Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 23 VIÐFANGSEFNI Guðbjargar Lindar hafa frá upphafi verið tengd vatni; fyrst fossum og síð- ar óræðum og ímynduðum eyjum á haffleti en undan- farin misseri hefur hún unnið áfram með nálægð og efn- iskennd vatnsins í verkum sínum. Í dag, laugardag, opnar Guðbjörg sýningu á verkum sínum í Hafnarborg og er þetta fyrsta einkasýningin sem hún heldur frá því árið 1999. Hins vegar hefur hún tekið þátt ísamsýningum og nú síðast sýningunni andrá – mom- ent sem sett var upp á listahátíð 2002 í listasafni ASÍ og í sept- ember sama ár í Santiago Comp- ostella á Spáni. Þar sýndi hún verkið Engilfoss, sem einnig er á sýningunni í Hafnarborg, Og var það sér- staklega málað fyrir gotnesku klausturkirkjuna San Domigos de Bonval í Santiago de Comp- ostella, þar sem verkið stóð inni í kórnum Engilfoss er bjart verk og heillandi og þegar Guðbjörg er spurð hvort það hafi ekki sómt sér vel í kór kirkjunnar, segir hún: „Jú, það var tilkomumikið. Fyrir ofan verkið voru mjóir, háir gluggar og birtan sem féll á það var himnesk.“ Efniskennd vatns og andrúmsloft Engilfoss er aðeins eitt af verk- unum sem sýnd eru í Hafnarborg. Öll verk á sýningunni eru máluð á þessu og síðasta ári. Þeir sem hafa fylgst með Guðbjörgu Lind muna eflaust eftir þeim verkum sem áttu sér uppruna á heimilinu, þar sem borð og stólar, diskar, krúsir og kirnur birtust á myndflet- inum. Í dag er hún þó komin óravegu út af heimilinu, út í náttúruna þar sem hún leikur sér með vatnið; lifandi vatn- ið. „Ég hef unnið mikið með vatn; ár fossa, eyjur, haf- fleti á seinustu ár- um. Það er þó fyrst og fremst efnis- kennd vatnsins sem ég er að vinna með – og andrúmsloft; með gagnsæi og birtu. Þetta eru þó ekki hefðbundnar landslagsmyndir, heldur er ég til dæmis með myndir af farvegum – sem geta verið árfarvegir, en þeir eiga sér ekki endilega fyrir- myndir, heldur eru verkin unnin undir áhrifum frá náttúrunni og geta staðið fyrir árfarvegi yfir- leitt. Ég hef líka gert mikið af því að vinna með árósa. Það sem mér finnst skemmtilegt er að þeir fela ekki bara í sér endalok, heldur tákna einnig upphaf einhvers annars og óræðs. Mér finnst endalok áhugaverð, vegna þess að í þeim felst eftirvænting eftir því ókomna og óræða. Birtan býr í okkur sjálfum Þótt staðsetning, sjónarhorn og myndefni hafi gerbreyst hjá Guð- björgu Lind, hefur hún ekki farið svo ýkjalangt frá sjálfri sér í lit- um, þótt vissulega spili birtan stærra hlutverk í verkum hennar í dag, verkin séu dulari og óræð- ari. Þau fela í sér kyrrð og fjar- veru mannsins í dulu og oft óræðu landslagi. Í þeim er fólgin ferð á vit afkima heimsins þar sem maðurinn skynjar hið upp- hafna í einfaldleikanum sjálfum. „Hvað liti varðar, segir hún, „þá mála ég, annars vegar, mjög bjartar myndir og, hins vegar, myndir sem hafa mikla kontrasta og þá verða dökku litirnir mjög áberandi. Þessi sérstaka birta er nokkuð sem við losnum aldrei við hér á Íslandi. Hún er hluti af náttúru okkar og býr því í okkur sjálfum; og fylgir okkur hvert sem er. En er ekki málverkið dálítið „úr tísku“ í dag? „Málverkið er alltaf í gildi. Það er mjög margt að gerast í mynd- listinni. Áhugaverð endurvinnsla á flúxus- og popptímabilinu hefur verið áberandi undanfarið og und- ir þeim merkjum hafa einning komið fram listamenn sem nota málverkið sem miðil með góðum árangri. En það hafa svo mörg tímabilið gengið yfir í myndlist- inni og málverkið lifir allt af – rétt eins og bókin. Það er alltaf verið að spá dauða hinna og þess- ara listgreina; bókinni og mál- verkinu hefur svo oft verið spáð dauða. Svo heldur allt áfram að blómstra samhliða. Málverkið verður alltaf þarna. Hins vegar mætti kannski vera meiri hvatning hér fyrir myndlist- armenn. Það er mjög lítið um sýningartækifæri hér heima. Það er mun meira um að listamönnum sé boðið að taka þátt í sýningum erlendis. Það væri svo mikil víta- mínsprauta fyrir myndlistina ef fólki væri boðið að taka þátt í samsýningum, þar sem er sýning- arstjórn sem velur myndlistar- mennina saman. Hingað til hafa samsýningar mikið til byggst á því að nokkrir listamenn ákveða sjálfir að sýna og sjá svo að mestu leyti um alla framkvæmd. Það má segja að listamenn hér séu mjög duglegir við að vera sín- ir eigin umboðsmenn og herrar og haldi ótrauðir áfram að drífa upp einkasýningar og samsýn- ingar. Það er ein ástæðan fyrir því að listin lifir góðu lífi.“ Málverkið lifir allt af Óræð birta, gagnsæi og efniskennd vatnsins eru meðal viðfangsefna Guðbjargar Lindar á málverkasýningu sem hún opnar á morgun í listamiðstöðinni Hafnarborg. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Guðbjörgu um árfarvegi og óseyrar, upphaf og endalok. Guðbjörg Lind DANSKI ljósmyndarinn Peter Funch opnar sýninguna „Las Vegas – Made by man“ í Kling og Bang galleríi, Laugavegi 23, laugardag- inn 9. ágúst kl. 16. Sýningunni má skipta í tvo hluta. Annars vegar þar sem Peter skyggnist á bakvið leiktjöld afþrey- ingarmiðstöðvarinnar Las Vegas og hins vegar myndir er hann þótt- ist vera brúðkaupsljósmyndari og sýnir viðfangsefni er hafa ólíkar hugmyndir um rómantískar athafn- ir og umhverfi. Peter Funch hefur unnið til margra verðlauna sem ljósmynd- ari, m.a. fyrir myndir sínar frá 11. september í New York, og nýlega var hann valinn úr hópi bestu ljós- myndara heims af World Press Photo til þess að taka þátt í „mast- erklass“-verkefninu í Amsterdam. Sýningin í Kling og Bang er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18 og stendur til 31. ágúst. Ein mynda Peters Fuch. Myndir frá Las Vegas SUMARLEIKHÓPURINN í Kefla- vík frumsýnir í kvöld kl. 20 leikritið Kalda borðið eftir Jökul Jakobsson í Frumleikhúsinu í Keflavík. Verkið er upphaflega skrifað sem útvarps- leikrit og hefur að sögn aðstand- enda sýningarinnar ekki verið svið- sett fyrr. Leikhópurinn sem að sýningunni stendur kallar sig Sumarleikhópinn og er skipaður 14–16 ára ungling- um. Þessi hópur hefur unnið í sum- ar sem leiklistarhópur innan vinnu- skólans í Reykjanesbæ. Leikstjóri sýningarinnar er Þór Jóhannesson sem jafnframt er einn af hópnum. Kalda borðið í Keflavík. Frumsýna Kalda borðið DANSKI organistinn Christian Præstholm flytur íslensk orgel- verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson á tvennum tónleik- um um helgina. Á hádegistónleikum í Hall- grímskirkju á morgun, laugar- daginn 9. ágúst, frumflytur hann orgelverkið Mynstur sem er samið með stuðningi frá NOM- US. Verkið er samið útfrá danska sálmalaginu Vor Herre, til dig må jeg ty. Á efnisskrá tónleikanna er einnig Prelúdía og fúga í H-dúr op. 7 nr. 1, Prelúdía og fúga, op. 7 nr. 3 eftir franska 20. aldar tónskáldið Marcel Dupré og Prelúdía og fúga í a-moll, BWV 543 eftir Johann Sebastian Bach. Christian Præstholm er jósk- ur, menntaður við Jóska tónlist- arháskólann og í Frakklandi en nú kennir hann við Jóska tónlist- arháskólann auk þess sem hann kennir við Kirkjutónlistarskól- ann í Vestervig á Norðvestur- Jótlandi. Hann hefur verið org- anisti við dönsku kirkjurnar í París og London og er einnig organisti við kirkjurnar í Skejby og Lisbjerg sem eru þorp rétt hjá Árósum. Hann er þekktur konsertorganisti og hefur sér- staklega lagt sig eftir túlkun á nýrri orgeltónlist. Á tónleikum í Neskirkju á mánudagskvöld endurtekur Præstholm síðan Mynstur eftir Gunnar Andreas og flytur einnig Þrjú tilbrigði við Liljulagið en það frumflutti hann á Norrænu ungmennatónlistarhátíðinni í Ár- ósum 2001. Frumflytur íslensk orgelverk Morgunblaðið/Jim Smart Kristian Præstholm organisti. Sumarópera Reykjavíkur ætlar að halda eins konar prufusöng í dag fyr- ir gesti og gangandi með því að flytja atriði úr óperunni Krýningu Poppeu (Ĺincoronazione di Poppea) eftir Monteverdi. Óperan verður frum- sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins að viku liðinni þann 15. ágúst. Uppákoman verður í garði verslunar- innar 12 tóna við Skólavörðustíg og hefst klukkan 16:30. Þrastarlundur. Árni Sighvatsson opnar myndlistarsýningu og sýnir þar hugmyndir að landslagi o.fl. Sýn- ingin stendur til 21. ágúst. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SÖGUSETRIÐ á Hvolsvelli efnir til söguferða um Njáluslóð sunnudag- ana 10. og 17. ágúst. Leiðsögumaður er Arthúr Björgvin Bollason. „Við leggjum af stað frá Sögusetrinu kl. 13. Ekið verður um Rangárvelli að Gunnarssteini og þaðan um Vatnsdal að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Á leiðinni verður áð á Kaffi Langbrók sem er nýr áningarstaður. Eftir viðdvöl á heimaslóðum hetjunnar Gunnars á Hlíðarenda verður haldið að Rauða- skriðum. Að því búnu verður svipast um eftir „hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur“ og að því loknu verður haldið aftur á Hvolsvöll.“ Skráning er í síma 487 8404, 862 8404 eða svartur6@simnet.is. Leiðsögn um Njáluslóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.