Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞYRLUR Landhelgisgæslunnar fóru í þrjú útköll í gær og er það fremur mikið á einum sólar- hring. Þá sótti þyrla varnarliðs- ins spænskan sjómann um 400 mílur frá Reykjavík, beint suður af Vestmannaeyjum. Hann hafði fengið botnlangakast og var fluttur til Reykjavíkur á Land- spítalann í Fossvogi. Loks var 15 ára piltur fluttur með sjúkraflugi frá Gjögri síðdegis í gær eftir al- varlegt slys í gamla frystihúsinu við Djúpavík á Ströndum. Grun- ur lék á um alvarlega höfuð- áverka og innvortis meiðsl og var læknir sendur með piltinum í flugi til Reykjavíkur á Landspít- alann í Fossvogi, þar sem hann liggur á gjörgæsludeild. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF sótti bílstjóra rútu sem hafði velt rútunni á vaðinu yfir Sandá skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt en beiðni barst til Landhelgisgæslunnar klukkan 00:52. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar lenti mað- urinn undir rútunni er hún valt en komst undan henni af sjálfs- dáðum og hafði gengið í um tutt- ugu mínútur er hann rakst á fólk sem óskaði eftir aðstoð. Mað- urinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og liggur nú á bækl- unardeild Landspítalans í Foss- vogi. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF sótti mann um fertugt sem slasaðist alvarlega er hann hrapaði niður 10 metra djúpt gljúfur og út í Sandá í Þistilfirði er hann hugðist hefja laxveiðar við annan mann. Vegna erfiðra aðstæðna var ákveðið að kalla eftir aðstoð þyrlunnar. Kom hún á vettvang upp úr klukkan 10 og lenti með hinn slasaða á Þórs- hafnarflugvelli klukkan 10:33. Þar beið sjúkraflugvél sem flaug með hinn slasaða til Reykjavík- ur, en hann liggur á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa gengist undir að- gerð. Þyrlan TF-SIF flaug með tvo ferðamenn til Akureyrar eftir að bifreið þeirra fór út af veginum sunnan Fellabæjar, en kona á miðjum aldri lést í sama slysi. Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru í stöðugu björgunarflugi í gær Margir slasaðir eftir óhappahrinu í gærdag Maður hrapaði 10 metra ofan í gil RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðnaðarins, ásamt fleiri aðilum hér á landi, er þátttakandi í umfangsmiklu samevrópsku rannsóknaverkefni sem snýr að heilnæmi sjávarafurða. Þetta er umfangsmesta rannsóknaverkefni sem stofn- unin hefur tekið þátt í en heildarkostnaður þess er nærri 4 milljarðar króna og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu. Verkefnið er til 5 ára og má ætla að styrkveiting til Rf nemi um 100 milljónum króna á tímabilinu. Aðalmarkmið verkefnisins, sem kallast „SEAFOODplus“, er að bæta heilsu og vellíðan evrópskra neytenda með því að nýta þá kosti sem fylgja neyslu heilsubætandi, öruggs sjávar- fangs. Það verður gert með með því að tengja 22 sjálfstæð rannsóknaverkefni og hliðarverkefni og stjórnun saman í eina heild í samþættu verk- efni sem byggist á hugmyndafræðinni „frá maga í haga“. Verkefnin eru í fimm hópum sem fjalla um næringarfræði, neytendur, öryggi, vinnslu og vöruþróun og fiskeldi en einnig verður unnið að sérstöku rekjanleikakerfi sem verður prófað á alla keðjuna frá lifandi fiski til neytendavöru svo hægt sé að rekja hvert atriði frá neytendum út á mið eða í fiskeldisstöð. Heildarkostnaður nærri 4 milljarðar Verkefnið fékk faglega mjög góða dóma fyrir nýnæmi, skipulag og val á þátttakendum sem eru allir fremstir á sínu sviði í Evrópu. Sam- starfsaðilar verkefnisins eru 76 háskólar, rann- sóknastofnanir og fyrirtæki í flestum löndum Evrópu, auk þess sem fyrirtæki úr iðnaðinum tengjast verkefninu á ýmsan hátt. Heildar- kostnaður við verkefnið er áætlaður 44,5 millj- ónir evra eða nærri 4 milljarðar íslenskra króna og mun Evrópusambandið leggja til ríflega helming kostnaðarins. Íslenskir aðilar taka þátt í rúmlega þriðjungi rannsóknaverkefnanna eða 8 verkefnum af 22. Þar að auki verður einu verkefn- anna stjórnað á Íslandi, verkefni sem snýr að nýt- ingu próteins úr fiski. Einn- ig er fulltrúi frá Íslandi í stjórn verkefnisins. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, segir að vinnuframlag Íslands í verkefninu verði rúmlega 300 mannmánuðir sem svari til 6 til 7 heilsárs- starfa á ári en hún gerir ráð fyrir að íslensk fyr- irtæki muni einnig tengjast ýmsum þáttum verkefnanna. Auk þess hafa Inga Þórsdóttir og Ágústa Guðmundsdóttir prófessorar frá Há- skóla Íslands komið mjög að undirbúningnum. Verkefnið hefst á næsta ári og er til 5 ára. Sjöfn segir mjög mikilvægt að Íslendingar séu virkir þátttakendur í alþjóðlegum rannsókna- og þró- unverkefnum um viðhorf neytenda, öryggi, heilsubætandi áhrif og vinnslu og þróun á sjáv- arfangi. Þetta tiltekna verkefni muni án nokk- urs vafa hafa áhrif á allar íslenskar rannsóknir á sjávarfangi. „Okkar markmið með þátttöku í verkefninu var að taka þátt í og fylgjast með sem flestum verkefnum innan heildarverkefnisins. Íslensku þátttakendurnir sýndu mikla þrautseigju og út- sjónarsemi og lögðu á sig mikla vinnu og annan kostnað bæði við undirbúning, stjórnun og gerð umsókna til að hlutur Íslands í verkefninu yrði sem stærstur. Það skilaði þátttöku í stjórnun verkefnisins og í sjö rannsóknaverkefnum og hliðarverkefnum bæði við tækniyfirfærslu og kynningu, þjálfun og fræðslu. Vegna hins mikla umfangs þessa verkefnis verður það eina verk- efnið á sviði sjávarútvegs sem ESB mun styrkja á komandi árum,“ segir Sjöfn. Fá 100 milljóna króna styrk frá ESB Sjöfn Sigur- gísladóttir FJÖLMARGIR golfarar hafa lagt leið sína á golfvöll- inn í Grafarholti í sumar enda veðrið leikið við þá eins og aðra landsmenn. Á myndinni má sjá nokkra þeirra ljúka leik á átjándu holunni. Golfíþróttin verður æ vinsælli með hverju árinu hér á landi og nú er svo komið að víða þarf að panta tíma á golfvöllunum með góðum fyrirvara til að vera öruggur um að komast að. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikið í góða veðrinu í Grafarholti SPÆNSK kona á miðjum aldri beið bana er sjö manna fólksbifreið með fimm manns valt út af veginum sunnan bæjarins Ekkjufells, sem er sunnan Fellabæjar á Héraði, upp úr hádegi í gær en á staðnum er beygja og aflíðandi brekka. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum missti bílstjórinn vald á bílnum í lausamöl með þeim afleiðingum að hann fór út af veginum og valt nokkra hringi niður brattan slakka. Konan var með lífsmarki er aðstoð barst en lést á staðn- um. Fólkið var á leið til Fellabæjar þegar óhapp- ið varð. Hinir ferðalangarnir slösuðust mismik- ið. Voru bílstjórinn og einn farþegi fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, til Ak- ureyrar en hlutu þó ekki alvarleg meiðsl. Þá voru tveir farþeganna fluttir til Akureyrar með sjúkrabifreið en þeir hlutu lítils háttar áverka. Að sögn lögreglu var töluverð umferð á svæðinu en ekki þurfti að loka veginum nema skamma stund. Morgunblaðið/Steinunn Bíllinn er mjög illa farinn eftir slysið. Spænsk kona lést í bílveltu við Fellabæ BERJASPRETTA er tveimur vikum fyrr á ferð en í meðalári að sögn Sveins Rúnars Haukssonar sem í mörg ár hefur fylgst vel með berjasprettunni. „Það stefnir í gott berjaár enda hefur veðursældin verið mikil.“ Sveinn Rúnar segir að vel megi byrja að tína ber núna, krækiberin séu orðin góð og bláberin alveg að verða tilbúin. Hann segir þó vonandi að mildur og snjólítill vetur hafi ekki áhrif en aðalbláberin virðast vera háð því að njóta skjóls af snjónum. Sveinn Rúnar er þeirrar skoðunar að fleiri mættu átta sig á því hvaða auðlegð er í þessum berjum okkar. „Það er svo hollt og gott að tína og borða ber að það er nánast sárt til þess að hugsa að við náum sennilega aldrei að tína nema örlítið brot af því sem gefst á hverju ári.“ Berin tveimur vikum fyrr á ferðinni MIKIÐ álag var á þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar í gær en sækja þurfti slasað fólk víða um land. „Þetta var í meira lagi að gera. Það gerist oft að við erum í útkalli þegar annað kemur, en núna tók hvert við af öðru. Næsta útkall á eftir truflaði ekki það sem var í gangi. Annars er engin regla í þessu,“ segir Sig- urður Ásgeirsson, þyrlu- flugmaður hjá Landhelgisgæsl- unni. Hann sagðist hvíldinni feginn enda erilsamur sólar- hringur að baki. Sigurður segir að yfirleitt sé meira að gera á sumrin en á vet- urna því þá sé fólk meira á ferð- inni. Hann bendir á að útköllin í gær hafi til dæmis öll verið tengd sumrinu, til að mynda ferðamenn í bílslysi og maður sem slasaðist við veiðar. „Á vet- urna geta verið fá útköll en þau eru mun erfiðari. Þá er oft vont veður og skip jafnvel að sökkva. Í dag (í gær) voru þetta fínar að- stæður og gott veður.“ Auk Sigurðar voru í áhöfn þyrlunnar í gær: Jakob Ólafsson flugstjóri, Einar Valsson, stýri- maður og sigmaður, Reynir G. Brynjarsson, flugvirki og spil- maður, og Hannes Petersen læknir. Fleiri útköll á sumrin ♦ ♦ ♦  Slasaðist/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.