Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 38
MINNINGAR
38 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þó missi ég heyrn og mál og róm
og máttinn ég þverra finni,
þá sofna ég hinst við dauðadóm,
ó, Drottinn, gef sálu minni
að vakna við söngsins helga hljóm
í himneskri kirkju þinni.
(Ólína Andrésdóttir.)
Elsku afi.
Takk fyrir allar fallegu minn-
ingarnar sem þú skildir eftir.
Takk fyrir allt og allt.
Takk fyrir að hafa verið til.
Við söknum þín.
Vertu sæll, elsku afi.
Elsa, Óttar og Elva.
Elsku langömmuafi minn.
Takk fyrir allar stundirnar. Það
var gaman að skottast hjá þér í
bílskúrnum, vera í dýraleik í sól-
stofunni og svo gott þegar þú hlýj-
aðir mér á tánum.
Langömmuafi minn með skegg-
ið, ég sakna þín.
Þín
Embla Líf.
HINSTA KVEÐJA
✝ Björn EmilBjörnsson fædd-
ist á Búðareyri við
Reyðarfjörð 4. febr-
úar 1924. Hann lést á
Landsspítalanum
Fossvogi 10. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
Björns voru Björn
Björnsson málari, f. á
Eskifirði 10. júlí
1891, d. 9. maí 1983,
og Sigurlaug Guð-
jónsdóttir, f. á Hall-
freðsstöðum í Tungu-
hreppi 12. júlí 1891,
d. 25. okt. 1969.
Björn ólst upp í Reykjavík hjá föð-
ursystur sinni, Katrínu Björns-
dóttur.
Björn kvæntist 5. apríl 1947 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Elsu
Violu Backman, f. 21. nóv. 1924.
Foreldrar hennar voru Ernst Fri-
dolf Backman, verkamaður frá
Värmalandi í Svíþjóð, f. 13. ágúst
1891, d. 19. apríl 1959, og Jónína
Salvör Helgadóttir Backman hús-
freyja, f. á Kvíavöllum í Miðnes-
hreppi 16. júlí 1894, d. 15. nóv-
ember 1988.
Björn og Elsa eignuðust sex
börn, þau eru: 1) Stúlkubarn, f. 25.
des. 1946, d. 26. des. 1946. 2) Sig-
urbjörn Ernst, f. 11.
mars 1948, eigin-
kona hans er Þóra
M. Sigurðardóttir og
eiga þau tvö börn og
eitt barnabarn. 3)
Ingrid, f. 22. okt.
1949, eiginmaður
hennar er Oddgeir
Þór Árnason. Ingrid
á þrjá syni og eitt
barnabarn. 4) Katrín
Súsanna, f. 11. des.
1950, hún á fjögur
börn og átta barna-
börn. 5) Anna Soffía,
f. 10. nóv. 1953, eig-
inmaður hennar er Þráinn B.
Jónsson, þau eiga þrjú börn og
fjögur barnabörn. 6) Elsa Birna, f.
19 sept. 1960, í sambúð með Gunn-
ari Björnssyni. Elsa á tvo syni.
Björn lauk námi við skipasmíði
árið 1944 frá Slippfélagi Reykja-
víkur og vann við iðn sína allan
starfsaldur sinn hjá Slippfélaginu.
Björn og Elsa hófu sambúð sína á
Háaleitisveg 23 en fluttu í ný-
byggt hús sitt 1957 á Tunguvegi
13, Reykjavík og bjuggu þar til
2001 er þau fluttu í Lágengi 23 á
Selfossi.
Útför Björns var gerð í kyrrþey
frá Selfosskirkju 18. júlí.
Elsku vinurinn eini og sanni, þá er
kveðjustundin komin. Stundin sem
við bæði kviðum fyrir, stundin sem
við vissum að kæmi en sem betur fer
fékkst þú að fara á undan eins og þú
óskaðir. Ég vona að þú reynir að
taka frá pláss fyrir hana ,,góðu þína“
og hafa allt tilbúið eins og þú varst
vanur, áður en sú gamla birtist því
ég vona að það verði ekki mjög langt
á milli okkar. Til að lina sársaukann í
hjarta mínu verð ég að kveðja þig
með nokkrum þakkarorðum.
Þakka þér fyrir öll árin sem við
höfum verið saman, góði minn, sem
eru hátt í 60 ár. Manstu, elsku vinur,
eftir brúðkaupsdeginum okkar, hvað
við vorum ung og barnaleg, ég man
enn eftir veðrinu þann dag, það var
þungskýjað fram á miðjan dag en
svo birti til og sólin skein fram á
kvöld og sólsetrið var dásamlegt.
Eins var með hjónabandið okkar,
góði minn. Veikindi og fátæktarbasl
fyrstu árin en svo birti til og efri árin
mörg og góð. Manstu, vinur minn,
hvað við vorum stolt af barnahópn-
um okkar og svo komu barnabörnin
og að lokum langafa- og -ömmubörn-
in. Elsku vinur, hvað við vorum glöð
og ánægð þegar við horfðum á allan
hópinn.
Jæja, vinurinn besti, ég ætla ekki
að hafa þessar línur fleiri en að lok-
um kærar þakkir fyrir öll árin okkar
dásamlegu, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Þín ektakvinna,
Elsa.
Elsku afi, nú er þessi sorgarstund
runnin upp, þar sem vegir okkar
skilja. Við munum hvað það gat nú
verið gaman að fá ýmsan fróðleik hjá
afa sínum og ekki skemmdi fyrir að
það var oft stutt í húmorinn hjá þér.
Það var yndislegt að fá að hafa þig
hjá okkur öll þessi ár og nú fá æðri
völd að njóta nærveru þinnar.
Ó, faðir, gjör mig sigursálm,
eitt signað trúarlag,
sem afli blæs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
(M. Joch.)
Við söknum þín sárt.
Arnar Steinn og Andri Hrafn.
Það er fallegt útsýnið á Eyrar-
bakka. Þar sem ég sit og horfi út um
gluggann sé ég hafið, þar sem það
teygir sig og hverfur út við sjón-
deildarhringinn. Það er komið kvöld
og sólin er að setjast, himinninn er
litaður rauðum bjarma. Sólin er
einnig sest hjá afa mínum sem
kvaddi þennan heim 10. júlí sl. Það
var svo margt sem ég átti eftir að
tala um við hann, margt sem ég ætl-
aði mér að spyrja hann um. Hann afi
minn var einstök persóna. Hann
vakti svo mikla og sterka öryggis-
kennd, bara að vera nálægt honum,
og handtakið hans var þétt og hlýtt,
það hafði enginn eins sterkar og
hlýjar hendur og hann afi minn. Það
var oft margt um manninn á Tungó
hjá ömmu og afa. Við vorum mörg
barnabörnin sem stundum fengum
að gista og ekki alltaf hljóðlátt í
kringum okkur en samt man ég aldr-
ei eftir að afi hafi þurft að hækka
róminn til að þagga niður í óláta-
belgjunum. Ég man aldrei eftir að
hafa séð afa minn reiðan eða æstan.
Mér finnst svo stutt síðan þau amma
fóru með okkur krakkana í veiðiferð
í Kleifarvatn og við fengum öll einn
fisk fyrir hvert ár sem við höfðum lif-
að, síðan eru liðin 25 ár en minningin
er sem greypt í huga mér, sem og
leikirnir í garðinum á Tungó og
myndatökurnar í stiganum. Afi hafði
þann eiginleika að kalla það besta
fram í fólki með sínu einstaka lund-
arfari, alltaf hlýr og rólegur. Hann
hafði það yfirbragð að allir báru virð-
ingu fyrir honum, traustvekjandi og
yfirvegaður alveg fram í andlátið.
Þegar ég og fjölskylda mín flutt-
um á Eyrarbakka hófumst við handa
við að spá í og skipuleggja endur-
bætur á húsinu okkar sem er orðið
aldargamalt. Þá var gott að geta leit-
að til afa. Engan smið hef ég þekkt
sem hann, það var ekkert sem hann
gat ekki smíðað eða lagað og hann
hafði sérstakt auga fyrir því gamla,
hvernig ætti að varðveita og laga svo
að hluturinn héldi sinni upprunalegu
mynd. Og afi kom í heimsókn, skoð-
aði og sagði sitt álit, gaf mér góð ráð.
Hann var lærður skipasmiður af
gamla skólanum, var einstaklega
vandvirkur og natinn við timbrið og
þann hlut sem hann vann við þá
stundina. Það eru ekki margar vikur
síðan hann kláraði að gera upp bað-
herbergið hjá þeim ömmu og það ber
vitni um handbragð hans, baðher-
bergisborðið með innfelldum flísum
og allt rennt og fágað. Það er ekki að
sjá að þar hafi verið á ferð maður
sem aðeins átti eftir eitt ár í 80 árin.
Það er svo margt sem mig langaði að
læra af honum en það er víst orðið of
seint að biðja hann um að kenna mér
að geirnegla.
Afi var frábær faðir og afi, en
hann var líka sálufélagi ömmu minn-
ar. Samband þeirra var aðdáunar-
vert, þau voru svo miklir félagar.
Það voru ekki margar næturnar sem
þau þurftu að eyða hvort í sínu lagi.
Aldrei heyrði ég þau rífast þótt þau
hafi kannski ekki alltaf verið sam-
mála. Allt sem þau gerðu gerðu þau
saman og þau voru falleg hjón. Þótt
afi sé farinn er amma ekki ein eftir,
börnin hennar, ömmubörnin og lang-
ömmubörnin eru orðin stór hópur.
Við ætlum öll að standa saman og
rifja upp góðu minningarnar, þær
eru ótal margar.
Ég þakka afa mínum samfylgdina
og fyrir að hafa verið okkur öllum
einstök fyrirmynd, bæði í orðum og
gjörðum. Elsku amma, megi guð
styrkja þig í sorginni og þú mátt vita
að ég verð alltaf til staðar þegar þú
þarft á mér að halda.
Björn Emil.
Það finnst varla rólegri eða þol-
inmóðari maður en „afi Björn“. Ég
efast meira að segja um að hann hafi
blótað þó að hann hafi lamið á putt-
ann á sér (sem raunar er nánast
ómögulegt, betri smiður finnst
varla). Aðeins einu sinni minnist ég
þess að hafa heyrt hann brýna raust-
ina, þá bjó yngsta systirin, Elsa
Birna ennþá heima og var á tánings-
aldri og var að fárast yfir einhverju
(eins og táningum er títt) og afi sagði
eitthvað við hana og hún rauk inn til
sín í fússi og skellti hurðinni. Ég og
Bjössi frændi sátum á tröppunum
(við vorum þetta 5–6 ára maurapúk-
ar) og fannst upplagt að stríða Elsu,
sérstaklega af því að hún tók að
óstinnt upp og hrópaði á móti. Afi
kom þá og hastaði á okkur strákana
og sagði okkur að láta hana í friði.
Sem við hlýddum samstundis, því
það kom einhverra hluta vegna ekki
til mála að óhlýðnast honum. Meira
að segja dýrin fóru eftir því sem
hann og amma sögðu (það er ekki
hægt að tala um afa án þess að nefna
ömmu). Hundurinn Rex fór t.d. aldr-
ei inn í stofu, þó að hann væri einn
heima, því hann vissi að það var
bannað. Og undirritaður byrjaði að
ganga með dyggri aðstoð frá þáver-
andi heimilishundi. Það var sama
hvort væru páfagaukar, kettir, kan-
ínur eða önnur dýr, það var eins og
þau væru á sömu bylgjulengd og
dýrin. Gagnkvæm virðing og um-
hyggja. Enda sama hvort væru dýr
eða barnabörn; alltaf sama þolin-
mæðin hjá þeim tveim.
Ef ég ætti að lýsa heimili og lífi
þeirra beggja í tveimur orðum,
myndi ég nota danska orðið „hygge“
(man ekki eftir tilsvarandi íslensku
orði) og öryggi. Öll barnabörnin
minnast þess að hafa setið fyrir
framan sjónvarpið á laugardags-
kvöldi með „gömlu hjónunum“ og
beðið eftir að hin vikulega bíómynd
Ríkissjónvarpsins byrjaði, og ekki
ósjaldan komu þau gullnu orð frá
ömmu; „Bjössi minn, nennirðu ekki
að kaupa ís handa krökkunum“, og
svo var japlað á heimatilbúnum
mjólkurhristingi, poppkorni eða
álíku, á meðan atburðir myndarinn-
ar voru hástöfum ræddir. Og ég
minnist þess ekki að afi hafi nokkurn
tíma neitað að keyra af stað í slíkum
erindagjörðum eða fundist hann
hafa þarfari hlutum að sinna.
Og árviss viðburður var auðvitað
jólin. Það mátti helst ekki kaupa nýtt
jólaskraut, við kröfðumst þess að
gömlu jólasveinarnir færu á vana-
lega staði og svo var setið í eldhúsinu
með lítil marglituð kerti sem við
bræddum þannig að það myndaðist
bókstafur, mynd eða mynstur á lít-
inn disk.
Í stuttu máli: Hefðir. Og öryggi.
Vissa þess að þó að allur heimurinn
breyttist þá væri alltaf sama góða og
rólega andrúmsloftið hjá afa og
ömmu og það dýrmætasta af öllu;
tími. Það var tími til að gera hluti;
fara með krakkahópinn að veiða í
Kleifarvatni. Eða striplast um úti í
garði á heitum sumardegi með vatn í
bala, ærsl og læti og pissa út í blóma-
beði.
Stjúpdóttir mín var að koma inn
og spurði hvað ég væri að skrifa. Ég
útskýrði fyrir henni hina íslensku
hefð að skrifa minningargrein.
Henni fannst það hreint ekki fráleitt
og sagði svo: „Og þú manst að skila
kveðju“. „Ha, já já,“ sagði ég. Hún sá
að ég hafði misskilið hana og sagði
„Nei, sko ekki kveðju til fjölskyld-
unnar, eða jú, þau mega alveg fá
kveðju, nei, ég meina kveðju til afa,
mér fannst hann alveg ofsa fínn þeg-
ar við vorum í heimsókn síðast.“
Kveðjunni er hér með komið á fram-
færi. Ekki slæm eftirmæli það, afi
minn.
Þú átt stóran þátt í mínum barn-
dómi, sem hefði verið svo miklu fá-
tækari án þín. Takk fyrir allan þann
tíma og þolinmæði sem þú gafst mér,
fyrir það mun ég aldrei gleyma þér.
Ef allir þínir góðu eiginleikar gæfu
bara eina krónu hver, væriðu millj-
ónamæringur. Og ef góðar minning-
ar um þig gerðu það einnig, væri ég
milljarðamæringur. Þín verður
minnst og sárt saknað.
Steinarr Finnbogason,
Óðinsvéum.
Elsku afi.
Þú varst alltaf til staðar, afi, alveg
frá því að við fæddumst. Þú dundaðir
þér oft við hefilbekkinn niðri í kjall-
ara á Tunguveginum, raulandi kunn-
uglegan lagstúf. Þannig fannst
manni, á einhvern skrýtinn hátt, að
þú myndir alltaf vera. Það er
kannski þess vegna sem þetta und-
arlega tómarúm hefur myndast.
Við munum vel að verkstæðið í
kjallaranum á Tunguvegi 13 var
undraheimur fyrir okkur strákana
og þegar við fórum þar inn reyndi
maður að gera sér í hugarlund hvað
öll þessi skrýtnu tæki og tól gerðu.
Svo brostir þú bara og hlóst þegar
maður spurði hvað hitt og þetta
gerði. Það var alltaf merkilegur frið-
ur þarna niðri hjá þér, asinn og
stress samtímans virtist hafa þar lítil
áhrif. Jafnvel tíminn virtist ekki bíta
á gamla útvarpið í horninu fyrir ofan
hefilbekkinn.
Það var sérstakt ævintýri að fá að
gista á Tungó. Þá fórst þú með okkur
upp á vídeóleigu á meðan amma bjó
um svefnsófann. Svo horfðum við á
spóluna í sameiningu, maulandi eitt-
hvert góðgæti. Eins fljótt og myndin
var komin í tækið fór amma að reifa
söguþráðinn og benda á helstu ill-
menni og drullusokka á meðan þú
sast í ruggustólnum góða og tókst
öllu með þinni alkunnu ró. Svo þegar
búið var að horfa á bjölluna Herbie
eða Lassí fór öll hersingin niður í
eldhús þar sem nýmjólk og mjólk-
urkex var boðið á línuna. Svo sofnaði
maður, pakkaður inn í dúnsæng, al-
sæll í þessum verndaða litla alheimi
sem Tunguvegurinn var í huga okk-
ar strákanna.
Þegar við lítum á þá þýðingu sem
þú hafðir fyrir þína nánustu og
hvernig þú snertir okkur reynum við
frekar að fagna því góða lífi sem þú
áttir í stað þess að dvelja í sorginni.
Við erum þakklátir fyrir þann
tíma sem við áttum saman, elsku afi.
Orri og Ýmir.
Það er alltaf erfitt að kveðja ást-
vini sína, en afi minn, ég veit að þér
líður vel þar sem þú ert núna. Það er
ekki beinlínis auðvelt að setjast bara
niður og skrifa til þín kveðjuorð, því
nú langar mig að segja svo margt,
því hugurinn fer á flug aftur í tímann
og margar yndislegar minningar
hlaðast upp. Ósjálfrátt reikar hug-
urinn í hlýjuna á Tungó, enda á ég
flestallar minningarnar um þig það-
an. Alltaf var jafngott að koma eftir
langa keyrslu að austan og leggjast
undir þykka mjúka sæng á stóran
kodda svo maður sást varla í rúminu,
oftast komuð þið amma með kvöld-
kaffi handa okkur í rúmið og aðgætt-
uð hvor það færi ekki nógu vel um
okkur systkinin í rúminu. Stundum
þegar við vorum að koma seint að
kvöldi fengum við að fara með þér að
sækja ömmu úr vinnunni, þá var allt-
af stoppað í sjoppunni á leiðinni og
allir fengu gotterí, þetta var fastur
liður þegar við komum að austan
þegar amma var á kvöldvakt. Ekki
má nú gleyma ófáum kvöldunum
sem við krakkarnir sátum uppi og
spiluðum lúdó eða laumu við ömmu
með fulla skál af niðurskornum app-
elsínum og eplum, það er eins og það
hafi verið í gær. Mér er það svo
minnisstætt hvernig þú sast í ruggu-
stólnum og horfðir yfir allan barna-
skarann þinn og naust þess að hafa
öll barnabörnin þín hjá þér.
Ég held ég gleymi aldrei þegar þú
lést mig stíga á fæturna á þér og
labbaðir um eða jafnvel dansaðir
með mig, trallandi lítið lag í eldhús-
inu á Tungó. Þessi litla minning fær-
ir alltaf hlýju í hjartað mitt og minnir
mig á hvað mér fannst ég alltaf
örugg með mínar litlu hendur í hlýju
lófunum þínum, ekkert gat komið
fyrir á meðan þú varst nálægur.
Reyndar, þótt höndin mín hafi
stækkað töluvert síðan þá, hef ég
alltaf fundið fyrir þessari tilfinningu,
þú tókst svo gjarnan í höndina mína
þegar ég kom til ykkar, það sagði allt
fyrir mig. Mikið á ég eftir að sakna
þess að fá ekki að finna fyrir hlýju og
tryggu hendinni þinni. Allt sem þú
gerðir var gert af alúð og einstakri
nákvæmni, enda öll smíðaverkin þín
eftir því, þú hugsaðir fyrir öllu,
hverju einasta smáatriði. Enda nú
þegar þú kveður getur þú verið svo
stoltur af því sem þú skilur eftir þig,
hvort sem það er fjölskyldan þín eða
handverkið þitt, því það er allt full-
komið. Ég gæti setið hér í allt kvöld
og skrifað niður allar þær yndislegu
minningar sem ég á um þig en þess í
stað ætla ég frekar að geyma þær
fyrir mig og varðveita í hjarta mínu.
Afi minn, takk fyrir allt. Guð
geymi þig.
Víldu mig er höfði þreyttur
hinsta sinn ég drúpi rótt.
Ber mig þá til bjartra sala,
blíða kyrra stirnda nótt.
(B. Þ. Gröndal.)
Jóhanna Ríkey.
BJÖRN EMIL
BJÖRNSSON
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endur-
gjaldslaust alla daga vikunnar.
Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is -
svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi
og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina síma-
númer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Tekið
er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg-
unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðs-
ins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum
greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um
hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför-
in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Birting afmælis- og
minningargreina