Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 42

Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐJÓNA F. EYJÓLFSDÓTTIR, Stórholti 19, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 12. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.30. Ólafur Þórðarson, Gunnar Ólafsson, Sara Hjördís Sigurðardóttir, Ástríður Ólafsdóttir, Sigrún Edda Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, PETRÍNU SOFFÍU ÞÓRARINSDÓTTUR ELDJÁRN, Suðurbyggð 1, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Stefán Árnason, Þórarinn Stefánsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Yngvar Bjørshol, Gunnhildur Stefánsdóttir, Árni Björn Stefánsson, Árni Stefánsson, Herdís Klausen, Páll Stefánsson, Gíslína Erlendsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Ágúst Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR frá Gautastöðum, áður til heimilis í Tjarnarlundi 6d, Akureyri. Innilegar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð fyrir einstaklega góða og hlýja umönnun. Kristinn Sigurðsson, Sigríður Kristinsdóttir, Stefán Sigurðsson, Guðrún Gísladóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Karl Rúnar Guðbjartsson, Atli Brynjar Sigurðsson, Sigríður Rósa Sigurðardóttir, Magnús Jón Antonsson, Jóhannes Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORGEIR HALLDÓRSSON, Austurbrún 27, Reykjavík, sem andaðist aðfaranótt þriðjudagsins 15. júlí, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 22. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð hjúkrunar- þjónustunnar Karitasar í síma 551 5606. Lára Hansdóttir, Hrafn Þorgeirsson, Margrét Ágústsdóttir, Halldór Þorgeirsson, Guðný Halldórsdóttir, Arndís Þorgeirsdóttir, Helgi Sverrisson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, PÉTUR EINARSSON byggingameistari, Þrastarási 4, Hafnarfirði, sem lést þriðjudaginn 8. júlí sl., verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðju- daginn 22. júlí kl. 15.00. Hildur Jónsdóttir, Jón Ragnar, Kristín Erla, Einar Pétur, Guðbjörg Hildur Pétursbörn, Einína, Ólöf, Guðrún og Gyða Einarsdætur. ✝ Þórunn Þor-geirsdóttir fædd- ist í Haukholtum í Hrunamannahreppi 6. mars 1902. Hún lést á Droplaugar- stöðum 10. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Halla Þorsteinsdótt- ir frá Haukholtum í Hrunamannahreppi og Þorgeir Halldórs- son, uppalinn í Hörgsholti þar í sveit en fæddur á Stokkseyri. Þau hófu búskap sinn í Haukholtum en fluttu fljót- lega að Grafar- bakka. Þórunn var elst 7 systkina og lifir yngsta systir henn- ar ein, Lára, f. 1917. Þórunn missti föður sinn ung og flutti fjölskyldan þá til Reykjavíkur þar sem sex systkinanna bjuggu saman um áratugaskeið. Hélt Þórunn þar heimili fyrir systkini sín og móður. Útför Þórunnar var gerð frá Fossvogskapellu 18. júlí. Þórunn Þorgeirsdóttir er látin 101 árs. Hún var elst sjö systkina og eftir lifir yngsta systirin, Lára, 85 ára. Þórunn, sem ævinlega var kölluð Tóta, var síðustu árin á Droplaug- arstöðum en bjó áður á Flókagötu eða Flókanum eins og við vorum vön að segja. Systurnar fimm bjuggu þar saman ásamt öðrum bræðra sinna, Þórhalli. Aðeins eitt systkinanna giftist. Það var Þorsteinn og hann ásamt Fjólu Jóhannesdóttur stofn- aði fjölskyldu og þau Steini og Fjóla eignuðust þrjú börn og sjö barna- börn og þar af eru tveir synir mínir, Einar Haukur og Gísli. Alltaf var gaman að koma til systr- anna á Flókann. Þær voru kallaðar systurnar einu nafni en hver hafði sitt sérsvið svo sem Gilla, hún var að- al barnagælan og átti sínar sérstöku kökur sem hún bakaði, Lára var allt- af til í að skjótast með þann sem þurfti far og hún átti sínar sérstöku smákökur á jólum og frómasið gerðu þær saman. Una stýrði kartöflu- ræktinni, Gunna var heilsuveil en hennar hlutverk var uppvaskið. Allar deildu þær með sér verkum á heim- ilinu og málin voru leyst sameigin- lega. Gott skap, fjör og samheldni var það sem var mest áberandi og alltaf voru þær til í að hjálpa og lið- sinna. Hvað get ég gert fyrir þig? var viðkvæðið. Tóta stjórnaði í eldhúsinu og hún átti sér sín áhugamál, það var ættfræðin sem var hennar aðal- áhugamál. Hún hafði kynnt sér mjög vel ýmsar ættir og var leitað til henn- ar um fróðleik þar að lútandi. Tóta var ákveðin kjölfesta í systk- inahópnum en smám saman hefur fækkað í systkinahópnum og núna er Lára ein eftir. Blessuð sé minning Þórunnar. Valgerður. ÞÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR Þann dag sem ég frétti að þú værir dáin, elsku mamma mín, hafði ég ætlað að heim- sækja þig en ekki gefist tóm til þess. Við ræddum saman tveimur dögum áður en þú kvaddir og ákváðum að hittast fljótlega og ræða saman og fá okkur kaffi í setu- stofunni í Sóltúni. En svo fór að þú lagðist í langa ferðalagið til himinhæða mót látnum ástvinum okkar, oft sárt saknað af okkur báðum og öðrum ástvinum. Um hugann renna ýmsar minning- ar sem verða aldrei jafnljósar né auð- skildar og á þeim stundum er við stöndum frammi fyrir endalokunum. Þannig hef ég undanfarið hugsað um fyrirgefninguna sem felur í sér kærleik og umburðarlyndi. Hin síð- ustu ár dró úr fundum okkar en við bæði fylltumst kjarki og þreki til að HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Halldóra Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1926. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni í Reykjavík hinn 1. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 11. júlí. ná sáttum. Við sátum daglangt þegar ég heimsótti þig síðast á sjúkrahúsið og gerðum upp margt sem hafði angrað okkur. Fyrir- gefning með orðum. Svo sátum við og héld- umst hljóð í hendur. Fyrirgefning án orða. Þessi stund var dýrmæt og svo líkt þér að gefa af þér það sem er dýr- mætast af öllu. Kær- leikann. Í Bókinni um veginn segir Lao Tse svo um ólík viðhorf: Sá sem býr í ljóma Alvaldsins hverfur í dimmu. Á Vegi eilífðarinnar virðist hann vera á afturför, og sú leið er eins og torfær- ir troðningar. Hin æðsta dyggð liggur djúpt, sem dalur, og fegurðin mesta er sem ofbirta í augun. Sá er auðugastur, sem er ánægður með lítið; einlæg dyggð er álitin sérviska og stöðugleiki hennar hverflyndi. Hinn víðasti reitur hefur engar hliðar, og stærsta kerið er lengst í smíðum. Enginn hefur heyrt hina hæstu tóna. Hið stærsta er formlaust – skuggi skuggans. Í endalokunum birtast hin ólíku viðhorf okkar sem voru eftir allt svo stór og formlaus en samt skuggi skuggans. Líf okkar var um margt líkt og viðhorf okkar einnig en kring- umstæður kölluðu á aðgreiningu við- horfa. Í lífinu hef ég verið óþekkt- arangi sem þú þrátt fyrir allt elskaðir. Og nú þegar sáttagjörðin hefur náðst þá birtist fegurðin þín í minningunum, dimman í ljósinu þínu. Nú er ég kominn í lærdóminn þinn sem þér reyndist svo erfiður. Að missa móður sína. Þegar ég ætlaði að heimsækja þig langaði mig að segja þér, elsku mamma mín, að hafa ekki áhyggjur af mér. Í lífi þínu voru sorgirnar margar sem ég ætla ekki að rifja hér upp. En þú stóðst hnarreist þegar þú gekkst í gegnum þær raunir. Oft undraðist ég og dáðist að hversu sterk þú varst. Jafnvel í þínum erfiðustu sorgum gafstu og áttirðu það sem var svo dýrmætt okkur hinum. Fyrirgefn- inguna, kærleikann og umburðar- lyndið. Sorgin kallaði fram tárin þín sem perluðu niður kinnarnar þínar. Þú varst viðkvæm sál en það er oft svo að stærsti veikleiki okkar verður oft mesti styrkleikinn þegar upp er staðið. Gæfa þín var ef til vill sú að hafa verið viðkvæm og næm sem birt- ist svo ljóslega í myndunum þínum. Við ferðalok leitar hugurinn að því sem skipti máli. Ég vil trúa því að nú sértu að hefja nýtt líf þar sem þú heldur áfram að gefa af því sem þú átt. Þú varst stjarnan mín og ljósið mitt. Áfram lít ég upp til þín og leita að ljósinu. Þinn sonur, Hafþór. Í sorginni er mikill vísdómur, sagði Friedrich Nietzsche og hér reyni ég að setja fá en þung orð á blað. Nú hef- ur faðir minn yfirgefið okkar jarð- líf og sefur svefninum langa sem við öll eigum eftir að sofna. Þótt sorgin sé mikil þá get ég glaðst yfir því að hafa getað fylgt honum síð- asta spölinn þessa sex mánuði síð- an ég flutti heim eftir 33 ára dvöl á Ítalíu. Á stundu sem þessari streyma fram endurminningar úr æsku. Ein af mínum fyrstu minn- ingum er þegar faðir minn tók mig SIGURÐUR KRIST- JÁN BALDVINSSON ✝ Sigurður Krist-ján Baldvinsson fæddist á Hjalteyri við Eyjafjörð 6. júní 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi mánudaginn 7. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 16. júlí. með í siglingu kring- um landið á „Fossin- um“ sem hann starfaði á sem loftskeytamað- ur. Ég var einungis fimm ára gömul en ferðin hefur greypst inn í huga mér. Einnig spenningurinn þegar hann kom heim úr siglingum, oftast með framandi hluti sem hann færði okkur systkinunum þótt það að hitta hann hafi allt- af verið mér kærast. Síðar þegar hann hætti á sjónum og fór að starfa á loftskeytastöðinni í landi til að geta sinnt heimilinu með móður minni urðu kynni okkar enn betri. Faðir minn var mikill rósemd- armaður og það var ekki oft sem hann skipti skapi þótt hann kæmi þreyttur heim af næturvöktum og ætti erfitt með að fá svefnfrið fyrir fimm líflegum börnum. Nú þegar ég sjálf er orðin fullorðin er erfitt að skilja alla þessa þolinmæði sem virtist innbyggð í hann. Fyrir mér var hann alltaf besti maður í heimi. Þegar æviskeiðinu er lokið og foreldri er kvatt fyllist maður þakklæti fyrir þá hamingju sem manni hefur verið gefin og þá fórn sem foreldrar oft þurfa að færa til að skapa samheldna fjölskyldu og ánægð börn. Hlutur móður minnar var ekki minni en vonandi líður langur og góður tími áður en henn- ar verður minnst á þennan hátt. Sigurbjörg Sigurðardóttir. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.