlega lært neina nútíma- íslensku þar til nú. Hingað til hef ég bara hlustað á fólk og reynt að nýta það sem ég kann úr forn- íslenskunni til þess að tala nútíma- íslensku. En á námskeiðinu hér gerði ég mér ljóst að ég hefði haft afar gott af því að læra nútíma- íslensku fyrr,“ segir Kaaren kímin. „Námskeiðið er samstarfsverkefni milli Minnesota-háskóla og Stofn- unar Sigurðar Nordals, sem hóf göngu sína fyrir þremur árum og hefur Guðrún Theodórsdóttir kennt námskeiðið frá upphafi. Þetta er byrjendanámskeið sem er opið fyrir alla háskólanema í Bandaríkjunum sem langar að læra nútímaíslensku, auk annarra sem áhuga hafa á íslensku. Nám- skeiðið er kennt á sex vikum yfir sumarið og var fyrri hlutinn kenndur við Minnesota-háskóla en síðari hlutinn í Reykjavík,“ segir Kaaren, en að hennar sögn er þetta eina námskeiðið í nútímaíslensku sem boðið er upp á við bandaríska háskóla og hægt er að taka til ein- inga, því þó forníslenska sé kennd víða þá er nútímaíslenska hvergi kennd. „Þau Úlfar Bragason hjá Stofnun Siguðar Nordals og Guð- rún Theodórsdóttir kennari nám- skeiðsins eiga heiður skilinn fyrir frábært starf við undirbúning og kennslu námskeiðsins. Þó ég hafi lært og kennt forníslensku í meira en tuttugu ár fannst mér nám- skeiðið hér bæði afskaplega skemmtilegt og gott. Mér fannst t.d. afar jákvætt að Guðrún skyldi aldrei tala um að íslenska væri erf- itt tungumál, því það er nefnilega ekki góð byrjun á námskeiði,“ seg- ir Kaaren, en að hennar sögn voru nemendurnir duglegir að fara út og prófa að nýta sér þá frasa sem þeir lærðu á námskeiðinu. Kennt var daglega frá níu á morgnana til hádegis, en eftir hádegi voru ýmsir fyrirlestrar auk þess sem farið var á t.d. listasöfn, Alþingi sótt heim og farið í styttri skoðunarferðir út úr bænum s.s. að Gullfoss og Geysi. „Þannig má segja að ferðin hafi líka veitt innsýn í íslenska menn- ingu og þjóðfélag. Markmiðið var því ekki einvörðungu að læra ís- lensku heldur líka að læra eins mikið og mögulegt var um Ísland á aðeins nokkrum vikum. Ég held að það hafi bara tekist býsna vel, alla vega er ég afar ánægð með nám- skeiðið og skipulagið í heild,“ segir Kaaren. Einstök sagnahefð „Í ár sóttu níu þátttakendur, úr ýmsum greinum, námskeiðið. Með- al nemenda voru tvær konur frá Berkeley-háskólanum í Kaliforníu, sem eru að læra forníslensku og stefna á frekara framhaldsnám í forníslensku, en þetta var í fyrsta skiptið sem þær komu til Íslands. Þó Íslendingar geri sér kannski ekki fyllilega grein fyrir því þá er töluverður áhugi hjá bandarísku háskólafólki á öllu því sem íslenskt er, þar á meðal þjóðsögunum, sagnahefðinni og víkingum,“ segir Kaaren, sem heillaðist sjálf ung af íslenskunni gegnum bókmennta- arfinn. „Mér fannst Íslendingasög- urnar og Eddukvæðin svo sérstakt fyrirbæri og var heilluð af því hvernig Íslendingar sögðu sögur á miðöldum, enda er þetta alveg ein- stakt fyrirbæri,“ segir Kaaren sem hefur rannsakað bókmenntaarfinn síðustu áratugi. „Í ein sautján ár var ég að vinna að útgáfu bók- arinnar Elucidarius sem gefin var út af Árnastofnun og fyrir þremur árum gaf ég út enska þýðingu á Völsunga sögu, en undirbúningur þeirrar bókar tók um tíu ár. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af Völs- unga sögu enda er hún afar spenn- andi og býr yfir dramatískum per- sónum, sjálf er ég þó hrifnust af Fáfni. Í augnablikinu er ég, í sam- vinnu við starfsfélaga minn við Minnesota-háskóla, að vinna að samanburðarrannsókn á annars vegar Brynhildi og Guðrúnu í Völs- unga sögu og hins vegar samsvar- andi kvenpersónum í Niflungaljóð- inu. Við beinum athygli okkar sérstaklega að konum og vali þeirra á mannsefnum, en í sög- unum er sjónum sérstaklega beint að vanda þess að gifta sig rétt. Þannig hljótast yfirleitt miklar deilur og erfiðleikar ef Völs- ungakonur giftast niður fyrir sig, en þetta virðist ekki vera sama vandamálið hjá körlunum. Í Völs- unga sögu gerist það a.m.k. þrisv- ar að ættstór kona giftist niður fyr- ir sig og leiðir það í kjölfarið til algjörs glundroða. Þannig má ljóst vera að ef hjónabandið er ekki skipulagt vel þá veldur það því að ættarveldið brotnar niður og þar með samfélagið sjálft, enda byggir það á ættartengslum. Þar sem þetta er svona fyrirferðarmikið efni í sögunum hljótum við að álykta sem svo að þetta hafi verið fólki á ritunartímanum, þ.e. á þrettándu öld, ofarlega í huga,“ segir Kaaren. Undanfarið hefur Kaaren í samstarfi við Mariu Bonn- er unnið að rannsóknum á sam- tölum í Íslendingasögunum. „Við Maria kynntumst raunar hér á Ís- landi fyrir mörgum árum þegar hún var sendikennari í þýsku við Háskóla Íslands. Við höfum notað samræðugreiningu og beitt mikl- um nærlestri til þess að skoða sam- tölin í t.d. Hrafnkels sögu, sem hljóta að hafa virkað raunsæ á áheyrendur og lesendur þess tíma, til þess að komast að því hvernig fólk hafði áhrif hvert á annað í samtölum. Allt byggist þetta á hug- myndinni um að þegar þú talar við einhvern þá býr alltaf eitthvert markmið að baki, þú ert alltaf ann- aðhvort að reyna að hafa áhrif á einhvern eða fá eitthvað. Út úr samtölunum er síðan hægt að lesa afar forvitnilegar menningarlegar upplýsingar um það hvernig fólk reyndi að sannfæra aðra og hvers konar aðferðum og klækjum það beitti til þess að ná sínu fram, hve- nær var t.d. viðeigandi að móðga einhvern eða ógna einhverjum,“ segir Kaaren, en von er á grein um efnið í vísindatímariti í Svíþjóð á næstunni. Hefur verið heilluð af Íslandi í þrjá áratugi Hópur bandarískra háskólanema dvaldi ný- verið hérlendis við nám í nútímaíslensku. Í förinni var dr. Kaaren Grimstad, einn fárra prófessora í forníslensku í Bandaríkjunum, og tók Silja Björk Huldudóttir hana tali. Morgunblaðið/Golli Dr. Kaaren Grimstad, prófessor í forníslensku við Minnesota-háskóla. silja@mbl.is Einnota vegur nefnist ljóða- bók eftir Þóru Jónsdóttur. Þetta er níunda bók höfundar. Bókin fjallar meðal annars um breytingar og endurnýjun mannsævinnar og náttúrunnar á ný- stárlegan hátt. Útgefandi er Mýrarsel. Ljóð Frystitogari úti á ballarhafi Sýn- ing dagsins er þegar flöskuskeyti verður hent í hafið og er það liður í sýningu Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Grislingur bygg- ir hús er í flokknum „Litlu Disney- bækurnar“. Oddný S. Jóns- dóttir þýddi. Í bókinni segir frá Grislingi sem er leiður yfir því að Eyrnaslapi á ekkert hús. Bang- símon er sammála og ákveða þeir að byggja hús handa vini sínum. En Grislingur verður hissa þegar Bang- símon ákveður að kalla staðinn Bangsímons-hól í höfuðið á sjálfum sér. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 16 bls. Verð: 290 kr. Börn Nihil obstat er ljóðabók eftir Eirík Örn Norð- dahl. Í fréttatilkynn- ingu frá útgef- anda segir m.a.: „Algjörlega sinnu- laus um markalín- ur textategunda, forma og tungumála makar Eiríkur sig við samtímann, glottir við tönn og hlær en stynur ekki: Ég eyddi heilum degi í leit að sið- ferðilegri vandlætingu. Ég fann það skemmtilegasta fyrst. Snemma morguns sló ég „I hope that you burn in hell“ inn í leitarvélina, í gæsalöpp- um nákvæmninnar vegna og fékk upp fyrst af öllu efst á lista <?color><?param1A19,1A19,FFFE>- http://www.nukeafghanistan.net/ <?/color> og slagorðið spreading love through the middle-east … one megaton at a time. Ég hlæ meðan ég fullvissa ykkur: Þessu fólki er al- vara.“ Útgefandi er Nýhil. Bókin er 67 bls. Bókin fæst hjá nyhil@nyhil.com, höf- undi og í helstu bókabúðum. Verð: 2.000 kr. Ljóð Létt og freist- andi er eftir Nigellu Law- son í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Í kynningu frá útgefanda segir m.a.: „Sjónvarps- kokkurinn vinsæli, Nigella Lawson, hefur farið sigurför um heiminn með frísklega og spennandi mat- reiðsluþætti sína og bók hennar Nigella eldar sló eftirminnilega í gegn á íslenskum bókamarkaði í fyrra. Í þessari nýju bók, Létt og freistandi, bregst hún ekki les- endum sínum. Fjölbreytni og frum- leiki eru aðalsmerki hennar, réttirnir eru léttir, einfaldir og ljúffengir og tær matarást gerir útslagið við elda- mennskuna.“ Útgefandi: Vaka-Helgafell. Bókin er 284 bls., prentuð á Ítalíu. Verð: 3.990 kr. Matur verður í Osló 21. - 23. september í tengslum við stærstu byggingarefna- og tækjasýningu á Norðurlöndum, Bygg Reis Deg. Farið inn á www.nbdnorge.no Allar frekari upplýsingar gefur ritari Norræna byggingardagsins á Íslandi olijens@isl.is - sími 561 9036 - 894 6456
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.