Morgunblaðið - 26.07.2003, Page 37

Morgunblaðið - 26.07.2003, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú geislar af kynþokka og hefur miklar gáfur til að bera. Þú átt auðvelt með að eiga samskipti við aðra og fólk lítur upp til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð margar góðar hug- myndir í dag. Þér til mikils ama gæti einhver reynt að gera lítið úr þeim. Ekki láta aðra eyðileggja fyrir þér. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir hitt einhverja und- arlega manneskju í dag. Þessi manneskja gæti kynnt þig fyrir einhverju óvenju- legu og framandi. Taktu því með opnum hug. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér býðst óvenjulegt tæki- færi til þess að eignast pen- inga. Þetta tækifæri mun þó ekki bjóðast þér oftar og því er mikilvægt að þú sért á tánum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Aðrir eru furðu lostnir vegna viðhorfa þinna í dag. Leiddu þetta hjá þér því þú átt rétt á því að hafa þínar skoðanir eins og aðrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag gæti einhver gert þér greiða eða þú fengið óvænta gjöf. Þú skalt ekki hika við að þiggja það sem að þér er rétt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Samtöl við nána vini gætu tekið óvænta stefnu í dag. Jafnvel þó að þetta komi þér á óvart skaltu reyna að sýna umburðarlyndi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Yfirmaður þinn gæti komið með óvænta uppástungu í dag sem þú ert ekki sam- mála. Hugsaðu þig þó vel um. Hann gæti haft rétt fyrir sér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir fundið fyrir tilfinn- ingum í garð einhverrar manneskju sem er mjög ólík þér. Ekki hafa áhyggjur. Þetta er algerlega meinlaust. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það veitir þér ánægju að axla aukna ábyrgð. Nú eru hlutirnir mun auðveldari. Þvílíkur léttir! Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að fá aðra á þitt band í dag. Því miður mun þó einhver skipta um skoðun er á líður daginn. Það skiptir engu máli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur hugmyndir um að bæta vinnuaðstöðu þína. Ekki hika við að koma þess- um hugmyndum á framfæri því þú hefur rétt fyrir þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nýtilkomin ást lofar góðu og sambönd sem þegar eru til staðar geta orðið betri. Það er ætíð fyrir bestu að líta á björtu hliðarnar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SVANASÖNGUR Á HEIÐI Ég reið um sumaraftan einn á eyðilegri heiði; þá styttist leiðin löng og ströng, því ljúfan heyrði’ eg svanasöng, já, svanasöng á heiði. Á fjöllunum roði fagur skein, og fjær og nær úr geimi að eyrum bar sem englahljóm, í einverunnar helgidóm, þann svanasöng á heiði. Svo undurblítt ég aldrei hef af ómi töfrazt neinum; í vökudraum ég veg minn reið og vissi’ ei, hvernig tíminn leið við svanasöng á heiði. Steingrímur Thorsteinsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 100 ára afmæli. Ámorgun, sunnu- daginn 27. júlí, verður 100 ára Hanna M. Sigur- geirsson, til heimilis að Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík. Eiginmaður hennar var Gunnar Sig- urgeirsson, píanókennari og organisti sem lést 1970. Hanna tekur á móti vinum og vandamönnum hjá dóttur sinni að Grandavegi 47 á sunnudaginn milli kl. 16-18. 70 Ára afmæli. Í daglaugardaginn 26. júlí er sjötugur Hörður Arnórs- son, Uppsalavegi 18, Húsa- vík. Hann og eiginkona hans Ina Pétursdóttir eru að heiman í dag. BERTRAND Romanet er franskur bridshöfundur sem hefur ritað feita bók um þvingun, þar sem hann sundurgreinir hin ýmsu af- brigði, bæði algeng og sjald- gæf. Hann var sjálfur í hlut- verki sagnhafa þegar þetta spil kom upp: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ ÁG93 ♥ ÁK2 ♦ D7 ♣9754 Vestur Austur ♠ K102 ♠ D8764 ♥ G106 ♥ D983 ♦ G ♦ 952 ♣ÁKD1083 ♣G Suður ♠ 5 ♥ 754 ♦ ÁK108643 ♣62 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Dobl 1 spaði 3 tíglar 3 spaðar Dobl Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Allir pass Vestur tók tvo slagi á ÁK í laufi og spilaði drottning- unni í þriðja slag, sem Rom- anet trompaði og hugsaði framhaldið. Honum datt fyrst í hug að taka ÁK í hjarta og renna tromp- unum. Þá kæmi upp tvöföld þvingun ef austur væri einn um að valda hjartað. Rom- anet missti þó áhuga á þeirri leið þegar hann spilaði tígli á drottninguna og sá gosann frá vestri. Ef austur átti þrjú tromp, gat hann varla hafa byrjað með fimmlit í hjarta. Romanet hætti því við að taka ÁK í hjarta og spilaði trompi fjórum sinn- um. Tók svo spaðaás og stakk spaða og gladdist mjög að sjá tíuna koma frá vestri. Norður ♠ G9 ♥ ÁK ♦ -- ♣9 Vestur Austur ♠ K ♠ D8 ♥ G106 ♥ D98 ♦ -- ♦ -- ♣10 ♣-- Suður ♠ -- ♥ 754 ♦ 108 ♣-- Næstsíðasta trompið leysir úr læðingi óvenjulega þvingun, sem Romanet kall- ar „tvöfalda verndar- og trompþvingun“. Hræðilegt nafn, en nokkuð lýsandi. Vestur þarf augljóslega að halda í hæsta lauf, en spaða- kóngurinn er líka ómissandi sem hjálparvald – ef honum er fórnað má trompsvína fyrir drottningu austurs (þess vegna var tían mik- ilvæg). Segjum því að vestur hendi hjarta. Þá fer laufnían í blindum og austur þvingast í spaða og hjarta. Ef hann hendir spaða, má trompa litinn út, en hendi hann hjarta, tekur sagnhafi ÁK og fær síðasta slaginn á hjartahund heima. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bb7 7. d3 Be7 8. Rc3 O-O 9. Rd5 Ra5 10. Rxe7+ Dxe7 11. He1 d6 12. Rh4 Bc8 13. Df3 Rxb3 14. axb3 Bg4 15. Dg3 Dd7 16. h3 Be6 17. Bh6 Re8 18. Bd2 Dc6 19. Hac1 a5 20. f4 exf4 21. Bxf4 a4 22. bxa4 Hxa4 23. b3 Ha2 24. c4 bxc4 25. bxc4 Ha3 26. Kh2 Rf6 27. Bd2 Dc5 28. Bc3 Rh5 29. Df3 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Andorra. Alexander Delch- ev (2572) hafði svart gegn Rafael Lopez Rodriguez (2264). 29...Hxc3! og hvítur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 30. Hxc3 De5+ 31. g3 Dxc3. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Stuttir og síðir kjólar Bankastræti 11 • sími 551 3930 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vorum að fá í einkasölu efri hæð í þessu húsi, sem er fjórbýli, á frábærum stað í vesturbænum. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu árum m.a. endur- nýjað glæsilegt eldhús, baðherbergi o.fl. 3 góð svefnherbergi, þar af er svefnher- bergið mjög stórt með miklum nýl. skápum. Afar björt stofa og borðstofa. Ágætlega stórar svalir. Falleg gluggasetning er á þessari íbúð. Góður sameigin- legur garður. Frábær nýting. Áhvílandi ca 8,5 m. Verð 18,4 m. eða tilboð. Upplýsingar í dag og næstu daga gefur Þórarinn M. Friðgeirsson sölumaður í síma 899 1882. Ásvallagata - glæsileg 133 fm efri hæð BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Glerárkirkju 14. júní sl. af sr. Gunnlaugi Garðarssyni þau Ester Lára Magnús- dóttir og Ólafur Hermannsson. Heimili þeirra er á Ak- ureyri. Ljósmynd Myndrún /Rúnar Þór. FRÉTTIR    ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem við fáum tækifæri til að skoða nýjar flugvélar, en umboðsaðilar Piper í Danmörku, Air Alpha, ætla að koma hingað með nýja vél, Piper Archer III, og vera með hana til sýnis á Reykjavík- urflugvelli við félagsheimili einkaflugmanna í Fluggörðum frá kl. 14 til 18, sunnud. 27 júlí. Piper Archer III kom fyrst á markað árið 1996 og þykir sér- staklega vel heppnuð hvort sem er til kennslu, atvinnuflugs og ekki síst til einkaflugs. Jafnframt þessu ætla Piper- eigendur á Íslandi að vera með sínar vélar á staðnum. Nýr Piper Archer III til sýnis Engin ákvörðun um málssókn Vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um brottvikningu forstjóra Lög- gildingarstofu, Gylfa Gauts Péturs- sonar, er rétta að taka fram að ekki liggur fyrir hvort farið verður með málið fyrir dómstóla. Ragnar H. Hall, lögmaður Gylfa, sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „Nú tekur ráðuneytið væntanlega ákvörðun um það hvort það víkur Gylfa úr starfi að fullu og ef það verður gert á hann engan annan kost en að höfða mál til heimtu bóta vegna ólögmætrar uppsagnar og láta þá reyna á hvort þessi rökstuðningur heldur. Það er Gylfa að taka ákvörðun um það.“ Í gær var rætt við viðskiptaráð- herra um málið og þar er vísað til þessara ummæla Ragnars án þess að fram komi að það sé Gylfa að taka ákvörðun um hvort farið verði með málið fyrir dómstóla. Skilja mátti á fréttinni að fyrir lægi ákvörðun um að farið yrði með málið fyrir dómstóla. Hið rétta er að Gylfi hefur enga ákvörðun tekið um það ennþá. Ekki eldur hjá Sorpstöðinni Ranglega var sagt í frétt sl. fimmtudag að eldur hafi komið upp hjá Sorpstöð Suðurlands á miðviku- daginn. Hið rétta er að eldur mun hafa kviknað á svæði Gámastöðvar Selfoss. Rangt föðurnafn Föðurnafn eiginmanns Guðrúnar Sigurbergsdóttur misritaðist í for- mála minningargreina um hana í Morgunblaðinu föstudaginn 25. júlí. Þórarinn, eiginmaður Guðrúnar, var Sigurðsson en ekki Sigurbergs- son eins og sagt var í blaðinu. Rangt farið með kostnað Vegna fréttar um opnun Hótels Öldunnar á Seyðisfirði leiðréttist að heildarkostnaður við endurbyggingu húsanna tveggja var um fjörtíu millj- ónir, en ekki 47 milljónir eins og sagði í fréttinni. Þá á Byggðastofnun 30% hlutafjár í Fjarðaröldunni hf., en lagði ekki styrk til hótelsins að öðru leyti. LEIÐRÉTT MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Leik- skólum Reykjavíkur: „Í Morgunblaðinu 20. júlí s.l. birt- ist frétt um undirskriftasöfnun for- eldra í Vesturbænum í Reykjavík vegna „fyrirhugaðrar lokunar gæsluleikvallarins við Frostaskjól“. Leikskólar Reykjavíkur vilja koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við þessa frétt: Það á ekki að leggja gæsluleikvöll- inn niður en vetrarstarf á vellinum hættir í þeirri mynd sem það hefur verið. ÍTR mun í haust taka við starfrækslu vallarins og nýta hús og lóð fyrir skólabörn á veturna en verða áfram með gæsluleikvallar- starf á sumrin. Það er rétt sem stendur á undir- skriftalista foreldranna að völlurinn er mikið notaður á sumrin. Hinsveg- ar kemur ekki fram að hann hefur verið mjög illa sóttur á veturna. Síð- asta vetur, frá september til maí- loka, komu að jafnaði 3-4 börn á gæsluleikvöllinn hvern dagspart sem hann var opinn.“ Athugasemd frá Leikskólunum Lítil nýting yfir vetrartímann Dýralífsganga með ráðsmanni Viðeyjar Í kvöld mun Ragnar Sig- urjónsson ráðsmaður í Viðey standa fyrir gönguferð um Viðey og veita fjölskrúðugu dýralífi hennar athygli. Þar verpa nú a.m.k. 24 fuglategundir og fer fjölgandi. Hugsanlega gefst gestum einnig kostur á að heilsa uppá hjálmskjótta hesta ráðsmanns- ins en þeir eru um margt sérstakir. Ferðin hefst kl 19:30 með siglingu frá Sundahöfn. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.