Morgunblaðið - 26.07.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 26.07.2003, Síða 31
ykkur styrk til að takast á við sorg- ina og leiða ykkur áfram. Elsku Stína, við hittumst aftur í nýjum og betri heimkynnum. Þín mágkona og vinkona, Anna Jóhannsdóttir. Það var hringt til mín laugardags- kvöldið var, 19. júlí og í símanum var maður sem ekki er vanur að hringja til mín, því miður, og þegar ég heyrði hver var í símanum þá spurði ég Hvað er að? Í símanum var yngsti sonur vin- konu minnar, hann Smári Kristinn Harðarson, og hann sagði mér að móðir sín væri dáin, það var bara ekkert annað. Þetta bara passar engan veginn, síðan hef ég bara setið og starað út í loftið, ég á mjög bágt með að trúa þessu. Minningarnar þær hrúgast upp, en það væri efni í heila bók ef ég byrjaði að skrifa þær. Þegar yngsta barnið fæddist hjá þeim Stínu og Herði þá var hann Hörður í veiðitúr fyrir vestan og vinkonan hringdi til mín og bað mig að koma og það munaði litlu að ég hreinlega tæki á móti barninu en ljósan slapp til Stínu. Það fæddist drengur og hann engin smásmíði, 20 merkur að þyngd. Þetta var ekkert ungabarn fannst mér, ég gaf honum strax sér- stakt nafn sem við köllum hann allt- af enn í dag, ég og börnin mín. Og þessi sonur er hann Smári Kristinn og það var hann sem hringdi til mín á laugardagskvöldið var. Þegar Stína eignaðist sitt annað barn sem er dóttirin Sólrún Unnur þá átti ég líka von á barni, ég ætlaði að vera á undan henni að eiga en það fór öðruvísi. Stína bara dreif þetta af eins og annað sem hún gerði og átti dótturina 5. eða 6. október 1961. Pabbinn Hörður kom heim til mín til að segja mér fréttirnar og líka til að stríða mér dálítið og ég vildi ekki trúa þessu en ég varð að kyngja þessu auðvitað, sonurinn Baldvin var með og staðfesti frétt- ina. Og ég ákvað að heimsækja þær mæðgur heima áður en ég ætti mitt barn og það stóð ég við, ég eignaðist svo dóttur 11. október 1961. Eitt haustið þá voru rifnar niður gardínur frá stofuglugganum hjá henni mömmu minni til að breyta síða ballkjólnum hennar Stínu. Lit- urinn á gardínunum og efnið passaði svo vel við kjólinn. Við vorum svo góðar í að breyta ballkjólunum okk- ar. Í þá daga voru svokölluð síð- kjólaböll um hverja helgi í Eyjum allt haustið. Það var svo margt brallað í þá daga eins og t.d. hringdum við einu sinni eftir ball og það kom vitlaus maður í símann í Reykjavík eða þangað sem við hringdum, sem sagt ekki réttur maður, og ég var látin tala og ég kolféll bara fyrir röddinni og við getum eða gátum enn hlegið að þessu. Oft komstu Stína mín við á Heiðavegi 55 hjá okkur mömmu á leiðinni heim til þín og þú varst með Sólrúnu, þá bara litla, og það var oft hlegið mikið og hátt og Sólrún litla var ekki alltaf sátt við hvað við hlóg- um hátt og fór að skæla. Og eitt enn, þú varst gædd sérstökum hæfileik- um til að segja frá því sem þú upp- lifðir, mér finnst ég heyra það í hug- anum hvernig það verður þegar þú kemur hinumegin eins og sagt er og hittir t.d. mömmu mína og fleiri. Það er nú ekki mikill vandi að ímynda sér það, ó, nei. Ég talaði við þig fyrir þremur dögum eða á miðvikudaginn var og við vorum ekki aldeilis að kveðjast þá. Ég ætlaði að koma út í Eyjar á næstunni eða allavega í gullbrúð- kaupið ykkar Harðar í desember nk. en þið eða þú ætlaðir ekki að vera heima þá og þú stendur við það þó þú hafir ekki ætlað að kveðja svona. Ég get illa trúað því að ég eigi ekki eftir að tala við þig í símann fljótlega Stína mín, en svona er það bara og ekkert við því að gera. Einn vin eigum við þrjú sem því miður verður bara að lesa þessa sorgarfrétt um þig í dagblöðunum. Ég man þegar við heyrðum Bítlana syngja lagið P.S. I love you, Love me tender og fleiri og við kolféllum fyrir þeim og svo ég tali nú ekki um Fats Domino. Elsku vinkona, ég bið Guð að varðveita þig, vernda alla tíð um ókomin ár og sömuleiðis hann Hörð manninn þinn. Hann stóð sem klett- ur við þína hlið alla tíð og ég bið fyr- ir börnum þínum og barnabörnum og barnabarnabörnum sömuleiðis. Ég á bók um ömmur og ég var að fletta henni og sá að þar var ýmis- legt sem passar vel hér. „Amma er gerð til að hjúfra sig uppað eins og kodda.“ „Amma er kona sem hefur ánægju að heyra smábörn anda í síma.“ „Það eru þeir vinir sem þú getur hringt í klukkan fjögur að morgni sem skipta máli.“ „Ein elsta þörf mannsins er að vita að einhver láti sig einhverju varða hvar við erum þegar við komum ekki heim að kvöldi.“ „Þú kannt að verða vonsvikin ef þér mistekst, en þú ert búin að vera ef þú reynir ekki.“ Guð blessi líka alla vini og vanda- menn þína, Stína mín. Það er svo erfitt að kyngja því að þú skulir vera farin að eilífu. Guðrún Andersen, Seyðisfirði. Mig langar að minnast kærrar vinkonu og starfsfélaga, með örfáum orðum, sem verða heldur fátækleg þegar ég hugsa til baka um allt sem við áttum saman í gegnum árin. Ég kynntist Kristínu Elísu, eða Stínu, eins og ég kallaði hana, 1976 þegar ég réði mig sem bréfbera til Pósts og síma. Stína hafði þá verið bréfberi í nokkur ár, hafði tekið við þessu dæmigerða karlastarfi, sem þá var, fyrst kvenna hér í Vest- mannaeyjabæ. Ég var hálffeimin við þessa 6 árum eldri konu, sem sat við hliðina á mér, meðan við tíndum póstinn í töskurnar okkar. Datt mér þá síst í hug að við ættum eftir að verða eins góðar vinkonur og raun bar vitni. Sú vinátta óx með árunum og minnist ég þess ekki að okkur hafi nokkurn tíma orðið sundurorða. Við vorum starfsfélagar hátt í þrjá áratugi, fyrstu árin sem bréf- berar og síðan við flokkun. Var Stína einstaklega góður og sam- viskusamur vinnufélagi og ekki brást minnið hennar, þegar þurfti að muna heimilisföng og annað tengt vinnunni. Margs er að minnast frá þessum árum. Góð tengsl mynduð- ust á milli okkar bréfberanna, höf- um við sex þeirra haldið hópinn fram á þennan dag, og hist á nokk- urra vikna fresti. Þar var Stína oft- ast hrókur alls fagnaðar, hafði svo gott lag á að segja skemmtilega frá og halda uppi léttu andrúmslofti. Það er stórt skarð höggvið í hópinn við fráfall hennar. Elsku Stína mín, ég kveð þig með söknuði í hjarta og þakklæti fyrir vináttuna í gegnum öll þessi ár. Sér- staklega þakka ég þér helgarnar tvær í sumar sem við áttum saman á Laugarvatni og í Efsta-Dal, sem eru mér dýrmætar minningar í dag. Þó ég viti að okkur er gefinn tak- markaður tími hverju og einu, í þessu lífi, þá fannst mér þú hrifin alltof fljótt frá okkur. Guð geymi þig. Ég votta Herði og börnum, og að- standendum öllum, innilega samúð, og megi Guð gefa ykkur styrk á erf- iðum stundum. Erna. Jæja Stína mín, það voru þung spor síðastliðin sunnudag er ég rölti og flaggaði í hálfa stöng fyrir þér vitandi að nú var það enginn mis- skilningur eins og í gamla daga. Í minningunni ert þú ógleymanlegur karakter alltaf brosandi og hlæjandi endalaust í góðu skapi, öll lundaböll- in og Elliðareyjarslúttin og slides- sýning í boði, uppá skjáinn komu myndir af pabba, mér, Herði þínum eða þér og þú gólaðir upp, ó Guð og ég fór oft hjá mér og hugsaði ooo Stína en ég segi nú bara það sama í dag, ó guð hvað mér þykir vænt um þessa setningu núna. En leiðir okk- ar hafa legið mikið saman undanfar- in 5 ár. Eftir að hún Júlía mín veikt- ist þá hefur þú verið ofboðslega dugleg að hjálpa okkur í hennar veikindum styðja okkur og styrkja og leiðbeina okkur af fremsta megni enda hefur þú verið vítamínsprauta í félaginu krabbavörn hér í Eyjum. Við höfum setið margar stundirnar í eldhúsinu þínu á Bröttugötunni og rætt okkar vandamál vonir og þrár og vorum við mjög sammála um það sem lífið hafði upp á að bjóða, oft ræddum við um dauðann og síðast fyrir 3–4 vikum og eins og alltaf, Stína mín, þá áttum við ekki von á að þú yrðir næst en svona er nú lífið og vil ég fá að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Mér er það mikill heiður fyr- ir að fá að vera ekki bara frændi þinn heldur líka vinur, elsku Stína mín, eða eins og þú hefðir sagt það, Kristín Elísa. Jóhann Freyr Ragnarsson (Jói Ragg). MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 31 Það er erfitt að trúa því að góður vinur og jafnaldri af næsta bæ, hann Óli í Borgarholti, sé allur. Það er erfitt að sætta sig við að hann skuli vera farinn, ekki nema 44 ára gamall, en trú manns er sú að honum sé ætlað annað og mikilvægara hlutverk. Hvaða hugsanir ná tökum á huga manns við svona aðstæður? Jú, það eru minningar og aftur minningar frá liðnum árum og þá sérstaklega skólaárunum þar sem við Óli vorum keyrðir saman í skólann, deildum saman herbergi á heimavistinni, sát- um saman í skólastofunni og í mat- salnum. Sá sem átti Ólaf Gunnarsson að vini var ekki á flæðiskeri staddur, hvorki í leik né starfi. Það var ekki heldur ónýtt fyrir okkur sem vorum og kannski erum enn svolítið minni og ekki eins stæðilegir og flestir, að eiga jafnhraustan og stæðilegan vin og Óli var. Óli var frá því að ég man eftir mér alltaf mjög virkur þátttakandi í því sem hann tók sér fyrir hendur, því að hann var þeirrar skoðunar að betra væri að láta hlutinn ógerðan en að geta ekki lagt sig allan fram. Strax á fyrstu árunum í skólanum tók hann t.d. þátt í leiklistarstarfi og voru ófá- ir leikþættir sem og heilu leikritin, svo sem Gullna hliðið o.fl., sett upp. Alltaf var Óli þátttakandi og honum oftar en ekki falin stærstu hlutverk- in. Áhugi og þátttaka hans í leiklist hélst allt fram á hans síðasta dag. Óli fór alltaf með stór hlutverk í lífinu og leysti þau vel. Hann fór sér yfirleitt hægt, var yfirvegaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur en skilaði hlutverki sínu, hvort heldur var á leiksviðinu eða í hinu daglega lífi. Óla er best lýst með orðunum „algjört ljúfmenni“ sem hann var jafnt í leik, starfi og sem tryggur fjölskyldufað- ir. Uppátektarsemi er samt orð sem kemur upp í hugann þegar minning- arnar fara í gegnum huga manns, því að það voru ófá „prakkarastrikin“ sem við gerðum á yngri árum. Þau verða ekki rifjuð upp hér heldur eru þau vandlega geymd sem og aðrar góðar minningar um trygga vináttu Óla og fjölskyldu hans því að í Borg- arholti, þar sem foreldarar hans bjuggu til skamms tíma, var manni alltaf vel tekið og um mann hugsað eins og maður væri einn úr barna- hópnum. Það var alltaf mjög kært á milli heimilisfólks í Borgarholti og Straumfjarðartungu og er það von mín og trú að svo verði áfram þótt ÓLAFUR GUNNARSSON ✝ Ólafur Gunnars-son fæddist á Akranesi 21. mars 1959. Hann lést 15. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Borgarneskirkju 25. júlí. stórt skarð sé höggvið í fjölskylduna frá Borg- arholti, sem aldrei verður hægt að fylla. Elsku Ingveldur, Gunnar og Inga, ég votta ykkur og börnum ykkar mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja ykkur í þeirri sorg sem á ykkur hvílir nú. Ég veit að þið eins og allir vinir Ólafs Gunnarssonar geymið minningu um góðan dreng í hjarta ykkar. Páll Ingólfsson. Vinur okkar og frændi, Óli, er dá- inn. Elsku Óli, við kveðjum þig með söknuði eftir sviplega brottför þína. Eina stundina stendurðu bara og spjallar og grínast eins og þér einum er lagið og hina næstu ertu farinn. Þín verður saknað í ferðalögum sem þú hafðir svo gaman af og eftir að hafa ferðast svona mikið saman verður erfitt að skoða landið með sama hugarfari án þín. Þú vissir allt- af hvað var skemmtilegt að skoða og alltaf var góða skapið með í för hjá þér. Það verður lengi í minnum okk- ar þegar þú fékkst grillleiðbeining- arnar frá henni Möggu því að þér gekk svo illa að kveikja í grillinu í einu ferðalaginu. Einnig var alltaf gaman að heyra í þér og Jóhanni vera að grínast hvor í öðrum. Það var mikið fjör þá. Að sama skapi verður erfitt að halda veislur án þess að hafa þig á staðnum sem hrók alls fagn- aðar. Enda hafðirðu mjög gaman af að koma heim til okkar í terturnar hennar Sigrúnar. Þær voru líka allt- af á boðstólum þegar þú komst til okkar. Það verður skrítið að koma í heimsókn til þín og þú verður ekki þar. Það tekur langan tíma að venj- ast því ef það verður þá einhverntím- ann hægt. Þú hafðir alltaf gaman af trjárækt og gróðri og þér fannst gaman að dunda þér við það. Enda var allt vel gert sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst með töfrahendur sem unnu mörg verk hratt og auðveldlega. Elsku Óli, þú getur hvílst rólegur, vitandi það að það verður hugsað vel um trén þín til minningar um þig. Við vottum eiginkonu, börnum þínum og öðrum fjölskyldumeðlim- um dýpstu samúð okkar. Guð blessi ykkur í sorg ykkar. Jóhann, Sigrún, Margrét og fjölskylda, Berglind og Bergur. MINNINGARGREINUM í Morgunblaðinu hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Til að öllu efni Morgunblaðsins verði haganlega fyrir komið reynist nauðsynlegt að setja minningargreinum, sem og öðru efni, ákveðin lengdarmörk. Því hefur verið ákveðið að fyrir utan aðalgrein verði aðrar greinar 1.500 slög (með bilum), sem eru um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar) og í kringum 300 orð. Hinsta kveðja – nýtt form Jafnhliða þessu verður tekin upp nýjung sem kölluð er HINSTA KVEÐJA þar sem hægt verður að senda örstutta kveðju (5–15 línur), þegar það á við. Þetta form á við þegar votta á virðingu án þess þó að það sé gert með langri grein (sjá sýn- ishorn). Lengd minningargreina Hæfileg lengd. Til þess að sjá lengd minningargreinar t.d. í Word-ritvinnslu, þá er valið Tools-valblaðið og síðan Word Count. Þá opnast þessi upplýs- ingagluggi og sýnir orðafjöldann (Words); slagafjölda án orðabila (Characters (no spaces)); slaga- fjölda með orðabilum (Characters (with spaces)): 1.500. g fa g n ar n k, a ð- m g m n- r r ð r- i. m r- n- í ar l- u í ð ð- gg g Sú hugsun að svo kynni að fara var manni þó oftast fjarri, svo mikill var lífsþróttur hennar, hugurinn vökull og atorkan óbilandi. Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj. lkasdjf laksjf laks jdf. Laksdjælaskdjfæalskjfaæls kdjfaæl sk djfalæs kd. Jón Jónsson og Jónína Jónsdóttir Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj lkasdjf laksjf laks jdf laksdjælask- djfæalskjfaæls kdjfaæl sk djfalæs kd fdh fg df df df n dfhndfghdfh dfgh dfgh dfh fdgh. Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj lkasdjf laksjf laks jdf laksdjælask- djfæalskjfaæls kdjfaæl sk. Ækjlskdfj aæsldkjf æa lskdfj aæ ldskf jalæskdjf alsækdlaskdj lkasdjf laksjf laks jdf laksdjælask- HINSTA KVEÐJA Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GÍSLI ÞORGEIRSSON fyrrv. kaupmaður, lést fimmtudaginn 24. júlí sl. Fyrir hönd aðstandenda, Brynfríður Halldórsdóttir, Þorgeir Gíslason, Steinunn G. Lórensdóttir, Vilmundur Þór Gíslason, Hrafnhildur Óladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.