Morgunblaðið - 26.07.2003, Side 42
TÓNLISTARÚTGÁFAN í sumar er
með blómlegasta móti. Skífan er
áberandi í útgáfu sumarsins en sum-
ar-safnplatan Svona er sumarið
kemur í ár út í 6.
sinn.
Svona er sum-
arið-plöturnar
kynna oft til sög-
unnar efnilega
nýliða og eru
jafnvel fyrirboði um væntanlega
haustútgáfu stærri hljómsveita og
sló blaðamaður því á þráðinn til Eiðs
Arnarssonar útgáfustjóra Skífunnar
og spurði hann um það loforð um
gott tónlistarhaust sem safnplatan
er.
„Það má alveg segja að það sé
ákveðin áskrift í gangi,“ játar Eiður
feimnilaust þegar hann er spurður
hvort það séu nokkuð eingöngu gæði
laganna sem ráði að þau rati á plöt-
una eða hvort vissar hljómsveitir eigi
víst pláss. „Það er þó aðeins þannig
að segja má að þær hljóm-
sveitir sem við erum að vinna
með reglulega eigi frátekið
pláss á plötunni. Frá okkar
bæjardyrum er þetta nefnilega
ekki hvað síst kynning á vænt-
anlegri útgáfu haustins.“
Það er þó stór hópur
laga sem ratar inn á
plötuna eingöngu
vegna gæða: „Þann-
ig er lag SSSólar,
„Uppsprettan“,
dæmi um undantekn-
ingu því þeir eru ekki á
okkar vegum og lagið
er bara þarna vegna
þess að það er grípandi
gæðalag sem við vildum
endilega hafa með.“ Á plöt-
unni má því finna lög eftir
vinsælustu böndin í dag á
borð við Írafár, Í svörtum föt-
um og Sálina hans Jóns míns en
einnig er nokkur fjöldi lítið eða
næsta ekkert þekktra listamanna
sem taka lagið eins og Lísa (Guðrún
Lísa Einarsdóttir) og Ber.
Margir vilja komast að
Að sögn Eiðs er mikil ásókn í að
komast að á plötunni: „Það er al-
gengt að við þurfum að hafna 3 til 5
mjög boðlegum lögum sem hefðu al-
veg komist inn ef það hefði verið
pláss og síðan milli 5 og 10 lögum
sem okkur berast og maður einfald-
lega hafnar því þau eiga ekki erindi
inn á plötuna. Platan gæti því sjálf-
sagt verið tvöföld á hverju ári en hún
yrði líklega síðri þannig.“
Eiður vill þó meina að það hafi
ekki úrslitaáhrif hvort hljómsveit
kemst inn á safnplötuna eða ekki:
„Þetta er auðvitað viss kynning fyrir
hljómsveitinar og margir sem gera
út á sumarmarkaðinn að einhverju
leyti og líta
þá þannig á
það að þeir
séu að stimpla
sig inn með því
að vera á þessari
plötu. Ég er samt
ekki mjög sammála því og læt oft
fylgja með þegar ég þarf að hafna
lögum að það sé líf eftir Svona er
sumarið. Þetta hefur ekki það mikið
að segja þó menn séu í félagsskap við
margar vinsælustu hljómsveitirnar
hverju sinni.“
Það hefur samt alltaf, að einhverju
marki, verið stefnan að leyfa nýjum
nöfnum að birtast á safnplötunni.
„Það er ekki síst vegna þess að oft á
tíðum er of snemmt fyrir suma lista-
mennina að gera heilar plötur og þá
er best að byrja á stökum lögum,“
segir Eiður. Eins og fyrr segir eru
lögin á plötunni mörg fyrirboði um
væntanlegar breiðskífur. Að sögn
Eiðs er því von á plötum í haust frá
Írafári, Sálinni hans Jóns míns,
200.000 naglbítum sem gera sína
fyrstu plötu í 3 ár, Daysleeper,
Selmu Björnsdóttur og Bubba
Morthens. Eiður segir óvíst hvort að
SSSól láti frá sér plötu, þó hann viti
til þess að þreifingar eigi sér stað í
þá átt.
Meðal banda sem eiga
lög á sumarsafnplötunni
og hyggja á útgáfu í
haust eru Day-
sleeper og
200.000 Nagl-
bítar.
asgeiri@mbl.is
Safnplatan Svona er sumarið 2003 vísbending um tónlistarútgáfu haustsins
Sumarlög fyrirboði
um haustútgáfu
42 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 8 og 10.10.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. B.i. 14 ára.
Stríðið er hafið!
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
SV. MBL
HK. DV
YFIR 15000 GESTIR!
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Miðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14
X-IÐ 97.7
SV MBL
ÓHT RÁS 2
HK DV
Sýnd kl. 4 og 6.
Sýnd kl. 2, 3, 4.30, 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára.
kl. 3.30, 6, 8.30 og 11.
Stríðið er hafið!
SV. MBL
HK. DV
Tortímandinn er kominn aftur.
Fyrsta flokks spennumynd.
Kvikmyndir.com
YFIR 15000 GESTIR!
Sumarkvöld við orgelið
26. júlí kl. 12
Lars Frederiksen orgel
27. júlí kl. 20
Lars Frederiksen
Verk m.a. eftir Buxtehude
og Reger.
18. SÝNING LAUGARDAG 26/7 - KL. 17 UPPSELT
19. SÝNING MIÐVIKUDAG 30/7 - KL. 20 UPPSELT
20. SÝNING FIMMTUDAGINN 31/7 - KL. 20 UPPSELT
21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 LAUS SÆTI
26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 LAUS SÆTI
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !