Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 20.07.2003, Síða 35
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 35 GUÐNI Ásgrímsson á Vopnafirði hefur verið með hákarlalínu skammt norðaustur af Bjarnarey í sumar og er búinn að fá þrjá hákarla á línuna. Fréttaritari Morgunblaðsins tók þessa mynd af Guðna þar sem hann var að munda sig til að skera hákarl sem hann fékk í fyrradag. Morgunblaðið/Jón Sigurðarson Með hákarlalínu við Bjarnarey Vopnafjörður FÉLAG eldri borgara í Stranda- sýslu stóð fyrir ferð á Snæfellsnesið í lok júnímánaðar. Þetta er níunda ferðin sem félagið stendur fyrir síðan það var stofnað árið 1998. Fé- lagsmenn eru 94 og tók nálægt helm- ingur þeirra þátt í ferðinni að þessu sinni. Lagt var upp frá Hólmavík að morgni sunnudagsins 22. júní og far- ið suður sýsluna og yfir Laxárdals- heiði, en ferðalangar vítt og breitt úr sýslunni bættust í hópinn á leiðinni. Lá leiðin í Stykkishólm og þaðan í eyjasiglingu með Sæferðum. Snædd- ur var veislumatur um borð og gafst m.a. kostur á að smakka skelfisk sem sóttur var í sjóinn á leiðinni. Þá var harmónikkuleikur um borð og skemmtileg stemning, enda veður með ágætum. Eftir að hafa gist í Stykkishólmi hélt hópurinn í hringferð um nesið. Byrjað var á að aka Vatnaleið, sem fyrir fáeinum árum leysti Kerl- ingaskarðið af hólmi. „Ákaflega fal- leg leið,“ sagði Ragnheiður Runólfs- dóttir, ein ferðalanganna. Á leið um nesið var meðal annars áð á Helln- um, Sönghellir skoðaður og ekið upp að hinum magnaða Snæfellsjökli. Leiðsögumaður hópsins þennan dag var Skúli Alexandersson, fyrrver- andi alþingismaður. Aftur var gist í Stykkishólmi og þriðja daginn lá leiðin í Bjarnarhöfn þar sem smakkað var á gómsætum veigum eins og hákarli, reyktum rauðmaga og heimabökuðu rúg- brauði. Hildibrandur Bjarnason, bóndi á staðnum, var hópnum til leið- sagnar og sýndi meðal annars gömlu bændakirkjuna sem stendur neðan við bæinn. Loks var farið í Grund- arfjörð þar sem Njáll Gunnarsson fylgdi hópnum um staðinn. Meðal þess sem bar fyrir augu þar var hin fallega sóknarkirkja þeirra Grund- firðinga. Um miðjan dag var svo haldið heim á leið eftir vel heppnaða ferð sem að sögn Ragnheiðar gekk mjög vel og óhappalaust fyrir sig. Að vanda var Hallfríður Sigurð- ardóttir á Hólmavík hópnum innan handar í ferðinni. „Halla er ásamt Tryggva bílstjóra Ólafssyni á Drangsnesi ómissandi ferðafélagi og hafa þau bæði fylgt félagi eldri borg- ara í öllum ferðum sem farnar hafa verið til þessa,“ sagði Ragnheiður að lokum. Dagsferð er áformuð á veg- um félagsins síðsumars, en ekki er ákveðið hvert henni verður heitið. Ljósmynd/Hallfríður Sigurðardóttir Hluti hópsins við gömlu bændakirkjuna í Bjarnarhöfn. Eldri borgarar af Ströndum ferðast um Snæfellsnes Hólmavík TVÖ dönsk og eitt sænskt skip lönd- uðu kolmunna í Neskaupstað í gær. Aflann fengu skipin í Smugunni rétt utan íslensku lögsögunnar austur af landinu. Frekar sjaldgæft er að skip frá þessum þjóðum komi með afla til löndunar í Neskaupstað. Þessi skip eru úr hópi sex skipa sem veiða sam- an og eru þau með tveggja skipa troll. Þegar búið er að fylla eitt skip- anna heldur það til löndunar en ann- að kemur í staðinn og tekur við og heldur áfram að toga og síðan koll af kolli. Skipin eru fremur lítil miðað við skip sem Íslendingar nota við kolmunnaveiðarnar en hvert þeirra um sig landaði um 400 tonnum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Það fór vel um skipverjana af dönsku kolmunnaveiðiskipi sem brugðu sér í bæinn og tylltu sér niður og sleiktu sólskinið. Auðvitað svöluðu þeir þorst- anum að dönskum sið með léttöli, sem að sjálfsögðu var danskt. Erlend skip landa kolmunna Neskaupstaður MÖGULEIKAR varðandi lausar lóðir fyrir íbúðar- og atvinnuhús- næði voru kynntir í Borgarnesi ný- lega þegar nokkrir bæjarfulltúrar ásamt bæjarritara komu saman í Skallagrímsgarði þar sem vettvang- ur kynningarinnar var. Búið var að tjalda yfir kynninguna og vegfarend- um boðið upp á kaffi og mungát um leið og þeir fengu persónulega leið- sögn um þá möguleika sem standa til boða. Deiliskipulag liggur fyrir um á sjötta tug íbúðarlóða í nýju hverfi í Bjargslandi en af þeim standa 24 lóð- ir við nýja götu sem hefur hlotið nafnið Kvíaholt. Þessar lóðir eru til- búnar til úthlutunar og hefur sjö lóð- um nú þegar verið úthlutað og tvö hús eru risin. Með kaupum Borgar- byggðar á húsnæði Byggingavöru- verslunar KB var hægt að hefja deiliskipulag í eldri hluta Borgar- ness. Þarna er um að ræða timbur- planið (Rauða torgið) sem liggur að Brákarsundi ásamt kaupfélagsplan- inu sem stendur ofar. Fyrstu drög að deiliskipulagi liggja fyrir en það voru VA-arkitektar sem sett hafa fram þrjár tillögur að hugmyndum um þetta svæði. 23 lóðir fyrir atvinnu- og iðnaðar- starfsemi hafa verið skipulagðar í tveimur kjörnum vestan við þjóðveg nr.1 sem liggur til norðurs úr Borg- arnesi. Annars vegar hafa verið skipulagðar 12 iðnaðarlóðir við Sól- bakka. Þarna er lóðastærð um 4.000 m2 að stærð. Hins vegar hafa verið skipulagðar 11 lóðir sem hver er um 10.000 fermetrar að stærð. Þessar lóðir eiga að standa við tvær götur þ.e. Vesturás og Vallarás sem er gegnt golfvellinum. Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur þegar reist eina byggingu á þessu svæði undir vínframleiðslu sína. Nýjar lóðir kynntar í Borgarnesi Borgarnes Morgunblaðið/Guðrún Vala Sveinn G. Hálfdanarson, formaður Verkalýðsfélagsins, og Ásgeir Ás- geirsson, bókari Borgarverks, kynna sér lóðaframboðið. SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Princ- ess Danae sigldi inn Skjálfanda á dögunum og létti akkerum fyrir framan höfnina á Húsavík þar sem skipið kemst ekki að bryggju þar vegna stærðar sinnar. Erindi skipsins til Húsavíkur var að ná í um 280 farþega sem höfðu farið frá Akureyri um morguninn í skoðunarferð um Suður-Þingeyjar- sýslu. Léttabátar Prinsessunnar hófu strax siglingar með farþegana að skipinu þar sem þeir stigu um borð og að því loknu hélt skipið til hafs á nýjan leik. Princess Danae er byggt í Belfast á Norður-Írlandi 1955. Það er 162,3 metrar að lengd og 21,3 á breidd. Skipið siglir undir portúgölsku flaggi, skráð á Madeira. Farþegar selfluttir um borð í Princ- ess Danae Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Farþegar Princess Danae voru selfluttir út í skipið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.