Morgunblaðið - 26.07.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 26.07.2003, Síða 36
DAGBÓK 36 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Langesund, Eldborg, Sedna Iv, og Kristina Regina koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Langesund kemur í dag. Polar Amaroq fer í dag. Mannamót Félag aldraðra í Mos- fellsbæ. Skrifstofa fé- lagsins verður lokuð í sumar til 2. september. Félag eldri borgara í Kópavogi – FEBK. Há- lendisferð í Veiðivötn og virkjanirnar verður fimmtud. 7. ágúst. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 8.30 og frá Gullsmára kl. 8.45 og ekið upp Skeið og Þjórsárdal og þaðan upp á hálendið. Á leiðinni verður stopp- að í Árnesi eða Hálend- ismiðstöðinni í Hraun- eyjum. Ekið verður upp í Veiðivötn, og ekið um vatnasvæðið. Hrauneyjarfossvirkjun heimsótt, komið að Sig- ölduvirkjun, Vatns- fellsvirkjun, og Sultar- tangavirkjun. Kvöldverður í Félags- heimilinu Árnesi. Síðan verður haldið heimleið- is um Iðu – Grímsnes – framhjá Þrastarlundi, að Nesjavallavegi. Áætluð heimkoma kl. 20. Leiðsögumaður er Nanna Kaaber. Skrán- ing fyrir kl. 15 miðviku- daginn 6. ágúst á þátttökulistann í fé- lagsmiðstöðinni Gjá- bakka. Símaskráning möguleg í síma 554- 3400 (Gjábakki), einnig hjá ferðanefnd FEBK. Félagsmiðstöðin í Gull- smára er lokuð út júlí. Ferðanefndin. Bogi s: 554 0233 eða Þráinn s: 554 0999. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- unganga er frá Hraun- seli kl. 10. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Austur- og Norðausturlandsferð 18–25. ágúst, 8 daga ferð. Ekið með suður- ströndinni, norður til Akureyrar. Ekið um Kjöl til Reykjavíkur. Leiðsögn Sigurður Kristinsson. Eigum laus sæti. Upplýsingar og skráning á skrif- stofu FEB, sími 588 2111. Gerðuberg, félags- starf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. FEBK. Púttað á Lista- túni kl. 10.30 á laug- ardögum. Mætum öll og reynum með okkur. Gönguklúbburinn Hana-nú. Morgun- ganga kl. 10 laug- ardagsmorgna frá Gjá- bakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið til að hætta reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fundur í Gerðu- bergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-samtök spilafíkla, fundir spilafíkla. Höf- uðborgarsvæðið: Þriðjudagur kl. 18.15 – Seltjarnarneskirkja, Valhúsahæð, Seltjarn- arnes. Miðvikudagur kl. 18 – Digranesvegur 12, Kópavogur. Fimmtudagur kl. 20.30 – Síðumúla 3–5, Göngu- deild SÁÁ, Reykjavík. Föstudagur kl. 20 – Víðistaðakirkja, Hafn- arfjörður. Laugar- dagur kl. 10.30 – Kirkja Óháða safnaðarins, v/ Háteigsveg, Reykjavík. Austurland: Fimmtu- dagur kl. 17 – Egils- staðakirkja, Egils- stöðum. Neyðarsími GA er opinn allan sól- arhringinn. Hjálp fyrir spilafíkla. Neyðarsími: 698 3888. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. OA-samtökin. Átrösk- un / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og í síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Jón Jóhann Jónsson, Hlíf II, Ísafirði, s. 456 3380, Jónína Högna- dóttir, Esso-verslunin, Ísafirði, s. 456 3990, Jó- hann Kárason, Engja- vegi 8, Ísafirði, s. 456 3538, Kristín Karvels- dóttir, Miðstræti 14, Bolungarvík, s. 456 7358. Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sigurjónssyni, s. 555- 0383 eða 899-1161. Í dag er laugardagur 26. júlí, 207. dagur ársins 2003. Orð dagsins: En hvert tré þekk- ist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) FrumskýrslaSamkeppnisstofnunar um olíufélögin er víða til umræðu á vefritunum. Hinrik M. Ásgeirsson gerir þátt Þórólfs Árna- sonar borgarstjóra að umtalsefni í pistli á Póli- tík, vef ungra jafnaðar- manna.     Hann segir þar m.a.:„Þórólfur veit sjálfur hvað er satt og hvað ekki. Í viðtali við Stöð 2 í fyrradag vildi hann hvorki neita né staðfesta neitt af því sem haft var eftir honum í frumskýrsl- unni. Ef hann hefði hins vegar neitað að hafa gert nokkuð rangt hefði hann vissulega fengið að njóta vafans þar til endanlegur úrskurður er kveðinn upp. Einmitt vegna þess að hann neitaði að svara spurningum fréttamanns- ins verður maður að álykta að efni frum- skýrslunnar sé rétt. Sé frumskýrslan rétt er ljóst að hann á ekki að sinna starfi borgarstjóra. Það á ekki að verðlauna menn með borgarstjórastöðu sem hafa unnið gegn hagsmunum almennings og frjáls markaðar.     En Þórólfur er ekkieinn um að skulda svör. Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar verða einnig að svara þeirra spurningu hvort þeir sætti sig við að Þórólfur starfi í umboði þeirra án þess að svara því opin- berlega hvort hann hafi tekið þátt í samsæri gegn almenningi. Ef þeir sætta sig við það eru þeir annaðhvort huglausir eða þá skortir sannfær- ingu orða sinna. Samfylkingin má ekki láta það gerast að prédika eitt og gera ann- að. Væri dæminu snúið við og Þórólfur væri borgarstjóri sjálfstæð- ismanna er alveg klárt að Samfylkingin myndi ekki hika við að krefjast afsagnar hans nema hann neitaði sök.“     Sigurður Þorkelssonfjallar einnig um þátt borgarstjóra í pistli á Hriflu, vef framsóknar- manna í Reykjavík. Sig- urður segir: „Nú er blá höndin komin á loft og reiðir til höggs og nú verður slegið snöggt og af alefli. Sjálfstæðismenn hugsa sér nú gott til glóðarinnar í vandræðum Þórólfs Árnasonar borgarstjóra og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson er kominn í nýju fötin keisarans. „Borgarstjóri verður að víkja.“ „Und- arleg þögn borgar- stjóra.“ „Krafinn skýr- inga á olíuverðsamráði.“ Samkeppnislögin voru sett 1993, þátttaka Þór- ólfs í meintu verðsamráði á sér stað 1996, þá er Þórólfur millistjórnandi og lítið tannhjól í gam- algrónu veldi olíu- félaganna. Saklaus uns sekt er sönnuð, er það ekki gamalt og gott orðatiltæki sem nú á við? Það er rétt af Þórólfi að bíða eftir niðurstöðu í málinu og skoða sinn gang í framhaldi af því.“ STAKSTEINAR Borgin og olían Víkverji skrifar... VÍKVERJI telur sig slarkfæran ogvel það þegar að tölvumálum kemur. Allt síðan að hann lærði að stimpla inn „load“ á gömlu (og góðu) Sinclair Spectrum tölvuna sína hefur hann verið tiltölulega farsæll tölvu- notandi. Eða hvað? Kann hann í rauninni nokkuð? Altént virðist þekk- ingarsamfélag það sem tengist tölv- um vera afar lag- og stéttarskipt. Hver ykkar lesenda kannast ekki við það að fá illt augnaráð og jafnvel óþolinmótt andvarp einhvers tölvu- snillingsins þegar manns eina sök er að vita ekki eitthvað sem – að áliti þess sem maður er að tala við a.m.k. – er á hvers manns vitorði? x x x VÍKVERJI er þannig giska fær íþví sem viðkemur „yfirborði“ tölvunnar. Það er að segja að glugga- umhverfi Windows-kerfisins og skyldra forrita er honum nokkuð tamt og hann er fljótur að læra inn á slíkt. Hann hikar t.d. ekki við að segj- ast afar fær í Excel í vinnuumsóknum þótt hann hafi í raun aldrei komið ná- lægt því annars ágæta forriti! Annað er hins vegar uppi á teningnum er að innviðum tölvunnar kemur; teng- ingar, drif, diskar, snúrur og hvað þetta fargan allt heitir sem er inn í henni blessaðri. Þar stendur Víkverji nánast alltaf á gati. Svona líkt og með bílinn – keyra kann Víkverji en hann þekkir hvorki haus né sporð á því sem undir húddinu er. Víkverji telur sér það hins vegar til tekna að undanfarið finnst honum hann vera að læra meira og meira inn á tölvuheima þótt árangurinn megi telja í millimetrum dag hvern. Stóð sig meira að segja að því á dögunum að fylgjast áhugasamur með er ein- hver tölvugúrúinn var að krukka eitt- hvað í tölvunni hans. x x x VÍKVERJI er kominn undir þrí-tugt og tilheyrir því þeirri kyn- slóð sem er ansi dreifð hvað tölvu- þekkingu viðkemur. Þeir sem nú eru undir tvítugu þekkja vart heim án bloggs eða Nets en margir þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt þora vart að snerta tölvur af ótta við að þá springi þær í loft upp. Kynslóð Vík- verja er einhvers staðar þarna á milli. Víkverji getur hins vegar státað af því að hafa lifað það lengi með tölvum að hann er kominn með fortíðarþrá gagnvart ákveðinni tegund. Því á milli innsláttar, tölvupóstsskrifa og slíks á skrifstofuvæna PC reikar hug- urinn stundum aftur til gömlu (og góðu) Sinclair-tölvunnar. Til að svala þessari þrá lét Víkverji sér eitt sinn nægja að læðast inn í geymslu og taka gripinn út, tengja við sjónvarpið og hlaða inn nokkrum af uppáhalds- leikjunum sínum af snældum, eins og hátturinn var þá. En í dag – þökk sé nútíma PC og hinu yndislega Neti – er þetta óþarfi. Víkverji fer einfald- lega inn á veglega heimasíðu, tileink- aða þessari fornfrægu tölvu (www.worldofspectrum.org) þar sem honum býðst, sér að kostnaðarlausu, að hlaða niður Sinclair-hermi. Þannig getur hann spilað alla leikina „sína“ í gegnum PC og fengið fortíðarþránni svalað og vel það. Á síðunni er meira að segja hægt að festa kaup á öllum gullmolunum fyrir u.þ.b. þúsundkall, og fær maður þá einn geisladisk með um 10.000 leikjum á (hver leikur er ekki nema nokkrir tugir bæta). Hugsa sér! Besti vinur mannsins ásamt besta vini mannsins. Hagsmunir hverra? LAUFEY hafði samband við Velvakanda og vildi koma því á framfæri að hún væri ekki alls kostar sátt við vinnubrögð barna- verndaryfirvalda. Finnst henni sem oft sé gengið fram með miklu offorsi í slíkum málum og að for- eldrarnir fái ekki nægilegt tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr áður en börnin eru tekin af þeim. Er sjónvarps- dagskráin ruslpóstur? ÍRIS hafði samband við Velvakanda og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún hafði sett merki á bréfa- lúguna frá póstinum sem gefur það til kynna að eng- inn ruslpóstur eigi að ber- ast inn um hana. Síðan þá hefur sjónvarpsdagskráin ekki borist. Hún stóð ekki í þeirri trú að sjónvarpsdag- skráin flokkaðist undir ruslpóst. Lambakjötið óætt ÁGÚSTA hafði samband við Velvakanda og lýsti yf- ir ánægju sinni með grein Helga Hjálmssonar frá 16. júlí sl. Hún sagðist vera hjartanlega sammála Helga og tekur undir það að ekki sé hægt að fá al- mennilegt lambakjöt nú til dags. Lambakjötið sé oft á tíðum hreinlega óætt. Ágústa hvetur fólk til þess að láta í sér heyra varð- andi þetta mál. Tapað/fundið Myndavél fannst STAFRÆN myndavél fannst á leiðinni frá Grindavík til Krísuvíkur (Í Bláa lónið). Upplýsingar í síma 557 8040. Húslyklar glötuðust HÚSLYKLAR glötuðust á leiðinni milli Austurbæjar- skóla og Nönnugötu fyrir sl. helgi. Finnandi er vin- samlega beðinn um að hafa samband í síma 848 7970. Gullhringur með tóp- as tapaðist GULLHRINGUR með stórum tópas tapaðist fyrir nokkru, e.t.v. á golfvellin- um Oddi. Finnandi vin- samlegast hafi samband í síma 898 0094. Gullhringur tapaðist við Jökulsárlón GULLHRINGUR með steini og áletrun innan í tapaðist við Jökulsárlón þriðjudaginn 15. júlí sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 664 3193. Dýrahald Kettlingur fannst GULUR og hvítur skógar- köttur fannst við Eggerts- götu þann 22. júlí sl. Upp- lýsingar í síma 895 0912 Páfagaukur í óskilum BLÁGRÆNN páfagaukur með gulan haus og bláa vangadepla, flaug inn um glugga við Álfaheiði, Kópa- vogi, þann 22. júlí sl. Eig- andi vinsamlegast hringi í síma 554 6698 eða 820 4780. Kassavanir kettlingar fást gefins FIMM yndislegir, fallegir og kassavanir 8 vikna kett- lingar fást gefins á góð heimili. Upplýsingar gefur Anna í síma 860 5566 eða 551 8494. Svört og hvít læða fannst SVÖRT og hvít læða, stálpaður kettlingur, fannst nálægt Hvanneyri í Borgarfirði 14. júlí sl. Kis- an er mjög mannelsk og greinilega heimilisköttur. Farið var með hana í Katt- holt. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 ósannindi, 4 humma fram af sér, 7 slíta, 8 yfir- höfnin, 9 blása, 11 sár, 13 þrjóskur, 14 arfleifð, 15 brún, 17 sund, 20 ósoðin, 22 auðugur, 23 laumum, 24 kvæðum, 25 ota fram. LÓÐRÉTT 1 vein, 2 fugls, 3 elgur, 4 hnipra sig, 5 kaldur, 6 korn, 10 greftrun, 12 tók, 13 sterk löngun, 15 nirfl- ar, 16 stormhviðum, 18 fiskur, 19 langloka, 20 farlama, 21 skoðun. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 haldgóður, 8 endar, 9 öflug, 10 ann, 11 dúðar, 13 nenna, 15 flekk, 18 skert, 21 inn, 22 ræður, 23 apann, 24 niðurlúta. Lóðrétt: 2 andúð, 3 dárar, 4 ósönn, 5 ullin, 6 feld, 7 ugga, 12 auk, 14 eik, 15 forn, 16 eyðni, 17 kirnu, 18 snarl, 19 efast, 20 tonn. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.