Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslufólk óskast. Samviskusemi og áreiðanleiki skilyrði. Áhugasamir skilið inn umsóknum í Garðheima, Stekkjabakka 6 eða á joninasl@garðheimar.is. Hafnarskóli Hornafirði Laus staða umsjónarkennara Upplýsingar gefur skólastjóri, símar 478 1004, 478 1817 eða 863 4379. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Skólastjóri. Ung leikkona óskast Óskum að ráða unga leikkonu í leikrit sem fer á fjalir í haust. Töskuleikhúsið. Símar 552 3132, 898 0676 og 552 0804. R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI ÓSKAST 101 Reykjavík 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. september í miðborginni. Aðeins tveir í heimili. Upplýsingar í síma 430 1559. Bryggjuhverfi 3ja til 4ra herbergja íbúð óskast til leigu í eitt ár frá 1. september eða 1. október. Aðeins tveir í heimili. Upplýsingar í síma 864 7313. KENNSLA Fjölbrautaskóli Vesturlands Örfá pláss eru laus í Grunndeild tréiðna (gamla námskráin) skólaárið 2003—2004. Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá í byggingagreinum frá og með haustönn 2004. Einnig eru örfá pláss laus á 1. önn á málmtækni- braut (málmiðngreinar - fyrri hluti), rafvirkjun (1. ár eftir grunndeild) og rafeindavirkjun (1. ár eftir grunndeild). Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 431 2544. Umsóknareyðublöð er hægt að prenta út af heimasíðunni okkar: www.fva.is . Skólameistari. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 14. ágúst 2003, kl. 14.00, á neð- angreindum eignum: Ás 2, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Einars Vals Valgarðsson- ar. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Landsbanki Íslands hf. M/b Berghildur SK-137, skrnr. 1581, þingl. eigandi Bergeyjan ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Háleggsstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jóels Friðriks- sonar. Gerðarbeiðendur eru Lífeyrissjóður Norðurlands, Lánasjóður landbúnaðarins, Húsasmiðjan hf., Ingvar Helgason hf. og Pardus ehf. Suðurgata 18, Sauðárkróki, þingl. eign Regínu Bjarnveigar Agnars- dóttur. Gerðarbeiðandi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 7. ágúst 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Miðbraut 11, Búðardal, fimmtudaginn 14. ágúst 2003, kl. 14.00 á eftir- farandi eignum: Skarðsá I, landnr. 137837, fastnr. 211-8054 og 211-8056, þingl. eig. Unnsteinn Eggertsson, gerðarbeiðandi Formaco ehf. Skarðsá II, lóðnr. 176807, fastnr. 211-8057 og 211-8061, þingl. eig. Unnsteinn Eggertsson, gerðarbeiðandi Formaco ehf. Sýslumaðurinn í Búðardal, 6. ágúst 2003. Anna Birna Þráinsdóttir. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Norðurorka ehf. óskar eftir tilboðum í raflagnir í dælustöð, lofskilju og borholuhús á Hjalteyri. Verkið felst í smíði rafmagnstaflna, almennra raflagna í ofangreindar byggingar, uppsetn- ingu og tengingu tíðnibreyta fyrir tvær 132 kW þrýstidælur, 110 kW borholudælu og 15 kW hitaveitudælu auk stjórnbúnaðar. Skiladagur verksins er 10. nóvember 2003. Útboðsgögnin verða seld í anddyri Norður- orku, Rangárvöllum, 603 Akureyri, frá og með föstudeginum 8. ágúst nk. kl. 13:00, á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 22. ágúst 2003, kl. 14:00 og verða þau þá opnuð í fundarsal á fjórðu hæð að við- stöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Forstjóri Norðurorku. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 9. ágúst. Laugardagur Kl. 13.00. Um dauðadjúpar gjár. Farið í Snóku og áleiðis inn í Stekkjargjá og fjallað um jarðfræði og gjálífi. Kl. 14.00 Barnastund í þing- helgi. Farið um þingstaðinn með yngstu kynslóðina. Hefst við Flosagjá. 10. ágúst. Sunnudagur Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu Þingvalla og fornleifarannsóknum. Hefst við kirkju að lokinni guðþjónustu og tekur rúmlega 1 klst. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í s. 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is . Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þing- völlum er ókeypis og allir eru velkomnir. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til næstu tveggja ára frá 1. ágúst 2003 að telja. Stjórn sjóðsins er þannig skipuð: Gunnar I. Birgis- son, formaður, án tilnefningar. Vara- maður hans er Auður B. Guðmunds- dóttir. Kristín Edwald, vara- formaður, án tilnefningar. Varamaður hennar er Margrét Ein- arsdóttir. Agla Elísabet Hendriks- dóttir, án tilnefningar. Varamaður hennar er Ásdís Rósa Þórðardóttir. Ásta Þórarinsdóttir, tilnefnd af fjár- málaráðuneyti. Varamaður hennar er Þórður H. Þórarinsson. Jarþrúður Ásmundsdóttir, tilnefnd af Stúdenta- ráði Háskóla Íslands. Varamaður hennar er Ingunn Guðbrandsdóttir. Guðmundur Thorlacius Ragnarsson, tilnefndur af Sambandi ísl. náms- manna erlendis. Varamaður hans er Heiður Reynisdóttir. Gunnar Freyr Gunnarsson, tilnefndur af Bandalagi ísl. sérskólanema. Varamaður hans er Líf Magneudóttir. Jónína Brynjólfs- dóttir, tilnefnd af Iðnnemasambandi Íslands. Varamaður hennar er Svein- björn Gunnlaugsson. Ný stjórn skipuð yfir LÍN ÍSLENSKA þjóðfánanum var flaggað í hálfa stöng við hafnarað- stöðu hvalaskoðunarbáta Norður- Siglingar á Húsavík eftir að fréttir bárust þess efnis, að hefja ætti til- raunaveiðar á hrefnu síðar í þessum mánuði. Heimir Harðarson hjá Norður-Siglingu sagði þá hafa flaggað í hálfa stöng vegna þess að með ákvörðun um að hefja hrefnu- veiðar við Ísland, væri vegið að nýrri atvinnugrein sem hefur byggst upp á skömmum tíma hér á landi, ekki síst á Húsavík. „Ekki eingöngu tel ég vegið að hvala- skoðun og ferðaþjónustu, heldur út- flutningi Íslands í heild og ímynd landsins út á við í alþjóðasamfélag- inu,“ segir Heimir. Heimir segir Norður-Siglingu veita 10 manns vinnu á ársgrund- velli en yfir sumartímann vinnur á þriðja tug starfsmanna hjá fyrir- tækinu. Á Húsavík eru rúmlega fimmtíu afleidd störf, þ.e. hjá hvala- skoðunarfyrirtækjum, söfnum, veit- ingastöðum, verslunum og þjónustu ýmiskonar. „Uppbygging ferðaþjónustustu hefur gjörbreytt húsvísku samfélagi og vegið upp áföll á öðrum sviðum, svo sem í sjávarútvegi og matvæla- framleiðslu. Þetta hefur t.a.m. gefið ungu fólki nýja von og vilja til að búa á staðnum eða snúa þangað aft- ur til búsetu og starfa eftir nám,“ sagði Heimir að lokum. Flaggað í hálfa stöng vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Íslenska þjóðfánanum flaggað í hálfa stöng við bryggju Norður-Siglingar. Húsavík. Morgunblaðið. REYNT var að brjótast inn í fyrir- tæki í Kópavogi aðfaranótt miðviku- dags. Samkvæmt upplýsingum frá Öryggismiðstöð Íslands gerði þjófa- varnakerfi viðvart. Var lögreglan strax kölluð til og öryggisvörður sendur á staðinn. Þegar þangað var komið höfðu innbrotsþjófarnir þegar forðað sér. Stuttu seinna varð örygg- isvörðurinn var við umgang í skúr einum við bílasölu þar rétt hjá og kall- aði til lögreglu sem handtók menn sem þar földu sig á staðnum. Einnig fannst ungur drengur uppi á þaki einu við Smáratorg. Öryggis- vörður flutti drenginn til lögreglunn- ar í Kópavogi sem skilaði drengnum til síns heima, en talið var að hann hefði ætlað að strjúka að heiman. Öryggismiðstöð Íslands segir að vikan sem leið, og þar með talin versl- unarmannahelgin, hafi verið mjög ró- leg hjá fyrirtækinu, þrátt fyrir fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Tilraun til inn- brots í fyrirtæki í Kópavogi TÍMARITIÐ Áhrif hefur hafið göngu sína á ný en það hefur ekki komið út síðan árið 1999. Blaðið kom fyrst út árið 1994 en það er það eina sinnar tegundar hér á landi og fjallar ein- göngu um vímuefnamál. Til stendur að gera efni blaðsins að- gengilegt á netinu í gegnum heima- síðu FRÆ en það eru Bindindisfélag ökumanna, Íslenskir ungtemplarar og FRÆ sem gefa blaðið út. Tímaritið Áhrif kemur út að nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.