Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ STARFSEMI Læknalindar, einka- rekinnar læknisþjónustu í Kópavogi, verður lögð niður hinn 1. september nk. en að sögn Guðbjörns Björnsson- ar, læknis og annars eiganda Læknalindar, er ekki rekstrar- grundvöllur fyrir þjónustunni. Hann segir að faglega hafi starfsemin gengið vel en „það taki of langan tíma að byggja svona þjónustu upp.“ Eigendur hafi því talið skynsamlegt að leggja Læknalind niður. Guðbjörn segir að fastir viðskipta- vinir hafi verið á annað þúsund og að þeir hafi flestir komið af höfuðborg- arsvæðinu. Kveðst hann hafa áhyggjur af því að þeir hafi ekki lengur aðgang að heimilislæknum er Læknalind hætti starfseminni. „Tal- ið er að um 18 til 24 þúsund manns á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki að- gang að heimilislækni,“ segir hann. Sá hópur leiti því m.a. á bráðamót- töku eða beint til sérfræðinga. Viðbót við grunnþjónustuna Starfsemi Læknalindar hófst fyrir um einu og hálfu ári og var tilgang- urinn að bjóða almenna læknisþjón- ustu. Var hún hugsuð sem viðbót við þá grunnheilbrigðisþjónustu sem fyrir væri. „Þegar við lögðum af stað virtist vera mikil þörf fyrir heimilis- læknisþjónustu í Reykjavík og enn- fremur var ljóst að fólk vildi fá slíka þjónustu samdægurs,“ segir Guð- björn, en meðeigandi hans er Sverrir Jónsson. Fastir viðskiptavinir greiddu mánaðargjöld en á móti greiddu þeir engin komugjöld. Guðbjörn telur þjónustuna hjá Læknalind ódýrari en hjá t.d. heilsu- gæslustöðvum og þjónustuna þó jafn góða. Hann tekur fram að áður en ákvörðun hafi verið tekin um að leggja niður Læknalindina hafi verið haft samband við heilbrigðisráðu- neytið og því boðið að gera þjónustu- samning við Læknalind. Með því hefði verið hægt að tryggja rekstur hennar áfram. Hann segir að ráðu- neytið hafi tekið „vinsamlega“ í þá beiðni sl. vetur en eftir kosningar hafi sá áhugi dofnað. Einkarekin læknis- þjónusta lögð niður 18 til 24 þúsund manns án heim- ilislæknis fyrra hafa heppnast betur en þær sem skiluðu afla síðasta sumars. Á þriðjudaginn voru komnir 222 laxar á land úr Brennu, vatnamótum Hvítár og Þverár í Borgarfirði. Einnig höfðu verið skráðir 90 sjóbirtingar og hefur sjóbirtingsveiðin verið vaxandi. Talsvert var af 10 til 14 punda laxi framan af, en síðustu vik- urnar er mest um vænan smálax að ræða og holl sem endaði á þriðjudag með 5 laxa og 7 birt- inga, taldi lýs á 3 laxanna og 5 birtinganna, þannig að enn eru göngur í Borgarfirði þótt vika sé af ágúst. Birtingarnir eru flestir á bilinu 1 til 4 pund, en nokkrir 5-6 punda hafa veiðst, einn 7 punda og einn 11 punda. Það er þurrkatíðin og vatnsleysi í berg- vatnsánum sem veldur þessari góðu veiði, en Straumarnir og Svarthöfði, í sömu sveit, hafa einnig gefið afburðavel í sumar. Laxá á Ásum að gefa Samkvæmt fréttum frá Lax-á, sem er leigutaki Laxár á Ásum, hefur veiði í ánni gengið nokkuð vel að undanförnu, t.d. veiddust 52 laxar þar síðustu fimm dag- ana. Það eru rúmlega fimm á stöng á dag, sem þykir afar gott í laxveiði þótt menn beri enn sam- an Laxá nú til dags og Laxá fyrr- um, er hún gaf 1200 til 1800 laxa veiði á tvær stangir á einu sumri. Á þeim gullaldarárum var ótæpi- lega mokað úr ánni með maðk- EYSTRI-Rangá varð nú í viku- lokin þriðja áin til að skríða yfir þúsund laxa. Áður voru Þverá/ Kjarrá og Norðurá komnar yfir strikið. Stutt er í að Ytri-Rangá nái fjögurra stafa tölu og sama má segja um Laxá í Kjós sem kemur fast á hæla Rangánna með furðu góða veiði miðað við erfið skilyrði. Sem dæmi um hversu vel hefur veiðst í Eystri-Rangá má nefna að á fimmtudaginn 31. júlí voru komnir 750 laxar á land, þannig að vikan var að gefa rúmlega 250 laxa. Vissulega eru margar stangir í ánni og svæðin misgóð, en sum svæðin eru að gefa al- gera mokveiði og enn er stór hluti laxins sem veiðist grálúsug- ur sem segir mönnum að göngur eru enn öflugar. Ytri-Rangá er við líka fjöl, en hundrað löxum á eftir eystri ánni. Er löngu orðið ljóst að seiðasleppingarnar í veiði, en síðustu sumur hefur að- eins verið leyfð fluguveiði. Áin er nú komin í 250 laxa. Lax-á er ennfremur með Mið- fjarðará og á þeim bæ eru menn ánægðir með ána síðustu daga, 10 til 15 veiðast á dag og Vest- uráin gefur best. Um 330 laxar eru komnir á land. Önnur á, sem er á vegum Lax-á, Laugardalsá, hefur gefið vel í sumar og er nú komin í 250 laxa. Ýmis tíðindi af silungum Sjóbirtingur er genginn í Fossála á Síðu samkvæmt frétt- um frá SVFK, leigutaka árinnar. Fimm stykki veiddust fyrir skemmstu, 3 til 6 punda. Vel gengur að eiga við sjó- bleikjuna í Skógá og að sögn Ás- geirs Ásmundssonar leigutaka hafa hollin fengið á bilinu 40 til 120 fiska. Einn og einn lax er í aflanum, mest stórar hrygnur. Þá fréttist af fjögurra manna hóp sem veiddi í vötnum á Arn- arvatnsheiði yfir verslunar- mannahelgina og voru rúmlega 200 silungar í kælikössum á leið- inni til byggða. Mest var það 1-2 punda bleikja og veiddist best í Arnarvatni litla og lækjum sem renna í og úr Úlfsvatni. Eystri-Rangá komin yfir þúsund laxa Sigurður Skúli Bergsson með 20,2 punda hæng úr Engjavaðs- hyl í Sandá. Laxinn var 102 cm og hefði líklega verið færður til bókar sem 22 pundari ef hon- um hefði verið sleppt. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? JOYCE Platt frá bænum Arcadia í Suður-Kaliforníu keypti 150.000. ein- takið af bókum Sigurgeirs Sigurjóns- sonar ljósmyndara í verslun Pennans í Austurstræti í gær. Í tilefni af því afhentu Sigurgeir og Kristján B. Jón- asson hjá Forlaginu henni bæði blóm og heildarverk Sigurgeirs Sigurjóns- sonar á ensku að gjöf. Joyce er stödd hér á landi með eiginmanni sínum Gene Platt en hingað komu þau með skemmtiferðaskipinu Sea Pearl. Að sögn Kristjáns átti Sigurgeir heiðurinn af fimm af tíu bókum á sölulista Pennans yfir túristabækur sem birtur er fyrir 15.–31. júlí. Fyrsta bók hans af þessum toga, Ís- landslag, kom út árið 1992 en 1994 kom út bókin Ísland – landið hlýja í norðri, sem nú er til á 14 tungumálum og hefur selst í hátt í 10.000 eintökum ár hvert. Síðan fylgdi bókin Amazing Iceland árið 1998, á þremur tungu- málum. 20 þúsund eintök á tveimur árum „En með bókinni Lost in Iceland eða Íslandssýn,“ segir Kristján, „sló Sigurgeir öll met á ferðabókamark- aðinum og stefnir nú í að selja um 20.000 eintök af henni á tveimur ár- um. Þessi glæsilega ljósmyndabók hefur skilgreint fagurfræði íslensks landslags upp á nýtt og sett nýja mælikvarða á hvað er mikilúðlegt og merkilegt í svipmóti íslenskrar nátt- úru.“ Sigurgeir Sigurjónsson fæddist ár- ið 1948. Hann nam ljósmyndun hér í Reykjavík, í Stokkhólmi og San Diego. Hann starfaði sem blaða- og seinna auglýsingaljósmyndari í Reykjavík og gerir enn. Keypti 150 þúsundustu bók Sigurgeirs Morgunblaðið/Jim Smart Sigurgeir, Kristján B. og Joyce í verslun Pennans í Austurstræti. RANNSÓKN á rútuslysinu á Geld- ingadraga síðastliðinn laugardag er enn í gangi hjá lögreglunni í Borg- arnesi. Hefur hún sent frumskýrslu um slysið til Sjóvár-Almennra trygg- inga sem hefur verið í sambandi við tryggingafélög ferðafólksins sem var í rútunni. Tékknesk kona, sem var meðal farþega og slasaðist mest, var leyst úr öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gær eftir fjögurra daga legu í vélinni. Er hún enn á gjör- gæsludeild og er líðan hennar stöðug. Lögreglan leitar enn að gráum jeppa sem mætti rútunni rétt áður en hún valt, en vísbendingar um jeppann eru misvísandi. Fjölmargar ábend- ingar hafa borist lögreglunni um jeppann sem var á Dragavegi umrætt sinn. Fólki ber hins vegar ekki saman um ökutækið. Ekki er t.d. ljóst hvort hann var langur eða stuttur eða af hvaða tegund hann var. Skráningarblað úr ökuritaskífu rútunnar var tekið úr henni og sent til rannsóknar hjá umferðareftirliti Vegagerðarinnar. Ökuritinn á að gefa upplýsingar um aðdraganda slyssins, akstur og hraða rútunnar. Verða nið- urstöður sendar lögreglunni að lok- inni rannsókn Vegagerðarinnar. Rútuslysið á Geldingadraga Grái jepp- inn enn ófundinn ÞAÐ ER ekki bara skemmtunin ein- tóm sem fylgir hátíðum eins og Neistaflugi sem haldin var í Nes- kaupstað um verslunarmannahelg- ina. Mikil vinna er við skipulagn- ingu og framkvæmd hátíðarinnar og allskonar gæslu á henni og þá er ekki síður mikilvæg vinnan sem fram fer á meðan hátíðargestir sofa og hvílast og búa sig undir næsta dag. Til dæmis að hreinsa hátíðar- svæðið og hafa allt hreint og snyrti- legt á nyjum degi. Það var starfs- fólk bæjarins og félagar úr björgunarsveitinni Gerpi sem sáu um þá hlið málanna og tókst vel til. Morgunblaðið/Ágúst Tveir starfsmenn að vinna við hreinsun hátíðarsvæðisins. Sú með hjólbör- urnar er Karólína Einarsdóttir og hin er Jenný Heimisdóttir. Ekki eintóm skemmtun FARÞEGUM um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæplega 11% í júlímánuði frá sama tíma í fyrra, úr tæplega 175 þúsund far- þegum í júlí í fyrra í tæplega 194 þúsund farþega nú. Mest vegur fjölgun farþega til og frá Íslandi sem er 14% milli ára. Á sama tíma hefur farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atl- antshafið fækkað um 7%. Alls hefur farþegum sem fara gegnum Flugstöð Leifs Eiríks- sonar því fjölgað um tæplega 9% það sem af er árinu frá sama tíma árið 2002, eða úr rúmlega 711 þús- und farþegum í rúmlega 773 þús- und farþega. Farþegum í Keflavík fjölgaði um 11%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.