Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 50
úr öllu valdi. „Harðkjarna KR-ingar
sem eru því sem næst aldir upp hjá
félaginu hafa sérstakan talanda,“
kímir Atli. „Það er hægt að heyra
nokkurs konar hreim hjá þeim, ég
get lofað því. Annars er Alli bara
dæmigerður sjálfumglaður gæi sem
er með allt sitt á hreinu. Hann er
með – að því er honum finnst – mjög
djúpa og öfluga lífsspeki sem hann
hikar ekki við að deila með öðrum.
Hann er að eigin mati alveg ofboðs-
lega djúpvitur, veit þetta allt og er
með allt á hreinu. Svo þegar öllu er á
botninn hvolft eru þetta bara mjög
einföld og hlægileg viðhorf sem hann
hefur, og hann áttar sig alls ekki á
hlutunum, eins og þegar hann segir:
„Það eru bara til þrjár týpur af kon-
um: Þær sem eru undir 25 og þær
sem eru yfir 25.“
Ekki er laust við að Atli umbreyt-
ist og fari í karakter Alla þar sem
hann situr andspænis blaðamanni:
„En þetta er samt mikil speki því
hann er einlægur. Þetta er ofboðs-
lega einlægur gæi með allt á hreinu,
en ekki hvað síst töffaraskapinn.“
Það er einmitt svo að Alli í auglýs-
ingunum frægu, þrátt fyrir að vera
mikill spjátrungur, er viðkunn-
anlegur á sinn hátt, mun frekar en ef
hann væri sjálfumglaður hrokagikk-
ur. Ekki skemmir fyrir að hafa hann
Jobba með, sem alltaf lítur Alla sömu
aðdáunaraugunum þegar hann segir
sögur af því hvað hann er vel inni í
málunum. Þannig hefur hann ratað á
stall með öðrum vinsælum og vel
þekktum persónum úr íslenskum
auglýsingum, eins og „Ostakonunni“
sem Helga Braga Jónsdóttir leikur í
auglýsingum fyrir Osta- og smjörsöl-
una og „Homeblest-kallinum“ sem
Sigurjón Kjartansson leikur í auglýs-
ingum fyrir súkkulaðikexið fræga.
Hvort eitthvert framhald verður á
ævintýrum Alla veit Atli Þór ekki, en
sjálfur er Atli hálfnaður með leiklist-
arnám sitt og því aldrei að vita nema
hann fari að birtast landsmönnum í
öðrum hlutverkum en hans Alla
gúmmítöffara.
UM nokkurt skeið hafa ver-
ið sýndar í íslenskum miðl-
um auglýsingar um Atlas
kreditkort þar sem í aðal-
hlutverki er Alli, algjör
gúmmítöffari og „tjokkó“
sem er óþreytandi að segja
vini sínum Jobba hvernig
lífið gengur fyrir sig. Aug-
lýsingarnar þykja mjög
skemmtilegar og er óhætt
að fullyrða að meginþorri
landsmanna hafi einhvern-
tíma skemmt sér yfir
heimskulegum lífsreglum
hins misvitra Alla.
Maðurinn á bak við Alla
er ungur leiklistarnemi,
Atli Þór Albertsson. Þegar
blaðamaður sér hann fyrst
er hann í vafa um hvort hann sé með
réttan mann, enda er Atli gjörólíkur
Alla. „Fólk verður oft hugsi á svip-
inn,“ segir Atli þegar hann er spurð-
ur hvort fólk þekki hann yfir höfuð úr
auglýsingunum. „Það horfir kannski
á mig um stund og spyr síðan: „Ertu,
– ertu hann?““ Atli skellihlær: „Þetta
er mjög algeng spurning, „Ertu
hann?““
Blaðamaður var reyndar ómeð-
vitað búinn að setja sig í stellingar til
að hitta kjánaprikið Alla, og er hálf-
partinn sleginn út af laginu að hitta
fyrir svona jarðbundinn og heim-
ilislegan pilt: „Þetta er ekki ég held-
ur bara karakter. Það eru voða
margir sem halda að þetta sé ég, en
sem betur fer ekki of margir. Ég
lendi oft í því að það er potað í mig
niðri í bæ og sagt: „Þú ert fíflið í aug-
lýsingunni!“ Ég hef nokkrum sinnum
þurft að skamma menn fyrir að vera
dónalegir.“ Atli er hvorki með aflitað
hár, dökka ljósabekkjabrúnku né
segir „bleessaaaður“. Hann er þvert
á móti með nokkuð bangsalegt skegg
og með ungan son sinn með í viðtal-
inu og á föðurhlutverkið vel við hann,
nokkuð sem seint yrði sagt um sögu-
hetjuna Alla.
Það var fyrir tilviljun að Atli fékk
hlutverkið í auglýsingaseríunni. Vin-
kona unnustu hans vinnur á auglýs-
ingastofunni sem annaðist fram-
leiðslu auglýsingasyrpunnar og var
það í gegnum hana að hann var einn
daginn boðaður í prufu og ráðinn í
kjölfarið.
Blanda af KR-ing
og útvarpsmanni
Hann grínast og segir persónu
Alla hafa fengið innblástur hjá viss-
um útvarpsmönnum, harðkjarna
KR-ingum og síðan verið ýktur upp
Atli Þór Albertsson er aðalleikarinn í vinsælum greiðslukortaauglýsingum
„Ertu
hann?“
„Þetta er ekki ég, heldur bara karakter.“ Atli
Albertsson leiklistarnemi með syni sínum.
asgeiri@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
50 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.10.
YFIR 25.000
GESTIR!
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og Powersýning kl. 10.15. B.i. 14 ára.
Stríðið er hafið!
FRUMSÝNING
POWE
R
SÝNIN
G
KL. 10
.15. .
Sýnd kl. 4.
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14
X-IÐ 97.7
SV MBL
ÓHT RÁS 2
HK DV
Sýnd kl. 4 og 6.
Sýnd kl. 2, 3, 4.30 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og Powersýning kl. 10.30. B.i. 14 ára.
kl. 3.30, 6, 8.30 og 11.
YFIR 25.000
GESTIR!
Stríðið er hafið!
FRUMSÝNING
POWE
R
SÝNIN
G
KL. 10
.30. .
POWE
R
SÝNIN
G
KL. 10
.20. .
Sumarkvöld við orgelið
20. júlí kl. 20:
David M. Patrick.
Verk ma. eftir Franck,
Bach og Duruflé.
Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju
25.-27. júlí 2003
Opnunartónleikar föstudaginn 25. júlí kl. 20.00
Flutt verður tónlist eftir Franz Schubert m.a. strengjakvartett í a-moll,
sönglög og Notturno op. 148.
Miðdegistónleikar laugardaginn 26. júlí kl. 15.00
Jens Krogsgaard tenór og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja
verk eftir Beethoven, Strauss og Heise.
Kvöldtónleikar laugardaginn 26. júlí kl. 20.00
Brindisi tríóið frá Englandi flytur verk eftir Fauré, Mozart og Brahms.
Lokatónleikar sunnudaginn 27. júlí kl. 16.00
Frumflutt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta Snorra Sturlusonar.
Einnig verða flutt verk eftir Haydn, Brahms o.fl.
Flytjendur: Auður Hafsteinsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla
Gylfadóttir, Caroline Palmer, Greta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson, Hulda
Björk Garðarsdóttir, Jaqueline Shave, Jens Krogsgaard, Michael Stirling og
Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
Sunnudaginn 27. júlí kl. 20.30 „Fyrirlestrar í héraði“
Guðrún Sveinbjarnardóttir heldur fyrirlestur í Snorrastofu sem nefnist;
Fornleifarannsóknir í Reykholti.
Miðapantanir í síma 891 7677 og 865 2474.
Miðasala við innganginn. Heimasíða www.vortex.is/festival
SNORRASTOFA - HEIMSKRINGLA - SAMHLJÓMUR
15. SÝNING SUNNUDAG 20/7 - KL. 17 AUKASÝNING UPPSELT
16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT
17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 UPPSELT
18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 UPPSELT
19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !