Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ SAGA Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem á öld víkinga ferðaðist víðar en aðrar konur, er ekki síður ferðasaga í dag. Í Skemmtihúsinu við Laufás- veg 22 hefur verkið verið sýnt á ensku og þýsku í sumar og á sunnu- dagskvöld kl. 20.30 verður það frum- sýnt hér á landi á frönsku og sama dag verður síðasta sýning leikársins á þýsku, klukkan 18. Síðastliðin tvö sumur hafa Ferðir Guðríðar verið sýndar fyrir ferða- menn í Skemmtihúsinu og hafa leik- konurnar Valdís Arnardóttir og Þór- unn E. Clausen farið með hlutverkið á ensku og þýsku. Nú bætist þriðja leikkonan við, Sólveig Sihma, en hún hefur sýnt verkið í París frá 8. febr- úar síðastliðnum – og mun halda áfram í haust – og sýna að minnsta kosti fram í miðjan febrúar. Alls hefur þetta leikrit Brynju Benediktsdóttur leikstjóra þá verið sýnt á fimm tungumálum, í átta lönd- um Evrópu og er nú á leið í níunda landið, á leiklistarhátíð í Króatíu, auk þess sem sýningin hefur farið víða í Bandaríkjunum og Kanada. Hrifning franskra kvenna Það er nokkuð óvenjulegt að ís- lensk leikverk séu þýdd á frönsku, sýnd í París mánuðum saman og njóti svo mikilla vinsælda að þau séu flutt yfir á næsta leikár. Þegar Sól- veig er spurð hvaða erindi saga þess- arar íslensku fornkonu eigi við Par- ísarbúa í dag segir hún: „Björk kom Íslandi endanlega á kortið hjá Frökkum. Þeir eru gríð- arlega hrifnir af henni – sem og Vig- dísi Finnbogadóttur sem hefur verið óþreytandi við að kynna land og þjóð í Frakklandi. Þessar tvær konur hafa átt stóran þátt í að vekja áhuga Frakka á Íslandi – og nú er þriðja konan komin, Guðríður Þorbjarnar- dóttir. Engu að síður kom mér á óvart með hversu mikilli eftirvænt- ingu sýningarinnar var beðið í París. Hennar var beðið af frönskum kon- um og þær hafa tekið henni af mikilli hrifningu.“ Hvers vegna? „Vegna þess að hún veitir þeim hvatningu. Þeim finnst verkið hafa mjög sterka pólitíska og femíníska skírskotun. Ein ástæðan er sú að flestar konur sem getið er í sögu Frakklands eru drottningar og aðalsfrúr sem hin venjulega kona í Frakklandi samsamar sig ekki. Þar eru engar alþýðukonur. Guðríður er hins vegar allþýðukona sem giftist þrisvar og ákveður sjálf að leggjast í löng ferðalög um heiminn. Til að byrja með hélt ég að á sýn- inguna myndi aðeins koma fólk sem hefði áhuga á Íslendingasögum og þetta yrðu aðeins nokkrar sýningar. Smám saman áttaði ég mig á því að margir af áhorfendum mínum voru fólk sem hafði heyrt um verkið og vildi sjálft heyra og sjá sögu þess- arar kraftmiklu og huguðu konu sem fór til Vínlands árið 1005.“ Frökkum finnst ég íslensk Hvers vegna ákvaðstu að þýða þetta verk og sýna í París? „Ég er íslensk í aðra ættina og mig langaði til þess að læra meira um bakgrunn minn. Það var Þór Tul- inius sem benti mér á þetta verk og þegar ég kom hingað til lands í heim- sókn fyrir þremur árum sá ég sýn- inguna með Tristan Gribbin, hitti Brynju og ákvað í kjölfarið að leika sýninguna í París.“ Eru konur í meirihluta þeirra sem sækja sýninguna þar? „Nei, það er jafnmikið af konum og körlum. Hins vegar gera konurn- ar meira af því að koma að máli við mig á eftir til þess að ræða verkið og þessa makalausu konu.“ Þegar Valdís og Þórunn eru spurðar hvort Guðríður sé ein og hin sama í meðförum þeirra allra segir Þórunn: „Nei, Sólveig er mjög ólík okkur. Hún er svo frönsk.“ „Ég get ekki dæmt um það,“ segir Valdís, „vegna þess að ég skil ekki frönsku, en líkamsbeiting hennar er allt öðruvísi. Mér finnst hún á marg- an hátt mun kvenlegri.“ „Samt finnst Frökkum ég mjög ís- lensk,“ skýtur Sólveig inn í. Þær Valdís og Þórunn eru sam- mála um að tungumálið hafi mikil áhrif á karakter verksins. „Á vissum stöðum gefur franskan því meiri blíðu en er í hinum málunum,“ segir Þórunn, „og á öðrum stöðum meiri hörku.“ Í hringleikahúsi í Króatíu Á meðan sýningar verða á frönsku í Skemmtihúsinu fer Þórunn, ásamt höfundi og leikstjóra, Brynju Bene- diktsdóttur, til Króatíu þar sem sýn- ingin verður sýnd þrisvar sinnum á alþjóðlegri leiklistarhátíð, meðal annars í rómversku hringleikahúsi sem er eitt af stærstu hringleika- húsum sem enn eru til í heiminum. Ferðir Guðríðar verða sýndar í Pula 16. ágúst, Porec 19. ágúst, og í borg- inni Opatija 20. ágúst – en það er lokakvöld hátíðarinnar sem hefur staðið frá 10. júlí. „Upphaflega ætluðum við aðeins að leika sýninguna á ensku,“ segir Brynja en nú er niðurstaðan sú að Þórunn leikur að öllum líkindum eina sýningu á þýsku. Hvers virði er fyrir leikhúsið að vera boðið á þessa alþjóðlegu leik- listarhátíð? „Þetta er auðvitað reynsla og leið- ir af sér áframhaldandi boð. Fyrir leikhúsfólk er alls virði að hitta koll- ega frá öðrum löndum og þótt þetta sé býsna strembin ferð, þar sem við leikum þrjár sýningar á þremur mis- munandi stöðum, höfum við tækifæri til þess að sjá aðrar sýningar. Það er mikil reynsla fyrir mig sem höfund að sjá viðbrögð annars leikhúsfólks og annarra þjóða við þessari maka- lausu sögu Guðríðar Þorbjarnardótt- ur. Sagan af ferðalögum hennar end- aði í Róm og það má segja að við séum núna að nálgast Róm. Hins vegar höfum við þegar fetað slóð hennar til Vesturheims og enn víðar. Hvað verða sýningar lengi í Skemmtihúsinu í sumar? „Fastar sýningar á ensku og frönsku verða til 25. ágúst en þar fyrir utan er hægt að panta sýningar fyrir hópa. Það er stöðugt að færast í aukana hjá okkur og við getum farið með sýninguna hvert sem er, auk þess sem við getum sýnt hana í Skemmtihúsinu.“ Pólitísk og feminísk hvatning Leikritið um ferðir Guðríðar er á leið á leiklist- arhátíð í Króatíu, auk þess sem það er nú sýnt á þremur tungumálum í Skemmtihúsinu við Laufásveg, ensku, þýsku og frönsku. Morgunblaðið/Þorkell Leikkonurnar þrjár, Þórunn Clausen, Valdís Arnardóttir og Sólveig Sihma ásamt Brynju Benediktsdóttur leikstjóra og höfundi. MEÐLIMIR hins ársgamla tríós Kötlu, er öll starfa í Gautaborg, komu fram fyrir fullu húsi í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar sl. þriðjudag. Dag- skráin var blanda af eldri sænskum og nýlegum íslenzkum smáverkum. Flest var ýmist frumsamið eða um- ritað fyrir hina óneitanlega fáheyrðu samstæðu söngraddar, básúnu og pí- anós, sem mann rekur ekki í fljótu bragði minni til að hafa heyrt áður á okkar fjörum. Skringileg áhöfnin kom samt yfirleitt furðuvel út, enda var oftast gætilega leikið, nema hvað básúnan varð stöku sinnum fullsterk. Var í því sambandi hálfundarlegt að hvergi skyldi dempara troðið í trekt – vel að merkja ekki aðeins til að tempra styrkvægi heldur einnig til að fjölga litbrigðum – og gæti sú ábend- ing e.t.v. komið að gagni, sé sá sjálf- sagði möguleiki jafnvannýttur í öðr- um dagskrám hópsins. Fyrstu atriði voru „Tre sångar ur musiken till „Kvinnan i Hyllos hus““ – þrjú lítil leikhúslög eftir Hilding Rosenberg (1892–1985) þar sem upp- hafsinnkoma söngraddar kvað við „lontano“ utan úr anddyri; öll á vængjum ljóðrænnar síðrómantíkur. Tvö lög komu í kjölfarið eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson (f. 1978), Hrafnar (undir hjakkandi hrynhætti þjóðlags- ins Krummi svaf í klettagjá) og hið angurvært teygða Mánaskin. Pían- istinn lék þá þrjú lög eftir Jón Leifs úr Lögum fyrir píanó op. 2 nr. 1, 2 og 4 – Valse lento, hina stuttu Prelúdíu um Ísland, farsælda frón og Rímna- kviðu í spegilrondóformi (með Hana, krumma yzt, Enginn lái öðrum frekt næstyzt og Sumri hallar í miðju), var- færnislega en snoturt. Þóra Mar- teinsdóttir (f. 1978) átti að því loknu tvö stutt lög, Í draumi hans – leitandi einleikssmíð fyrir básúnu með ótæp- um fimmundarglissum og (undir lok) samstígum yfirþríundum sungnum með blæstrinum – og hið örstutta en ljúfa dúó Eins konar ósk, þar sem básúna og söngkona sneru bökum saman í Janusarlíki; upphaflega sam- ið fyrir rödd og kontrabassa. Aftur komu sænsku tónskáldin við sögu með þrem lögum, fyrstu tveim fyrir söng og píanó. Eða nánar til- tekið När du slutar mina ögon (Gunnar de Frumerie, 1908–87), hinu stutta en epískt-dramatíska Vingar í natten eftir Ture Rangström (1884– 1947) og loks yndislegri kantílenu eftir Jan Sandström (f. 1954), Sång till Lotta, þar sem básúnan fékk gull- ið tækifæri til að syngja ein á stóru raddsviði við látlausan hljómaundir- leik píanósins. Næst var frumflutt nýtt stykki eftir Hreiðar Inga, Fá- tækt (við ljóð Jakobínu Sigurðardótt- ur); að mörgu leyti áheyrilegt lag í nærri hreintónölum moll, nema hvað deila mátti um fegurðargildi tíðra smárennsla básúnunnar á milli granntóna. En kannski var það ein- mitt meiningin. Upp úr íslenzku verkum kvöldsins stóð án efa næsta lag, Vöxtur, úr Smalasöngvum Mistar Þorkelsdótt- ur, er skartaði ekta sveitasælli sauða- kallsstemmningu með m.a. urrandi básúnustrófum (= smalahundum?) og fjallferskum víðavangsgjallandi, þótt ekki væri það frumsamið fyrir þessa áhöfn. Formlegri dagskrá lauk síðan með hinu drungaseiðandi Nachtgesang eftir sænska síðróm- antíkerinn John Fernström (1897– 1961) við ljóð Goethes. Segja má að ýmsir vænlegir mögu- leikar hafi komið fram í flutningi hópsins þótt enn virtist hann sum- part leitandi að fullgildri samtján- ingu, og kannski ekki nema von eftir aðeins eins árs samstarf. Píanóleik- urinn var fágaður en frekar hlédræg- ur og stundum ögn hikandi. Enn virt- ist mega bæta snerpu og sérstaklega úthaldi við stundum svolítið andstutt- ar hendingar básúnunnar, fyrir utan að rækta betur veikasta part styrk- skalans. Söngurinn var eins og blást- urinn tandurhreinn en vantaði – raunar líkt og með marga aðra hér- lenda söngvara á ljóðavettvangi – í heild meiri fjölbreytni í textatjáningu og einkum raddbeitingu. Fáheyrt en vænlegt TÓNLIST Sigurjónssafn Verk eftir Rosenberg, Hreiðar Inga Þorsteinsson, Jón Leifs, Þóru Marteinsdóttur, de Frumerie, Rang- ström, Sandström, Misti Þorkelsdóttur og Fernström. Tríóið Katla (Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzosópran, Magnús Ragnarsson píanó og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna). Þriðjudaginn 29. júlí kl. 21.30. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson SUMARKVÖLD við orgelið er eins og kunnugt er röð sumartón- leika í Hallgrímskirkju í Reykjavík og er nú haldin 11. árið í röð. Alls er um að ræða 27 tónleika í júlí og ágúst og er þar vel að verki staðið. Það væri synd að segja að efnis- skráin 3. ágúst hafi verið hefð- bundin á okkar mælikvarða. Inn á milli vel þekktra verka kynnti Ítal- inn Giorgio Parolini ýmis verk og tónskáld sem eru lítið sem ekkert þekkt hér á landi en sum vel þekkt sunnar í Evrópu. Tónleikarnir hófust á Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr BWV 564 eftir Bach sem talið er að hann hafi samið á Weimarárum sínum 1712–1717. Tokkatan var vel form- uð og skýr og pedalsólóið virkilega vel útfært og sýndi að Parolini hefur mjög góða leiktækni á fót- spilið, sem átti eftir að koma betur í ljós þegar leið á tónleikana. Adagioið er eins konar aría í hægri hönd (hér með principal 8’) með undirleik í vinstri hendi og gang- andi bassa (basso continuo) í fót- spili. Fúgan leið síðan áfram fal- lega mótuð. Giovanni Battista (eða Giambattista) Martini (1706–1784) var afkastamikið tónskáld, kennari og virtur fræðimaður í Bologna, meðal nemenda hans eru t.d. Moz- art og J. C. Bach. Eftir hann lék Parolini fyrst lítið Grave og síðan Sonata sui flauti eða sónötu fyrir flauturaddir. Bæði eru þetta frek- ar stutt verk og ljúf. Benedictus op. 59 nr. 9 eftir Max Reger er lít- ið fallegt verk sem lætur lítið yfir sér en krefst samt alls styrkleika- skala orgelsins. Flutningurinn var góður og styrkleikabreytingarnar mjög vel gerðar. Marco Enrico Bossi (1861–1925) var að sögn af- burðagóður orgelleikari. Hann var einnig afkastamikið tónskáld og ein aðalpersónan í endurnýjun ítalskrar „ekki óperu“ tónlistar við lok 19. aldar. Meðal orgelverka hans er Thème et Variations í C- moll op. 115. Eftir hæga inngöngu á fullu verki er stefið kynnt og síð- an leikið í ýmum tilbrigðum en því lýkur svo með lítilli vel saminni fúgu. Frakkinn Jehan Alain fædd- ist 1911 og dó aðeins 29 ára á víg- vellinum 20. júní 1940 og var þá þegar eitt af efnilegustu 20. aldar tónskáldum Frakka og eru Var- iasjónir yfir 16. aldar stef eftir Clement Jannequin eitt þekktasta verk hans og var í heild fallega flutt. Eftir ameríska tónskáldið David N. Johnsson (1922–1987) lék Par- olini lítið trompetlag í F-dúr og leyfði spænsku trompetunum í orgelinu að njóta sín. Frönsku samtímamennirnir Charles Marie Widor (1844–1937) og Louis Vierne (1870–1937) áttu síðustu tóna hljómleikanna. Eftir Widor heyrðum við Adagio úr 5. Orgel- sinfóníunni í F-dúr op. 42/1 sem var vel leikið en hefði kannski orð- ið aðeins friðsælla með veikari röddum eins og tónskáldið biður um. Orgelsinfónía Vierne nr. 1 op. 14 endar á ljómandi finale sem var stórglæsilega flutt. Parolini er mjög góður orgel- leikari sem hefur næma tilfinningu fyrir tónlist og gott vald á tækninni, nýtir möguleika orgels- ins vel og leyfir hinum góða hljómi kirkjunnar að njóta sín. Fjöl- breyttir orgel- tónleikar TÓNLIST Hallgrímskirkja Giorgio Parolini orgelleikari. Sunnudagurinn 3. ágúst kl. 20. ORGELTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.