Morgunblaðið - 26.07.2003, Page 45

Morgunblaðið - 26.07.2003, Page 45
HLJÓMSVEITIN Smack er tæp- lega ársgömul um þessar mundir. Sveitin var stofnuð síðasta sumar upp úr pöbbabandinu Johnny on the Northpole og gaf út diskinn Numb- er One fyrir síðustu jól. Hefur lagið „Emotion“, af nefndri plötu, glumið tíðum á öldum ljósvakans og hafa Smack verið iðnir við spilamennsku síðastliðið ár. Nýverið var gert myndband við lagið „Would You Mind“ af Number One, þriðju „smáskífuna“ af plöt- unni. Þar með er sú plata að baki, að mati Þorsteins Bjarnasonar, söngv- ara og höfuðlagasmiðs, en með hon- um í spjalli er trymbill sveitarinnar, Gísli Elíasson. Með „smáskífu“ er ekki verið að meina eiginlega smá- skífu, enda slíkt nánast ekki til hér- lendis. Það sem er hins vegar átt við er að þetta er þriðja lag plötunnar sem er dreift til útvarpsstöðva og ætlað til spilunar. Annað lagið var „Johnny on the North Pole“, rokk- ari sem stingur þægilega í stúf við hið ballöðukennda „Emotion“. „Í myndbandinu nýja leikur Íris Björk fegurðardrottning og það kasólétt,“ segir Þorsteinn, sem ein- att er kallaður Steini. „Fjölnir Braga, húðflúrskóngur með meiru, leikur þá sjálfan sig. Tilgangurinn með þessu er einfaldlega sá að minna á sig.“ Smack treður upp í Eyjum á bráðkomandi Þjóðhátíð. Upptaka á nýju efni stendur svo fyrir dyrum í haust. „Við erum með fullt af nýju efni á lager og er farið að klæja í puttana að fara að setja nýtt efni á band,“ segir Þorsteinn. „Og svo er það bara áframhaldandi spilamennska. Okkur langar líka að fara að kíkja til út- landa en það er enn sem komið er á pælingastigi. Það væri bara gaman að prófa að spila í útlöndum. Við höfum verið í sambandi við tvo eða þrjá aðila síðan á Airwaves en það þarf líka að huga að fjármálahliðinni ef það á að leggja í einhverja útrás. Þessi bransi getur verið mikið hark. Þetta er erfitt … en gaman,“ segir Þorsteinn að lokum og glottir í kampinn. Smack setja í haustgírinn Myndband og nýtt efni Smack á hljómleikum. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 45 anleg en Það sem stúlka þarfnast lúrir einnig á talsvert fyndnum sprettum þar sem gert er stólpa- grín að yfirstéttarsnobbi, Filippus og frú, Karli prins og því fólki öllu. Þá er hún blessunarlega laus við að taka sig alvarlega og ekkert á þeim skónum að punda á áhorf- endur einhverjum fimm aura pré- dikunum. Annar kostur er skemmtilegur leikhópur, einkum er heitmeyjan í frábærum höndum Chachellor og sjónvarpsstjarnan Bynes er sæt og hæfileikarík stúlka sem sleppur ótrúlega vel frá öllu saman. Pryce svíkur engan og fer vonandi ekki að taka upp á því úr þessu og Colin Firth er geð- ugur leikari sem maður taldi víst að hefði eitthvað bitastæðara fyrir stafni. Í það heila tekið lagleg fjöl- skyldumynd sem fær draumaverk- smiðjuna til að standa undir nafni. Þið verðið að sjá hana með eigin augum til að komast að leyndar- dómum kókópöffsins. Sæbjörn Valdimarsson Vídalín Hollenski plötusnúðurinn Mike Scott vakti mikla lukku á Vídalín um síðustu helgi og ætlar nú að endur- taka leikinn. Fyrstu fimmtíu gest- irnir fá gefins geisladisk með tónlist Scotts. Húsið opnar kl. 22. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.45, 3.45, 5.50, 8 og 10.10. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10. B.i. 12. YFIR 42.000 GESTIR! KEFLAVÍK Sýnd kl. 2, 3.45 og 8. Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) SG. DV EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16 ÁRA ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. b.I. 12 ára. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. FRUMSÝNING KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. … Kate Wins- let á von á öðru barni sínu en hún giftist ný- lega enska kvik- myndaleikstjór- anum Sam Mendes. Þau hjónin tilkynntu þetta í gær í Frakklandi þar sem þau eru í leyfi. Winslet, sem er 27 ára gömul, á eina dóttur með Jim Thre- apleton, fyrri eiginmanni sín- um, en Mendes, sem er 37 ára, á engin börn enn … FÓLK Ífréttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.