Morgunblaðið - 26.07.2003, Qupperneq 30
MINNINGAR
30 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín ElísaBaldvinsdóttir
fæddist að Bala í
Þykkvabæ hinn 19.
ágúst 1936. Hún
varð bráðkvödd á
heimili sínu í Vest-
mannaeyjum. 19. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Þórunn Elías-
dóttir húsmóðir, f.
1.12. 1916, d. 29.9.
1990, og Baldvin
Skæringsson, sjó-
maður og smiður, f.
30.8. 1916. Systkini
Kristínar Elísu eru: 1) Elías, f.
1938, maki Halla Guðmundsdóttir,
2) Baldur Þór, f. 1941, maki I) Arn-
dís Steinþórsdóttir, maki II) Hug-
rún Hlín Ingólfsdóttir, látin, 3)
Kristinn Skæringur, f. 1942, maki
Sigríður Mínerva Kristinsdóttir, 4)
Ragnar Þór, f. 1945, maki Anna
Jóhannsdóttir, 5) Birgir Þór, f.
1952, maki Halldóra N. Björns-
dóttir, 6) Hrefna, f. 1954, maki
látinn, sonur þeirra er Hörður, f.
1980, dóttir hennar og fyrrverandi
eiginmanns, Þórs Kristjánssonar,
er Hrefna Dís, f. 1986, og sonur
Sólrúnar og Jónasar Arnmunds-
sonar er Birkir, f. 1992. 3) Smári
Kristinn, f. 19.8. 1965, kvæntur
Sigurlínu Guðjónsdóttur, sonur
þeirra er Guðjón Smári, f. 1997,
dóttir Sigurlínu og fósturdóttir
Smára er Sigríður Margrét, f.
1995.
Kristín starfaði við hin ýmsu
störf að unglinganámi loknu, fisk-
vinnslu, afgreiðslustörf og síðustu
áratugina hjá Pósti og síma (síðar
Íslandspósti), en fyrir ári síðan
missti hún það starf vegna skipu-
lagsbreytinga hjá fyrirtækinu.
Hún söng með Kirkjukór Landa-
kirkju í mörg ár, var í Kvenfélag-
inu Líkn frá 1959, þar af í stjórn
frá ’80–’86. Þá starfaði hún með
Leikfélagi Vestmannaeyja í ára-
tugi. Þegar félagið Krabbavörn í
Vestmannaeyjum var endurvakið
eftir að hafa legið niðri til fjölda
ára var Kristín ein af stofnendum
þess og formaður frá upphafi. Átti
það félag hug hennar allan.
Útför Kristínar Elísu verður
gerð frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Snorri Þ. Rútsson, 7)
Baldvin Gústaf, f.
1957, maki Anna
Gunnlaugsdóttir og 8)
Hörður, f. 1961, maki
Bjarney Magnúsdótt-
ir.
Kristín giftist 12.
desember 1955 eftir-
lifandi manni sínum,
Herði Runólfssyni
járniðnaðarmanni, f.
4. október 1935, en
hann er sonur
hjónanna Unnar Þor-
steinsdóttur og Run-
ólfs Runólfssonar,
sem bæði eru látin. Börn Kristínar
Elísu og Harðar eru: 1) Baldvin
Þór, f. 26.3. 1954, sambýliskona
Magdalene Lyberth, börn hans
með fyrrverandi eiginkonu, Höllu
Jónsdóttur, eru: a) Kristín, f. 1973,
sambýlismaður Róki Tummarson,
börn þeirra eru Halla og Páll, b)
Jón Þór, f. 1977, og c) Linda Sif, f.
1987. 2) Sólrún Unnur, f. 1.10.
1961, unnusti var Albert Ólason,
Elsku mamma.
Mamma mín, nú ertu farin, allt of
fljótt og allt of snögglega. Enginn
náði að kveðja og enginn var hjá þér
þegar þú kvaddir. Mín trú er samt
sú að allir sem fara yfir móðuna
miklu finni fyrir miklum friði og líði
vel þannig að nú líður þér eins og
drottningu og er það vel.
Ég vil þakka þér af heilum hug
fyrir allt, þó svo að við höfum ekki
alltaf náð saman. Þakka þér fyrir
frábæra heimsókn þegar þú varst
hjá mér í byrjun maí og yndislegar
móttökur þegar ég kom á gos-
lokahátíðina í byrjun júlí. Ég vildi að
allar okkar heimsóknir til hvor ann-
arrar hefðu verið eins og þessar
tvær.
Mér finnast öll orð fátækleg núna.
Ég er frosin og tóm, svo hræðilega
tóm, en minningarnar hrannast upp
og þær ylja mér, því mér er svo kalt
núna, eins og þér.
Þú varst oft svo ótrúlega dugleg.
Þú sigraðist á ótta þínum við að
flytja heim aftur eftir gos ’73 og þú
sigraðist á krabbameini ’77 þegar
þér var ekki hugað líf. En einu sigr-
aðist þú ekki á og við vitum báðar
hvað það var.
Ég veit að ég kem alltaf til með að
sakna þín og sakna þess sem hefði
getað orðið. Ég bið þess að þú getir
hvílt í friði og vakað yfir okkur.
Sofðu rótt, mamma mín.
Þín elskandi dóttir,
Sólrún Unnur.
Ég er staddur á yndislegum stað í
Kópavogi á fallegum sumardegi, eitt
símtal, mamma mín er dáin. Lífið er
fljótt að breytast, og margar hugs-
anir leita á mig. Ég hef alltaf verið
mömmustrákurinn þinn, mamma,
og það er kannski engin tilviljun. Ég
þyki líkur þér bæði í útliti og tökt-
um. Fyrstu minningarnar af okkur
saman var þegar ég var að brullast
með þér og Guðrúnu Andersen
heima og á Vestmannabrautinni,
ófáu sundferðirnar okkar saman,
allar æfingarnar í leikfélaginu og
kirkjukórnum, enda kann ég suma
sálma utanað í dag eftir allan þenn-
an tíma. Ekki má gleyma okkur
saman að bera út póstinn, eins og
mér fannst það leiðinlegt. Einnig
ristir djúpt í mér þín alvarlegu veik-
indi sem þú fyrir kraftaverk náðir
þér af þegar ég var tólf ára. Jói, ég
mun aldrei gleyma þegar við báðum
fyrir mömmu saman í herbergi
mínu, við vorum bænheyrðir, þú
getur aldrei ímyndað þér hvað mér
þykir vænt um þig eftir þetta atvik.
Þegar maður eldist og sér þessa
tíma í fjarlægð þá verða þeir minn
fjársjóður sem skapaði mig sem full-
orðinn mann.
Mamma, ég hef svo margt að
þakka þér. Þú lést mig alltaf finnast
að ég væri hetjan þín og ekki síst í
íþróttaiðkun minni, þar varst þú
alltaf á fremsta bekk að hvetja mig
og varst alltaf svo montin af mér.
Ég er svo stoltur og þakklátur hve
fjölskylda mín var mikið ljós í lífi
þínu, mamma. Þú varst orðin svo
vonlaus um að ég mundi eignast
barn en það rættist heldur betur úr
því. Ég er ekkert bitur þó að þú
verðir ekki í lifanda lífi þegar Sig-
urlína fæðir barnið vegna þess að ég
veit og finn að þú ert hjá okkur.
Mamma, ég gæti skrifað heila bók
um okkar líf saman en það er ekki
tilgangurinn hér. Elsku mamma
mín, ég elska þig af öllu mínu hjarta,
þú ert besta mamma í heimi. Ég bið
góðan Guð að varðveita þig og ég
mun varðveita minningu þína alla
mína tíð.
„Kónginn hennar mömmu hín“.
Smári Kristinn.
Elsku amma mín.
Ég trúi því bara ekki að þú skulir
vera farin frá mér. Þegar ég kom
inn á Bröttó á þriðjudagskvöldið
bjóst ég við því að þú myndir taka á
móti mér, knúsa mig og gefa mér
ristað brauð með marmelaði.
Þegar ég hugsa til baka þá hrann-
ast upp minningar um hana elsku
ömmu mína, sem var alltaf svo góð
við mig. Ég hálfpartinn ólst upp hjá
ykkur afa, amma mín, en í hvert ein-
asta skipti sem ég steig inn um
dyrnar tókstu mér svo fagnandi að
það var eins og við hefðum ekki sést
í mörg ár. Í raun veit ég ekkert hvað
ég á að að hripa niður á þetta blað,
þar sem ég sit í stofunni þinni, býst
einhvern veginn alltaf við að þú
komir inn og spyrjir hvað ég sé að
gera. Ég vil bara þakka þér fyrir að
hafa verið partur af lífi mínu og fyrir
að hafa kennt mér svo ótal margt.
Ég sakna þín svo sárt, elsku amma
mín, en veit að þú ert nú á betri
stað. Eins og Sigmund Freud sagði:
„Markmið alls lífs er dauðinn“ og
það kemur víst að þessu hjá okkur
öllum. Ég hugsa til þín á hverjum
degi en veit að við sjáumst aftur
seinna.
Hafðu það gott, amma mín.
Þinn elskandi dóttursonur,
Hörður.
Elsku amma mín.
Hvar á ég að byrja? Ég sakna þín
svo mikið að engin orð fá því lýst. Þú
varst alltaf svo yndisleg við mig þeg-
ar ég kom og þú studdir mig í öllu
sem ég tók mér fyrir hendur. Við
gátum alltaf spjallað um allt milli
himins og jarðar tímunum saman
við eldhúsborðið, á meðan þú sötr-
aðir te og lagðir gamla góða kap-
alinn þinn. Hluti af því að koma til
Eyja var að fá ristað brauð hjá
ömmu og afa, með marmelaði, alveg
sama hve mikið ég reyndi þá var það
aldrei jafn gott og hjá ömmu og afa.
Þú elskaðir barnabörnin þín rosa-
lega mikið og baðst oft um fleiri,
vildir svo fá nóg af barnabarnabörn-
um líka því þú hafðir svo mikla ást
að gefa. Ég trúi því varla að ég hafi
verið hjá þér fyrir svona stuttu síð-
an. Þú varst alveg jafn hress og
venjulega og spjallaðir um heima og
geima og varst svo óskaplega stolt
og ánægð að sjá mig, svona unga
stúlku, borða svið. Elsku amma mín,
ég veit að þú ert á mun betri stað og
líður vel. Ég veit líka að þú munt
vaka yfir afa og passa hann fyrir
okkur.
Ég elska þig, amma mín.
Hrefna Dís.
Elsku amma.
Ég man þegar ég kom til þín og
afa í fyrrasumar. Við áttum svo
skemmtilegan tíma saman að ég á
erfitt með að trúa því að þú sért far-
in. Ég á eftir að sakna þín mikið og
þú skilur eftir gat í hjarta mínu. Ég
veit að þú ert komin á betri stað og
þú ert örugglega búin að hitta lang-
ömmu núna.
Ég mun alltaf hugsa til þín.
Þinn
Birkir.
Nokkur orð frá litlum ömmustrák.
Amma Stína dó.
Pabbi, ég hef sorgarfréttir að færa
þér, hún amma dó.
Afi, af hverju dó amma?
Mamma, ég sakna svo ömmu, hve-
nær kemur hún aftur?
Já, en ég vil svo mikið fá hana aft-
ur.
En hver ætlar að sofa hér hjá afa?
Gott, þá þarf afi ekki að vera einn og
einmana.
Nú er amma mín að verða engill
og það eru að vaxa á hana vængir og
hún er komin með eina doppu í
hringinn, æi, þú veist ljósahringinn
fyrir ofan höfuðið og við verðum að
spjalla alltaf um ömmu og fylgjast
með henni, svo við vitum hvenar
hringurinn er orðin fullur af ljósi, á
morgun verður hún komin með tvær
doppur.
Amma Stína leyfði mér alltaf allt.
Mér fannst svo gaman þegar
amma sagði „Ekkert Lundareykja-
dals neitt hér“ og við vorum að leika
með Brulla bangsa og Jobba bangsa.
Amma kallaði mig alltaf kónga-
prinsinn sinn, það var svo gaman.
Mér fannst svo gaman að leika í
pappakassanum með ljós og svo
„bregðaði“ ég henni, það fannst okk-
ur svo gaman og við hlógum svo mik-
ið.
Amma mín var alltaf svo góð við
mig, ég vil svo mikið fá hana aftur en
nú er hún hjá guði.
Hvað er síminn hjá guði?
Kær kveðja frá Kóngaprinsinum
hennar ömmu,
Guðjón Smári Smárason.
Nú þegar stóra systir kveður og
kaldur veruleikinn blasir við koma
minningarnar upp í hugann: Stína
var elst af okkur níu systkinunum og
þess vegna höfuð okkar og svo sann-
arlega foringinn í krakkahópnum.
Lífsbaráttan hjá foreldrum okkar
var stundum nokkuð hörð, og eins og
áður sagði systkinahópurinn stór,
pabbi oftast á sjónum og mamma
þurfti tilfinnanlega á hjálp að halda
við heimilishaldið. En við áttum
Stínu og það var stóreign, það viss-
um við bræður vel þótt við værum
ekki alltaf að hafa orð á því. Stóra
systir byrjaði mjög ung að taka til
hendinni á heimilinu og munaði þá
svo sannarlega um. Hún var með af-
brigðum dugleg og ólöt við hvað, sem
þurfti að gera. Ef illa gekk að fá okk-
ur bræður til að hlýða með góðu
þurfti hún stundum að beita hörk-
unni og þá sagði enginn orð, enda
svo sannarlega ástæða til að skamm-
ast sín. Það var ekki bara dugnaður-
inn og skipulagshæfileikar stóru
systur sem ég veitti athygli, mér
fannst einhvernveginn hún vera best
í öllu, frábær í skólanum, kunni fullt
af lögum og söng svo vel, var hrókur
alls fagnaðar þegar það átti við, hafði
þennan hárfína húmor og gat vakið
hlátur þegar þess þurfti með.
Stína var smekkleg og handlagin,
gat saumað það sem hún vildi og
man ég eftir því að eitt sinn saumaði
hún sér kjól úr striga sem fór svo
ljómandi vel í lokin, eins og mér leist
illa á tiltækið í byrjun. Æskuárin liðu
og daman var komin með kærasta,
en ekki var pláss fyrir parið á heim-
ilinu okkar og ekki heldur á heimili
kærastans, Harðar Runólfssonar.
Þau þurftu því strax að bjarga sér
að öllu leyti sjálf og hafa gert það
síðan. Gæfusporið var þarna stigið,
Hörður var svo sannarlega drauma-
prinsinn, traustur og tryggur. Unga
parið hóf búskap í kjallaranum í
Laufási. Fljótlega keyptu þau sér
lóð númer 14 við Bröttugötu og haf-
in var bygging þar sem bjartsýnin
og dugnaðurinn var það sem lagt
var upp með. Á þessum tíma var
mikill uppgangur í Vestmannaeyj-
um og auðvelt fyrir duglegt fólk að
fá mikla vinnu. Hörður var einn
þeirra sem nýttu sér það og þrátt
fyrir langan vinnudag og stuttan
hvíldartíma tók hann drjúgan hlut af
svefntíma sínum við vinnu í bygg-
ingunni. Fyrr en varði var flutt í
nýtt glæsilegt hús sem hefur verið
heimili þeirra síðan. Nú komu
dásamlegir tímar, Brattagata 14
fylltist af lífi og þegar flutt var voru
þau orðin þrjú, Baldvin, frumburð-
urinn, kominn í heiminn. Seinna
kom svo Sólrún Unnur og síðastur
Smári Kristinn.
Eins og gengur uxu börnin úr
grasi og fluttu að heiman í fyllingu
tímans og eiga nú hvert sína fjöl-
skyldu. Um alllangt skeið hafa að-
eins Hörður og Stína verið heim-
ilisföst á Bröttugötu 14 sem segir þó
ekki alla söguna, því dyrnar á
Bröttugötu 14 hafa svo sannarlega
staðið opnar fyrir ættingjum og vin-
um og oft hafa börnin og barnabörn-
in dvalið hjá þeim tímabundið.
Eins og hjá öðrum skiptust á skin
og skúrir í lífi Stínu, heilsa hennar
var ekki sterk og þurfti hún því að
berjast á þeim vettvangi um langt
skeið. Með tímanum minnkaði
baráttuþrek hennar og þá kom sér
vel að eiga góða fjölskyldu sem stóð
þétt við bakið á henni. Þar var
Hörður traustur, eins og alltaf þeg-
ar á reyndi.
Við Halla vottum Herði, börnum
hans og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúð og biðjum góðan guð
að styrkja þau í sorginni.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég mína góðu systur en mun
varðveita minningu hennar alla tíð.
Elías.
Elsku Stína mín.
Nú er komið að kveðjustund, í
bili. Þegar ég kom í þessa fjölskyldu
fyrir rúmum fjörutíu árum, þá að-
eins krakkakjáni, tókst þú strax á
móti mér sem jafningja. Með okkur
myndaðist órjúfanleg vinátta sem
hefur staðið óhögguð í gegnum súrt
og sætt öll þessi ár. Aldrei hefur
okkur orðið sundurorða allan þenn-
an tíma. Samvera okkar hefur skipt
mig mjög miklu máli enda hittumst
við oft í viku öll þessi ár.
Í fyrstu voru ferðirnar hjá mér
óteljandi til ykkar Harðar í fallega
húsið ykkar á Bröttugötunni, þú
varst svo mikil húsmóðir að unun
var að fylgjast með þér vinna heim-
ilisverkin. Þú varst alltaf svo vand-
virk og smámunasöm í öllum verk-
um að þér fannst aldrei nógu vel
vandað til verka. Það var mikið lán
fyrir mig að fá að horfa á þig þrífa,
strauja, baka og ýmislegt annað og
geta lært af þér þar sem ég hafði
ekki mömmu á staðnum til að ráð-
leggja mér. Þegar árin liðu óx okkar
góða og mikla vinátta og gátum við
talað saman um öll okkar mál hvor
við aðra og gátum treyst því að þau
færu ekki lengra.
Síðustu árin höfum við getað miðl-
að hvor annarri af reynslu okkar og
reynt að styrkja hvor aðra á erfiðum
tímum sem alltaf koma í lífinu hjá
öllum. Ég lít á það sem mikla gæfu
fyrir mig að hafa fengið að ganga
með þér þennan hluta lífsgöngunn-
ar. Þær eru margar gleðistundirnar
sem gott er að ylja sér við í sorginni.
Það var ljúft að faðma þig og kyssa
þegar ég sá að stundin var komin og
friðurinn mikli hvíldi yfir andliti
þínu.
Elsku Stína mín, ég þakka þér
fyrir öll árin. Ég veit að mamma þín
hefur tekið á móti þér með opinn
faðminn.
Elsku tengdapabbi, Hörður, Bald-
vin, Sólrún, Smári og þið öll, elsk-
urnar mínar, ég veit að Guð gefur
KRISTÍN ELÍSA
BALDVINSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ birtir af-
mælis- og minningargreinar end-
urgjaldslaust alla daga vikunnar.
Greinunum má skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is -
svar er sent sjálfvirkt um leið og
grein hefur borist) eða á disklingi
og þarf útprentun þá að fylgja.
Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis-
og minningargreinum á 1. hæð í
húsi Morgunblaðsins, Kringlunni
1 í Reykjavík, og á skrifstofu
Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tek-
ið við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsingum
um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum. Um
hvern látinn einstakling birtist
ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar séu
um 300 orð eða 1.500 slög (með
bilum) en það eru um 50 línur í
blaðinu (17 dálksentimetrar). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–
15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Ef birta á minningargrein á
útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa
greinarnar að berast fyrir hádegi
á föstudegi. Berist greinar hins
vegar ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist á réttum
tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina