Morgunblaðið - 26.07.2003, Side 22
UMRÆÐAN
22 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSÍÐASTA þætti var fjallaðum notkun orðasambands-ins vera+að+nh. Orða-sambandið á sér gamlar
rætur í íslensku og er notkun þess
allflókin en hefur þó fram til þessa
verið reglubundin. Það er m.a. not-
að til að vísa til verknaðar sem
stendur yfir og því kallaði ég það til
einföldunar dvalarhorf. Sem dæmi
má nefna: menn jarls voru þá enn
að binda sár sín og höfðu verið að
alla nóttina. Hér er allt slétt og
fellt. Sagnasambandið binda sár
felur í sér verknað sem er afmark-
aður í tíma og í íslensku getum við
kveðið nánar á um verknaðarhátt-
inn, allt eftir því hvort honum er
lokið (vera búinn að binda sárin),
hvort hann stendur yfir (vera að
binda sárin) eða hvort hann verður
senn hafinn (fara að binda sárin).
Þetta kerfi kann að virðast flókið
við fyrstu sýn, enda getur það vald-
ið útlendingum sem leggja stund á
íslensku erfiðleikum, en Íslend-
ingar drekka það í sig með móður-
mjólkinni. Vert er að benda á að í
dæminu sem tilgreint var hér að of-
an er orðasambandið vera+að+nh.
notað tvívegis, fyrst fullum fetum
(voru þá enn að binda sár sín) og
síðan liðfellt (höfðu verið að (því að
binda sár sín) alla nóttina) og hefur
þessi notkun haldist óbreytt fram
til nútímamáls.
Hér skal lögð á það áhersla að
sambandið vera+að+nh. er notað
með sögnum sem vísa til verknaðar
(afmarkaðs í tíma) til að sýna að
verknaðurinn stendur yfir en með
ýmsum öðrum sögnum er ekki
venja að nota dvalartáknun, t.d.
hvorki með sögnum sem vísa til
skynjunar (sjá, heyra, skilja ...) né
ástands (vaka, sofa, leika vel,
standa sig vel ...). Í þessu felst að
notkun orðasambandsins vera-
+að+nh. er takmörkunum eða
hömlum háð. Eins og áður gat hafa
Íslendingar verið býsna sammála
um þær reglur sem gilda um notk-
un orðasambandsins en á síðustu
10-15 hefur orðið veruleg breyting
á í þá veru að slaknað hefur á höml-
unum þannig að orðasambandið er
notað í tíma og ótíma, einnig með
sagnorðum sem fram til þessa hafa
ekki leyft notkun þess. Hér skulu
tekin nokkur dæmi sem öll eru
raunveruleg í þeim skilningi að ég
hef safnað þeim úr blöðum og
mæltu máli. Ég sé enga ástæðu til
að feðra þau en leyfi mér að merkja
þau með spurningarmerki:
?það er verið að standa í gríðar-
legum framkvæmdum; ?tekjur
bankanna eru meiri en við vorum
að gera ráð fyrir; ?ég er ekki að
fatta þetta; ?er ég að skilja þig rétt;
?við erum að horfast í augu við nýtt
vandamál; ?leikurinn er að fara ró-
lega af stað; ?Ís-
lendingar eru að
greiða 0,1% í
þróunarhjálp
Ýmsar aðrar
takmarkanir
eru á notkun
orðasambandsins vera+að+nh.
Hér er ekki svigrúm til að fjalla um
einstök atriði, nokkur dæmi verða
að duga með vísan til málkenndar
hvers og eins. Fjölmargar sagnir
eru í þeim skilningi augnabliks-
sagnir að það sem þær lýsa getur
ekki staðið lengi yfir, t.d. fá áminn-
ingu, setja lög og fá vinnu. Af þess-
ari ástæðu finnst mér eftirfarandi
dæmi óvenjuleg:
?leikmaðurinn er að fá gula
spjaldið (‘fær áminningu’); ?Aþingi
er að setja lög (‘setur lög’); ?Hvað
eru margir að fá hjá ykkur vinnu?
(‘hve margir fá vinnu’); ?Rútan er
ekki að komast að hótelinu (‘rútan
kemst ekki að hótelinu’)
Loks má benda á það að orða-
sambandið vera+að+nh. getur
ekki vísað til óorðins tíma, t.d.:
?Úrslitin eru að ráðast á næstu
mínútum (‘munu ráðast’)
Vandinn, ef vanda skyldi kalla,
við notkun orðasambandsins vera-
+að+nh. er kannski sá að notkun
þess fer mjög eftir samhengi og oft
getur verið mjótt á mununum. Ef
rætt er almennt um tónlistarmann
er eðlilegt að segja að hann/hún
leiki á píanó en ekki ?er að leika á
píanó. Ef við komum hins vegar þar
að sem tónlistarmaður er að leika á
píanó er vitaskuld eðlilegt að segja
hann/hún er að leika á píanó (núna).
Dæmi af þessum toga eru auð-
fundin en í raun sýna þau miklu
fremur sveigjanleika og fegurð
málsins en þau valdi erfiðleikum og
þau breyta engu um það að megin-
reglurnar hafa verið skýrar og góð
sátt um notkun orðasambandsins
vera+að+nh.
Úr handraðanum
Hér að ofan hefur verið vikið að
því að sagnir velja sér þau orð sem
þau standa með og fer það m.a. eft-
ir merkingu. Þannig má búast við
því að með sögninni stritast standi
jafnan sagnorð sem vísar til verkn-
aðar (stritast við að reikna dæmið;
stritast við að velta steininum) en
miklu síður sagnorð sem vísar til
ástands. Slíkar reglur eru þó alloft
brotnar, stundum fagurlega. Þann-
ig segir frá því í Njáls sögu (40.k.)
að farandi konur komu til Hlíðar-
enda frá Bergþórshvoli. Þær voru
málgar og heldur illorðar. Hall-
gerður spurði þær að tíðindum,
m.a. hvað Njáll á Bergþórshvoli
hefði hafst að. ‘Stritaðist hann við
að sitja,’ sögðu þær. Væntanlega
velkist enginn í vafa um að hér er
fagurlega að orði komist enda er
það svo að orðasambandið stritast
við að sitja hefur öðlast sjálfstætt
líf ef svo má að orði komast og er
alloft notað, t.d. um þaulsætið
stjórnvald sem flestir eru orðnir
leiðir á. Dæmi frá 19. öld: þótti
höfðingjunum, þar sem þeir strit-
uðust við að sitja … lítið að mann-
inum kveða.
‘Stritaðist
hann við
að sitja,’
sögðu þær.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
7. þáttur
MEÐ hliðsjón af umræðu um
stofnun Lýðheilsustöðvar er við hæfi
að ræða meginhugtök lýðheilsu, for-
sendur þess starfs og
hvað skilur það frá
hefðbundinni meðferð
sjúkdóma.
Heilbrigðisútgjöld
Heilbrigðisútgjöld
hafa frá 1960 hækkað
úr 3% í yfir 9% vergrar þjóðarfram-
leiðslu. Ástæður þessa má rekja til
fjárfrekra tækniframfara, vaxandi
lyfjakostnaðar og aukinna útgjalda til
aldraðra. Vegna þessa kostnaðarauka
hafa heilbrigðisyfirvöld beitt vissri en
oft óljósri forgangsröðun við úthlutun
fjármagns til heilbrigðisverkefna. Í
slíkri forgangsröðun hafa þau verk-
efni fengið forgang sem snerta með-
ferð sjúkra og renna ríflega 80% heil-
brigðisútgjalda hins opinbera til
sjúkrahúsa, heilsugæslu og lyfja og
um 16% til öldrunarmála og end-
urhæfingar. Ljóst er að aðeins lítill
hluti þessara útgjalda hefur runnið til
eyrnamerktra fyrirbyggjandi verk-
efna.
Meginhugtök lýðheilsu
Forvarnir eru aðgerðir sem bein-
ast að öllu samfélaginu eða hópi ein-
staklinga með það fyrir augum að
draga úr áreiti er leitt getur til sjúk-
dóma, að greina sjúkdóma áður en
þeir gefa einkenni og að bæta og
styrkja heilsu sjúkra eftir hefð-
bundna meðferð. Forvörnum er al-
mennt skipt í fjóra flokka eftir eðli
þeirra.
Frumstig og fyrsta stig eru ná-
tengd og markmið samtvinnuð. Hér
beinast aðgerðir að ákveðnum að-
stæðum og orsakaþáttum í umhverfi
okkar er leitt geta til sjúkdóma.
Stjórnvöld nýta hér m.a. lög og reglu-
gerðir til að koma í veg fyrir dreifingu
hættulegra efna í umhverfið, notkun
þeirra í fæðutegundir, og til eflingar
tóbaksvarna, bólusetninga, mæðra-
og ungbarnaeftirlits, slysavarna og
ýmiss konar fræðslu tengda for-
vörnum. Flestum er vel kunnugt um
áhrifamátt bólusetninga s.s. gegn
ýmsum barnasjúkdómum en færri er
vafalaust kunnugt um að lækka megi
nýgengi krabbameina um allt að 20%
ef tekst að uppræta reykingar.
Annað stig forvarna beinist að því
að lækna eða draga úr afleiðingum
sjúkdóma með því að greina þá og
meðhöndla á forstigi eða hulinsstigi.
Sem dæmi má nefna blóðþrýstings-
og blóðfitumælingar til að draga úr
hjarta- og æðasjúkdómum, heyrnar-
mælingar til að draga úr heyrnartapi,
ómskoðanir í mæðravernd og kembi-
leit af ýmsum toga. Skipuleg kembi-
leit merkir að stórum hópi af ein-
kennalausum og í flestum tilfellum
heilbrigðum einstaklingum er boðið
til skoðunar. Dæmi um slíkt er skipu-
lögð krabbameinsleit og er hún háð
ströngum skilyrðum sem eingöngu
þrjú krabbamein uppfylla í dag, en
það eru legháls-, brjósta- og ristil-
krabbamein. Reiknað hefur verið út
að slík skipuleg krabbameinsleit geti
lækkað dánartíðni kvenna um meira
en 10%.
Þriðja stig forvarna beinist að því
að efla andlegt og líkamlegt atgervi
eftir sjúkdómameðferð með því
markmiði að draga úr afleiðingum
fötlunar og flýta aðlögun ein-
staklingsins að skertu líkamlegu eða
andlegu ástandi. Skilin milli þessa
stigs forvarna og hefðbundinnar með-
ferðar eru oft óljós og markmið sam-
tvinnuð.
Heilsuefling er aðgerðir er beinist
að einstaklingnum og miða að því að
auka þekkingu hans og skapa þær að-
stæður í samfélaginu er auðvelda
honum að taka sjálfstæðar ákvarð-
anir um aðgerðir til að bæta heilsu
sína og þar með að koma í veg fyrir
sjúkdóma. Heilsuefling beinist m.a.
að því að fræða einstaklinginn um
mikilvægi hæfilegra líkamsæfinga,
reglulegrar þátttöku í krabbameins-
leit, neyslu hollrar fæðu og sýna hon-
um fram á skaðsemi reykinga, óhóf-
legrar sólargeislunar og ofneyslu
áfengra drykkja. Ljóst er að skil milli
heilsueflingar og forvarna eru oft
óljós og markmið samtvinnuð.
Hlutverk Lýðheilsustöðvar
Stjórnendum heilbrigðismála er
ljóst að efling lýðheilsustarfs getur til
lengdar litið dregið úr þörf á for-
gangsröðun verkefna. Hér má m.a.
benda á þá uggvænlegu staðreynd að
spáð er að tíðni krabbameina á Norð-
urlöndum muni á næsta áratug
hækka um allt að 35% en á sama tíma
hefur verið reiknað út að með for-
vörnum og heilsueflingu megi lækka
nýgengi krabbameina um allt að 70%.
Svipuð áhrif eru tengd öðrum sjúk-
dómum m.a. hjarta- og æða-
sjúkdómum er byggjast á aðgerðum
gegn reykingum, ofnotkun áfengis,
offitu og óhollu mataræði. Heilbrigð-
isyfirvöldum er ljóst að lýðheilsustarf
mun í heild sinni skila sér í minna
álagi á sjúkrastofnanir, leiða til færri
og umfangsminni aðgerða, færri og
ódýrari lyfjameðferða og fækka veik-
indaforföllum.
Hér á landi koma margir aðilar að
lýðheilsustarfi og má þar m.a. nefna
heilsugæslu, sjúkrahús, heilsurækt-
arstöðvar, skóla, áhugamannafélög,
Alþingi, landlækni, sóttvarnarlækni,
ýmis ráð og nefndir á vegum hins op-
inbera auk þeirra er vinna að rann-
sóknum á þessu sviði. Lýðheilsustöð
mun taka yfir beina stjórn áfengis- og
vímuvarna, tóbaksvarna, slysavarna
og manneldisráðs en er að auki ætlað
að efla lýðheilsu með því að styðja við
og samræma starf annarra stofnana
og félagasamtaka er sinna ýmsum
lýðheilsuverkefnum. Ljóst er að hér
er í frummótun viðamikið og mikil-
vægt samhæfingarstarf sem mun
þarfnast styrkrar stjórnar, aðhlynn-
ingar hins opinbera og stuðnings
hinna ýmsu aðila er starfa að heil-
brigðis- og lýðheilsumálum ef vel á að
takast.
Þankar um
Lýðheilsustöð
Eftir Kristján Sigurðsson
Höfundur er doktor í lýðheilsu og
yfirlæknir Leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins.
Í FRÁSÖGNUM fjölmiðla af
skýrslu Samkeppnisstofnunar um
samráð olíufélaga hefur komið
fram, að Þórólfur Árnason borg-
arstjóri í Reykjavík kunni að hafa
tekið þátt í ólögmætu samráðinu
meðan hann var starfsmaður Olíu-
félagsins hf. fyrir nokkrum árum.
Fréttamenn hafa eðlilega snúið sér
til Þórólfs og óskað eftir að hann
tjáði sig um réttmæti þessara
ásakana og skýrði þátt sinn í mál-
inu ef einhver væri. Hann hefur
engu viljað svara. Segist hann ekki
tjá sig um málið meðan rannsókn
Samkeppnisstofnunar er ólokið.
Þessi viðbrögð borgarstjórans
eru með öllu ófullnægjandi. Ef um
væri að ræða mann, sem ekki
gegndi opinberum trúnaðar-
störfum væri ekkert við því að
segja að hann gæfi svör af þessu
tagi. Slíkur maður hefði fullan rétt
á að bíða með svör, þar til hann sæi
sakirnar formlega fram bornar.
Þórólfur hefur hins vegar tekið við
starfi, þar sem hann kallar eftir
trúnaði almennings í Reykjavík.
Viðbrögð hans við spurningum
fréttamanna eru ekki trúverðug.
Þau benda til þess, að hann vilji fá
að sjá hvaða upplýsingar sam-
keppnisyfirvöld hafi undir höndum
um aðild hans að þessum meintu
lögbrotum, áður en hann tjáir sig
um þau. Virðist hann vilja halda
opnum þeim möguleika, að tjá sig
ekki um meira en upplýst verður.
Möguleikarnir eru þrír:
1. Hann gerði ekkert rangt.
Í því tilviki getur hann ekki átt í
neinum vandræðum með að
segja það.
2. Hann gerði bara það sem
hann veit að Samkeppnisstofnun
hefur upplýsingar um.
Í þessu tilviki gildir hið sama.
Hann hlýtur að geta tjáð sig um
málið. Hlutur hans verður
hvorki betri né verri en þegar er
orðið.
3. Hann gerði meira en Sam-
keppnisstofnun veit um.
Það er aðeins í þessu tilviki sem
hann getur haft ástæðu til að tjá
sig ekki, því ef hann segist op-
inberlega bara hafa gert það
sem fram er komið, tekur hann
áhættu á að meira komi síðar í
ljós og hann verði þá ber að því
að hafa þagað um það. Ef hann á
hinn bóginn viðurkennir meiri
aðild en stofnunin veit um er
hann að upplýsa hana um mis-
gerðir, sem henni eru ennþá
ókunnar.
Þórólfur Árnason borgari nýtur
eins og við hin þess réttar að skoð-
ast saklaus af meintum lögbrotum,
þar til sekt hans er sönnuð með
lögfullum hætti. Borgarstjórinn í
Reykjavík getur hins vegar ekki
talist njóta nauðsynlegs trúnaðar
til að gegna starfi sínu ef hann læt-
ur ósvarað spurningum almenn-
ings um meinta aðild sína að lög-
brotum, sem í þokkabót eru sögð
að einhverju marki hafa beinst að
Reykjavíkurborg. Það er því ekki
við það unandi, að borgarstjórinn
neiti að svara en haldi samt áfram
að gegna starfi sínu. Þetta þarf
hann að skilja.
Trúnaðarmaður almennings
Höfundur er prófessor við
lagadeild HR.
Jón Steinar Gunnlaugsson
ÞRÓUN lyfjaverðs og greiðsluhlutföll sjúklinga á lyfjum er flókið mál.
Allir geta náð botni í málinu, ef þeir gefa sér tíma til þess að kynna sér
efnið. Ég verð að viðurkenna að of sjaldan les ég skilvirkar greinar eftir
stjórnmálamenn um efnið. Óþægilega kom þetta í ljós fyrir
nokkrum árum er ný lyfjalög voru samþykkt á Alþingi.
Mér eru í minni tvær ræður um málið fluttar af stjórnar-
sinnum sem augljóslega voru samdar af apótekurum, enda
í anda þeirra. Mér varð að orði: „Eru apótekarar komnir á
þing?“ Stjórnmálamaður hefur nýlega skrifað um þróun
lyfjaverðlags á svipuðum nótum á „miðopnum“. FEB fellst
alls ekki á útreikninga hans, sbr. fyrri greinar okkar í Mbl.
Okkar niðurstöður eru:
1. Hið opinbera hækkaði hlutdeild utan spítala sjúklinga úr rúmlega
40% í tæplega 70% á árunum 1992-2002.
2. Frá miðjum mars 1996 til 1. janúar 2003 hefur hlutdeild sjúklinga í
B-merktum lyfjum (lyf gegn langvinnum sjúkdómum) fyrir almenna
neytendur hækkað úr 16% í 65% en úr 8% í 50% fyrir lífeyrisþega. E-
merkt lyf fyrir almenna neytendur hafa hækkað úr 30% í 80% en úr 12%
í 50% fyrir lífeyrisþega. Þetta eru hlutföll er sjúklingar greiða umfram
„gólf og þak“. Við höfum tekið tillit til meðalverðlags ársins 2001 og
vísitölutengingar. Þessar niðurstöður koma heim og saman við niður-
stöður dósents Önnu A. Almarsdóttur í Mbl. 9.7. 2003. Lágmarks og há-
marks greiðslur hafa aukist verulega og eru fjöllum hærri en í ná-
grannalöndum (Norræna tölfræðihandbókin 1999). Menn verða einnig að
hafa í huga að hlutur hins opinbera er ekki háður afslætti lyfjabúða og
nú stórdregur úr afslætti lyfjabúða enda er langstærsti hluti þeirra í
eigu tveggja lyfjarisa. Tvíkeppni, einkeppni? Áætlanir heilbrigðisráðu-
neytisins um afslátt lyfjabúða virðast ekki hafa gengið eftir og vitaskuld
rýrir það hlut sjúklinga. Að lokum má spyrja: Hvers vegna eru lyf dýr-
ari hér á landi en í Færeyjum og Grænlandi? Markaðurinn er stærri hér
en þar.
Það er óþarfi að fara
sparlega með sannleikann
Eftir Ólaf Ólafsson
Höfundur er formaður Félags eldri borgara og fv. landlæknir.
PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614
GEFÐU HÚSINU SVIP
Vönduð ryðfrí húsaskilti
Fjölbreytt myndaval fyrir
hús & sumabústaði
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111