Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 47
DAGBÓK
VISA-bikar karla
8-liða úrslit
Víkingur-KA
Í Víkinni í dag kl. 17:00
ÚT-
SALA
Hefst á morgun
miðvikudag 1. ágúst
Aðeins í nokkra daga
Minnst 40% afsláttur
Kringlunni 7, sími 588 4422
Tíska • Gæði • Berta verð
Hefst í dag
miðvikudag 31. júlí
tr
2
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Þú sækist eftir ævintýrum
og heillast af glæsileika og
velgengni. Fólk dáist að þér
vegna sjálfstæðis þíns.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur mikla löngun til
þess að tala við aðra í dag. Þú
vilt vera til staðar þegar ein-
hver þarfnast nærveru þinn-
ar og skilnings.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hinn mikli erill sem einkenn-
ir líf þitt gæti komið niður á
þér núna. Reyndu að eyða
einhverjum tíma í einrúmi og
safna kröftum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú kýst að vernda vin þinn í
dag og munt gera allt sem í
þínu valdi stendur til þess að
hjálpa þessari persónu.
Hjálpsemi þín er vel metin.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Hafðu varann á og gættu
þess að persónulegar upplýs-
ingar um þig komist ekki á
allra vitorð í dag. Hvort sem
þér líkar það betur eða verr
ertu í sviðsljósinu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Löngun þín til þess að gera
eitthvað öðruvísi veldur eirð-
arleysi. Af hverju ekki að
gerast ferðamaður á sínum
heimaslóðum í dag?
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Í dag gætir þú dregið til þín
fólk sem býr ekki yfir and-
legum stöðugleika. Ekki gera
neitt sem gæti komið því úr
jafnvægi. Njóttu heldur fé-
lagsskaparins.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ósætti gæti komið upp vegna
þess að þú átt það til að
bregðast of harkalega við
áreiti. Þú átt þó rétt á því að
sýna viðbrögð, er það ekki?
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nú er kjörið að beina athygl-
inni að heimilinu og sinna
jafnvel hannyrðum og öðrum
tómstundum. Hvaðeina sem
viðkemur heimilinu mun
gleðja þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Rómantísk sambönd eru
óvenjulega hlý og ánægjuleg
í dag. Ástvinir þínir kunna
vel að meta þig og það veldur
þér vellíðan.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að gefa þér einhvern
tíma í dag til þess að vera í ró
og næði. Það verða allir að
geta slakað á af og til.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Í samskiptum þínum við ann-
að fólk getur þú treyst innsæi
þínu. Í dag hefur þú einnig
næmt auga fyrir góðum
ákvörðunum er tengjast fjár-
málum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hugsaðu þig tvisvar um áður
en þú festir kaup á einhverju
í dag. Þörfum þínum verður
ekki fullnægt með þessum
kaupum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
UM HANA SYSTUR MÍNA
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull.
Nú er ég búinn að brjóta og týna.
Einatt hefur hún sagt mér sögu.
Svo er hún ekki heldur nízk:
Hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.
Hún er glöð á góðum degi, –
glóbjart liðast hár um kinn, –
og hleypur þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 20. júlí,
er fimmtug Rannveig Ein-
arsdóttir, Hlíðarhjalla 74,
Kópavogi. Eiginmaður
hennar er Christopher John
Taylor. Þau taka á móti
gestum í sumarbústað sín-
um í landi Nesja við Þing-
vallavatn í dag milli kl. 14–
18.
ÞÓRÐUR Sigfússon hef-
ur verið að skella inn á
textavarpið einni og einni
bridsþraut (síða 326). Við-
fangsefni síðustu viku leit
þannig út:
Norður
♠ K
♥ 1032
♦ 10432
♣ÁKD92
Vestur Austur
♠ 765 ♠ 432
♥ -- ♥ ÁG98765
♦ KG987 ♦ --
♣G10876 ♣543
Suður
♠ ÁDG1098
♥ KD4
♦ ÁD65
♣--
Suður spilar sex spaða og
fær út laufgosa. Það tekur
tímann sinn að greiða úr
þessu og ef lesandinn vill
gera atlögu að spilinu er
vissara að lesa ekki lengra
að sinni.
Fyrstu hugrenningar:
Ellefu slagir eru auðsóttir:
sex á spaða, einn á hjarta,
tígulás og þrír á lauf.
Kannski kviknar sú hug-
mynd að henda hjörtum
strax í ÁKD í laufi, en sú
slagfórn virkar ekki. Betra
er að taka þrisvar tromp og
sækja slag á hjarta og reyna
svo að endaspila vestur í
tígli. En það er ekki aldeilis
sama hvernig það er gert.
Til að gera frekar langa
sögu styttri, þá er lausnin
þessi:
Lausn: Fyrsti slagurinn
er tekinn í borði og tígul-
drottningu hent heima!! Síð-
an er tromp tekið þrisvar og
laufi og tígli hent úr borði.
Því næst er slagur sóttur á
hjarta – kóngnum spilað. Ef
austur tekur með ás þarf
hann að spila frá hjartagosa
eða laufi upp í gaffal, svo
hann er tilneyddur til að
dúkka. Þá spilar sagnhafi
litlum tígli að tíunni í þess-
ari stöðu:
Norður
♠ --
♥ 103
♦ 1043
♣KD9
Vestur Austur
♠ -- ♠ --
♥ -- ♥ ÁG9876
♦ KG98 ♦ --
♣10876 ♣54
Suður
♠ 1098
♥ D4
♦ Á65
♣--
Vestur fær slaginn, en er
um leið endaspilaður, verð-
ur að gefa slag á laufníu eða
tígultíu.
Við sjáum nú betur mik-
ilvægi þess að henda tígul-
drottningu heima í fyrsta
slag. Ef smáum tígli er hent
og drottningunni spilað í
stöðunni að ofan getur vest-
ur hnekkt spilinu með því að
dúkka! (Og hitt gengur
heldur ekki að trompa
fyrsta laufið, því þá þvingast
blindur þegar þriðja tromp-
ið er tekið.)
Ýmsir sendu Brids-
sambandinu svör (símleiðis
eða í tölvupósti), en aðeins
einn var með lausnina rétta.
Sá var hinn gamalreyndi
stórmeistari, Hjalti Elías-
son.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
Þessar duglegu stúlkur, Guðmunda Birta Jónsdóttir og
Sólrún Ósk Árnadóttir, héldu hlutaveltu og söfuðu 1.520
kr. til styrktar Rauða krossi Íslands.
1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2
c6 4. O-O g6 5. b3 Bg7 6.
Bb2 O-O 7. c4 a5 8. d3 a4 9.
Ra3 Ra6 10. Rc2 Bg4 11.
Db1 Bxf3 12. Bxf3 axb3 13.
axb3 e6 14. b4 b5 15. Ha5
Db6 16. Bd4 Db7 17. cxb5
cxb5 18. Db2 Re8 19. e4
Rac7 20. Hfa1 Hc8 21. exd5
exd5 22. Re3 h5 23. Kg2
Dc6 24. Ha7 Dd6 25. h4
Bxd4 26. Dxd4 Re6 27.
Dxd5 Dxb4
Staðan kom upp á
sterku alþjóðlegu
móti sem lauk fyrir
skömmu í Esbjerg.
Lasaron Bruzon
(2614) hafði hvítt
gegn Peter Heine
Nielsen (2636). 28.
Hxf7! Hxf7 staða
svarts hefði ekki
verið frýnileg eftir
28. ...Kxf7 29. Dd7+.
29. Dxe6 Rd6 30.
Dxg6+ og svartur
sá sæng sína upp
reidda enda erfitt að
finna viðunandi svör við
margvíslegum hótunum
hvíts. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1.–3. Alexey
Dreev (2698), Luke
McShane (2619) og Krishn-
an Sasikiran (2654) með 6½
vinning af 9 mögulegum. 4.
Curt Hansen (2618) 4½ v.
5.–7. Peter Heine Nielsen
(2636), Lenier Dominguez
(2610) og Mikhail Krasen-
kov (2585) 4 v. 8.–9. Lazaro
Bruzon (2614) og Lars
Schandorff (2525) 3½ v. 10.
Humpy Koneru (2468)
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
ÁRNAÐ HEILLA
HLUTAVELTA
Myndrún/Eva Vestmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman í Grundarkirkju 21.
júní sl. af séra Solveigu
Láru Guðmundsdóttur þau
Kristín S. Ólafsdóttir og
Baldur Benediktsson.
Heimili þeirra er í Banda-
ríkjunum.
Dömurnar fyrst!!
KIRKJUSTARF
Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á
morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl.
10 ef veður leyfir.
Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið.
Orgeltónleikar kl. 20. David M. Patrick frá
Englandi leikur.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek-
ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl.
9–17 í síma 587 9070.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag
kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í
kvöld er samkoma kl. 20.00. Sigrún Ein-
arsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir.
Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á sam-
komutíma.
Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
Morgunblaðið/Árni TorfasonHallgrímskirkja
Safnaðarstarf