Morgunblaðið - 26.07.2003, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.07.2003, Qupperneq 18
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR mikla þurrka og lítið vatn glæddist veiðin í Hítará örlítið við rigningar í vikunni. Hollið sem var í ánni frá 21.–24. júlí veiddi nítján laxa og einn af þeim er stærsti lax sum- arsins úr ánni. Hann veiddi Hafdís Guðmundsdóttir í Hagahyl hinn 23. júlí á rauða frances-túbu. Laxinn sem var hængur vó 6,6 kg eða 15 pund sé hin gamla vigtunaraðferð veiðimanna notuð. Þetta var jafn- framt fyrsti flugulax Hafdísar, en Maríulaxinn veiddi hún á maðk í Hít- ará fyrir nokkrum árum. Við rigningarnar hækkaði vatns- borð árinnar og við það færði laxinn sig milli staða og smáskot af nýjum laxi gekk í hana. Síðasta morguninn var hins vegar aftur komin sól og blíða og þá datt veiðin strax niður. Laxinn fékkst um alla á en þeir ný- gengnu á svæðinu fyrir neðan Brú- arfoss og tíu punda hrygna fékkst í Langadrætti. Auk laxanna setti einn veiðimaður í bleikju með sérkenni- legum hætti. Flugan hans kræktist í línu í Húshyl og þegar hann dró hana inn var tæplega fjögurra punda bleikja föst á flugu sem var á hinum enda línunnar og var henni landað eftir nokkurn bardaga. 15 punda lax úr Hítará Hellnum Ljósmynd/Guðrún G. Bergmann Hafdís með stærsta lax sumarsins úr Hítará. Þetta er 15 punda hæng- ur sem hún veiddi í Hagahyl. BÆJARRÁÐ Árborgar hefur sam- þykkt að ráðast nú þegar í fram- kvæmdir til að bæta síma- og tölvu- samskipti milli veitna, ráðhúss og skóla á Selfossi. Einnig verða gerðar úrbætur á samskiptum milli grunn- skólanna við ströndina og á Selfossi. Í samþykktinni kemur fram að úr- bætur á þessu sviði eru taldar brýn- ar en þær eru gerðar samkvæmt til- lögu starfshóps þar um. Talið er ótvírætt tæknilegt- og fjárhagslegt hagræði af því að leysa samskipta- mál þessara stofnana í einu lagi. Bæjarráð telur að þessar breytingar muni skila sér til baka á nokkrum ár- um í lækkuðum rekstrarkostnaði auk þess að bæta samskipti og greiða fyrir gagnaflutningum. Kostnaður við þessa framkvæmd er áætlaður 18–20 milljónir króna. Framkvæmdin skiptist þannig að Selfossveitur munu eiga og reka ljós- leiðara og símstöð en endabúnaður tilheyrir hverjum stað fyrir sig. Kostnaðarauka mun verða mætt við endurskoðun fjárhagsáætlunar. 18–20 millj- ónir til að bæta gagna- flutning Árborg OPIÐ mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness fór fram í Ólafsvík 18. og 19. júlí í blíðskaparveðri. Kepp- endur voru 55 talsins frá öllum að- ildarfélögum SJÓl, en þau eru átta talsins. Afli var tregari en oft áður, 12 tonn voru dregin á land. Mótið þótti þó takast mjög vel og var glæsibragur á. Siglfirðingar voru sigursælir í kvennaflokki. Svala Júlía Ólafs- dóttir varð aflahæst kvenna, veiddi 788 kg, og sveit SJÓSIGL sigraði í sveitakeppni kvena. Bjarni Örn Kærnested frá Reykjavík varð aflahæstur karla með 855 kg og sveit SJÓR vann sveitakeppni karla. Alls veiddust ellefu tegundir fisks á mótinu, þó mest bæri á þorski og ufsa. Allt að tíu stór- þorskar veiddust, um og yfir 20 kg hver. Þann stærsta veiddi Steindór Sigurðsson frá Akureyri og vó sá þorskur 23 kg. Róið var á 16 bátum. Aflahæstur skipstjóranna varð Arnór Guð- mundsson á Góu, meðalafli á stöng 775 kg, en mestu verðmæti skilaði Örvar Ólafsson á Brimli. Þetta mót var hið sjötta í móta- röð sjóstangaveiðifélaganna. Eftir eru mótin á Siglufirði og Akureyri. Þorsteinn Jóhannesson frá Siglu- firði hefur góða forystu í stiga- keppninni um Íslandsmeistaratitil karla en í kvennaflokknum er keppnin harðari og tvísýnni. Þátt- taka kvenna í sjóstangaveiðinni eykst stöðugt, enda hafa konur al- mennt ekki mörg tækifæri til þess að komast á sjó. Gefa þær körl- unum lítt eftir í veiðinni. Morgunblaðið/Helgi Kristjánsson Margir stórþorskar veiddust á mótinu. Berglind Hallmarsdóttir og Skarp- héðinn Ásbjörnsson veiddu tvo þeirra og voru að vonum ánægð með sig. Siglfirðingar og Reykvíkingar sigur- sælir í sjóstangaveiði Ólafsvík Svala Júlía Ólafsdóttir frá Siglu- firði varð aflahæst kvenna. ORRI Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, tók nýverið fyrstu skóflustunguna að nýrri skrifstofu- og verslunarmiðstöð að Sunnumörk 2 í Hveragerði. Húsið er hannað af teiknistofunni Vektor í Kópavogi. SS-verktaki (Sveinbjörn Sigurðsson ehf.) er framkvæmdaraðilinn en stofnað hefur verið einkahlutafélag um verkefnið sem ber nafnið Sunnu- mörk ehf. Fulltrúar Hveragerðisbæjar hafa verið virkir í hönnunar- og markaðs- setningarferlinu. Kynning verkefn- isins hefur gengið vel og hefur meiri- hluta þjónusturýmisins í húsinu verið ráðstafað. Heildarstærð húss- ins er um 4.200 fermetrar. Þeir að- ilar sem hafa skuldbundið sig með viljayfirlýsingu til að koma inn í hús- ið eru Hveragerðisbær sem fær 800 fermetra undir bæjarskrifstofur og bæjarbókasafn. Europris verður í vesturenda hússins með um 950 fer- metra. Í suðurenda verður Hús blómanna ehf. með um 640 fermetra. Nú standa yfir viðræður við smærri rekstraraðila sem sýnt hafa málinu áhuga. Áætlað er að fyrsti hluti húss- ins verði tekinn í notkun hinn 17. júní 2004. SS-verktaki byggir skrif- stofu- og verslunarmiðstöð Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Orri Hlöðversson bæjarstjóri í Hveragerði tekur fyrstu skóflustunguna. ÞAÐ var síðastliðið sumar sem tekið var í notkun nýtt og glæsi- legt tjaldsvæði í Hveragerði. Segja má að það sé í hjarta bæj- arins við Reykjamörkina sem er næsta gata austan við Breiðu- mörkina (aðalgötu bæjarins). Þar er aðstaða öll til fyrirmyndar; auk hreinlætisaðstöðu eru bæði þvottavél og þurrkari. Í þurrk- herbergi er einnig hægt að þurrka tjöldin og hefur það komið sér vel í votviðri í sumar. Það sem gestir eru hvað ánægðastir með eru rafmagnsstaurarnir sem fólk getur tengt fellihýsin og tjald- vagnana við. Þessir staurar eru víða um svæðið og hafa nýst vel. Að sögn Davíðs Samúelssonar for- stöðumanns Upplýsingamið- stöðvar Suðurlands er nýja tjald- svæðið með betri tjaldsvæðum á landinu og aðgengi fyrir fatlaða er mjög gott. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Gestir tjaldsvæðisins í Hveragerði eru mjög ánægðir með aðstöðuna. Glæsilegt tjaldsvæði í boði í Hveragerði Hveragerði ELDRIBORGARAR á Eyrarbakka tóku sér ferð á hendur föstudaginn 18. júlí s.l. og óku um nokkurn hluta sögusviðs Njálssögu. Fyrst var komið við í Sögusetrinu á Hvols- velli, þar sem Magnús Finnbogason leiddi hópinn um sögusýninguna og reyndar einnig sögulega sýningu um kaupfélögin, sem þar er líka til húsa. Þá var ekið undir leiðsögn Magnúsar upp Rangárvelli og num- ið staðar við Gunnarsstein, en þar las Magnús kaflann um bardagann við Knafahóla úr Njálu. Bíll ferða- langanna var ekki búinn til fjalla- ferða, svo snúið var við og ekið framhjá Keldum og Gunnarsholti niður á þjóðveg og sem leið liggur austur og inn í Fljótshlíðina að Hlíðarenda. Eftir litla dvöl þar var svo haldið í Rauðuskriður að Gunn- arshólma. Þegar í Hvolsvöll kom, var fram borin íslensk kjötsúpa í fornum sal í Sögusetrinu. Leiðsögn Magnúsar náði ekki einungis vel til atburða úr Njálu, heldur kynnti hann nútímann, bændur og býli í leiðinni. Ferðalangarnir voru heppnir með veður, enda hlýjasti dagur sumarsins, með sól og blíðu. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Eldri borgarar á Njáluslóðum Eyrarbakki LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.