Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 38

Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 38
FRÉTTIR 38 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Afgreiðslufólk óskast. Samviskusemi og áreiðanleiki skilyrði. Áhugasamir skilið inn umsóknum í Garðheima, Stekkjabakka 6 eða á joninasl@garðheimar.is. Hafnarskóli Hornafirði Laus staða umsjónarkennara Upplýsingar gefur skólastjóri, símar 478 1004, 478 1817 eða 863 4379. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Skólastjóri. Ung leikkona óskast Óskum að ráða unga leikkonu í leikrit sem fer á fjalir í haust. Töskuleikhúsið. Símar 552 3132, 898 0676 og 552 0804. R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI ÓSKAST 101 Reykjavík 2ja til 3ja herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. september í miðborginni. Aðeins tveir í heimili. Upplýsingar í síma 430 1559. Bryggjuhverfi 3ja til 4ra herbergja íbúð óskast til leigu í eitt ár frá 1. september eða 1. október. Aðeins tveir í heimili. Upplýsingar í síma 864 7313. KENNSLA Fjölbrautaskóli Vesturlands Örfá pláss eru laus í Grunndeild tréiðna (gamla námskráin) skólaárið 2003—2004. Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá í byggingagreinum frá og með haustönn 2004. Einnig eru örfá pláss laus á 1. önn á málmtækni- braut (málmiðngreinar - fyrri hluti), rafvirkjun (1. ár eftir grunndeild) og rafeindavirkjun (1. ár eftir grunndeild). Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 431 2544. Umsóknareyðublöð er hægt að prenta út af heimasíðunni okkar: www.fva.is . Skólameistari. NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 14. ágúst 2003, kl. 14.00, á neð- angreindum eignum: Ás 2, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Einars Vals Valgarðsson- ar. Gerðarbeiðendur eru Lánasjóður landbúnaðarins og Landsbanki Íslands hf. M/b Berghildur SK-137, skrnr. 1581, þingl. eigandi Bergeyjan ehf. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Háleggsstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Jóels Friðriks- sonar. Gerðarbeiðendur eru Lífeyrissjóður Norðurlands, Lánasjóður landbúnaðarins, Húsasmiðjan hf., Ingvar Helgason hf. og Pardus ehf. Suðurgata 18, Sauðárkróki, þingl. eign Regínu Bjarnveigar Agnars- dóttur. Gerðarbeiðandi er Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 7. ágúst 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Miðbraut 11, Búðardal, fimmtudaginn 14. ágúst 2003, kl. 14.00 á eftir- farandi eignum: Skarðsá I, landnr. 137837, fastnr. 211-8054 og 211-8056, þingl. eig. Unnsteinn Eggertsson, gerðarbeiðandi Formaco ehf. Skarðsá II, lóðnr. 176807, fastnr. 211-8057 og 211-8061, þingl. eig. Unnsteinn Eggertsson, gerðarbeiðandi Formaco ehf. Sýslumaðurinn í Búðardal, 6. ágúst 2003. Anna Birna Þráinsdóttir. TILBOÐ / ÚTBOÐ Útboð Norðurorka ehf. óskar eftir tilboðum í raflagnir í dælustöð, lofskilju og borholuhús á Hjalteyri. Verkið felst í smíði rafmagnstaflna, almennra raflagna í ofangreindar byggingar, uppsetn- ingu og tengingu tíðnibreyta fyrir tvær 132 kW þrýstidælur, 110 kW borholudælu og 15 kW hitaveitudælu auk stjórnbúnaðar. Skiladagur verksins er 10. nóvember 2003. Útboðsgögnin verða seld í anddyri Norður- orku, Rangárvöllum, 603 Akureyri, frá og með föstudeginum 8. ágúst nk. kl. 13:00, á kr. 5.000. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en föstudaginn 22. ágúst 2003, kl. 14:00 og verða þau þá opnuð í fundarsal á fjórðu hæð að við- stöddum þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem þess óska. Forstjóri Norðurorku. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF 9. ágúst. Laugardagur Kl. 13.00. Um dauðadjúpar gjár. Farið í Snóku og áleiðis inn í Stekkjargjá og fjallað um jarðfræði og gjálífi. Kl. 14.00 Barnastund í þing- helgi. Farið um þingstaðinn með yngstu kynslóðina. Hefst við Flosagjá. 10. ágúst. Sunnudagur Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Prestur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þingstaðinn forna og hugað að sögu Þingvalla og fornleifarannsóknum. Hefst við kirkju að lokinni guðþjónustu og tekur rúmlega 1 klst. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustumiðstöð í s. 482 2660 og á heimasíðu þjóðgarðsins www.thingvellir.is . Þátttaka í dagskrá þjóðgarðsins á Þing- völlum er ókeypis og allir eru velkomnir. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna til næstu tveggja ára frá 1. ágúst 2003 að telja. Stjórn sjóðsins er þannig skipuð: Gunnar I. Birgis- son, formaður, án tilnefningar. Vara- maður hans er Auður B. Guðmunds- dóttir. Kristín Edwald, vara- formaður, án tilnefningar. Varamaður hennar er Margrét Ein- arsdóttir. Agla Elísabet Hendriks- dóttir, án tilnefningar. Varamaður hennar er Ásdís Rósa Þórðardóttir. Ásta Þórarinsdóttir, tilnefnd af fjár- málaráðuneyti. Varamaður hennar er Þórður H. Þórarinsson. Jarþrúður Ásmundsdóttir, tilnefnd af Stúdenta- ráði Háskóla Íslands. Varamaður hennar er Ingunn Guðbrandsdóttir. Guðmundur Thorlacius Ragnarsson, tilnefndur af Sambandi ísl. náms- manna erlendis. Varamaður hans er Heiður Reynisdóttir. Gunnar Freyr Gunnarsson, tilnefndur af Bandalagi ísl. sérskólanema. Varamaður hans er Líf Magneudóttir. Jónína Brynjólfs- dóttir, tilnefnd af Iðnnemasambandi Íslands. Varamaður hennar er Svein- björn Gunnlaugsson. Ný stjórn skipuð yfir LÍN ÍSLENSKA þjóðfánanum var flaggað í hálfa stöng við hafnarað- stöðu hvalaskoðunarbáta Norður- Siglingar á Húsavík eftir að fréttir bárust þess efnis, að hefja ætti til- raunaveiðar á hrefnu síðar í þessum mánuði. Heimir Harðarson hjá Norður-Siglingu sagði þá hafa flaggað í hálfa stöng vegna þess að með ákvörðun um að hefja hrefnu- veiðar við Ísland, væri vegið að nýrri atvinnugrein sem hefur byggst upp á skömmum tíma hér á landi, ekki síst á Húsavík. „Ekki eingöngu tel ég vegið að hvala- skoðun og ferðaþjónustu, heldur út- flutningi Íslands í heild og ímynd landsins út á við í alþjóðasamfélag- inu,“ segir Heimir. Heimir segir Norður-Siglingu veita 10 manns vinnu á ársgrund- velli en yfir sumartímann vinnur á þriðja tug starfsmanna hjá fyrir- tækinu. Á Húsavík eru rúmlega fimmtíu afleidd störf, þ.e. hjá hvala- skoðunarfyrirtækjum, söfnum, veit- ingastöðum, verslunum og þjónustu ýmiskonar. „Uppbygging ferðaþjónustustu hefur gjörbreytt húsvísku samfélagi og vegið upp áföll á öðrum sviðum, svo sem í sjávarútvegi og matvæla- framleiðslu. Þetta hefur t.a.m. gefið ungu fólki nýja von og vilja til að búa á staðnum eða snúa þangað aft- ur til búsetu og starfa eftir nám,“ sagði Heimir að lokum. Flaggað í hálfa stöng vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Íslenska þjóðfánanum flaggað í hálfa stöng við bryggju Norður-Siglingar. Húsavík. Morgunblaðið. REYNT var að brjótast inn í fyrir- tæki í Kópavogi aðfaranótt miðviku- dags. Samkvæmt upplýsingum frá Öryggismiðstöð Íslands gerði þjófa- varnakerfi viðvart. Var lögreglan strax kölluð til og öryggisvörður sendur á staðinn. Þegar þangað var komið höfðu innbrotsþjófarnir þegar forðað sér. Stuttu seinna varð örygg- isvörðurinn var við umgang í skúr einum við bílasölu þar rétt hjá og kall- aði til lögreglu sem handtók menn sem þar földu sig á staðnum. Einnig fannst ungur drengur uppi á þaki einu við Smáratorg. Öryggis- vörður flutti drenginn til lögreglunn- ar í Kópavogi sem skilaði drengnum til síns heima, en talið var að hann hefði ætlað að strjúka að heiman. Öryggismiðstöð Íslands segir að vikan sem leið, og þar með talin versl- unarmannahelgin, hafi verið mjög ró- leg hjá fyrirtækinu, þrátt fyrir fjölda innbrota á höfuðborgarsvæðinu. Tilraun til inn- brots í fyrirtæki í Kópavogi TÍMARITIÐ Áhrif hefur hafið göngu sína á ný en það hefur ekki komið út síðan árið 1999. Blaðið kom fyrst út árið 1994 en það er það eina sinnar tegundar hér á landi og fjallar ein- göngu um vímuefnamál. Til stendur að gera efni blaðsins að- gengilegt á netinu í gegnum heima- síðu FRÆ en það eru Bindindisfélag ökumanna, Íslenskir ungtemplarar og FRÆ sem gefa blaðið út. Tímaritið Áhrif kemur út að nýju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.