Morgunblaðið - 26.07.2003, Side 20
HEILSA
20 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
GEÐRÆKT er þýðing áþví sem á ensku er nefnt„mental health promot-ion“ og er þá átt við allt
það sem gert er til að hlúa að geð-
heilsunni. Þar sem geðrækt er
frekar nýtt hugtak getur verið gott
að útskýra það með tilvísun í lík-
amsrækt. Allir vita hvað líkams-
rækt er og þekkja mikilvægi þess
að rækta líkamann til að draga úr
líkamlegum kvillum. Þetta er þó
langt frá því að vera tvennt að-
skilið. Það að rækta líkamann hef-
ur bein áhrif á andlega líðan og því
er fimmta geðorðið hvatning um að
hreyfa sig daglega. Flestir kann-
ast við þá vellíðan sem fylgir því
að taka á líkamlega. Í kjölfar
slíkra átaka flæða hormón um lík-
amann sem veita okkur vellíðan sem er eftirsóknaverð og heilbrigð.
Staðreyndin er sú að regluleg hreyfing veitir ekki einungis vellíðan rétt
eftir að henni er lokið heldur stuðlar hún að betri líðan í framtíðinni. Þeir sem
hreyfa sig reglulega alla ævi eru hamingjusamari í ellinni. Sýnt hefur verið
fram á samband milli þess hve mikið fólk hreyfir sig og hve vel því líður á efri
árum. Þeir sem hreyfa sig minna hafa meiri tilhneigingu til að vera þung-
lyndir á efri árum en hinir sem hreyfa sig reglulega.
Það eru örugglega mismunandi ástæður sem fólk gefur upp fyrir því að
hreyfa sig ekki reglulega en fæstar þeirra eru gildar og góðar og því eins gott
að losa okkur við þær sem fyrst. Þessi reglulega hreyfing þarf ekki að vera
mikil, en til þess að við njótum hennar þurfum við að finna eitthvað sem hent-
ar okkur, eitthvað sem við höfum gaman af. Sumir tengja reglulega hreyf-
ingu við félagsskap við aðra og nota tækifærið til að hitta skemmtilega vini
um leið og þeir hreyfa sig. Öðrum finnst gott að eiga tíma með sjálfum sér
um leið og þeir hreyfa sig.
Möguleikarnir til að hreyfa sig reglulega eru margir. Einhverjum hentar
vel að fara í líkamsræktarstöðvar, öðrum hentar betur að fara út að ganga, í
sund, á hestbak, í jóga eða hvað sem er. Hvað við veljum að gera er auka-
atriði. Aðalatriðið er að finna eitthvað sem hentar manni sjálfum og byrja
sem fyrst að stunda reglulega hreyfingu og rækta þannig bæði líkamlega og
andlega heilsu.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
verkefnisstjóri Geðræktar.
Frá Landlæknisembættinu
Heilsan í brennidepli
5. geðorð: Hreyfðu
þig daglega, það
léttir lundina
Þeir sem hreyfa sig reglulega alla
ævi eru hamingjusamari í ellinni.
Spurningar: 1) Af hverju fær fólk
sinadrátt í fætur og hendur og
hvað er til ráða. Gerist hvenær
sem er, jafnvel í bíl. Hef verið
svona í mörg ár. Er ekki mikið í
íþróttum, en hreyfi mig, tek kalk
og geri teygjuæfingar. Hef reynt
sjúkraþjálfun og nudd.
2) Af hverju fær fólk sinadrátt
og hvað á að gera þegar það ger-
ist? Eru til lyf við sinadrætti? Við-
komandi sofnar og vaknar eftir
klst. með sáran sinadrátt í kálfum,
tám, fingrum eða upphandlegg og
öll nóttin fer í að nudda sinadrátt-
inn úr. Þýðir að taka íbúprófen?
Svar: Sinadráttur er ósjálfráður,
kröftugur og sársaukafullur sam-
dráttur í vöðva eða vöðvum. Sina-
dráttur getur orðið vegna mikillar
vinnu, meiðsla eða við það að vera
lengi í sömu stellingum en ekki er
vitað nákvæmlega hvernig þetta
gerist. Sama gildir um meðgöngu,
að lítið er vitað um á hvern hátt
hún stuðlar að sinadrætti en sum-
ar konur eru illa haldnar á vissu
tímabili meðgöngunnar. Sina-
dráttur er algengur hjá íþrótta-
mönnum sem reyna á sig mikið og
lengi og tapa við það vökva en
vökvatap eykur hættu á sina-
drætti. Við einhæfar hreyfingar í
langan tíma getur komið fram
sinadráttur, nánast hvar sem er í
líkamanum. Allir fá sinadrátt en
hjá flestum eru það óþægindi sem
koma sjaldan og valda litlum
vandræðum. Sinadráttur er yf-
irleitt alveg meinlaus og leiðir
mjög sjaldan til skemmda á vöðv-
um og enn sjaldnar á sinum. Ein-
staka sinnum er sinadráttur
merki um sjúkdóm og rétt er því
að leita læknis ef hann er til baga
mánuðum saman. Sinadráttur
getur t.d. fylgt Parkinsonsveiki,
sykursýki, vanstarfsemi skjald-
kirtils, æðakölkun og ýmsum
sjúkdómum í heila og út-
taugakerfi. Þeir sem eru í gervi-
nýra eða taka viss lyf fá oft sina-
drátt. Ýmsar truflanir á
blóðsöltum geta stuðlað að sina-
drætti og jafnvel valdið krömpum
og má þar nefna truflanir á magni
natríums, kalíums, kalsíums og
magnesíums í blóði. Slíkar trufl-
anir geta t.d. orðið við það að tapa
miklum vökva eins og við óhóflega
svitnun vegna hita eða áreynslu
eða við mikil uppköst.
Besta ráðið við sinadrætti er að
teygja á viðkomandi vöðva, var-
lega en ákveðið, og þá hverfa
óþægindin venjulega fljótt. Oft er
gott að spenna vöðvana sem eru á
móti þeim sem sinadrátturinn er í,
t.d. er gott við sinadrætti í kálfa að
spenna fótinn upp á við og toga
svo í hann þar til sinadrátturinn
hverfur. Stundum er best að
ganga um gólf þar til óþægindin
hverfa. Einnig getur verið gott að
kreista og nudda vöðvann og sum-
um finnst gott að fara í heitt eða
kalt bað fyrir svefninn. Verkjalyf
(m.a. íbúprófen) gera venjulega
lítið gagn við sinadrætti. Til að
koma í veg fyrir sinadrátt er mik-
ilvægt að forðast vökvatap, gera
teygjuæfingar fyrir og eftir
áreynslu og gæta þess að ofreyna
sig ekki. Önnur ráð sem virðast
hjálpa sumum er að taka stóran
skammt af C-vítamíni (t.d. 500
mg) eða E-vítamíni (500–1000 ein-
ingar) fyrir svefninn en rétt er að
minnka þessa skammta þegar frá
líður. Kalk og magnesíum geta
hjálpað og af einhverjum ástæðum
hafa sumir gagn af því að borða
1–2 banana á dag en þessi síðast-
nefndu atriði er það sem hægt er
að ráðleggja á meðgöngu. Ekkert
af þessu er þó vel vísindalega stað-
fest. Ef sinadráttur er viðvarandi
vandamál sem truflar svefn er rétt
að leita læknis sem metur hvort
grípa þurfi til lyfjameðferðar. Í
slíkum tilvikum kemur til greina
að nota svefnlyf af vissri gerð eða
kínín en forðast ber þessi lyf á
meðgöngu. Kíníntöflur fengust án
lyfseðils áður fyrr en hafa verið
gerðar lyfseðilsskyldar vegna
hættulegra aukaverkana af ýmsu
tagi. Af algengum aukaverkunum
kíníns má nefna meltingartrufl-
anir og höfuðverk en af sjaldgæf-
um og hættulegum aukaverk-
unum má nefna eiturverkanir á
blóðflögur, rauð blóðkorn og nýru.
Hvað er sinadráttur?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.
Sinadráttur er
algengur hjá
íþróttamönnum.
VÍSINDAMENN hafa fundið erfða-
efni sem talið er stjórna því hvernig
fólk spjarar sig eftir alvarlegt áfall,
að því er segir í nýlegri netfrétt á
This is London.co.uk.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar þessara vísindamanna er
fólki sem hefur í sér tiltekið afbrigði
af erfðaefni sem kallast 5-HTT og
stjórnar geðsveiflum, mun hættara
við þunglyndi eða depurð í kjölfar al-
varlegs áfalls en öðrum.
Rannsóknin fór fram við King’s
háskólann í London og í henni var
var einblínt á tvenns konar afbrigði
þessa erfðaefnis. Fólki var skipt í tvo
hópa eftir því hvers konar afbrigði
það hefur af erfðaefninu.
Í ljós kom að annar hópurinn hef-
ur mun ríkari tilhneigingu til þess að
fyllast depurð eða þunglyndi eftir
áfall en hinn hópurinn sem átti mun
auðveldara með að sigrast á erfið-
leikum.
Haft er eftir prófessor Terrie
Moffitt, málsvara rannsóknarinnar,
að frekari rannsóknir gætu leitt til
þess að í framtíðinni væri unnt að
prófa á auðveldari máta viðkvæmni
fólks fyrir þunglyndi eða depurð.
Morgunblaðið/Ásdís
Sumum er hættara við þunglyndi
en öðrum því það hefur í sér tiltekið
afbrigði af erfðaefni, samkvæmt
breskri rannsókn.
Eru sumir
fæddir
þunglyndir?
ÞAÐ er nýjabrum að flutningi
leikgerðar Maríu Kristjánsdóttur á
þessari skáldsögu írska skáld-
sagnahöfundarins Josephs O’Conn-
or. Í stað léttra og spennandi saka-
málaleikrita er sjónum beint að
skuggahliðum
glæpalífsins og að
góðra írskra höf-
unda hætti er
skyggnst djúpt inn í
sálarlíf persónanna
og fylgst með hvern-
ig það tekur breyt-
ingum eftir því sem
sögunni vindur
fram.
Joseph O’Connor
virðist ekki eiga upp
á pallborðið hjá ís-
lenskum bókaútgef-
endum, sennilega
vegna þess hve kar-
akterstúdíur hans
eiga lítið sameigin-
legt með eiginlegum
spennusögum. Sagan er vissulega
mjög áhugaverð en þar sem hið
óvænta í henni byggist á viðbrögð-
um persónanna við breyttum að-
stæðum mætti ætla að finna mætti
henni heppilegra form en í u.þ.b.
korterslöngum bútum. Auk þess
má búast við að sumum hlustend-
um hafi svelgst á hádegismatnum
þegar mestu ódæðisverkunum var
lýst. Á hinn bóginn gerist hún brot
af broti á svo löngum tíma og þar
að auki að mestu leyti í huga sögu-
mannsins að erfitt væri að sjá hana
fyrir sér á leiksviði. Joseph
O’Connor mun um tíma hafa unnið
að kvikmyndahandriti byggðu á
sögunni en undirritaður hefur ekki
fregnað meira af þeim bollalegg-
ingum. Hið skefjalausa ofbeldi sem
er lýst í sögunni hefur sennilega
komið í veg fyrir frekari áform í þá
veru. Útvarpsleikrit er því senni-
lega eina og besta lausnin til að
snúa henni í leikritsform eftir allt
saman.
Sagan gerist í höfuðborg Lýð-
veldisins Írlands, Dyflinni. Sögu-
maðurinn, Billy Sweeney, er sölu-
maður sem hefur á árum áður
hrakið fjölskyldu sína frá sér með
drykkjuskap. Hann hefur í upphafi
sögunnar löngu sagt skilið við
flöskuna og vinnur við sölu gervi-
hnattadiska fyrir sjónvörp. Sagan
hefst í réttarsal. Önnur dóttir hans,
Maeve, hefur orðið fyrir hrottalegri
árás fjögurra ungra manna við rán
í bensínstöð þar sem hún starfaði
og liggur í dái á sjúkrahúsi. Einn
árásarmannanna, Donal Quinn,
kemst undan og Billy Sweeney
rekst af tilviljun á hann í strandbæ
nálægt borginni. Hann tekur til
sinna ráða og fær mann til þess að
aðstoða sig við að handsama Donal
og færir hann fjötraðan til heimilis
síns í strjálbýlu úthverfi þar sem
hann heldur honum föngnum. Þeir
tveir þriðju hlutar sögunnar sem
eftir eru lýsa samskiptum þeirra,
allt frá því að Billy kvelur Donal í
fuglabúri í garðinum, hvernig þeir
kynnast betur og hvernig þeir
ganga hvor öðrum ýmist í föður-
eða sonarstað. Eins og sæmir sögu
sem er máluð svo dökkum litum
endar hún með skelfingu og Billy
situr uppi með tvöfaldan missi,
dóttir hans liggur fyrir dauðanum
og Donal hefur verið tekinn af lífi á
hrottafenginn hátt.
Það er áhugavert hvernig Maríu
Kristjánsdóttur telst að halda stig-
mögnun harmleiksins sem á tölu-
vert skylt við þau hryllingsverk
sem sýnd voru á sviði í Englandi
um svipað leyti og Shakespeare var
upp á sitt besta. Þetta er athygl-
isvert verk þar sem sígildu við-
fangsefni er fundinn staður í nú-
tímanum á trúverðugan máta.
Áhugaverðasta hliðin á verkinu er
einmitt hvernig hinn hversdagslegi
nútímamaður Billy Sweeney verður
smátt og smátt að aðalpersónu í
klassískum harmleik, leiksoppur
örlaganna, og hvernig hefndin
snýst í höndum hans og hittir hann
sjálfan. Billy Sweeney leitar ekki
hefnda vegna þess að þjóðfélagið
sem hann er hluti af krefst þess
heldur af því að hann trúir ekki
lengur á lögregluna og dómskerfið.
Hann vill fá útrás fyrir sársauka
sinn og reiði og að ódæðismaðurinn
þjáist jafnmikið og fórnarlambið.
Hann gerir sér ekki grein fyrir því
að með því að setja sig í spor of-
beldismannsins hefur hann enda-
skipti á veröldinni og kemur af stað
atburðarás sem hann hefur enga
stjórn á.
Þrátt fyrir að alls fimmtán leik-
arar komi fram í þáttunum snýst
leikurinn nær einvörðungu annars
vegar um það svartnætti sem Billy
Sweeney í meðförum Jóhanns
Sigurðarsonar á við að glíma og
hins vegar um samskipti hans við
Donal Quinn, sem leikinn er af Ív-
ari Erni Sverrissyni. Öðrum leik-
urum, sumum í meira en einu hlut-
verki, bregður aðeins stuttlega
fyrir.
Eftirminnilegastir eru Stefán
Karl Stefánsson og Þröstur Leó
Gunnarsson sem glæpamennirnir
sem Billy fær til liðs við sig, enda
hafa persónur þeirra beggja mikil
áhrif á framvindu sögunnar. Jó-
hanni Sigurðarsyni tekst vel að
túlka hinar ýmsu hliðar Billys þó
að á stundum hefði hann mátt kafa
dýpra.
Aðalpersónan er jafnframt sögu-
maður leiksins og fer oft með firna-
langar ræður um atburði sögunnar
þar sem orðum hans er beint að
dótturinni, Maeve.
Þarna hefði leikstjórinn þurft að
kalla á meiri fjölbreytni í tilfinn-
ingum til að forðast lestrartóninn
og brjóta upp frásögnina. Ívar Örn
Sverrisson gerði Donal Quinn
firnagóð skil. Hann spilaði ýmist á
ofsa hans og ofbeldishneigð eða
sjálfsvorkunn og sjálfsbjargarvið-
leitni. Samleikur Jóhanns og Ívars
gerði áheyrendum mögulegt að
trúa hinu ómögulega, að eftir að
hafa leikið hvor annan svo grátt
gætu þessir tveir menn fundið hvor
í öðrum föður og son.
Skuggahliðar
glæpalífsins
ÚTVARPSLEIKRIT
Ríkisútvarpið
Höfundur: Joseph O’Connor. Þýðandi og
höfundur leikgerðar: María Kristjáns-
dóttir. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Hljóðvinnsla: Grétar Ævarsson. Leikarar:
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Brynja Valdís
Gísladóttir, Ellert Ingimundarson, Helga
Elínborg Jónsdóttir, Ívar Örn Sverrisson,
Guðmundur Ólafsson, Guðmundur Ingi
Þorvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Pétur
Einarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir,
Róbert Arnfinnsson, Stefán Karl Stef-
ánsson, Valdimar Örn Flygering, Þórhall-
ur Sigurðsson og Þröstur Leó Gunn-
arsson. Mánudagur 23. júní, þriðjudagur
24. júní, miðvikudagur 25. júní, fimmtu-
dagur 26. júní, föstudagur 27. júní,
mánudagur 30. júní, þriðjudagur 1. júlí,
miðvikudagur 2. júlí, fimmtudagur 3. júlí,
föstudagur 4. júlí, mánudagur 7. júlí,
þriðjudagur 8. júlí, miðvikudagur 9. júlí,
fimmtudagur 10. júlí og föstudagur 11.
júlí.
SÖLUMAÐURINN
María
Kristjánsdóttir
Sveinn Haraldsson
Þórhallur
Sigurðsson