Morgunblaðið - 26.07.2003, Page 28
ÚR VESTURHEIMI
28 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
EGAR frumvarp til
laga um fæðingar- og
foreldraorlof var til
umræðu á Alþingi
fyrir þremur árum
var bent á að lögunum myndi
fylgja mikill kostnaður. Í athuga-
semdum með frumvarpinu var
gert ráð fyrir að kostnaður ríkis-
sjóðs myndi hækka úr rúmum 2
milljörðum króna í rúman 31⁄2
milljarð króna og einhverjir vör-
uðu við að þetta væri varlega
áætlað. Síðan hefur komið á dag-
inn að þetta var ekki aðeins var-
lega áætlað heldur víðs fjarri
raunveruleikanum. Í stað þess að
kostnaðurinn vegna laganna verði
rúmur 31⁄2
milljarður
króna á ári
eftir að
ákvæði lag-
anna hafa á
þessu ári að
fullu tekið gildi stefnir í að kostn-
aðurinn verði um 51⁄2 milljarður
króna á ári. Og verði nýjasta
kröfugerðarhópnum að ósk sinni
um að orlof verði greitt ofan á or-
lofið verður kostnaðurinn kominn
yfir sex milljarða króna á ári.
Þetta þýðir að í stað þess að
lögin auki útgjöld ríkisins vegna
málaflokksins um ríflega 2⁄3eins og
alþingismenn gátu gert ráð fyrir
miðað við forsendur frumvarpsins
munu þau þrefalda útgjöldin. Nú
er það svo að reynslan sýnir tak-
markaðan áhuga þingmanna – og
þeirra sem þrýsta á þingmenn ef
út í það er farið – á að sýna mikið
aðhald í ríkisfjármálum. Engu
síður verður að gera ráð fyrir að
útgjöld séu einn þeirra þátta sem
litið er til við afgreiðslu laga, enda
væri varla verið að eyða fé og
tíma í útreikninga á kostnaði
vegna laganna ef svo væri ekki.
Það má þess vegna ætla að ef
kostnaður vegna fæðingar- og
foreldraorlofslaganna hefði verið
rétt reiknaður og þingmenn hefðu
vitað að kostnaðaraukinn yrði
þrefaldur en ekki 2⁄3 hefði af-
greiðsla málsins verið með öðrum
hætti.
Það má líka halda í þá von að ef
þingmenn hefðu gert sér fulla
grein fyrir þeim möguleikum til
misnotkunar sem lögin bjóða upp
á hefðu þeir farið vandlegar yfir
frumvarpið áður en þeir sam-
þykktu það.
Þetta gerðist hins vegar ekki,
enda lá svo mikið á að koma frum-
varpinu í gegnum þingið að
hraðamet voru í hættu – og voru
sennilega slegin þegar litið er til
umfangs málsins og kostnaðar
vegna þess. Lögin voru samþykkt
á vorþingi árið 2000 eftir að hafa
einungis verið rædd í 31⁄2 klukku-
stund á þeim fjórtán dögum sem
liðu frá því að frumvarpinu var út-
býtt og þar til lögin voru endan-
lega samþykkt. Slík flýtimeðferð
er með ólíkindum þegar um er að
ræða svo stórt mál, og ekki er síð-
ur sérkennileg sú samstaða sem
þingmenn náðu um málið. Aldrei
þessu vant gekk hnífurinn ekki á
milli manna í félagsmálanefnd og
við afgreiðslu málsins samþykktu
það allir viðstaddir þingmenn, ut-
an einn sem greiddi ekki atkvæði.
Sá þingmaður, Einar Oddur
Kristjánsson, hafði varað við há-
um kostnaði vegna frumvarpsins
og hvatt til þess að samþykkt þess
yrði látin bíða haustsins svo að
hægt væri að fara betur yfir efna-
hagslega þætti. Það væri enda
engin ástæða til að keyra málið í
gegn, lögin ættu ekki að taka gildi
fyrr en um næstu áramót. Allt
kom þó fyrir ekki og í óðagoti
voru lögin samþykkt umræðulítið
og með hraði á vorþinginu.
Þegar þessi málatilbúnaður er
hafður í huga og þegar litið er til
þess að kostnaðurinn hefur farið
algerlega úr böndum er ástæða til
að fagna því að félagsmálaráð-
herra hefur nú sett af stað vinnu
við að endurskoða fæðingarorlofs-
lögin. Raunar var bæði í athuga-
semdum með frumvarpinu og í
nefndaráliti félagsmálanefndar
gert ráð fyrir endurskoðun lag-
anna þegar reynsla væri komin á
þau. Þetta á sérstaklega við um
ákvæði laganna um bindingu til-
tekins fjölda mánaða við hvort
foreldri. Af athugasemdunum má
draga þá ályktun að nú, þegar
reynslan sýnir að feður nýta sér
fæðingarorlofið, þá verði binding-
in lögð af og foreldrum leyft að
ákveða sjálfum hvaða skipting
hentar þeim og börnum þeirra
best.
Annað sem nauðsynlegt er að
endurskoða eru þær háu félags-
legu bætur sem ríkið greiðir sum-
um foreldrum en öðrum ekki, ekki
síst í ljósi þess að þessar bætur
eru þeim mun hærri sem foreldr-
arnir hafa minna við þær að gera
og þurfa síður á félagslegri aðstoð
að halda við að ala upp börn sín.
Eins og kunnugt er þá eru regl-
urnar nú svo furðulegar, að því
hærri tekjur sem menn hafa,
þeim mun meiri bætur fá þeir frá
ríkinu. Og ef svo „illa“ vildi til að
einhver íbúi hér á landi yrði um
hríð verulega tekjuhár og eign-
aðist barn í framhaldi af því
myndi hann um leið höggva stórt
skarð í ríkissjóð. Vegna þess hve
undarleg lögin eru verður að
þakka fyrir að hér á landi búa
ekki auðmenn á alþjóðlegan mæli-
kvarða enda yrði þá væntanlega
að skera niður vítt og breitt í heil-
brigðis- og menntakerfi lands-
manna til þess að greiða auð-
mönnunum 80% tekna þeirra í
félagslegar bætur í fæðingar-
orlofinu.
Líkt og áður sagði hafa útgjöld
vegna fæðingar- og foreldraorlofs
aukist margfalt á við það sem Al-
þingi ætlaði sér þegar lögunum
var hraðað í gegnum þingið. Það
hlýtur þess vegna að verða eitt af
verkefnum endurskoðunarnefnd-
ar félagsmálaráðherra að finna
leiðir til að ná kostnaðinum aftur
niður í það sem vilji löggjafans
stóð til við samþykkt laganna. Það
hlýtur einnig að verða verkefni
nefndarinnar að leggja af þá bind-
ingu fæðingarorlofsins sem nú er
við foreldra. Loks má gera ráð
fyrir að nefndin leiti leiða til þess
að draga úr misnotkun kerfisins,
þótt aldrei verði hægt að koma að
fullu í veg fyrir hana í þessu
félagslega kerfi frekar en öðrum
slíkum.
Allt of
dýrt orlof
„Það hlýtur þess vegna að verða eitt
af verkefnum endurskoðunarnefndar
félagsmálaráðherra að finna leiðir til
að ná kostnaðinum aftur niður í það
sem vilji löggjafans stóð til við
samþykkt laganna.“
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is
Þ
ETTA hefur verið
ógleymanlegur tími og
við höfum upplifað ótrú-
lega margt,“ segir Dani-
elle Laxdal, sem ásamt
14 öðrum ungmennum frá Kanada
og Bandaríkjunum tók þátt í svo-
nefndu Snorraverkefni hér á landi
undanfarnar sex vikur.
Snorraverkefnið er samstarfs-
verkefni Norræna félagsins og
Þjóðræknisfélags Íslendinga og
hafa samtals 75 ungmenni tekið
þátt í því á undanförnum fimm ár-
um eða 15 í hvert sinn. Að þessu
sinni voru átta þátttakendur frá
Kanada og sjö frá Bandaríkjunum
og hafa aldrei fleiri verið frá
Bandaríkjunum, en færri komust að
en vildu. Unga fólkið er á aldrinum
18 til 26 ára, sex piltar og níu stúlk-
ur, en þau eru Aaron Willis frá Tor-
ontó, Andrew Hjalmarson Evans
frá Costa Mesa í Kaliforníu, Crystal
Salmonson frá Chico í Kaliforníu,
Benjamin Henry frá Victoria, Dani-
elle Laxdal frá Winnipeg, Dawn
Dowhayko frá Winnipeg, Dwight
Jonsson frá Kirkland í Wash-
ingtonríki, Erin Johnson frá Los
Gatos í Kaliforníu, Heather Alison
Crozier frá St. Albert í Albertafylki,
Jennifer Holand frá Fargo, Kristin
Grisdale frá Okotoks í Albertafylki,
Kristin Hillman frá Grand Forks,
Kristjan Adam Heimir Boe frá St.
Albert, Michael Sproule frá Winnip-
eg og Sarah Arnason frá Charlott-
esville. „Þetta hefur gengið mjög
vel og það er alltaf gaman að sjá ný
tengsl verða að veruleika,“ segir
Ásta Sól Kristjánsdóttir, sem hefur
verið verkefnisstjóri frá upphafi.
Vill stofna listaskóla hérlendis
Ein stúlkan í hópnum hafði komið
áður til Íslands en í öllum tilfellum
kom fólkið hingað fyrst og fremst
til þess að kynnast upprunanum.
„Ég sótti um að komast á þetta nám-
skeið vegna þess að ég vildi fræðast
um Ísland á Íslandi og kynnast upp-
runanum,“ segir Danielle. Dwight
Jonsson tekur í sama streng. „Ég er
listamaður, málari, og vildi sjá land-
ið sem ég á ættir að rekja til í föð-
urætt. Íslenskir málarar hafa vakið
athygli mína og ég vildi kynna mér
þá nánar, sjá landslagið og kynnast
fólkinu hérna.“
Dwight er 24 ára og lauk há-
skólanámi í listum í vor sem leið, en
hann gaf Listasafni Reykjavíkur
verk eftir sig við komuna til Reykja-
víkur í gær. Hann bjó lengst af hjá
Kristjáni Björnssyni og Sesselju
Finnsdóttur í Borgarnesi. „Gest-
risni þeirra var alveg með ólík-
indum og það er sama hvar ég fór –
alls staðar fann ég fyrir mikilli hlýju
og maturinn er kapítuli út af fyrir
sig. Ég hef ekki áður borðað eins
mikið og í þessari ferð,“ segir hann
og bætir við að hann sé farinn að
huga að næstu heimsókn. „Mig
langar til að stofna listaskóla hér á
Íslandi. Ég hef áhuga á að kaupa
eyðibýli og bjóða þar upp á kennslu
í listum fyrir Vestur-Íslendinga.
Þessi hugmynd hefur þróast með
mér undanfarnar vikur þegar ég
hef gengið um þetta fallega land og
hrifist af umhverfinu. Næsta skref
er að hafa samband við fasteigna-
sölur og sjá hvaða húsnæði stendur
til boða, en ég hef viðrað hugmynd-
ina við nokkra bændur og hefur
þeim litist vel á. Síðan ætla ég að at-
huga með fjárstuðning í Bandaríkj-
unum og svo er bara að hefjast
handa en ég er sannfærður um að
geta hafið starfsemi næsta vor.“
Heimssýn á slóðum forfeðranna
Danielle er 21 árs og lauk BA-
prófi í vor en hún hefur í hyggju að
fara í læknisfræði og bæta við ís-
lenskukunnáttuna. Í föðurætt er
Danielle ættuð úr Dalasýslu en hún
bjó hjá Melkorku Benediktsdóttur
og Sigurbirni Sigurðssyni á Víg-
holtsstöðum við Búðardal og kynnti
sér sérstaklega reksturinn á þjóð-
veldisbænum Eiríksstöðum. „Það
var mjög gaman og áhugavert að
vera á Eiríksstöðum því þar hitti ég
ferðamenn alls staðar að úr heim-
inum og fékk því svolitla heimssýn á
slóðum forfeðranna. Ég hef farið til
Spánar, Bandaríkjanna og Mexíkó
og í samanburði er Ísland sérstakt.“
Þau segja að þau hafi ekki þekkt
skyldfólk á Íslandi fyrir ferðina en
kynnst mörgum ættingjum á nýliðn-
um sex vikum. „Áður en ég sótti um
að fá að taka þátt í þessu verkefni
vissi ég ekki um neina ættingja hér
á landi en ég fékk upplýsingar frá
stjórnendum verkefnisins og í kjöl-
farið gat ég hitt margt skyldfólk,“
segir Danielle. Dwight segir að
sama hafi verið upp á tengingnum
hjá sér. „Afi hefur oft heimsótt Ís-
land en ég þekkti enga ættingja
fyrr en ég kom hingað. Kynnin hafa
verið þeim mun ánægjulegri og einn
tveggja ára frændi minn er mér of-
arlega í minni. Þegar hann segir
traktor gefur hann frá sér hljóð
eins og fuglar gera. Trrraktor.“
„Ég kann pínulítið í íslensku,“
segir Danielle, en Dwight segist að-
allega hafa notað eina setningu.
„Ég hef lært svolítið í íslensku en sú
setning sem ég hef oftast notað og á
best við er „ég er pakksaddur“,“
segir hann.
Ánægðir þátttakendur í Snorraverkefninu 2003
Morgunblaðið/Kristinn
Snorrahópurinn 2003. Lengst til vinstri er Almar Grímsson, formaður Snorrasjóðsins og varaformaður Þjóðrækn-
isfélagsins, en lengst til hægri er Markús Örn Antonsson, formaður Þjóðræknisfélagsins. Við hliðina á honum er
Úlfar Sigurmundsson, varaformaður Snorrasjóðs. Ásta Sól Kristjánsdóttir er í hvítum bol í fremri röð.
„Ég er pakksaddur“
steg@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Danielle Laxdal frá Kanada og Dwight Jonsson frá Bandaríkjunum tóku
þátt í Snorraverkefninu, sem hófst fyrir sex vikum og lauk í gær.
Snorraverkefninu á Ís-
landi 2003 lauk í gær og
í dag halda 15 bandarísk
og kanadísk ungmenni
af íslenskum ættum til
síns heima. Steinþór
Guðbjartsson ræddi við
tvo þátttakendur, Dani-
elle Laxdal frá Kanada
og Dwight Jonsson frá
Bandaríkjunum.