Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.07.2003, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1966 kynnti banda-ríski sálfræðingurinndr. John Lewis Hol-land til sögunnar hiðsexhyrnda RIASEC- líkan, sem síðan hefur verið notað víða um lönd til grundvallar áhugasviðskönnunum. Þær eru ár- lega lagðar fyrir hundruð þúsunda einstaklinga, sem standa frammi fyrir ákvörðunum tengdum starfi, starfsferli eða námsvali. Hérlendis hafa áhugasviðskannanir verið not- aðar um nærfellt 20 ára skeið. Þeir eru því fjölmargir sem hafa tekið þær og þekkja til þeirra. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, hefur tek- ið þátt í starfi tengdu áhugasviðs- könnunum frá því að farið var að nota þær á Íslandi. Hún hefur lagt þær fyrir mikinn fjölda fólks á náms- og vinnumarkaði og túlkað og unnið með niðurstöður þeirra. Á þessu tímaskeiði hefur hún þró- að aðferð við túlkun niðurstaðna, sem miðar að því að gera þær haldbetri og notadrýgri fyrir ráð- þegana, en hin hefðbundna túlkun býður upp á. Ásta kallar aðferð þessa NemaCode og hefur hún vakið athygli og hrifningu þeirra sem henni hafa kynnst. Ásta vinnur um þessar mundir að því að tölvuvæða NemaCode að- ferðina, með það fyrir augum að hún geti gagnast starfsmanna- stjórum, fræðslustjórum, ráðgjöf- um í skólum og á vinnumiðlunum, kennurum og öðrum þeim sem vinna á mannauðssviði. Til að fá staðfestingu á að hún sé á réttri leið með hinn hugmyndafræðilega þátt NemaCode sendi Ásta dr. John Holland lýsingu á aðferð sinni. Hann lýsti yfir hrifningu sinni, sagðist vera orðinn manna- fæla en kvaðst þó vilja hitta Ástu og ræða frekar við hana. Því lagði hún land undir fót, flaug vestur um haf og hitti hinn aldna meist- ara á heimili hans. Tíðindamaður var fluga á vegg og fylgdist þaðan með fundinum. Gamli maðurinn og húsið Dr. John Holland býr einn í stóru, fallegu húsi í grónu hverfi í Baltimore. Hann er að verða 84 ára gamall, en grannvaxni mað- urinn sem tekur á móti okkur und- ir heiðum vorhimni gæti sem best verið 15 árum yngri. Hann er að ná sér eftir fótbrot og eftir að hafa boðið okkur sæti í stofu kemur hann sér fyrir í húsbóndastólnum og setur fæturna upp á borð. Hús- ið ber góðum smekk eigandans vitni, stór flygill og falleg málverk prýða stofuna. Hafi gestir verið feimnir og uppburðarlitlir yfir að hitta þennan stórmeistara fræð- anna, hverfur það eins og dögg fyrir sólu. Dr. Holland segir í viðvarandi tón oft hafa komið sér í vandræði fyrir að vera of blátt áfram og um- búðalaus í tjáskiptum, en bætir við að kímnigáfa sín hafi stundum komið sér til bjargar. Það þarf ekki að tala lengi við dr. Holland til að skynja kímnigáfuna. Eins er augljóst að þessi maður sem hefur helgað krafta sína því að auðvelda fólki að finna rétta hillu í lífinu, fann sína réttu hillu sjálfur. Hann er hárnákvæmur um allt sem lýtur að fræðunum, nýtur þess að segja frá störfum sínum og hugmyndum, og hleypur fyrirvaralaust inn á hliðarvegi til að hnykkja á áherslu- atriðum. Í einni slíkri lykkju af leið kemur fram, að eftir að hafa tekið áhugasviðskönnun á fjórða áratugnum hafi Holland verið ráð- lagt að verða lögfræðingur. „Ég hefði ekki orðið slæmur lög- fræðingur, en ég þoldi ekki form- festuna og að þurfa ítrekað að skrifa langt mál um eitthvað sem mér þótti skipta litlu máli.“ - Af hverju lagðirðu vinnusál- fræði fyrir þig? „Ég hafði áhyggjur af því hvað ég ætti að vinna við,“ svarar Hol- land að bragði og glottir við tönn. Allar sögur hafa upphaf Það liggur beint við að spyrja dr. Holland fyrst um RIASEC- líkanið og tilurð þess. Sexhyrning- urinn virðist í fljótu bragði vera býsna einfaldur, en hann rúmar eigi að síður forsendur til að máta áhugasvið fólks við viðfangsefni í starfi. Sviðið er vinnumarkaðurinn eins og hann leggur sig og þau störf sem hann samanstendur af. Ekkert smá viðfangsefni og brýnt að flækja ekki málin um of. En hvar byrjar sagan? „Ég útskrifaðist sem sálfræðing- ur árið 1942 og fór beint í herinn. Menntunar minnar vegna fékk ég það verkefni að ræða við nýliða, 15 mínútur hvern. Ég fyllti út yfir 2 þúsund eyðublöð fyrir jafnmarga menn. Það var stríð og fyrri reynsla og færni nýliðanna á ólík- um sviðum skipti miklu máli þegar þeim voru fundin verkefni. Öll þessi skráningarvinna og upplýs- ingaöflun varð til þess að ég fór að sjá svör ólíkra einstaklinga fyrir og taldi mig greina ákveðið mynst- ur. Stundum þurfti ég varla að heyra svörin! Þarna skapaðist grunnur að því sem síðar varð til. Eftir stríðið vann ég áfram með áhugasvið fólks út frá starfsgrein- um og komst þá að því að kerfið, sem stuðst var við og unnið eftir, var mjög stirt. Þetta voru líka tvö aðskilin kerfi: Annars vegar áhugasviðsgreiningartækin og hins vegar flokkunarkerfi allra starfs- greinanna. Mjög ruglingslegt, svo ég ákvað að reyna að gera eitthvað í málinu. Búa til eitt, samhæft kerfi, sem næði til beggja þátta. Smám saman fór ég að sjá innri samsvörun í niðurstöðum áhuga- sviðskannananna sem ég lagði fyr- ir. Síðan vann ég að stórri könnun þar sem 26 þúsund niðurstöður áhugasviðskannana voru mataðar inn í spánnýja ofurtölvu, svo risa- stóra að hún gat ráðið við 26 þús- und niðurstöður í einu!“ Hér brosir Holland breitt og hvíslar því að í dag noti hann sjálf- ur ekki tölvu. „Ég er nefnilega risaeðla!“ Og hann heldur áfram: „Á þessum tíma var heildarmyndin ekki sýni- leg og við unnum með tákngildi áhugasviðanna í belg og biðu. Dag einn var ég að vinna með nemanda í framhaldsnámi og sagði við hann að ég skynjaði einhverja reglu í óreiðunni. Við byrjuðum á R og röðuðum áhugasviðunum eftir skyldleika. Allt í einu vorum við komnir í hring. Við skoðuðum innbyrðis tengsl, andstæður og móthverfur og allt gekk þetta upp. Hvað eig- um við að gera við þetta? spurði stúdentinn og ég svaraði að við skyldum nota þetta til að flokka allar starfsgreinarnar. Margir halda að R sé fyrsti staf- urinn í RIASEC-samsetningunni af einhverri gildri, djúpri ástæðu. Ástæðan er sú að við byrjuðum á R.“ Og aftur kemur stríðnisglottið góða. „Eina stærðfræðin sem ég var góður í var rúmfræði. Mér gekk bölvanlega í algebru og er hand- viss um að það var kennaranum að kenna! Mér fannst bráðnauðsyn- legt að smíða líkan og myndgera kenninguna. Ég vildi ekki nota hringformið í mitt líkan, því annað hringlíkan var í gangi á þessum tíma. Ég velti mikið fyrir mér hvað táknin áttu að vera mörg og um tíma voru þau sjö. Kunningi minn, sem var á bólakafi í talnaspeki, fullvissaði mig um að sex væri góð tala og meðal annars þess vegna varð sexhyrningurinn til. Þetta tók allt óratíma, 10 ár eða meir og viðtökurnar voru misjafn- ar í byrjun.“ - Hefði eitthvað verið öðruvísi ef þessi vinna hefði verið framkvæmd í dag? „Í dag er mjög erfitt að fram- kvæma góðar rannsóknir, fólk er orðið dauðþreytt á öllum þessum könnunum. Skólar og aðrar stofn- anir reyna að koma sér hjá slíku, því átroðningurinn er svo mikill.“ - En hvað með breytta heims- mynd? Þjóðfélagið og vinnumark- aðurinn hefur tekið miklum breyt- ingum síðustu áratugina. Hvað með mælitækin og sexhyrninginn? Nú lyftist John Holland í stóln- um, tekur niður gleraugun og fær- ist allur í aukana. „Þetta er „Himinninn er að hrynja“-kenningin … en vitið þið hvað? Heimurinn er ekkert að hrynja!“ Gleraugun eru komin á sinn stað aftur. „Félagi minn, dr. Gottfredson, rannsakaði hlutfall starfa í flokk- unarkerfinu okkar á hverjum ára- tug frá þeim sjöunda og það hafa orðið sáralitlar breytingar. Hins vegar breytast innviðir starfa, inn- byrðis afstaða starfa og við sjáum ýmsar aðrar breytingar á vinnu- markaðinum. Breyttir tímar Starfsfólk á heilbrigðissviði þarf til dæmis í dag að fást við flóknar vélar og tæki, sem voru ekki til fyrir nokkrum árum. Bókasafns- fræðin hefur tekið stakkaskiptum. Við höfum þurft að endurskoða flokkun ýmissa starfa sem hafa tekið breytingum. En eftir stendur þörf fólks fyrir að meta áhugasvið sín og bera þau saman við þær leiðir sem færar eru varðandi nám og starf. Hitt stendur líka eftir að RIASEC-sexhyrningurinn hefur staðist tímans tönn. Síðan er það þetta með hreyf- anleikann á vinnumarkaðinum. Einu sinni fékk fólk vinnu og hélt sig við hana út lífið. Þetta hefur breyst heldur betur og ég hef skoðað hvernig fólk innan ólíkra hópa innan RIASEC-kerfisins tekst á við breytingar. Mér virðist sem fólk í E- og S-hópunum standi vel að vígi í því samhengi, en þetta er býsna flókið mál.“ Síminn hringir, en húsráðandi kippir sér ekki upp við það og svarar ekki. Segir að líklega sé verið að reyna að selja sér tölvu. Svo heldur hann áfram: „Ég rakst nýlega á bók um heppni eftir breskan höfund. Mig minnir að hún heiti Good Luck. Hann fjallar m.a. um hvernig fólki gengur að kljást við óvænt áföll, eins og til dæmis að missa vinn- una. Heppnin kemur ekki bara ut- an frá, hún sprettur líka úr inn- ræti og innstillingu, hvort þú hefur vilja til að gera eitthvað í málinu. Ég komst einu sinni upp á kant við yfirboðara minn, svo hressilega að deildin mín var lögð niður! Ég lærði mikið af því að fylgjast með hvernig starfsfólkið brást við því að missa vinnuna og hvernig það vann síðan úr sínum málum. Það leit ekki vel út í byrjun en allir fengu aðra vinnu að lokum.“ Og hvað skyldi svo höfundi RIASEC-líkansins finnast um NemaCode, íslensku túlkunarað- ferðina hennar Ástu Ragnarsdótt- ur? Enn tekur dr. Holland niður gleraugun. „Þú nærð því með NemaCode að setja í samhengi og útskýra með skýrum hætti margt sem við höf- um verið að fást við í gegnum tíð- ina. Myndræna nálgunin þín er mjög gagnleg og á vel við í dag.“ Þau Ásta og dr. Holland bresta nú í miklar og djúpar samræður um atriði sem setja leikmann fljót- lega út af laginu. Örvar og pílur eru teiknaðar og Ásta útskýrir hvernig sú hugmynd hennar að skipta hverjum hópi líkansins í hægra og vinstra hvel hefur höfð- að til þeirra sem prófin taka. Auk- inn skilningur á forsendum líkans- ins og því hvernig hægt er að notfæra sér niðurstöðurnar skipti höfuðmáli. Dr. Holland kinkar kolli og stað- festir að nýir tímar kalla á nýjar aðferðir. Hagleiksmaðurinn Við höfum áhyggjur af því að hinn tæplega hálfníræði fræðimað- ur sé að verða þreyttur, en það er öðru nær. Þegar við hyggjumst kveðja vill hann sýna okkur húsið og vinnuaðstöðu sína. Nú kemur á Áhugi á áhuga Ljósmynd/Valgeir „Í dag er mjög erfitt að framkvæma góðar rannsóknir, fólk er orðið dauðþreytt á öllum þessum könnunum. Skólar og aðr- ar stofnanir reyna að koma sér hjá slíku, því átroðningurinn er svo mikill,“ segir John Lewis Holland. Ásta Ragnarsdóttir og Holland í djúpum samræðum um NemaCode. Áhugasviðskannanir byggð- ar á RIASEC-líkani banda- ríska sálfræðingsins dr. John Lewis Holland eru árlega lagðar fyrir hundruð þús- unda einstaklinga, er standa frammi fyrir ákvörðunum tengdum starfs- eða náms- vali. Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnars- dóttir heimsóttu Holland.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.