Morgunblaðið - 20.07.2003, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 53
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4 og 6.
KRINGLAN
Sýnd kl. 8.
KRINGLAN
Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Tilboð kr. 300.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 8.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 4, 6, og 8
KRINGLAN
Sýnd kl. 4 og 6.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.
AKUREYRI
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5 OG 8.
GH
KVIKMYNDIR.COM
"Besta hasarmynd
sumarsins það
sem af er"
„Líklegast best heppnasta
ofurhetjumynd allra tíma!
Sá græni rokkar.“
B.Ö.S. Fréttablaðið
í l
f
KVIKMYNDIR.IS
SG. DV
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.30.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KRINGLAN
Forsýnd í kvöld kl.10.10.
B.i. 12 ára
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10. B.i. 12.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal.
FORSÝNING
Lang vinsælasta myndin
í USA í dag!
Súlumót frá formaco
● úr pappa
● einföld og þægileg í notkun
● fæst í mörgum lengdum
og breiddum
Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík
Sími 577 2050 • Fax 577 2055
formaco@formaco.is • www.formaco.is
tónlistarinnar við sædýralífmyndina,
en Yo La Tengo sá einnig um undir-
leikinn hjá Ray Davies á tónleikaferð
hans um Bandaríkin fyrir þremur
árum. Sveitin gaf svo út smáskífu
með laginu Nuclear War eftir Sun
Ra, sjö útgáfur af því alls, en þess má
geta til gamans að það komst of-
arlega á Billboard-listann banda-
ríska fyrstu útgáfuvikuna og kom
flestum, ef ekki öllum, í opna
skjöldu.
Endurtúlkuð lög eftir aðra
Hljómsveitin er ekki síst fræg fyr-
ir það að taka lög eftir aðra og end-
urtúlka svo rækilega að þau gætu
eins verið samin af henni, sjá til að
mynda snilldarútgáfu á diskólaginu
You Can Have it All eftir George
McRae á And Then Nothing Turned
Itself Inside-Out. Í næsta lagi á
þeirri plötu má og heyra að það eru
ekki bara lög annarra sem eru tekin
traustataki, fyrir Yo La Tengo-liðum
liggur að leika sér að hvaða tónlist-
arstefnu sem er; með smástálgítar
og aðeins meira tempói væri Tears
Are in Your Eyes klassískt vælu-
kántrý.
Önnur lög sem sveitin hefur tekið
fyrir og endurnýjað eru til að mynda
Little Honda eftir Brian Wilson,
Oklahoma, bandaríkjunum
eftir Ray Davies Kinks-
leiðtoga, Here Comes My
Baby eftir Cat Stevens,
Tried So Hard eftir Gene
Clark, For Shame of Doing
Wrong eftir Richard
Thompson og einnig lög eft-
ir Wire, Devo, Sun Ra og
Flamin’ Groovies, aðallega
lög sem eru flestum gleymd
eða týnd. Á nýju plötunni er
einmitt ein slík perla, Take
Care sem Georgia Hubley
syngur af snilld.
Tólfta breiðskífan
Summer Sun er tólfta
breiðskífa Yo La Tengo, en
í þeirri upptalningu er einn-
ig tónlistin við sjávardýra-
lífmyndir Jean Painleve,
The Sounds of the Sounds of
Science, sem sveitin flutti á
tvennum tónleikum, annars
vegar í San Francisco og síðan á eft-
irminnilegum tónleikum í Barbican í
Lundúnum á síðasta ári. Sú tónlist
var eins konar prógrammmúsík en
þó býsna frjáls, á köflum leikandi létt
og falleg en síðan skerandi bjögun og
skruðningar, ólga og óreiða.
Í gegnum árin hefur tónlist Yo La
Tengo smám saman færst í átt að því
sem heyra má á Summer Sun, minna
um læti og meira um innhverfa
hljóma og hugsanir og þegar litið er
yfir feril sveitarinnar má sjá það
hvernig hver plata hefur verið eðli-
legt framhald af þeirri á undan, eins
og Kaplan lýsir því reyndar sjálfur;
And Then Nothing Turned Itself In-
side Out byggist á broti af I Can
Hear the Heart Beating as One og
Summer Sun er sprottin af flís úr
And Then Nothing Turned Itself In-
side Out.
Summer Sun er öllu rólegri en
fyrri Yo La Tengo-skífur og all-
margir gagnrýnendur hafa einmitt
kvartað yfir því að á skífunni sé ekk-
ert um bjögun og læti, aldrei sett í
fluggírinn eins og hefur reyndar ver-
ið eitt helsta einkenni sveitarinnar í
gegnum árin. Þess í stað er heiðríkja
yfir tónlistinni, sumar og sól, eins og
nafn skífunnar gefur reyndar til
kynna.
Yo La Tengo í sólskinsskapi.
Ljósmynd/Matthew Salacuse
HÉR á landi er staddur brasilíski
söngvarinn og gítarleikarinn Ife
Tolentino. Hann er hingað kom-
inn til að spila brasilískt samba
og bossa nova í félagi við Óskar
Guðjónsson saxófónleikara, Ómar
Guðjónsson gítarleikara og Helga
Svavar Helgason trommuleikara.
landi.
Ife er sjóaður og vinsæll tón-
listarmaður, á að baki mikið af
tónlistarútgáfu og hefur starfað
með mörgum vinsælustu og
þekktari tónlistarmönnum heima-
lands síns.
Tónleikar Ife Tolentino og fé-
laga verða í Alþjóðahúsinu/Caffé
Kúlture í kvöld og á morgun, á
Siglufirði á miðvikudag, Akureyri
á fimmtudag, við Mývatn á föstu-
dag og á Ísafirði á laugardag og
sunnudag.
Óskar
Brassi
Boltinn með að brasilískum sið: Helgi Svavar, Óskar Guðjónsson, Ife Tol-
entino og Ómar Guðjónsson leggja í suðrænt ferðalag á sunnudaginn.