Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 49
UM DAGINN var ég að velta því
fyrir mér hvernig ég hefði eig-
inlega fengið plönturnar mínar.
Ég komst svo sem ekki að neinum
stóra-sannleik um það en víst er
að þær eru fengnar með ýmsu
móti. Trjáplönturnar eru lang-
flestar keyptar en það er flóknara
hvernig ég eignaðist blóm-
plönturnar.
Ég hef svo sem eignast fleiri
plöntur en ég hef keypt, sníkt eða
sáð fyrir og þær plöntur hafa
komið óumbeðnar í garðinn minn.
Aðferðir jurtanna við að dreifa
sér eru mjög margvíslegar, mér
liggur við að segja að þær komi
skríðandi, hlaupandi, stökkvandi
og fljúgandi og þær eru ekki allar
jafnvelkomnar af garðeigandan-
um. Ég á a.m.k. fleiri tegundir af
„illgresi“ en mér gott þykir og
þær er sannarlega ekki allar auð-
velt að uppræta. Í landinu okkar
er t.d. túnfífilsbreiða undir göml-
um þingvíði, sem er ótrúlegt
augnayndi síðast í maí, fagurgul
breiða móti grábrúnum trjástofn-
inum og ljósgrænu laufinu, sem er
að springa út. Eins eru biðukoll-
urnar fallegar og gaman að sjá
hvernig fræin berast með vind-
inum. En svo fer að vandast mál-
ið. Fjúkandi fræin minna mig
helst á myndir af fallhlífaher-
mönnum, svona eins og maður sér
í bíómyndum, sem lauma sér að
baki óvinahernum og reyna að
gera sem mestan usla. Og það
gera fræin sannarlega þegar þau
lenda í blómabeðunum mínum og
spíra þar og skjóta rótum, sem
nær ómögulegt er að uppræta,
upp af hverri rót virðast spretta
hundrað fíflar.
Fuglarnir dreifa líka fræjum
með því að éta berin. Í sumarbú-
staðnum erum við með töluvert af
berjarunnum, sem fuglarnir eru
a.m.k. jafnhrifnir af og ég. Ung-
plöntur af berjarunnum finn ég
svo undir trjám eins og öspum,
sem aldeilis ekki fjölga sér með
berjum. Í Bólstaðahlíðinni er
reyniplanta, sem vex upp úr þak-
rennu á þriggja hæða húsi, hún
var orðin meira en eins metra há
þegar ég sá hana síðast. Ekki hef-
ur hún komist þangað fyrir tilstilli
húseigandans. Undir hlyninum í
garðinum okkar finn ég stundum
ylli-plöntur og svo eru bæði reyni-
og úlfareynisplöntur á ólíklegustu
stöðum þótt flestar séu undir
trjám, jafnvel óskyldum trjám.
En það var planta sem ég fann
fyrir nokkrum árum undir reyni-
trénu okkar, sem varð eiginlega
kveikjan að þessum skrifum mín-
um. Eitt vorið rak ég augun í
örsmáan rósarræfil, sem var að
teygja sig upp úr moldinni. Ná-
lægt þessum stað voru nokkrar
rósir, en þessi ræfill var dálítið
ólíkur þeim, svo ég setti ungviðið í
pott og gaf því gott að borða. Það
er stundum sagt að sjaldan launi
kálfur ofeldið, en það
máltæki átti svo
sannarlega ekki við
núna. Rósaranginn
stækkaði og stækkaði
og það var kominn
tími til að velja hon-
um framtíðarstað.
Þar sem ég vissi ekk-
ert um ætt rósarinn-
ar minnar eða upp-
runa, því varla er
unnt að telja rósir
„þrastardætur“, fór
ég með hana í sum-
arbústaðinn okkar
svona til að sjá hvað
úr henni myndi
verða. Og viti menn,
strax næsta sumar
blómstraði litla stýrið, var beinlín-
is þakið blómum. Þessi blóm eru
hreinlega ótrúlega falleg, dásam-
lega rósbleik, hálffyllt og bærilega
stór og standa nokkuð vel. Hún er
hins vegar ekki dugleg að mynda
aldin, sem ekki er að undra, þar
sem blómin eru hálffyllt. Þótt rós-
in blómstraði svona vel dró það
ekkert úr vextinum, hún bara
stækkaði og stækkaði. Það var
löngu tímabært að gefa henni
nafn, því ekki dugði að kalla hana
þrastarrósina eða reynirósina, nei
flott skyldi það vera. Þessi dýrð-
arinnar planta hlaut nafnið ’Rosa
Bella‘. Og sú hin
fagra ber sannarlega
nafnið með sóma,
hún er eins og suð-
ræn fegurðardís,
gneistandi falleg og
þokkafull, þar sem
hún ber höfuðið hátt
og skiptir vel litum,
rósbleik og dökk-
græn. Hún ilmar að
vísu ekki mikið, en
ilmurinn minnir
einna helst á daufan
sítrónuilm. En hún
kann líka að verja
sig sé á hana ráðist,
því sé óvarlega við
hana komið, stinga
þyrnarnir óþyrmi-
lega. Eins vill hún sjálf ráða sín-
um vaxtarstað og þarf töluvert
olnbogarými. En hún er ekki
neinn pappírsbúkur, um það get-
um við vottað, því síðastliðið sum-
ar vorum við að gróðursetja nýtt
skjólbelti og þangað settum við
nokkrar smáplöntur af ’Rosa
Bella‘, sem ég hafði komið til þá
um vorið. Núna í sumar hafa þær
blómstrað þótt þær standi á ber-
angri, svo við komum til með að
gróðursetja fleiri rósir í skjólbelt-
um í náinni framtíð, svo þau verða
ekki bara einsleitt græn, heldur
bleik líka, virkilegt tilhlökkunar-
efni. Núna er ’Rosa Bella‘ komin á
sjötta ár, ætti að vera orðin
senjora í fullum þroska. Hún er
ekki há, líklega tæpir tveir metr-
ar, en töluvert bústin, á að giska
tveir metrar á kant og mjög auð-
velt er að fjölga henni, því hún
setur töluvert út rótarskot, svo
hún á varla heima í lítilli garð-
holu.
Ég hef því miður aldrei fengið
neinn í heimsókn sem hefur teg-
undargreint ’Rosa Bella‘. Mér
finnst hún eiga margt sameigin-
legt með Rosa pimpinellifolia,
þyrnirósinni, a.m.k. eru ungar
greinar grannar, rauðbrúnar og
uppstæðar með þéttstæðum fín-
gerðum þyrnum. Algengasti blóm-
litur þyrnirósarinnar er þó hvítur,
þótt líka komi fyrir gulleit og
rauðleit blóm. Þyrnirós er þó sögð
lægri en ’Rosa Bella‘ er, aðeins
um einn m á hæð. Hún er ásamt
glitrósinni eina rósin sem tilheyrir
hinni villtu flóru Íslands. Þótt
ekki væri nema þess vegna er
gaman að gæla við þá hugmynd
að ’Rosa Bella‘ sé ættingi íslensku
þyrnirósarinnar, framræktuð og
kynbætt í suðrænu umhverfi.
’ROSA BELLA‘
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
nr. 496
S.Hj.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 49
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun varðandi fram-
tíð varnarliðsins á Íslandi sem fram-
kvæmdastjórn Ungra jafnaðar-
manna, ungliðahreyfingar
Samfylkingarinnar, sendi frá sér:
„Framkvæmdastjórn Ungra
jafnaðarmanna skorar á íslensk
stjórnvöld að nýta tækifærið nú og
skoða kosti þess að Ísland verði her-
laust land. Ungir jafnaðarmenn
hafna öllum hugmyndum um stofnun
íslensks hers og telja æskilegra að
Ísland verði herlaust kjósi Banda-
ríkjamenn að fara. Ungir jafnaðar-
menn telja að Íslendingar eigi að
skoða þann möguleika vel hvernig
Evrópusambandsaðild myndi snerta
varnarhagsmuni þjóðarinnar.
Afar mikilvægt er að mæta þeim
vanda í atvinnumálum og björgunar-
málum sem brottför varnarliðsins
myndi hafa í för með sér. Að því hef-
ur ríkisstjórnin að engu leyti hugað.
Fráleitt er að grátbiðja Bandaríkja-
menn um að vera út frá öryggisleg-
um sjónarmiðum þegar öllum er
ljóst að vandinn er fyrst og fremst
atvinnulegs eðlis. Óvíst er að öryggi
þjóðarinnar sé meira með Banda-
ríkjaher en án hans.
Loks fordæma Ungir jafnaðar-
menn þá leynd sem ríkissstjórnin
hefur viðhaldið um framtíð varnar-
liðsins, ekki síst það ótrúlega fram-
ferði ríkisstjórnarflokkanna að leyna
grundvallarupplýsingum um málið
fram yfir alþingiskosningar.“
Vilja að Ísland
verði herlaust
Rangt nafn á leikara
Rangt var farið með nafn leikara í
myndatexta með umsögn í föstu-
dagsblaði um sýningu Light Nights í
Iðnó. Rétt nafn leikarans er Páll S.
Pálsson. Er beðist velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
Fjölskyldudagur í Viðey. Fjöl-
skyldudagur í Viðey hefst kl. 13.30
með siglingu frá Reykjavíkurhöfn,
þ.e. smábátahöfninni fyrir neðan
Hafnarbúðir. Örlygur Hálfdanarson
sér um leiðsögn á siglingunni og í
Viðey og eftir það verður stutt
helgistund. Leiktæki fyrir börnin
verða á staðnum, auk þess sem
verður grillað en boðið er upp á
kaffi og þjóðlegt meðlæti fyrir full-
orðna fólkið. Hljómlistarmenn leika
létta tónlist á meðan. Dagskráin
kostar 1.600 kr. fyrir fullorðna og
800 kr. fyrir börn en fjölskyldu-
pakki kostar 4.000 kr. (tveir full-
orðnir og tvö börn yngri en tólf ára).
Í DAG
FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldr-
aðra (FÁÍA) undirbýr nú námskeið
fyrir leiðbeinendur um íþróttir aldr-
aðra svo og aðra sem ætla að hefja
það starf. Námskeiðið verður einnig
opið öllu áhugafólki um almenna lík-
amsþjálfun og heilsueflingu eldra
fólks, ekki síst starfsfólki í öldrunar-
þjónustu á hinum ýmsu sviðum.
Markmið námskeiðsins er að vekja
áhuga á líkamsþjálfun eldri borgara,
meðal annars þeirra sem bundnir eru
við hjólastól, leiðbeina um viðhaldsæf-
ingar sem stuðla að varðveislu á
hreyfigetu þessa aldursflokks og
kynna sjálfboðaliðum hvernig unnt sé
að stuðla að hreyfingu aldraðra í
heimahúsum og víðar.
Námskeiðið verður haldið í Bláa
salnum í Laugardalshöll dagana 25.
og 26. ágúst n.k. kl. 9 til 16. Nám-
skeiðsgjald er 2000 kr. og er kaffi og
léttur hádegisverður innifalið í verð-
inu.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst
n.k. og skal umsóknum skila til skrif-
stofu UMFÍ, Fellsmúla 26, Reykja-
vík, eða til formanns félagsins, Guð-
rúnar Nielsen, Lerkihlíð 4,
Reykjavík.
Námskeið um
íþróttir aldraðra
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦