Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 25 NÚ hafa þeir fengið sitt fram sem vilja virkja við Kárahnjúka og byggja álver á Reyðarfirði. Byrjað er að bora jarð- göngin og svo mun þetta halda allt áfram næstu árin. Meirihluti Alþingis samþykkti virkjun og álver. Nú er komið að því að gera eitthvað örlítið fyrir þá sem voru á móti. Greinarhöfundur hefur fengið þá hugmynd og ber hana hér með fram að Kárahnjúkar verði skatt- lagðir um svona milljarð árlega fyrir spjöll á umhverfi og mikinn gróða virkjunarinnar af ríkis- ábyrgð lána. Greiði af „fúsum og frjálsum vilja“ t.d. einn milljarð ár- lega í Umhverfissjóð Kárahnjúka. Þetta fé væri notað til að bæta Ís- land og allt umhverfi okkar. Þar eru næg verkefni víða um land. Þau eru óteljandi og ekki talin hér. Okkur er sagt frá því þessa dag- ana í blöðum að margir geri góð og arðbær viðskipti vegna Kára- hnjúka. Þar má nefna ýmsa verk- taka með feita samninga. Selj- endur vinnuvéla gera það gott. Skipafélög græða. Hin hliðin á þessu máli er allt umhverfi okkar og gæti það með fullri sanngirni fengið milljarð ár- lega í sinn hlut frá Umhverfissjóði Kárahnjúka. Byrja mætti á sjóðn- um á þessu ári eða 2003 og greiða þá strax inn í hann milljarð. Stofna með því framlagi Umhverfissjóð Kárahnjúka. Í raun er þetta ekki mikið. Líklega verður að taka 100 milljarða að láni að mestu erlendis vegna fjármögnunar byggingar raforkuvers við Kárahnjúka. Vext- ir af þessum 100 milljörðum myndu því hækka árlega um 1% vegna greiðslu á umhverfisgjaldi í Umhverfissjóð Kárahnjúka. Í raun er þessi milljarður árlegt lántöku- og ábyrgðargjald til ríkis og borg- ar. Öll lán vegna Kárahnjúka fást erlendis í raun og veru aðeins út á ábyrgð ríkis og borgar. Fengjust illa annars og þá vaxtahá. Vextir eru því miklu lægri í dag vegna þessarar opinberu ábyrgðar á öllum lánum Kárahnjúka. Þar getur munað 2–3% eða meira ár- lega hvað vextir eru lægri vegna ábyrgðar ríkissjóðs og Reykjavík- urborgar sem eiga Landsvirkjun næstum alla. Er of mikið að borga til baka milljarð árlega eða 1% í slíkt ábyrgðargjald þegar vextir lána Kárahnjúka lækka um 2–3% árlega vegna ríkisábyrgðarinnar? Umhverfissjóður Kárahnjúka með árlegan milljarð í tekjur gæti fjármagnað óteljandi nauðsynleg umhverfisverkefni sem byrja verð- ur á nú þegar til lagfæringa á landi okkar hvort sem er. Eru brýn verkefni. Sagt er t.d. frá því í fréttum þessa daga að Landsvirkjun verði fyrir verulegu tjóni vegna sand- burðar í Laxá í Aðaldal. Sumir tala um að niður Laxá í Aðaldal berist árlega 20–30 þúsund tonn af fok- sandi sem fer í ána nálægt eða við upptök hennar. Þessi sandburður eyðileggur í dag alla laxveiði í Laxá. Líka vélar í virkjunum í ánni. Nú er talað um að hækka fyrri stíflur til varnar sandinum í Laxá í Aðaldal. Er slæmt mál. Betra væri ef Um- hverfissjóður Kárahnjúka notaði hluta af sínu árlega framlagi og milljarði til umhverfisbóta til að stoppa allan þennan mikla foksand efst við Laxá í Aðaldal. Þá væri allt sandfokið þar grætt upp og stoppað strax í byrjun. Fer ekki í Laxá lengur. Við þetta gætu unnið á sumrin langtímaatvinnulausir sem fengju með þessu eins og aðr- ir hluta af gróða Kárahnjúka. Greinarhöfundur lætur þessi orð nægja í bili um stofnun Umhverfis- sjóðs Kárahnjúka. Sjóðinn mun ekki skorta góð og gagnleg verk- efni til umhverfisbóta ef sjóðurinn hefði árlegar tekjur upp á milljarð af ríkisábyrgð sem veitt hefur ver- ið virkjun Kárahnjúka og hún græðir á stórfé. Þessi ríkisábyrgð sparar virkjuninni 2–3 milljarða árlega í vexti. Af þeim sparnaði vill greinarhöfundur fá einn millj- arð árlega til baka til umhverf- isbóta. Umhverfissjóður Kárahnjúka Eftir Lúðvík Gizurarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður.                         !  ! "    !   $% &%   ' ( % )% &   &  Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Föt fyrir allar konur Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.