Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna Sigurjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1925. Hún lést á Landspítala – Hring- braut 28. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Ámundadóttir hús- móðir, f. í Kambi í Villingaholtshreppi 10. apríl 1896, d. 6. júlí 1972, og Sigurjón Ólafsson, bóndi og vöruflutningabíl- stjóri, f. í Reykjavík 31. desember 1898, d. 27. maí 1964. Systkini Önnu eru: Unnur, f. 26. nóvember 1923, d. 4. ágúst 1949, kvæntur Bryndísi Jóns- dóttur. Þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn. 3) Auður, f. 8. apríl 1955, í sambúð með Ósk Óskars- dóttur. 4) Kolbrún, f. 21. mars 1957, í sambúð með Gunnari Þór Sigurðs- syni, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Anna Dóra, f. 17. jan- úar 1962, hún á tvo syni. 6) Halla, f. 7. júlí 1965, gift Viken Samúelssyni, þau eiga fjögur börn. Áður en Anna giftist starfaði hún m.a. á Landakotsspítala og Hótel Borg. Eftir að hún giftist Þorgeiri vann hún með manni sínum í Veit- ingaskálanum við Hvítárbrú sem þau ráku saman. Síðar á ævinni þegar flest börnin voru farin að heiman starfaði hún á saumastofu Karnabæjar og síðar á Landakots- spítala þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Önnu verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ágúst 1987, Svava, f. 6. júní 1927, d. 5. febrúar 1985, Ólafur Geir, f. 8. ágúst 1928, d. 27. jan- úar 1996, Helga Marín, f. 30. maí 1930, Sigrún, f. 30. júlí 1931, Fanney, f. 25. júní 1934, Bragi, f. 17. júní 1936. Anna giftist 12. mars 1947 Þorgeiri Péturssyni matreiðslu- manni, f. 3. maí 1922, d. 3. ágúst 1997. Þau skildu. Börn Önnu og Þorgeirs eru: 1) Guð- rún, f. 7. maí 1947, gift Þorgeiri Ingvasyni, hún á þrjá syni og fjögur barnabörn. 2) Ágúst, f. 30. Móðir mín og tengdamóðir yfir- gaf þennan heim eins og hún lifði í honum, hæversk og hljóðlát. Anna Sigurjónsdóttir var ein af þessum hæglátu almúgakonum sem lærðu í barnæsku að taka því sem að höndum bar af þolinmæði og æðruleysi. Ef til vill var það þess vegna sem enginn vissi í raun og veru hversu veik hún var orðin undir það síðasta því hún bar ekki þrautir sínar eða gleði á torg. En það var gott að koma til hennar á Hofsvallagötuna en þar vildi hún helst vera og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að halda þar heim- ili allt þar til yfir lauk. Mér er það minnisstætt að oft þegar við komum á Hofsvallagöt- una og eitthvað þurfti að lagfæra eins og gengur þá var gjarnan við- kvæðið hjá henni: Æ, þetta er al- veg óþarfi, Þorgeir! Vertu ekki að vesenast þetta fyrir mig en svo þáði ég kaffi og hljóðlátt þakklæti að launum og það var gott. Ekki er heldur annað hægt en að dást að því að kona á hennar aldri skyldi takast á hendur langt og strangt ferðalag til framandi lands til að hitta barnabörn sín búsett í Frakklandi, en þangað fór hún í fyrsta sinn þegar hún varð 75 ára og alls fjórum sinnum. Það verður að teljast afrek af svo fullorðinni manneskju. Síðastliðið haust eignuðumst við hjónin lítið sumarhús (Bjarma) og þangað kom hún einu sinni til okk- ar og talaði mikið um að þar væri notalegt að vera. Hún talaði mikið um Bjarma og sendi okkur oft heimabakað nesti þangað. „Það er ómögulegt fyrir ykkur að vera að vesenast í bakstri. Ætli þið hafið nú ekki nóg annað að gera.“ En þannig var hún. Við hefðum viljað gefa mikið fyr- ir að henni hefði auðnast að koma þangað aftur og eiga þar notalega stund en það átti ekki að verða og er það miður. Og svo er það engillinn Óðinn og prinsinn Kristófer, annar búsettur hér á landi en hinn í Frakklandi; á engan er vonandi hallað, en þeir voru hennar augasteinar og sakna ömmu sinnar sárt. En þetta er gangur lífsins. Við fáum þessar stundir sem við eigum saman að láni en ráðum engu um það hversu langar þær verða. Þar er afl okkur æðra sem ræður. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig, móðir mín og tengdamóðir. Megir þú eiga friðsæla för á vit þess ókunna. Guðrún og Þorgeir. Elsku mamma og tengdamamma. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, húmskuggi féll á brá, lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta, vinur þó falli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma, sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Með þessu ljóði viljum við kveðja þig, elsku mamma og tengda- mamma, og þakka þér fyrir alla þá umhyggju og ást sem þú gafst okk- ur og börnunum okkar. Megi Guð fylgja þér á nýjum slóðum. Minn- ing þín lifir áfram í hjörtum okkar. Ástarkveðjur. Ágúst og Bryndís. Elsku mamma mín. Ósköp gekk mér erfiðlega að skilja lækninn þinn þegar hann tjáði mér að þú hefðir ekki komist í gegnum að- gerðina; hjartað hefði hreinlega gefist upp og þú ekki lengur á með- al okkar. Það er þó huggun harmi gegn að þú skildir fá að fara með fullri reisn. Þú vissir ekkert verra en að þurfa að vera uppá aðra komin enda sjálfstæð og heimakær með afbrigðum. Við áttum alltaf fallegt heimili enda þú og pabbi mikið smekkfólk og fagurkerar. Það var sama hvort það var matargerð, bakstur eða handavinna. Allt var smekklegt og einstak- lega vel unnið. Það mátti hins vegar ekki mikið um það tala því þér fannst nú alltaf eitthvað vanta upp á að þetta eða hitt væri nógu vel af hendi leyst. Þú sparaðir hins vegar ekki að ljúka lofsorði á það sem aðrir gerðu. En svona varst þú, mamma mín. Alltaf hæg og hljóð og yndisleg í alla staði. Ég hugga mig líka við það að hugsa um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Hvergi leið mér betur en í návist þinni. Við gátum talað saman en líka bara þagað saman. Alltaf varst þú að hugsa um að aðrir hefðu það sem best. Þú barst ekki sorgir þínar eða vanlíðan á torg. Síðustu vikurnar hafðir þú mikið á orði að það væri nú orðið meira vesenið í kringum þig. Þú vorkenndir læknum, hjúkr- unarfólki og þínum nánustu að þurfa að hafa svona mikið fyrir þér eins og þú orðaðir það. Ég vil þess vegna nota tækifærið og þakka innilega fyrir hönd allra sem að þér stóðu fyrir frábæra umönnun hjúkrunarfólks á Land- spítala – Hringbraut, Landspítala – Fossvogi og Sjúkrahóteli á Rauð- arárstíg. Elsku besta mamma mín. Ég hugsa stöðugt til þín og geymi þig í hjarta mínu. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Guð geymi þig. Þín dóttir, Auður. Elsku amma. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Alltaf var svo gott að koma til þín. Þú bakaðir svo góðar tertur og pönnukökur. Þegar við áttum af- mæli bakaðir þú alltaf uppáhalds- tertuna handa okkur sem var á fjórum hæðum og skreyttir hana með súkkulaðikremi og nammi. Þú varst líka svo dugleg að prjóna á okkur sokka, vettlinga, húfur og peysur svo okkur yrði ekki kalt. Stundum fórum við fyrir þig til að kaupa lottómiða og við máttum alltaf kaupa okkur eitthvað fyrir afganginn. Elsku amma. Við söknum þín svo mikið en biðjum Guð að geyma þig og ljúkum þessari grein með ljóði sem lýsir þér svo vel: Ó, kæra amma nú skal þakka þér, hin þýðu bros og marga fyrirgreiðslu. Við söknum þín og þess, sem liðið er Við þökkum yl og handa þinna leiðslu. Hjá þér var gott að dvelja dag sem nótt, Hver dagur var sem ævintýrarjóður: Í minninganna morgun verður sótt, þín móðurtryggð – og hjartans dýri sjóð- ur. (L. S.) Sturla Már og Óðinn. Elsku besta amma. Mikið hefð- um við viljað gefa til að fá að sjá þig aftur á lífi. Heilt ár er nú liðið frá því við sáum þig síðast þegar við komum í heimsókn frá Frakk- landi. Okkur fannst þú líka svo dugleg að koma fjórum sinnum út til okk- ar. Það var svo gaman að vera með þér, elsku amma. Þú varst alltaf að gera eitthvað fyrir okkur; baka bestu tertur og pönnukökur sem hægt er að fá og enginn kunni bet- ur. Þú vildir alltaf vera að gefa okk- ur eitthvað fallegt. Þegar þú varst einu sinni hjá okkur yfir vetrartíma prjónaðir þú trefla á okkur öll og mömmu og pabba líka svo okkur yrði ekki kalt. Stundum baðst þú okkur um að kaupa lottómiða fyrir þig og lést okkur alltaf hafa aukapening svo við gætum keypt okkur eitthvað fyrir afganginn. Við vitum líka hvað þér þótti vænt um Maxim litla bróður okkar og munum halda minningu þinni á loft og segja honum þegar hann verður eldri hvað þú varst góð amma. Elsku amma. Guð geymi þig. Minning þín er ljós í lífi okkar. Viktor, Natalía, Kristófer og Maxim. Elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minnig er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. ( Þórunn Sig.) Með þessu ljóði vil ég kveðja þig. Hvíl þú í friði. Þín María Rut. ANNA SIGURJÓNSDÓTTIR Þ á fara skólarnir að byrja. Þessi tíðindi eru ekki endilega eitthvað til að hrópa húrra yfir en verður þó ekki neitað, um það vitna auglýsingar um skólafötin, skiptibókamarkaðina og fleira sem tengist skólanum sem birst hafa undanfarna daga í blöð- unum. Skólarnir hefjast fyrr um þessar mundir en tíðkaðist í mínu ungdæmi. Núna fara börnin fljótlega eftir versl- unarmannahelgi að huga að skólatöskunni, eða því sem næst. Ég er reyndar alls ekki hlynnt því að börnin okkar séu rifin inn í skólastofur því sem næst um miðjan ágúst. Ég er þó ekkert á móti því að skóla- árið hafi verið lengt. Þessir fyrstu skóladagar ættu að snú- ast um ferðalög, náttúruskoðun og útivist ein- göngu. Skóla- stofan ætti aðeins að vera geymsla fyrir útifötin og nestið. Ég veit að í mörgum skólum eru farnar ýmsar ferðir á haustin og er það vel. Það mætti þó ganga enn lengra, fara í dagsferðir út fyrir borgarmörkin, nota Heið- mörk til hins ýtrasta og ganga óspjallaðar fjörur sem finnast vart orðið í Reykjavík. Víða um land eru fræðasetur um dýralíf og náttúru sem og byggðasöfn og önnur söfn sem mætti ef- laust nota til fræðslu frekar en að skoða myndir af fuglum í bókum eða fá einn slíkan upp- stoppaðan í heimsókn í skóla- stofuna. En allt sem er skemmtilegt kostar peninga (haft eftir syni mínum) svo að sennilega er það fjarlægur draumur að haustin í skólanum snúist um ferðalög, náttúru- skoðun og útivist. Ég man ekki hvort ég fór í árlegar skoðunarferðir með skólanum mínum. Eitthvað rámar mig þó í fjöruferð, gróð- ursetningu í hávaðaroki og heimsókn í Mjólkursamsöluna. En ég man eftir alveg frábær- um kennara sem ég hafði í tólf ára bekk. Þannig var mál með vexti að kennarinn sem hóf að kenna okkur í upphafi skólaárs- ins forfallaðist og í stað hans var ráðinn ungur, rétt rúmlega tvítugur, kennari. Ég man ennþá þegar við bekkjarsyst- urnar stóðum fyrir framan kennslustofuna daginn sem hann átti að hefja kennslu. Ný- búnar að fá áhuga á hinu kyn- inu veltum við því fyrir okkur hvort nýi kennarinn myndi líkj- ast hinni og þessari kvikmynda- stjörnunni. Hvort sem hann líktist kvikmyndastjörnu eða ekki var þarna kominn fimm stjörnu kennari, sá besti. Hann Siggi var nefnilega fullur af hugmyndum um hvernig skyldi ná til tólf ára orma sem kunnu vart mannasiði og voru stund- um kallaðir „brjálaði bekk- urinn“. Við bjuggum til okkar eigið Trivial Pursuit með spurningum úr námsefninu og áttum oft góðar samræðustundir um lífið og tilveruna með Sigga. Ég get ekki nákvæmlega bent á það hvað það var í fari hans sem höfðaði svona mikið til okk- ar. Sennilega var það að hluta til hversu ungur hann var, þekkti tónlistina okkar og tískuna og sá sömu myndirnar í bíó. Hann var líka ofur rólegur og hækkaði varla röddina að mig minnir meðan hann kenndi okkur. Í það minnsta nenntum við frekar að hlusta á hann en marga aðra kennara sem við höfðum og í mörg ár á eftir minntumst við hans með sér- stakri lotningu. Ég þekki önnur dæmi um kennara sem hafa náð svo til nemenda sinna. Einn fór alltaf með bekknum sínum út í fót- bolta í frímínútunum og fékk alla, jafnt stelpur sem stráka, til að taka þátt í leknum. Þetta varð til þess að þjappa bekkn- um enn frekar saman. Í þessum sama bekk var síðar gerð upp- reisn er stelpurnar áttu að fara í sauma og strákarnir í smíði en sú var hefðin hér áður fyrr. Stelpur fengu lítið sem ekkert að læra að smíða og strákarnir voru ekki æfðir í að sauma út. En sumir samstæðir bekkir, sem höfðu vanist því að leika sér saman í öllu, að stelpur gætu verið alveg jafngóðar í fótbolta og strákar, létu nú ekki þetta misrétti yfir sig ganga og fengu sínu framgengt að lokum. Þegar upp er staðið held ég að það sem einkenni fyrst og fremst góðan kennara sé einlæg vinátta við börnin, að setja sig ekki á háan hest, að ná til barnanna í gegnum þeirra áhuga- og hjartans mál. Trivial Pursuit og fótbolti voru það sem þurfti til í dæmunum hér að ofan. Ég man líka að Siggi hló stundum að bullinu í okkur, þegar við krakkarnir vorum að grínast hvert við annað. Við fengum því á tilfinninguna að hann væri einn af okkur og gát- um verið við sjálf í kringum hann. Mörgum árum eftir að Siggi kennari kvaddi og fór víst í heimspeki (að við töldum þar sem við bekkurinn hefðum gert hann fráhverfan kennslunni) vorum við bekkjarsysturnar á kaffihúsi í bænum. Það slær þögn á viðstaddar þegar inn á kaffihúsið stormar sjálfur Siggi, lifandi komin eftir öll þessi ár. Við sem höfðum í gegnum árin talað um hann eins og goðsögn urðum hrærðar yfir návist hans sem var enn greinilega máttug. Loks mannar ein okkar sig upp og gengur að honum, og minnir hann á bekkinn góða sem hann kenndi og hafði svo mikil áhrif á mörgum árum áður. Siggi þurfti smátíma til að átta sig en segir svo: „Já sæl Kristín,“ við bekkarsystur mína sem hét reyndar allt öðru nafni. Við vorum kannski svolítið súrar fyrst yfir að hann skyldi nú ekki muna nöfn okkar og hversu frábærar við vorum. Sennilega hafði hann mun meiri áhrif á okkur en við á hann! En sá Siggi sem hafði kennt okkur og glatt okkur með nærveru sinni mörgum árum fyrr var þó enn á sínum stað í hugum okk- ar. Minningin um góðan kenn- ara deyr aldrei. Skólalíf Það slær þögn á viðstaddar þegar inn á kaffihúsið stormar sjálfur Siggi, lifandi kominn eftir öll þessi ár. Við sem höfð- um í gegnum árin talað um hann eins og goðsögn urðum hrærðar yfir návist hans sem var enn greinilega máttug. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.